Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 15
14 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Hin myrka misþyrming Heimsókn sómölsku baráttukonunnar Waris Dirie til ís- lands hefur vakið marga landsmenn til umhugsunar. Þar fer glæsilegur boðberi Sameinuðu þjóðanna og minnir fólk á einhver ömurlegustu grimmdarverk sem eru enn við lýði i heiminum; misþyrmingu á kynfærum stúlkubarna. Mikil- vægt er að fá heimsókn sem þessa, enda hreyfir hún duglega við værð hversdagsins og fær fólk til að hugsa um hrotta- legan órétt sem allir verða að andmæla. Waris Dirie er aufúsugestur á íslandi. Waris Dirie er komin af fátæku hirðingjafólki í eyðimörk Sómalíu í austurhluta Afríku og merkir skírnarnafn hennar eyðimerkurblóm. Hún er eitt tólf barna ólæsra foreldra sinna og þegar hún löngu seinna sýndi móður sinni bókina um líf sitt sagði mamman að myndin á kápunni væri falleg. Hún vildi að öðru leyti ekki fletta. Lífssaga Warisar er enda átakanleg. Á sjötta ári voru kynfæri hennar skorin burt og þrettán ára sagði faðir hennar að hún yrði seld öldruðum manni í hjónaband fyrir fimm kameldýr. Hún flýði. Eftir að Waris náði heimsfrægð sem fyrirsæta á Vestur- löndum hóf hún baráttuna sem fært hefur annan og nýjan ljóma yfir nafn hennar. Hún ferðast á milli landa og kynnir fólki grimmd sem fæstir vissu að væri til. Hún segir fólki frá þeim viðbjóðslega sið í 28 Afríkulöndum að umskera stúlku- börn af þeirri fáránlegu ástæðu einni að kynfæri kvenna séu óhrein. Margir kynnu að halda að hér væri trúin undirrót ifls, en svo er ekki, enda hvergi skrifað um það í Kóraninum að konur eigi að skammast sín fyrir sköp sín. Flesta setur hljóða þegar þeir heyra baráttusögu Warisar Dirie. Umskurðurinn er einatt geröur við afar frumstæðar aðstæður og er mismunandi eftir hverju héraði. Minnsta að- gerðin felst í því að skera burt snípinn. Mesta aðgerðin lok- ar kynfærunum að mestu. í því tilviki er snípurinn skorinn burt ásamt ytri skapabörmunum og að því loknu eru kyn- færi stúlknanna saumuð saman og aðeins skilið eftir örlítið gat fyrir þvag og tíðablóð. Þegar konan giftist opnar eigin- maðurinn kynfæri hennar með eggvopni. Þetta er hryllilegur lestur. Mikilvægt er hinsvegar að varpa ljósi á þessa myrku misþyrmingu sem hefur alltof lengi farið leynt. Varla verður ímyndað sér meiri kvenfyr- irlitningu en þennan svíviröilega óhugnað sem skilur eftir sig bráðalost, sýkingar og ótal fylgikvilla. Þessi verknaður er glæpur. Hann rænir konur hamingju og sjálfsmynd. Og svo hefur verið kynslóð af kynslóð. Fimm ára gömul vildi Waris Dirie „gera mömmu stolta“ af sér eins og hún segir sjálf. Og bað i hljóöi: „Góði Guð, láttu þessu ljúka fljótt.“ Vísindamenn telja að umskurður eigi sér íjögur þúsund ára sögu og aö 130 mifljónir kvenna hafi verið beittar þess- ari miskunnarlausu misþyrmingu. Stúlkurnar sem þola þessa meðferð eru yfirleitt á aldrinum fjögurra til 12 ára og geta enga vörn sér veitt. Þeir sem gerst þekkja telja að tvær milljónir kvenna séu umskornar á hverjum degi við meira og minna frumstæðar og erfiðar aðstæður. Það eru sex þús- und stúlkur á hverjum degi, sex þúsund stúlkur sem svipt- ar eru kynfærum sínum og kynlífsunaði. Á dag. Waris Dirie segir í viðtali við DV fyrir helgi að hún sé ekki reið vegna þess sem gerðist, heldur sorgmædd: „Mér finnst svo skelfilegt að þetta hafi gerst, haldi áfram að ger- ast og sé talið sjálfsagt.