Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001
Fréttir
DV
Orkuveitan með tilraunarverkefni á prjónunum:
Þorskeldi í Hvalfirði
••
og risarækja i Olfusi
- stuðningur við nýsköpun, segir Alfreð - Ný bæjarútgerð, segir Guðlaugur Þór
Orkuveita Reykjavíkur hefur á
prjónunum að hefja tilraunaeldi á
þorski í Hvammsvík í Hvalfirði og á
risarækju að Bakka í Ölfusi. Verkefn-
in munu væntanlega fara af stað á
næsta ári og eru hluti af þeirri stefnu
Orkuveitunnar að styðja nýsköpun í
atvinnulífinu með nýtingu þeirra
orkulinda sem fyrirtækið hefur að-
gang að, segir Alfreð Þorsteinsson,
formaður stjórnar Orkuveitunnar.
Forkönnun vegna þorskeldis í
Hvammsvík stendur nú yfir. Alfreð
segist þó trúa því að aðstæður til eld-
is á þessum slóðum séu ákjósanlegar,
en i Hvammsvík er talsvert af heitu
vatni. Orkuveitan og Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins standa saman
að þessu verkefni, en til stendur að fá
útgerðarfyrirtæki á Akranesi og í
Reykjavík í hópinn.
Risarækjueldið á Bakka í Ölfusi á
að vinnast i samstarfl við Nýsjálend-
inga. Menn frá Orkuveitunni fóru
Alfreð
Þorsteinsson.
utan á sl. ári og
kynntu sér aðstæð-
ur. Gerðar verða litl-
ar smátjarnir sem
rækjan verður alin í.
Gnægð heits vatns
er á Bakka en Orku-
veitan eignaðist
jörðina á sl. ári. Um
bæði þessi verkefni
sagði Alfreð að
Orkuveitan hygðist
ekki leggja háar upphæðir undir. „Ég
lít á það sem skylduverkefni að styðja
við og koma svona verkefnum á flot,“
sagði hann.
Aðspurður hvort ekki væri gagn-
rýnisvert að leggja í Verkefni af þess-
um toga miðað við reynsluna af
Línu.Neti segir Alfreð svo ekki vera.
Það fyrirtæki hefði þegar sannað
gildi sitt og muni gera enn frekar.
Sem kunnugt er hafa sjálfstæðismenn
i borginni mjög gagnrýnt Línu.Net og
Guðlaugur Þór
Þórðarson.
þátttöku Orkuveit-
unnar í rekstri þess.
Hafa þeir sagt að
hugmyndir Alfreðs
um sölu á Perlunni
séu aðeins settar
fram til að dreifa at-
hyglinni. Þessu vís-
ar Alfreð á bug og á
stjórnarfundi í
Orkuveitunni á
morgun ætlar hann
fram tillögu um sölu
sem hann segir að 50
að leggja
Perlunnar,
milljónir kr. séu greiddar með árlega
og á núvirði sé byggingarkostnaður
orðinn 2,5 milljarðar kr.
Minni á árangur þríeykisins
„Mér flnnst sjálfsagt að Alfreð Þor-
steinsson taki þátt í atvinnulífinu ef
hann notar sína eigin peninga til
þess,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðar-
son, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, í samtali við DV í gærkvöldi.
Honum var þá ókunnugt um að þess-
ar bollaleggingar hefðu átt sér stað
hjá Orkuveitunni. Hann kvaðst því
ekki geta tekið afstöðu til þorskeldis í
Hvalfirði eða á risarækju fyrir austan
flall, en minnti á árangur þríeykisins
Alfreðs, Ingibjargar og Helga í at-
vinnurekstri á vegum borgarinnar.
Mistökin með fjárfestingum í
Línu.Neti hefðu kostað borgarbúa
hundruð milljóna króna og til að bíta
höfuðið af skömminni neituðu þau nú
að veita borgarbúum upplýsingar um
þetta gælufyrirtæki sitt.
„Ég vil og vekja athygli á biturri og
slæmri reynslu af þátttöku opinberra
aðila og tilleggi stjórnmálamanna við
atvinnugreinar eins og til dæmis loð-
dýr og fiskeldi. Af því virðast menn
ekki ætla að draga lærdóm heldur
hverfa nú áratugi aftur í tímann með
því að fara út í nýja bæjarútgerð,"
sagði Guðlaugur Þór. -sbs
Ungir framsóknarmenn:
Spyrja um fíkni-
efnamilljarðinn
- vilja öll ráðuneyti Sjálfstæðisfokksins
■ „Við viljum að Framsóknar-
flokkurinn upplýsi fyrir þjóðinni
hvaða fjárhæðum hefur
verið varið á kjörtímabil-
inu til baráttunnar gegn
fikniefnum og hvaða ár-
angur hafi náðst,“ segir
Einar Skúlason, formaður
Sambands ungra fram-
sóknarmanna, við DV.
