Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 22
34
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
80 ára________________________
Auöur Gísladóttir,
Skólabraut 3, Seltjarnarnesi.
Guöjón Sigurðsson,
Eskihlíö 26, Reykjavík.
Hlynur Sigtryggsson,
Fellsmúla 9, Reykjavík.
Kristín Magnúsdóttir,
Fellsmúla 22, Reykjavík.
75 ára________________________
Guðlaug Márusdóttir,
Flvanneyrarbraut 58, Siglufirði.
70 ára________________________
Halldór Steinsen,
Tjarnarflöt 11, Garðabæ.
Konráö Adolphsson,
Sogavegi 69, Reykjavlk.
Óöinn Árnason,
Mýrarvegi 111, Akureyri.
Rúnar Bjarnason,
Klapparstíg 3, Reykjavík.
Sigurður Marelsson,
Njarðargötu 43, Reykjavík.
Svanhvít Erla Ólafsdóttir,
Skólabraut 3, Seltjarnarnesi.
Úlfhildur Úlfarsdóttir,
Hvassaleiti 8, Reykjavík.
60 ára________________________
Guöni Lýösson,
Kistuholti 11, Selfossi.
Guörún Hallgrímsdóttir,
Hjarðarhaga 29, Reykjavík.
50 ára________________________
Ásdís Lúðvíksdóttir,
Sléttuvegi 9, Reykjavík.
Bergþóra Ásmundsdóttir,
Sólbrekku 12, Húsavík.
Vilhjálmur Hendriksson,
Furugrund 31, Akranesi.
Örvar Möller,
Selbrekku 16, Kópavogi.
40 ára________________________
Bryndís Axelsdóttir,
Hraunbæ 14, Reykjavík.
Dagrún Magnúsdóttir,
Laugarholti, Hólmavík.
Eiöur Jónsson,
Lyngholti 6, Akureyri.
Einar Sveinn Þóröarson,
Kjartansgötu 5, Reykjavík.
Harpa Ásdís Sigfúsdóttir,
Ásvallagötu 15, Reykjavík.
Helga Lilja Pálsdóttir,
Másstööum, 301 Akranesi.
Helgi Magnús Baldvinsson,
Bollasmára 3, Kópavogi.
Júlíana Sveinsdóttir,
Furubyggð 30, Mosfellsbæ.
Lárus Rafn Blöndal,
Rjúpnahæð 3, Garðabæ.
María Jóhanna Davíösdóttir,
Smyrlahrauni 45, Hafnarfirði.
Merita Keli,
Vesturbergi 46, Reykjavlk.
Ottó Sturiuson,
Laufvangi 14, Hafnarfirði.
Valdimar Sigurösson,
Tjarnarlundi lOc, Akureyri.
Þórarinn Guðmundsson,
Breiðvangi 24, Hafnarfirði.
bóröur Axel Magnússon,
Austurbergi 14, Reykjavík.
Persónuleg,
alhliöa útfararþjónusta.
Sverrir Einarsson Bryndís
útfararstjóri Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suöurhlið35* Sími 581 3300
allan sólarhringinn. www.Utforin.iS
Smáauglýsingar
550 5000
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001
DV
Sextugur
Grétar J. Unnsteinsson
skrifstofustjóri við landbúnaðarráðuneytið
Grétar Jóhann Unnsteinsson,
skrifstofustjóri garðyrkjusviðs við
landbúnaðarráðuneytið, Reykjum,
Ölfusi, er sextugur í dag.
Starfsferill
Grétar fæddist að Reykjum í Ölf-
usi og ólst þar upp, auk þess sem
hann dvaldi á sumrin hjá foðurfor-
eldrum sínum að Stóru-Ásgeirsá í
Víðidal og móðurfólki sinu í
Vendsyssel á Norður-Jótlandi. Hann
lauk stúdentsprófi frá ML 1961,
prófi i forspjaUsvísindum við HÍ
1962, lauk kandídatsprófi í garð-
yrkju við Den Kgl. Veterinær- og
Landbohöjskole í Kaupmannahöfn
1966, var í starfsþjálfun hjá ráðu-
nautaþjónustu dönsku garðyrkju-
bændasamtakanna á Fjóni, og
dvaldi við garðyrkjuskóla og garð-
yrkjudeildir háskóla í Bretlandi,
Hollandi og Þýskalandi í námsleyfi
1986-87.
