Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 23
James Osterberg lagði af stað til Chicago í byrjun árs 1966 til að stofna blús-hljómsveit. Upp-
fullur af draumórum um að stofna hljómsveit í anda Stones eftir að hafa geðbilast af Out of
our heads. Hann hafði verið alinn upp í hjólhýsabyggð rétt fyrir utan Ann Arbor í Michigan-
ríki. Seinna sagði hann frá því þegar hann sá hús í fyrsta skipti, þá fimm ára. Jim komst fljót-
lega að því eftir töluvert hjakk sem trommari að hann var hvorki trommari né miðaldra
blökkumaður. Hann sneri aftur norður sem Iggy Pop.
Open up and bleed...
Nafhið Iggy Pop var samsuða á nafni
hljómsveitar sem hann var í, The Igu-
anas, og útigangsmanni f Chicago. I
Ann Arbor sat hann ekki með hendur í
skauti heldur hóaði saman nokkrum
vinum og kenndi þeim á hljóðfæri.
Þetta samansafn af „white thrash",
vandræðaunglingum, kom fram á tón-
leikum með mönnum á borð við
Allman-bræðuma, MC5 og John
Coltrane, svo að einhverjir séu nefndir.
Fljótlega fóru sögur að hvisast út um líf-
lega framkomu hr. Pops. Varð það til
þess að fólk fór að mæta á tónleika til að
svala forvitninni. Framkoma þeirra
þótti í alla staði hneykslanleg og ógeð-
felld. Iggy Pop hefur sagt ftá þvf af hver-
ju giggið hjá The Stooges varði aldrei
nema 20—40 mfnútur. Meðalið hjá Pop
var blanda af spítti og sýru þannig að út-
haldið var aldrei lengra en 40 mínútur,
að hans sögn. Hávaði var það sem þeir framre.iddu á meðan
söngvarinn fitlaði við sjálfan sig og velti sér upp úr glerbrot-
um á sviðinu.
Heróín oc golfvelur
Njósnari ffá Elektra átti leið á tónleika með MC5 í byrj-
un árs 1967. Ætlun hans var að fá Motor City 5 á samning.
Upphitunarbandið það kvöld átti hins vegar hug hans alh
an. The Stooges blöstuðu í 20 mínútur á meðan Iggy var ’
með sýnikennslu í flogaveiki og perraskap. Þetta endaði á
því að Elektra tók þessa vandræðagemlinga upp á sína arma.
Stúdió var bókað og pródúsent. Fyrir valinu var feedback
fræðingurinn John Cale úr Velvet Underground. Kærleik-
urinn var ekki mikill milli Pop og Cale og nú talar sá fyrr-
nefndi (undir Iggy Stooge plötucoverinu) um að sándið á
fyrstu plötunni sé algjörlega hans. Plat-
an The Stooges kom út Woodstock-
helgina f ágúst 1969 og hlaut dræma
sölu og beindist athyglin eins og áður
nær eingöngu að tónleikunum hjá
bandinu.
Elektra virtist þrátt fyrir brösótt gengi
og dræmar viðtökur hafa trú á bandinu.
Aftur var haldið í hljóðver og nú með
öðru átrúnaðargoði, Don Galliuci,
hljómborðsleikara The Kingsmen (fyrir
ykkur sem ekki kveikið á bjöllunni þá
sömdu þeir Louie Louie). Enn og aftur
einkenndust sessionin af illdeilum milli
goðsins og Pops (sem telur sándið á af-
rakstrinum vera sitt). gamli karlinn hafi
verið hræddur við drengina. A þessu
meistaraverki, sem lamið var saman í
L.A, höfðu drengimir nánast sagt bless
við hippaáhrifin og við tók einhvers
konar blanda af Detroit-funki og
Coltrane-spuna eins og hann gerðist geggjaðastur. Hjá El-
ektra varð allt vitlaust þegar Fun House var spiluð fyrir stjór-
ana. Platan var tekin upp við fyrsta flokks aðstæður og sánd-
ið á henni er vægt til orða tekið einstakt. „Lögin“ eru hreinn
kraftur út í gegn og lokast platan á feedback geðveiki í ein-
hverjar sjö mfnútur (L.A. Blues). Eins og fyrsta platan kol-
féll hún og The Stooges var sparkað af Elektra.
