Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 12
TÍskufflmolar * >■ >• Jk. NotaSir gullmolar Notaður fatnaður hefur síðast- liðin ár verið mikið notaður hjá tískuliðinu, þeim sem vilja skapa sér sérstöðu og vera leiðandi í tískuheiminum. Þar sem stefnur og straumar und- anfarinna ára hafa verið sótt til liðinna tíma er svo komið að notuð föt eru orðin gífurlega vinsæl og hafa víða erlendis rokið upp í verði. í stuttu spjalli við Heiðu í Spútnik komumst við að því hvað sé svona sérstakt við notuð föt og hver séu bestu kaupin fyrir vet- urinn. Hönnuðir hafa undanfarin ár verið í nostalgíukasti og horft löngunaraugum til liðinna ára. Sjöundi, áttundi og níundi ára- tugur 20. aldarinnar hafa verið hvað mest áberandi, þó svo að þetta árið sé horft enn lengra aftur, eða til loka 19. aldarinnar. Vegna þessa hafa notuð föt orðið gífurlega vinsæl. I dag eru það ekki bara ung- lingar í uppreisnarhug sem ganga í notuðum rifnum galla- buxum, skreyttum leðurbeltum 8. áratugarins, heldur er þetta orðið eftirsóknarvert hjá há- tískuliðinu. Stílistar stóru tísku- húsanna keppast um að gramsa í gegnum notuð föt á mörkuðum og í verslunum. Þeir borga oft fyrir þau of fjár og færa þau vinnuveitanda sínum sem fær svo innblástur frá liðnum tíma. Sex mánuðum síðar sjáum við af- raksturinn á sýningarpöllunum og heldur þessi eilífa hringrás tískunnar áfram. „Second hand“ fíkill Hér á Islandi eru nokkrar verslanir sem sérhæfa sig í því að Heiða Agnarsdóttir Pels, prjónahúfa og gamlar Levi's 517 gallabuxur eru ómissandi fyrir veturinn að mati Heiðu. selja notuð föt. Spútnik er sú stærsta og hefur hún notið mik- illa vinsælda í áratug. Hún hef- ur ekki farið varhluta af tfsku- straumum sfðustu ára og er nú flutt á Laugaveginn og viðskipt- in blómstra sem aldrei fyrr. Heiða Agnarsdóttir er starfs- maður verslunarinnar og gegnir þvf hlutverki að kaupa inn fatn- aðinn og sjá um útlitið á búðinni. „Eg er algjör „second hand“ fík- ill og hef keypt mér notuð föt frá því að ég var 12 ára,“ segir hún. Heiða hefur unnið í Spútnik, með hléum, síðastliðin sex ár. Þó að hún kjósi ekki að titla sig verslunarstjóra má nú eiginlega kalla hana það. Því það er einmitt hún sem flakkar á milli Amsterdam, London og New York í innkaupaferðum fyrir verslunina. „Við kaupum hjá heildsölum erlendis. Þetta virk- ar eins og hjá öðrum búðum, munurinn er bara sá að okkar föt eru notuð,“ segir hún og bætir við: „Þegar ég kaupi inn fer ég mikið eftir minni tilfinningu, ég kaupi föt sem ég hef trú á. Auð- vitað fylgist ég líka með því sem er að gerast í blöðunum og spái líka í fólkið í kringum mig.“ Heppnir finna YSL Víða erlendis eru sérstakar verslanir sem selja notuð merkjaföt. Þessar búðir hafa orð- ið vinsælar og er fatnaðurinn oft á tíðum mjög dýr. En fræga fólk' ið er orðið sólgið í „vintage“'StíL inn og mætti t.d. Chloe Sevigny á óskarsverðlaunahátíð- ina árið 2000 í gömlum Yves Saint Laurent'kjól. „Við erum ekki meðvitað að leita uppi gömul merkjaföt, þar sem er lítið til af þeim yrði það kannski langur prósess að finna þau og þá myndu þau kosta mik- inn pening. Það slæðast þó stundum merkjavörur með, mað- ur gæti t.d. rekist á YSL-jakka- föt. En þeir kúnnar eru þá bara sérstaklega heppnir." Klassík FYRIR LÍFSTÍÐ Það eru örugglega einhverjir sem eru ekki enn búnir að upp- götva notuð föt og finnst jafnvel eitthvað skrýtið við það að kaupa sér föt sem aðrir hafa svitnað í. Þetta er þó frekar lummulegt viðhorf og segir mest um það hvað viðkomandi einstaklingur er aftarlega á merinni. Þar sem fræga fólkið, Gucci-gellurnar og Versace-stílistarnir er æst í not- uð föt ætti það að segja eitthvað um tíðarandann. En hvað er það sem heillar? „Þau eru bara