Grétar var kennari við Garð-
yrkjuskóla ríkisins aö Reykjum
1966, skólastjóri þar 1966-99 og hef-
ur verið skrifstofustjóri í landbún-
aðarráðuneytinu frá 1999.
Grétar var einn af stofnendum
Búnaðar- og garðyrkjukennarafé-
lags íslands 1972, var formaður þess
og gegndi þar nefndarstörfum, sat í
stjórn Sjóðs LIs og Ingvard Thorsen
1981-85, sat I stjóm íslandsdeildar
Félags norrænna búvísindamanna
1992-2000, tók þátt í stofnun Evrópu-
samtaka búnaðar- og garðyrkju-
skóla, JTP 1990 og var þar fulltrúi
Norðurlandanna í stjóm til 1997,
fulltrúi Islands 1 framkvæmdastjórn
Evrópusamtaka skólastjórnenda í
búnaðar- og garðyrkjuskólum
1985-92 og formaður 1990-92, fuUtrúi
íslands í aðalstjórn alþjóðasamtaka
garðyrkjusérfræðinga frá 1982, var
einn af stofnendum Lionsklúbbs
Hveragerðis 1970 og m.a. formáður
hans, formaður Norræna félagsins í
Hveragerði 1976-86, sat í sambands-
stjórn Norrænu félaganna á Islandi,
formaður Stúdentafélags Suður-
lands um skeið, sat í bókasafns-
nefnd Ölfuss, var formaður um-
hverfisnefndar þess 1994-98 og sat i
stjórn Bæjar- og héraðsbókasafnsins
á Selfossi. Hann sá um útgáfu Garð-
yrkjufrétta á vegum Garðyrkjuskól-
ans til 1998 og hefur skrifað greinar
um garðyrkju í islensk og erlend
tímarit og bækur.
Fjölskylda
Grétar kvæntist 14.8. 1966 Guð-
rúnu Guðmundsdóttur, f. 29.4. 1945,
íþróttakennara. Hún er dóttir Guð-
mundar Guðjónssonar, húsgagna-
smiðs og söngvara, og Kristínar
Bjarnadóttur húsmóður.
Börn Grétars og Guðrúnar eru
Fjóla, f. 19.3. 1968, íþróttakennari,
gift Helga Hafsteini Helgasyni,
lækni í framhaldsnámi í Hollandi
og eru börn þeirra Ásta Karen, Lilja
Dögg og Haukur Steinn; Kristín, f.
7.5. 1971, liffræðingur á Tilrauna-
stöð Háskólans að Keldum en mað-
ur hennar er Arnar Freyr Guð-
munsson, forstöðumaður Tölvu-
deildar Seðlabanka íslands og er
dóttir þeirra Guðrún Herdís; Unn-
steinn, f. 26.5. 1974, orkutæknifræð-
ingur og vélahönnuður hjá Marel en
unnusta hans er Auður Aðalbjarn-
ardóttir háskólanemi.
Systkini Grétars: Ólafur, f. 7.4.
1939, d. 9.9. 1996, íþróttakennari;
Reynir, f. 29.6. 1945, d. 13.12. 1998,
starfsmaður við Ámastofnun;
Bjarki Aage, f. 15.12.1947, búsettur i
Reykjavík; Hanna, f. 17.6. 1951, fé-
lagsráðgjafi við Landspítala - há-
skólasjúkrahús.
Foreldrar Grétars: Jón Unnsteinn
Ólafsson, f. 11.2. 1912, d. 22.11. 1966,
skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins,
og k.h., Elna Ólafsson, f. Christian-
sen 21.6. 1911, d. 20.3. 1998, húsmóð-
ir frá Vendsyssel á Norður-Jótlandi.