Áskorun í þá veru var
samþykkt á áðalfundi SUF
sem haldinn var rnn helg-
ina. Einar segist sjálfur í
raun ekki efast um að
Framsóknarflokkurinn hafi í rík-
isstjórnarsamstarfinu beitt sér af
alefli í þessari baráttu, en knýj-
andi sé að spyrja spurninga og
halda umræðunni á lofti. Sífellt
berist fréttir um fíkniefni - og
hörmungar sem af þeim leiði.
Vilji ungra framsóknarmanna
er einnig sá að áhrifa og stefnu
flokksins gæti meira í ríkisstjórn-
Einar Skúlason
arsamstarfinu. Því vilja þeir að
flokkurinn fái til sín öll þau ráðu-
neyti sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur í dag,
utan Hagstofu íslands.
„Það sem við leggjum þó
megináherslu á er að
ekki verði tekin upp
skólagjöld eða farið út í
einkavæðingu í heilbrigð-
iskerfinu," segir Einar
Skúlason.
Einnig var ályktaö um
Evrópumál og segir að
EES-samningurinn sé
óviðunandi fyrir íslendinga og
nauðsynlegt sé fyrir okkur að hafa
í ríkari mæli áhrif á þá löggjöf
sem gildi á öllu efnahagssvæðinu.
Þá samþykktu ungliðar Framsókn-
ar áskorun til forystu flokksins
um að komið yrði á fót sérstakri
siðanefnd flokksins og upplýst
yrði hverjir ríkulegast styrktu
starf flokksins. -sbs
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Dyttaö aö lyftara
Það er að ýmsu að hyggja í dagsins önn. Þessi áhugasami lyftaramaður var
að lagfæra vinnutæki sitt á Grandagarði þegar Ijósmynda DV bar að garði.
Rauði krossinn og Blóðbankinn:
Ríkið tefur kaup á blóðsöfnunarbíl
- vegna tregðu til niðurfellingar aðflutningsgjalda
Rauði kross íslands og Blóöbank-
inn vinna nú ötullega aö því að
kaupa til landsins blóðsöfnunarbíl.
Kaupin hafa strandað á því að ríkið
hefur ekki ljáð máls á að fella niður
nema litinn hluta aðflutningsgjalda,
þ.e. virðisaukaskattinn. í millitíð-
inni hefur bíllinn hækkað i verði
sem nemur milljónum króna, m.a.
vegna gegngisbreytinga. Umræður
um niðurfellingu gjaldanna eru nú
loksins komnar í jákvæðan farveg
og standa vonir manna til að hægt
verði að panta bílinn á næstu vik-
um eða mánuðum. Rauði krossinn
hefur safnað 26 milljónum til
kaupanna, en kaupverð hans er
komið upp undir 30 milljónir króna
með öllum tækjabúnaöi. Enginn
; blóðsöfnunarbíll er til á landinu nú.
Þörír Giíðmundsson, upþlýsirigá-
fulltrúi Rauða
kross íslands,
sagði við DV að
þetta mál ætti sér
langa sögu. Árið
1996 hefði Rauði
krossinn ákveðiö
að leggja fram
fjárhæð til kaupa
á blóðsöfnunarbíl
fyrir Blóðbank-
ann. Vinnsla
málsins hefði tekið langan tíma.
Síðan hefði komið í ljós, þegar átti
að ganga í kaupin, að svar ríkisins
við beiðni um niðurfellingu virðis-
aukaskatts hefði reynst neikvætt.
Það hefði stöðvað málið. Venjan
væri sú að gjafir væru undanþegnar
virðisaukaskatti, en það sem um bil
hefði verið að ræða hefði rikið ték-
Friörik
Pálsson.
ið neikvætt í nið-
urfellinguna. Nú
væri verið að
leita leiða til að
brúa það bil sem
vantaði upp á
kaupverðið og
leiða málið til
lykta.
„Við lítum á
þetta út frá nauð-
syn þess að hafa
slíkan bíl ef kemur til verulegra
áfalla," sagði Þórir. „Hann yrði not-
aður ef almannavarnakeifið yrði
sett í gang og upp kæmi þörf til að
safna og nota blóð á tilteknum stað.
Þá yrði til staðar neyðarbíll sem
hægt væri að aka í skyndingu á
staðinn. Við þurfum að eiga svona
bíl, það er á hreinú."
Þórir
Guömundsson.