æðisleg. Það er engin flík eins og það er náttúr- lega frábært. Maður getur rekist á gullmola þegar maður er að gramsa, eignast klassík fyrir lífs- tíð,“ segir Heiða. Endurvinnsla heit Eftir að Spútnik flutti á Laugaveginn hefur verslunin að sjálfsögðu orðið vinsælli og meira áberandi. Og það er alls kyns fólk sem verslar þarna. „Alls konar fólk, konur og karlar, ungir sem aldnir," segir Heiða. En ekki er einöngu notaðan fatnað þar að finna heldur er verslunin einnig með fatnað sem er þeirra eigin hönnun og fram- leiðsla. „Við Bára Hólmgeirs- dóttir hönnum fötin saman. Þau eru gjarnan saumuð úr gömlum fötum en við notum líka ný efni,“ segir Heiða. Endurvinnsla er einmitt heitt hugtak í tískuheiminum í dag og nægir að nefna bandaríska merkið Imitation of Crist. Hönnuðir þess hanna föt úr gömlum flíkum og hafa slegið í gegn með skemmtilegri hönnun. Fatnaður þeirra hefur á skömm- um tíma orðið mjög dýr og alls ekki á færi allra að eignast hann. Pelsar oc flauel Aðspurð hvað sé það vin- sælasta í Spúútnik fyrir vetur- inn svarar Heiða: „Pelsarnir eru vinsælir, sem og rifflað flauel. Svo eru snjáðar gallabuxur og thai'buxurnar orðnar klassík og seljast alltaf jafnvel. Já, og her- mannafötin eru líka vinsæl, jakkar, bolir og fleira í þeim stíl.“ Notuð föt geta verið ótrúlega flott og getur verið skemmtilegt að blanda þeim saman við nýjar flíkur. Leyfa þannig hugmynda- fluginu að njóta sín og skapa sinn eigin stfl. Með því að skoða á mörkuðum og gramsa í gegn- um fötin í verslunum eins og Spútnik getur maður fúndið hreina gullmola. Það eina sem þarf til' að hefja leitina er opinn hugur og nægur tími til að gramsa. Tíska • Gæði • Betra verð PlNNAHÆLAR VÍKJA Það er kominn tfmi til að skipta támjóu pinna- hælunum út fyrir öllu grófari skó. Fyrir veturinn er táin aðeins rúnaðri og hællinn breiðari. Langflest tískuhúsin hafa boðað þessar breytingar þó að sjá 'megi hinn stílinn enn þá. Marc Jacobs er grófari, það er Ifka Tom ford fyrir YSL og Gucci, sem og Prada. Það er ekki verið að tala um einhverja þykk- botna hlussuskó heldur aðeins slakað á þessum brjáluðu pinnahælum sem svo fáar konur ráða hvort eð er við. Skórnir á myndinni eru úr 38 þrepum. See by Chloé Sævar Karl bætti rós f hnappagat sitt á dögun- um. Hann var að taka inn nýtt merki, See by Chloé, sem er ódýrari Ifnan frá Chloé. I augnablikinu eru eingöngu komnar nokkrar yfirhafnir og eru þær mjög fallegar. Það er svo von á fleiri vörum seinna f vetur og verður það að teljast tilhlökkunarefni. Smáralind Jæja, þá er búið að opna þessa blessuðu Smára- lind og fleiri verslanir hafa bæst f hópinn. Samt er alveg merkilegt hvað Iftið bættist við f verslunar- flóruna þrátt fyrir allar þessar þúsundir fermetra. Benetton er góð viðbót og nauðsynlegt fyrir okkur sem búum á þessu kalda landi að hafa að- gang að fallegum og hlýjum peysum á góðu verði. Þar eru Ifka sæt barnaföt og ekki er það verra. Zara er Ifka ágæt viðbót. En þar gefur að Ifta eft- irlfkingar af hönnun helstu tfskuhúsanna á góðu verði. Gluggaútstillingin þeirra er t.d. flott, þar má sjá föt f anda YSL Rive Gauche, svartar pffur f sfgaunastfl. Inni eru svo púffermar og gallabuxur með broti, allt f anda Marc Jacobs. Meira er ekki hægt að segja um fatabúðirnar f Smáralindinni. Jú, þarna er Top Shop, sem getur lumað á flottum ftfkum. Hún er Ifka niðri f miðbæ og þvf engin nýjung þar á ferðinni. Gólfið f Gap er flott og Baby Gap á vfst að koma, gott mál það. Húsið sjálft er frekar kuldalegt og ekkert merkilegt nema fyrir stærðina. Og að utan, ekki fallegt og hvað er eiginlega með þessar bláu flfsar? HM RCWELLS Skyrta úr þeirra eigin framleiðslu. 19. október 2001 f ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.