Ætt
Unnsteinn var sonur Ólafs, b. á
Stóru-Ásgeirsá, bróður Jóns, fóður
Einars J. Skúlasonar forstjóra. Ólaf-
ur var sonur Jóns, b. á Söndum í
Miðfirði Skúlasonar, bróður Einars,
afa Skúla Guðmundssonar ráð-
herra. Móðir Ólafs var Steinunn,
dóttir Davíðs, bróður Sigurðar,
langafa Sigríðar í Galtarholti,
langömmu Guðmundar Sigþórsson-
ar í landbúnaðarráðuneytinu. Ann-
ar hróðir Davíðs var Ólafur, afi
Ragnhildar, ömmu Bjarna Bene-
diktssonar forsætisráðherra, fóður
Bjöms menntamálaráðherra.
Móðir Unnsteins var Margrét,
systir Björns Líndal, útgerðar-
manns og alþm., foður Theodórs
lagaprófessors, föður Sigurðar Lín-
dal lagaprófessors, og Páls Líndal
ráðuneytisstjóra. Margrét var dóttir
Jóhannesar, b. á Útibleiksstöðum í
Miðfirði Jóhannessonar, ráðsmanns
i Múla í Línakradal Gíslasonar.
Móðir Margrétar var Margrét
Björnsdóttir, b. í Kolugili í Vjðidal
Guðmundssonar, b. á Kolugili, ,
bróður Magnúsar Bergmann, ætt-
föður sunnlensku Bergmannættar.
Annar bróðir Guðmundar var Björn
Olsen, afi Björns Olsen háskólarekt-
ors. Guðmundur var sonur Ólafs, b.
á Vindhæli Guðmundssonar.
Foreldrar Elmu voru Cenius
Christiansen, óðalsb. á Norður-Jót-
landi, og k.h., Hanna Christiansen.
Systir Elmu var Valborg, tengda-
móðir Karls Hjortnæs, fyrrv. dóms-
málaráðherra Dana.
Grétar og Guörún eru að heiman
á afmælisdaginn.
Attatíu og fimm ára
Erlendur Sigmundsson
fyrrv. prófastur og skólastjóri á Seyðisfirði
Séra Erlendur Sigmundsson,
Hrafnistu við Kleppsveg i
Reykjavík, er áttatíu og fimm ára i
dag.
Starfsferill
Erlendur er fæddur í Gröf á
Höfðaströnd, Skagafirði. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA 1938, lauk
embættisprófi í guöfræði frá HÍ1942
og kynnti sér kirkjulegt æskulýðs-
starf í Uppsölum og Stokkhólmi
1958. Enn fremur fór hann námsferð
til Svíþjóðar 1966 til að kynna sér
ráðleggingar í hjúskapar- og ijöl-
skyldumálum.
Erlendur var sóknarprestur í
Seyðisíjaröarprestakalli 1942-65,
prófastur í Norður-Múlaprófasts-
dæmi 1961-65, sinnti aukaþjónustu í
Desjarmýrarprestakalli 1952 og
1961-63, var stundakennari við
barna- og unglingaskóla á Seyðis-
firði 1942-65, skólastjóri Iðnskólans
á Seyðisfirði 1954-65, biskupsritari
1967-75, farprestur íslensku þjóð-
kirkjunnar 1975-82 og gegndi prests-
þjónustu í forföllum í Háteigspresta-
kalli 1964 og í Hallgrímskirkju 1966.
Erlendur var formaður skóla-
nefndar Seyðisíjarðarkaupstaðar og
síðan fræðsluráðs 1946-65, í skóla-
ráði Hallormsstaðarskóla 1953-65,
fulltrúi Seyöisfjarðar á Pjórðungs-
þingi Austfirðinga 1942-65, í stjórn
Prestafélags Austurlands lengst af
1945-65, formaður 1950, 1955 og
1959-62, í æskulýðsnefnd þjóðkirkj-
unnar 1957-61 og æskulýðsfulltrúi
fyrir Austurland frá 1961 og um ára-
bil, var kirkjuþingsmaður 1960 og
1962, ritari kirkjuráðs 1967-75, for-
maður skólanefndar Húsmæðra-
skóla kirkjunnar á Löngumýri
1967-75, forstöðumaður Ráðlegging-
arstöðvar kirkjunnar 1966-72,
varamaður í yfirskattanefnd Seyðis-
fjarðar og Norður-Múlasýslu
1957-61, aðalmaður 1961-65, fram-
kvæmdastjóri Styrktarfélags van-
gefinna 1965-67 og endurskoðandi
Kaupfélags Austíjarða á Seyðisfirði
1945-47 og 1955-61.