“ Þessi hugrakka kona er að benda fólki á eitt mesta fllvirki sem enn er liðið i heiminum. Hún er að benda fólki á hvers slags ógnarríki mikill fjöldi kvenna býr enn við í heiminum. Hún hefur dvalið á ís- landi síðustu daga og frætt fólk og upplýst. Ekki er að efa að hér hafi hún fundið bandamenn sem leggja muni mál- stað hennar lið. Sigmundur Emir DV Skoðun Óttinn við afbrot Það er skiljanlegt að það setji ugg að okkur þegar við heyrum af óhæfuverk- um í kringum okkur. ís- lendingar eru fámenn þjóð og alvarlegir atburðir setja því meira mark á okkur en marga aðra. Og þegar margir slikir atburðir verða á stuttum tíma er eðlilegt að staldrað sé við og spurt hvað valdi. Manndrápsmál á íslandi Athyglisvert er að manndrápsmál virðast koma í bylgj- um. Við höfum farið í gegnum hrin- ur af þessu tagi á undanfórnum ára- tugum og fengið á milli tímabil með tiltölulega fáum málum í jafnvel ára- vís. í kringum 1990 komu mörg mál upp, m.a. hið skelfilega ránmorð á bensínstöð hér í Reykjavík. Þá hefði mátt ætla að mál af þessu tagi væru að verða árviss. Svo varð þó ekki og i kjölfarið kom tímabil með tiltölu- lega fáum manndrápsmálum og jafn- vel ár þar sem engin mál komu upp en á síðari hluta áratugarins syrti aftur í álinn. Ef við skoðum 20. öldina alla er þó fullvíst að fjöldi manndráps- mála var mun meiri á síðari hluta aldarinnar en á þeim fyrri. Þrír síðustu áratugir aldarinnar skera sig þar úr, en athyglisvert er að fjöldinn milli þeirra þriggja er tiltölu- lega áþekkur þegar tillit hef- ur verið tekið til mannfjölda- þróunar. En hvað veldur þessari aukningu á siðari hluta aldarinnar? Baksvið þróunarinnar Skýringar eru ekki einhlít- ar, en ýmislegt varpar ljósi á þróunina. Samfélagslegar forsendur hafa gerbreyst og umhverfið er allt annað og lausbeislaðra en það var fyrr á öldinni. Mikil manníjölda- aukning, þéttbýlismyndun, aukin samkeppni og vaxandi ópersónuleg samskipti mynda baksvið þessarar þróunar auk þess sem fjölskyldan hefur átt undir högg að sækja. Sam- félagið hefur einnig opnast gagnvart hinu alþjóðlega umhverfi og erlend áhrif hafa streymt hingað með fíkni- efnum, fjölmiðlum, tísku, klámi og fleiru. Á vissan hátt má segja að út- löndin séu komin til íslands og ein- angrun landsins hafi verið rofin. Hefgi Gunnlaugsson afbrotafræöingur og dósent í fétagsfr. viö HÍ „Samfélagið hefur einnig opnast gagnvart hinu alþjóð- lega umhverfi og erlend áhrif hafa streymt hingað með fíkniefnum, fjölmiðlum, tísku, klámi ogfleiru. Á vissan hátt má segja að útlöndin séu komin til íslands og ein- angrun landsins hafi verið rofin. “ Þess vegna er það æsifréttamennska og mikil einfóldun á flóknu samspili að taka út eina skýringu eins og t.d. tilkomu fíkniefna og setja samasem- merki við aukin afbrot. Skýringarnar eru margþættari. Sem dæmi má nefna Grænland þar sem stórstígar þjóðfélagsbreytingar hafa átt sér stað og tiðni manndrápa verið með því hæsta sem þekkist en þar hafa flkniefni þó verið nánast óþekkt. Ekki má heldur gleyma því að Yfirburðir ABS og stýritækni Svo er að sjá í fréttum sem íslensk- ir aðilar hafi nýlega staðið fyrir könn- un á dekkjum, ég held bara vetrar- dekkjum. Gott er til þess að vita og hefði mátt gerast miklu fyrr á fagleg- an hátt; þetta eru þeir í löndunum i kringum okkur sí og æ að gera og verja til þess æmu fé. Því hvað tengir bílnotendur við fósturjörðina annað en dekkin, þessir fjórir lófastóru blett- ir sem snúa niður hverju sinni? „Loftbóludekk" Griphæfni dekkja fer eftir efninu sem í þeim er, eftir munstrinu og skurði þess, hvernig það er flipað. Þá skiptir loftþrýstingurinn mjög miklu máli svo og aldur dekkjanna. Með aldrinum harðna