Ofan á dapurt gengi hvað vinsældir varðar var sveitin
óstarfhæf vegna eiturlyfjaneyslu. Iggy Pop sleit samstarfinu
og einbeitti sér að sukkinu af krafti. Á endanum vann
Poppinn bug á heróínffkn sinni og fór að sinna ýmsum
störfum, t.d. viðhaldi golfvalla á Flórída. I ársbyrjun 1972
hitti Pop Breta sem þá stóð á hátindi frægðar sinnar, David
Bowie. Bowie tjáði aðdáun sína á afrekum meistarans og
gerði það að sínu gæluverkefni að koma saman bandi handa
manninum. Leiðin lá til Bretlands þar sem samningi var
landað við útgáfufyrirtæki Bowies. Poppinum voru skafiaðir
peningar og umboð til að hóa saman bandi. Afraksturinn
var sama gamla Stooges; James Williamson á gítar og ryt-
hmabræðumir Scott og Ron Asheton (nýja Mogwai-plat-
an er nefnd eftir þeim sfðastnefhda en hann var kallaður
Rock Action). Iggy and The Stooges (þannig var sirkusinn
markaðsettur eftir 1970). Var bókað stúdíó í London á vor-
dögum 1972 og nú án utanaðkomandi aðila.
Reknir enn oc aftur
Sagan segir að þegar Bowie og co lét sjá sig á æfingum
hafi verið skotið á hann: „Þetta er ekki staður fyrir homma-
poppara því héma er verið að semja Man’s Music.“ Utgáfu-
fyrirtækið sá fljótlega að öllum fjármunum sem Popinn hafði
fengið til að versla og endumýja hljóðkerfi og hljóðfæri hafði
verið ráðstafað til dópkaupa og var bandið látið fjúka enn
eina ferðina. Bowie var fenginn inn í myndina til að greiða
úr tapflækjunni. Utkoman varð Raw Power. Hún hefúr síð-
an þá verið mixuð þrisvar. Fyrsta og síðasta mixið er frá Pop
sjálfum og ef þið komist yfir annað hvort þeirra þá er fátt
sem toppar þann grip. Iggy and The Stooges hörkuðu í heilt
ár eftir þessi ósköp. Lokatónleikar The Stooges eru til sem
Metallic K.O. (Knock Out) sem er fyrir marga hluti for-
vimilegur en langt í ffá gallalaus. Þessir tónleikar enda á því
að Poppinn fær flösku í hausinn og rotast sem er í raun saga
sveitarinnar á tæpum hálftíma. Næst fréttist af meistaran-
um þegar hann tékkaði sig inn á Neuropsychiatric Institu-
te í L.A., búinn á sál og. líkama. Eftir The Stooges liggur
aragrúi af demó- og live-plptum sem eru eins og gefur að
skilja misjafhar að gæðum. Áhrif bandsins endurspeglast hjá
flestum böndum sem skipt hafa máli síðastliðin 25 ár. Rök-
in fyrir fullyrðingunni má heyra í sándinu og fjölda cover-
útgáfa Stooges-laga sem bönd í dag láta ffá sér. Sólóferill
Iggy Pop er svo efhi í aðra eins grein. Magnús Ársæls
Námsmannalínufélagar á Vetrardagskrá Hljómalindar
Námsmannalínan mun gefa heppnum Námsmannalínufélögum miða á viðburði Vetrardagskrár
Hljómalindar. Smelltu þér á www.namsmannalinan.is, taktu þátt í Vetrardagskrárleiknum og
þú gætir unnið miða fyrirtvo á einn eða fleiri tónleika Vetrardagskrárinnar, ásamt geisladisk
með einni af hljómsveitunum.
Búnaðarbankinn - styrkir námsmenn og Vetrardagskrá Hljómalindar.
ffff
námsmannalinún
! námervinnð
vetrardagskrá
3
19. október 2001