Erlendur hefur fengist við þýð-
ingar og þá hafa birst eftir hann
greinar um margvísleg efni í blöð-
um og tímaritum. Hann var einnig í
ritnefnd Gerpis, tímarits Fjórðungs-
sambands Austurlands, 1947-51.
Fjölskylda
Erlendur kvæntist 11.5.1940 Mar-
gréti Sigríði Tómasdóttur, f. 21.5.
1915, d. 23.3. 1964. Foreldrar Mar-
grétar: Tómas Benediktsson, bóndi
og oddviti í Hólum í Saurbæjar-
hreppi, og Sigurlína Einarsdóttir
ljósmóðir.
Erlendur kvæntist 7.7. 1973 Sig-
ríði Símonardóttur, f. 20.2.1920. For-
eldrar Sigríðar: Símon Johnsen
Þórðarson, lögfræðingur og kunnur
söngmaður, og Ágústa Pálsdóttir.
Dætur Erlends og Margrétar:
Margrét, f. 6.4. 1942, kennari i
Reykjavík, gift Helga Hafliðasyni
arkitekt og eiga þau þrjú böm, Haf-
liða, Erlend og Ólöfu Huld; ÁlÍEhild-
ur, f. 30.5. 1946, leikskólakennari í
Reykjavík, gift Eymundi Þór Run-
ólfssyni verkfræðingi og eiga þau
tvö böm, Runólf og Margréti Sig-
ríði.
Systir Erlends var Hulda
Sigmundsdóttir, f. 17.10.1929, d. 9.12.
1973, húsmóðir á Siglufirði, gift
Stefáni Friðbjarnarsyni, fyrrv.
bæjarstjóra á Siglufirði og síðar
blaðamaður við Morgunblaðið.
Foreldrar Erlends: Sigmundur
Sigtryggsson, f. 24.7. 1889, d. 9.12.
1975, bóndi í Gröf og síðar verslun-
armaður á Siglufirði, og k.h., Mar-
grét Erlendsdóttir, f. 6.12. 1894, d.
4.4. 1959, húsfreyja.
Erlendur er að heiman.
iVlerkir ísiendingar
Jón Þorkelsson, rektor Lærða
Reykjavík, fæddist á Sólheimum í Sæmund
arhlíð í Skagafirði 5. nóvember 1822.
Hann var sonur Þorkels Jónssonar,
hreppstjóra á Sólheimum, og k.h., Sig-
þrúðar Árnadóttur húsfreyju.
Jón fékk góðan skólaundirbúning
hjá miklum lærdómsmönnum, þeim
Sveini Nielssyni, síðar presti á Staða-
stað, og síðan í einn vetur hjá Svein-
bimi Egiissyni rektor. Hann var tek-
inn í Bessastaðaskóla en lauk stúdents-
prófi frá hinum nýja Reykjavíkurskóla
1848, lauk lærdómsprófi við Háskólann í
Kaupmannahöfn 1849 og lauk prófum í
málfræði með 1. einkunn 1854.
Jón varð stundakennari við Reykjavíkur-
Jón Þorkelsson rektor
skóla 1854, adjunkt þar 1859, varð yfirkennari
1869 og var rektor Lærða skólans 1872-1895.
Jón sá um prentun nokkurra forn-
sagna, tók saman og gaf út, ásamt Gísla
Magnússyni, Latneska orðmyndafræði
og Latneska lestrarbók og þýddi m.a.
bréf Hórazar. Hann var lengi forseti
Reykjavíkurdeildar Hins islenska bók-
menntafélags og síðar heiðursfélagi
þess, var kjörinn félagi í Visindafélagi
Dana og visindafélagi í Kria og var
sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Há-
skólann í Kaupmannahöfn á fjögurra
alda minningarhátíð skólans 1879.
Eiginkona hans var Sigríður Jónsdóttir
frá Kroppi í Eyjafirði en böm þeirra komust
ekki á legg. Jón lést 21. janúar 1904.
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000