þau og missa þá að nokkru og allt upp í verulegu leyti grip- hæfni í hálku, jafnvel þótt munstrið líti enn vel út og sé forsvar- anlega djúpt. Kann- anir (erlendar) hafa leitt í ljós að dekkin harðna með þessum hætti jafnvel þó að þau séu geymd í húsi við góðar aðstæður. Ég var líklega í hópi þeirra fyrstu sem prófuðu „loft- bóludekk". Var með þau heilan vetur undir Suzuki jeppa. Ég get vottað það sem fram virðist hafa komið í fyrrnefndri íslenskri könnun vetrardekkja að þau eru prýðileg á þurr- um ís og hörðum, þurrum snjó. Meira „Að mínum dómi er ekki hœgt að fullyrða að ein gerð dekkja taki annarri fram nema skilgreina það frekar. Dekk sem reynast vel undir tiltekinni stcerð og týpu bíla þurfa alls ekki að henta öðrum stærðarflokki eða týpu.“ aö segja þurfti ég einu sinni að fara upp úr kröppum lækjarfarvegi á þeim, upp harða og þurra íshellu og varð ekki var við að bíllinn skrikaði. Hins vegar voru þessi dekk afar gagns- lítil í blautri hálku og svo verða menn sjálfir að meta hvers konar vetrarfærð er al- gengust í þeirra umhverfi. Undir hinum heimilisbíln- um, Renault 19, hafa hins vegar öðruvísi „naglalaus nagladekk" komið mjög vel út. Þetta eru sérhönnuð vetr- ardekk frá Continental, ekki ætluð til neglingar. Almennt séð hafa þau komið mjög vel út í flestum tegundum vetr- arfærðar, þó einnig megi segja um þau að á blautu svelli gera þau hvað minnst gagn. Ég hef sem áhugamaður um bíla og umferðarmál og sem bílablaðamaður prófað marg- vísleg dekk um dagana og niðurstað- an er sú að þegar blaut hálka er ann- ars vegar duga nagladekk best - og hér er rétt að taka fram að keðjur eru ekki til umræðu hér og nú, sem ann- ars eru sá búnaður sem best dugir þegar í hnúkana tekur. Alhæfing varhugaverð Að mínum dómi er ekki hægt að fullyrða að ein gerð dekkja taki annarri fram nema skilgreina það frekar. Dekk sem reynast vel undir tiltekinni stærð og týpu bíla þurfa alls ekki að henta öðrum stærðarflokki eða týpu. Dekk sem koma vel út und- ir aldrifnum fólksbíl eru kannski lak- ari en einhver önnur undir fólksbíl sem aðeins er með drif á framhjólum. Þar fyrir utan skiptir hitastig hverju sinni miklu máli; dekk sem gefa gott grip í kringum frostmarkið eða yfir því eru kannski orðin glerhörð og hál við 5 stiga frost eða meira, meðan önnur halda mýkt sinni og gripi í harðafrosti. Sem sagt: alhæfing í þess- um efnum er mjög varhuga- verð. Þó var það einkum eitt at- riði í niðurstöðu islensku prófunarinnar sem ég sperrti eyrun eftir. Það var að hemlunarvegalengd án læsivarnar (ABS) „virkaði ekki mun betur en venjulegt hemlakerfi", eins og stóð í einu blaðinu. Þar var átt við að hemlunarvegalengd var svipuð hvort sem var próf- aður bíll með eða án læsi- varðra hemla, og auðvitað hefur verið notaður sams konar bíll í báðum tilvikum, eða sá sami, til að fá út raunhæfa niðurstöðu. Hvað er hér á seyði? Þegar bílar fóru að koma með læsi- varða hemla var einmitt lögð áhersla á að hemlunarvegalengd sem slík styttist lítið sem ekki eða gæti jafnvel orðið lengri undir vissum kringum- stæðum. Það sem aftur á móti skiptir sköpum, læsivörðum hemlum í hag - miðað við almennar kringumstæður, ekki torfæruakstur - er að þar sem þeir eru annars vegar getur ökumað- urinn beitt hemlunum til hins ýtrasta og samtímis stýrt með fullu öryggi. Það er útilokað á bíl sem ekki er með læsivöm, sama hversu flinkur öku- maðurinn er. Þetta skiptir verulegu máli og væri kannski ástæða til þess að fara að kenna fólki sérstaklega að nota læsi- varðar bremsur - og stýra um leið. Þar