Friðrik Pálsson, stjórnarformað-
ur Blóðbankans, sagði aö þarna
væri um að ræða stórkostlega gjöf
af hálfu Rauða krossins. Aðalatriðið
væri að ná endanlegri lendingu í
málinu, þannig að hægt væri að
hefjast handa við að smíða bílinn.
Eins og tilboðið lægi fyrir nú yrði
grind hans sænsk en byggt yrði yfir
hann í Finnlandi
„Blóðbankinn og Rauði krossinn
hafa lagt mikið kapp á að fá botn i
þetta á næstunni," sagði Friðrik.
„Við vonumst til að það gerist á
allra næstu vikum. Yflrstjórn Land-
spítalans hefur gefið grænt ljós á að
tryggja rekstur bílsins. Nú er eftir
að reka endahnútana á fjármögun-
ina og aðflutningsgjaldamálið. Þeg-
ar það liggur fyrir er ekkert til fyr-
irStöðu á því aö panta hann.“ -JSS
rU‘
Málshöföum gegn IE
Bandarisk lög-
I fræðistofa auglýsir
eftir hluthöfum í ís-
lenskri erfðagrein-
| ingu sem vilja
höfða mál á hendur
fyrirtækinu vegna
skorts á upplýsing-
I um. Málið hefur
ekki verið höfðað enn og geta ein-
staklingar sem keyptu hlut í lE frá
því í fyrrasumar fram i desember
enn slegist í hópinn. Sjónvarpið
sagði frá.
Lækka álagningu
Borgarráð hefur samþykkt að
lækka álagningarhlutfall fasteigna-
skatta íbúðarhúsnæðis úr 0,375% í
0,32%. Það felur í sér 275 millj. kr.
tekjumissi fyrir borgina, svipað
lækkun holræsagjalds úr 0,15% í
0,115. Þá var samþykkt að hækka
ekki útsvar um 0,33%, sem hefði
skilað rúmum 600 millj. kr. Borgar-
stjórn gerir út um málið.
Kæruleysi viö efnahagsstjórn
Segja ber upp launalið kjara-
samninga við endurskoðun þeirra.
Þetta var samþykkt á ráðstefnu Raf-
iðnaðarsambandsins um helgina.
Stjórnvöld eru átalin fyrir að hafa
ekki staðið við loforð um verndun
stöðugleika og sagt er að kæruleysi
hafl einkennt efnahagsstjórn.
Tekur skóflustungn
Magnús Gunn-
arsson, bæjarstjóri
í Hafnarfirði, tók á
laugardag fyrstu
skóflustunguna að
nýjum Lækjar-
skóla. Skólinn verð-
ur reistur í einka-
framkvæmd, eign-
arhaldsfélagið Nýtak ehf. mun eiga
og reka byggingarnar sem eru
grunnskóli og iþróttamannvirki
með íþróttasal og sundlaug.
Átta slasaðir
Átta manns voru flutt meira og
minna slösuð á sjúkrahús eftir geysi-
harðan árekstur tveggja bifreiða á
brúnni yfir Laugá í Haukadal á laugar-
dag. Brúin yflr ána er einbreið og mætt-
ust bifreiðamar á miðri brúnni af mikl-
um krafti. Lögreglan á Selfossi sendi
þrjár sjúkrabifreiðir og tvo lögreglubíla
á vettvang. Einnig varkölluð til þyrla
Landhelgisgæslunnar TF-LIF. í annarri
bifeiðinni voru þrír eldri borgarar. í
hinni bifeiðinni voru hjón á ferðinni
með þrjú böm í aftursæti. Móðirin sem
var í framsæti og eitt bamanna þriggja
vom flutt með þyrlunni til Reykjavíkur
en faðirinn og tvö börn flutt til aðhlynn-
ingar á Selfossi. Sem fyrr sagði var
áreksturinn geysilega harður, en sam-
kvæmt heimildum DV í gær mun eng-
inn sem þama slasaðist vera í lifshættu.
Sammála um flest
Halldór Blöndal,
forseti Alþingis, fór
um helgina í opin-
bera heimsókn til
Bretlands. Hann
mun funda með
þingmönnum
breska þingsins og
sérstaklega kynna
sér kjarnorkumál og sjávarútveg.
Þá heimsækir Halldór skoska
heimastjórnarþingið í Edinborg og
eins írska þingið
Stigi til Ingibjargar
Öll fyrirheit R-listans um sam-
starf við grasrótarsamtök hafa verið
höfð að engu og smíðaður hefur ver-
ið svo hár stigi upp til borgarstjór-
ans að engum er lengur ætlað að
fara þá leið. Björn Bjarnason
menntamálaráðherra segir þetta á
heimasíöu sinni og telur kerflssjón-
armið og valdhroka ráða för. gk/sbs