liggja yfirburðir læsivarnarinnar umfram gamla kerfíð, þar sem öll hjól stóðu klossfóst. En ef fólk veit það ekki, eða skilur ekki, er litið gagn að þessum framförum tækninnar. Sigurður Hreiðar Sigurður Hreiðar bílablaöamaöur tiðni alvarlegra afbrota er enn a.m.k. fátíðari hjá okkur á íslandi en víðast hvar í Vestur-Evrópu þó einstaka toppar hjá okkur slagi stundum upp í tíðnina í nágrannalöndunum. Kostir í stefnumótun Aldrei er þó hægt sætta sig við mál af þessu tagi og ég er sannfærð- ur um að við getum gert miklu bet- ur. Þótt réttarvörslukerfið gegni afar mikilvægu hlutverki megum við ekki falla í þá gryfju að telja að hert- ar refsingar geti leyst eða dregið úr þessum vanda. Rannsóknir sýna að jafnvel stórhertar refsingar hafa ekki meir en tímabundin áhrif á tíðni brota og því ljóst að fleira verður að koma til. Ekki síður mikilvægt er að hlúa að hinum félagslega jarövegi og efla tengsl ungmenna viö stofnanir samfélagsins. Við verðum umfram allt að vega og meta þessi mál af yfirvegun og í heildarsamhengi og jafnframt hafa hugfast að margir eiga um sárt að binda þegar alvarleg mál af þessu tagi koma upp. Fórnarlömbin eru mörg í okkar litla samfélagi og finn- ast ekki bara meðal brotaþola og að- standenda þeirra. Helgi Gunnlaugsson Ummæli Tækni og reynsluvís- indi „Við íslendingar erum reglulega minntir á hve gjörvöll tækni nútím- ans má sín lítils gegn náttúruöfhmum þeg- ar þau birtast sem óbeisluðust en eigi að síður hefur tæknikunnátta og vís- indaleg þekking, þ.m.t. þau reynslu- vísindi sem lífshlaup kynslóðanna hafa skapað, breytt gríðarlega miklu til batnaðar og gert okkur fært að komast afar vel af í þessu landi. Hið sama er upp á teningnum hvað sam- býlið við sjóinn varðar og möguleik- ana að sækja þangað meiri auð. Vist- kerfl hafsins er flókið og við eigum langt í land með að kunna á því full skil og það markmið næst raunar aldrei, lífkerfi hafsins er flóknara en svo og óvissan sem fólgin er í þeim ferlum öllum of stór.“ Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Vinstri, hægri og miöja „Sögulegar rætur flokkanna eru vissulega mismunandi og þeir skipa sér í raðir eftir hefðbundnum skil- greiningum. Þannig höfum við eitt- hvað sem kallað er vinstri menn, hægri menn og miðjumenn. Spum- ingin er hins vegar sú hvort þessi orð, vinstri, hægri, og miðja, þýði eitthvað mikið meira en bara KR, Valur og Fram. Eins og flokkamir líta út i dag, þá er spurning hvort það sé hugsjón á hærra plani að vera flokksbundinn framsóknarmaður en að mæta á völlinn á hverjum sunnu- degi og styðja Fylki.“ Guðmundur Steingrímsson I Tímariti Máls og menningar. Spurt og svarað Tala stjómmálamenn af vanþekkingu um sjávarútveg og viíla í vin Sverrir Hermannsson, formadur Frjálslynda flokksins. Orðbragðið stafar af uppeldinu „Kristján Ragnarsson notar þetta orðbragð þvi margir stjóm- málamenn tala gegn vOja hans og stefnu í þessum málum. Hann er orðinn vanastur þvi, í bráðum tuttugu ár, að stjórnvöld fari að hans vilja. Það uppeldi gerir það að verkum að hann snýst öndverður við ef menn hafa aðrar skoðanir en þær sem koma honum best. Þessir slæmu uppalend- ur em sjávarútvegsráðherra síðustu tveggja ára- tuga, sem að hjnu leytinu hafa verið sendisveinar hans. Þeir Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson hafa gengið helst og mest undir hagsmunum Krist- jáns. Hvað Halldór varðar var slíkt þó átakanlegra þar sem hann var að gæta hagsmuna sín sjálfs og fjölskyldu sinnar á Hornafirði.“ Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingar. Þingmenn spegla ólík viðhorf „Það eru ekki allir. stjórnmála- menn tilbúnir að ganga erinda ein- stakra hagsmunasamtaka við mót- un þeirra reglna sem landsmenn eiga siðan að búa við. Ef til vill kjósa einhverjir stjórnmálamenn vin- sældir í tilteknum hagsmunahópum en margir þeirra tala máli fólksins í landinu sem hefur oft allt aðra sýn til mála en þeir sem þröngra hagsmuna hafa að gæta. Og stjórnmálamenn eiga aö spegla hin ólíku viðhorf sem uppi eru. Þannig virkar fulltrúalýðræð- ið. Islenskur sjávarútvegur er svo fjölbreyttur og hagsmunir hinna ýmsu aðila og jafnvel landshluta svo ólíkir að vinsældir stjórnmálamanna sem gera sig gildandi í þessum málaflokki byggja fyrst og fremst á því að þeir séu sjálfum sér samkvæmir." Sævar Gunnarsson, formadur Sjómannasambands fslands. Svonefhdir sérfrœðingar „Ég get tekið undir það hvað suma stjórnmálamenn varðar. Margir þeirra OsUa um sjávarút- vegsmál án neinnar þekkingar, þó þeir gefi sig út fyrir að vera sérfræðingar á þessu sviöi. Sem dæmi get ég nefnt að' margir þeirra hafa fullyrt að leiguframlag sé nauðsynlegt til hagræðingar í útgerð. Tilfærslur til annarra hluta eru ekkert annað en brask. Annað dæmi sem ég get nefnt er þegar Alþingi samþykkti að heim- ila veðsetningu veiðiheimilda til þess að auka hagræð- ingu aftur og enn. Þetta er alröng fullyröing. Þetta var fyrst og fremst gert til að festa eignarhald útgerðar- manna á kvótanum. Ég held ég geri ekki upp á milli þess hvaðan þessir svonefndu sérfræðingar í sjávarút- vegsmálum koma, þeir eru í öllum flokkum.“ Guðjón Hjörleifsson, bœjarstjóri í Vestmannaeyjum. Meirihlutinn kynni sér mál betur „Það er alveg ljóst að hluti þingmanna þarf að kynna sér sjávarútvegsmálin betur, til að átta sig á því hvaða áhrif það hefði á sjávarútveg ef fiskveiðistjórnunarkerfinu yrði breytt verulega. Þeir sem hafa hæst um þessi mál hafa aldrei kom- ið með neinar tillögur sem eru annað en einhvers konar tilraunir sem ekki verður séð fyrir endann á. Ég met þá stjórnmálamenn sem sýnt hafa stefnufestu og reynt að búa sjávarútveginum þau starfsskilyrði sem þarf og þar hefur núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi reynst best. Ég tek ofan fyrir þeim mönnum sem skipta ekki um skoðun með hverri nýrri skoðanakönnun eða eftir þvi hvemig vindar blása hverju sinni.“ Formaöur Landssambands íslenskra útvegsmanna sagbl þetta á aðalfundi samtakanna fyrir helgina. OG ÖPJtvTT Jo'iTfCIS-T HF?SJN -lOEXS'P?^ MiKiNitrr sex sinnum vezsv-v?- M/éTTRRI ETNf f Athafnamaður með opin augu Veganesti athafnamannsins Helga Vilhjálmssonar úr foreldrahúsum er lífsviðhorf sem ekki virðist vega þungt hjá pappírs- og peningabrösk- urum alfrjálsa markaðskerfisins, sem er að taka eftir misskiptingu og hvernig það má vera aö samborgar- ar eru afskiptir í auðugu samfélagi. Hann er farinn að rýna í lífeyris- sjóðakerfið með augum farsæls at- vinnurekanda og veltir fyrir sér hvers vegna eigendur frjálsu lífeyris- sjóðanna eru atkvæðalausir í öllum ákvaröanatökum um rekstur þeirra og hvers vegna eigur söfnunarsjóð- anna renna ekki nema að takmörk- uðu leyti til þeirra sem sköpuðu, leggja þeim til fé og eiga þá. Kveikjan að athugunum hins glögga fjármálamanns á rekstri sjóð- anna er að faðir hans sem er aldrað- ur sjómaður, einn þeirra sem lögðu grundvöllinn að gnægtaþjóðfélagi nútímans, nýtur ekki nema að litlu einu þeirra lífsgæða sem öðrum þykja sjálfgefin. Helgi hefur nú hafið auglýsingaherferð á eigin kostnað til að vekja athygli á hvernig kjörum hinna verr settu í hópi aldraðra er háttað og spyr hvers vegna það fólk fær ekki að njóta ávaxta erfiðis síns. í stuttu blaðaviðtali lýsir athafna- maðurinn og vinnuveitandinn undr- un sinni á viljaleysi lífeyrissjóða launþegasamtakanna til að sinna því hlutverki sem er tilgangur þeirra, að tryggja eigendum sjóðanna lífeyri og lífskjör í samræmi við framlag þeirra á starfsævinni. Plat Eignir sjóðanna eru miklar og undanfarin ár hefur ávöxtun þeirra verið með ágætum, auk þess sem þeim berast jafnt og þétt iðgjöld frá félögum sem enn eru á vinnumark- aði. Eignir þessara sjóða nema nú um 600 milljörðum króna og gera op- inberar stofnanir og margir aðrir kröfur til að fá þetta fjármagn til ráð- stöfunar og fá það. Þeir sem aldrei gera neina kröfu til söfnunarsjóðanna eru eigendur þeirra. Aldrei heyrist eða sést orð úr þeim stóra hópi um hvernig sparifé þeirra er varið og enn síður velta þeir fyrir sér hvort þær upphæðir sem þeim eru skammtaðar eftir starfslok séu eðlilegar. En það sem hinn glöggi fjármálamaður rekur augun í er hve naumur lífeyrir er miðað við umfang og ríkidæmi sjóð- anna og spyr hvað verið sé að gera við alla þessa peninga og telur jafn- Háaloftið vel að hugsjónin sé að steypa gamlingana á ál. Þar vísar hann til þess að fjármálayfir- völd landsins heimta að fá spariféö í risastóriðjuna sína. Aldrei er upplýst hver er munur á söfnunarsjóðum launþegasamtakanna og gegnumstreymissjóðum opin- berra starfsmanna og banka- manna. Aldrei er gerður sam- anburður á hve lífeyrisskjör þeirra sem njóta opinberu sjóðanna eru miklu rýmilegri en hinna. Þegar samið var um lífeyrissjóði á frjálsa vinnumarkaðnum létu laun- þegasamtökin plata sig eins og venjulega og atvinnurekendur töldu þeim trú um að þeir ættu meirihluta í sjóðunum, þar sem þeir legðu til 6% á móti 4% launþegans. Út á þessa vitleysu eru atvinnurekendur í meirihluta allra sjóðanna og eru for- menn í stjórnum þeirra. Staðreyndin er sú að tiu prósenta iðgjald af öllum launum er hluti af umsömdum kjör- um og 100% eign launþegans, sem að sjálfsögðu á að eiga allan ráðstöfun- arrétt síns sparifjár. Eignir og skuldir Nú er langt því frá að lífeyrissjóð- ir launþegasamtakanna séu alslæm- Oddur Olafsson skrifar: ir. Síður en svo. Söfnun- arsjóðirnir eru aftur á móti eitt besta lífeyris- formið sem búið er við. Það er þjóðhagslega mjög hagkvæmt, öfugt við op- inberu flottheitin, og létt- ir mörgum lífsbaráttuna. En svona ríkir og öflugir sjóöir geta áreiðanlega gert miklu betur og ættu raunar aö standa betur að vígi en gegnumstreymis- sjóðir þeirra opinberu, sem skulda hundruð milljarða í líf- eyrisskuldbindingum, en njóta samt miklu betri lífeyrisréttinda. En verkalýður og aðrir launþegar utan opinbera geirans hafa ekki pen- ingavit og gera ekki minnstu tilraun til að leita réttar síns gagnvart þeim hulduverum sem ráðskast með ævispamaðinn. Því er það eins og að grípa guð í fótinn þegar farsæll athafnamaður sem rekur myndarleg fyrirtæki hef- ur umræðu um hve hræmulega er staðið að lífeyrismálum utan opin- bera geirans og spyr hvers vegna all- ur auðurinn sem launþegar safna saman er að miklu leyti notaður til allt annarra þarfa en telja má eðli- legt, ef tilgangur lífeyrisspamaðar er hafður í huga. Kveikjan að athugunum hins glögga fjármálamanns á rekstri sjóðanna er að faðir hans sem er aldraður sjó- maður, einn þeirra sem lögðu grundvöllinn að gnægta- þjóðfélagi nútímans, nýtur ekki nema að litlu einu þeirra lífsgœða sem öðrum þykja sjálfgefin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.