Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 28
s
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MANUDAGUR 5. NOVEMBER 2001
Flugmálast j órnarvélin:
Krefst svara
Gísli S. Einarsson alþingismaður
hefur óskað eftir utandagskrárumræðu
um meinta misnotkun á flugvél Flug-
málastjómar ríkisins. Ætlunin var að
ræða málin á þriðjudag, en Sturla
Böðvarsson sam-
Gísli S.
Einarsson.
gönguráðherra
verður erlendis þá,
þannig að umræð-
unni er frestað til
flmmtudags.
Þingmennimir,
Gísli og Sturla,
hittust i Stykkis-
hólmi í gær og
sagði Gísh ráðherr-
anum þá frá ósk
sinni um umræðuna. Fór allvel á með
þeim þingmönnum Vestlendinga.
„Þessi umræða verður á þeim
grunni að krafist verður svara við
framlögðum spurningum. Hvemig
setja megi reglur sem halda og hvort
menn ætla að setja lög um hvemig um
þetta á að fjalla í framtíðinni. Ég tel
fuliljóst að ráðherrann og fleiri hafi far-
ið á svig við reglur. Það sjá það vænt-
anlega ailir hvernig vélin hefur verið
misnotuð á allra handa máta,“ sagði
Gísli S. Einarsson alþingismaður í gær-
kvöldi. -JBP
Fæddist í sjúkra-
bíl í Oddsskarði
Reyðfirðingum fiölgaði um einn á
ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá fædd-
ist 17 marka stúlka á óvenjulegum
stað, í sjúkrabíl í Oddsskarði á leið á
sjúkrahúsið í Neskaupstað. Allt gekk
vel fyrir sig að sögn afans, Sveins
Jónssonar. Þórey Baldursdóttir, ljós-
móðir á Reyðarfirði, var með í bílnum
og tók á móti bami nöfnu sinnar, Þór-
eyjar Sveinsdóttur, en faðirinn, Krist-
ján Larsen, var í bíl á eftir sjúkrabíln-
um og rétt náði í að verða vitni að fæð-
ingu dóttur sinnar og Þóreyjar.
„Þetta bar allt brátt að, þau fóra
héðan klukkan tíu og tíu minútum siö-
ar var bamið fætt og allt gekk eins og
í sögu,“ sagði Sveinn Jónsson, lukku-
legur afi, seint i gærkvöldi. -JBP
Útiljós
Rafkaup
Armúla 24 * S. 585 2800
STYÐJU
jólakort
M’KRABBAMEINSFÉLAGIÐ f STARFI
DV-MYND PJETUR
Velkomin á Nesið!
Jónmundur við bæjarmerki Seltjarnarness í gær. Hann er væntanlegt bæjarstjóraefni Sjálfstæöisflokksins
á Nesinu eftir öruggan sigur í prófkjöri flokksins á iaugardag. - Sjá nánar bis. 4
FÍB gagnrýnir verðlagningu olíufélaganna harðlega:
Aukin álagning
um 200 milljónir
- á ári - gegn öllum verðbólgumarkmiöum
Félag íslenskra bifreiðaeigenda full-
yrðir að álagning olíufélaganna á bens-
ín hafi aukist um um það bil eina
krónu á lítrann frá þvi um mánaðamót
janúar-febrúar sl„ að teknu tilliti til
vísitölu neysluverðs. Þetta þýði 200
milljóna króna viðbótarálagningu olíu-
félaganna á ári, þar sem 200 milljónir
lítra af bensini séu seldar hérlendis
árlega. Félagið er að viða að sér frek-
ari gögnum til staðfestingar þessari
auknu álagningu.
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri FÍB, sagði við DV í gærkvöld að
allar stærðir varðandi verðlagningu
eldsneytis væra þekktar. Ef miðað
væri við uppgefnar upplýsingar olíufé-
laganna um að þau verðlegðu á meðal
heimsmarkaðsverði á mánuði á Rott-
erdammarkaði og gengi dollars síðasta
dag í mánuði væri greinilegt að þau
væra smám saman að auka við álagn-
inguna. Ef litið væri til upphafs ársins
og þeirrar verðmyndunar sem orðið
hefði í janúar sl. að teknu tilliti til
200 milljónir lítra af bensíni á ári
Álagning hefur aukist um eina krónu
á lítrann, segir FÍB.
gengis dollars og heimsmarkaðsverðs
á þeim tímapunkti, þá hefði lítraverð-
ið verið um það bil krónu dýrara kom-
ið hingað til lands heldur en það sé nú.
Þá hefði útsöluverð á 95 okt’ana bens-
íni verið 94,30 kr. Nú kostaði lítrinn
95,70 kr.
„Þegar við áætluðum að lag væri til
að lækka eldsneyti um fimm krónur
um mánaðamótin þá hefði það verið
miðað við sambærilega álagningu eins
og var í upphafi árs. Hún var þó orðin
heldur hærri en meðalálagning síðasta
árs. Að teknu tilliti til vísitölu greiða
neytendur um það bil krónu meira fyr-
ir lítrann miðað við þessar forsendur,"
sagði Runólfur. „Visitala neysluverðs
hefur farið mjög upp á við frá áramót-
um, þannig að það hefur verið ríkjandi
verðbólga. Félögin era með þessu að
vinna þvert gegn verðbólgumarkmið-
um aðila vinnumarkaðarins og ríkis-
stjómarinnar, þannig að málið er mjög
alvarlegt og það þarf að athuga af þar
til bærum yfirvöldum."
Runólfur sagði að FÍB myndi afla
sér frekari gagna strax í byrjun vik-
unnar. í framhaldinu yrði málinu vís-
að til yfirvalda ef það reyndist eins al-
varlegt og útreikningar bentu til nú
Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri
Essó, Magnús Ásgeirsson innkaupa-
stjóri eldsneytis hjá Essó, og Samúel
Guðmundsson, forstöðumaður áhættu-
stýringar Olís, báðust undan því að tjá
sig um málið í gærkvöld, þegar DV
ræddi við þá, þar sem þeir hefðu ekki
nauðsynleg gögn handbær. -JSS
Jarðskjálftar í Bláfjöllum:
Ekkert bend-
ir til eldgoss
Óróa varð vart örfáa kílómetra aust-
ur af austustu hverfum Reykjavikur-
borgar í gærmorgun, tveú jaröskjálfta-
kippir sem mæld-
Ragnar
Stefánsson.
ust 2,7 og tæpir 2,5
á Richterkvarða,
annar um hálftíu
og sá stærri
skömmu fyrir
klukkan ellefu.
Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræð-
ingur sagði í gær-
kvöldi að full
ástæða væri til að
hafa augu með því
sem er að gerast á Bláfjallasvæðinu, en
hins vegar væri ekkert enn sem komið
væri sem gæfi til kynna að neitt væri
að óttast. Þarna er hvorki að vænta
meiri óróleika á svæðinu né heldur
eldgoss í framhaldmu.
Jarðskjálftakippimir áttu rætur að
rekja til Bláfjallasvæðisins, skammt
vestur af Vífilsfellinu og vestur af veg-
inum sem liggur að skíðalöndum borg-
arbúa. Áratugur er síðan stærri
skjálfti varð á þessum stað á brotabelt-
inu sem gengur um Reykjanesskaga.
Ragnar segir að stærri skjálftar hafi
orðið beina línu í suður frá þessum
stað, skammt frá Vogsósum, sem er á
sömu sprungu, og er aðeins ár liðið
síðan jarðskjálfti skók landið þar.
„Þetta er frekar óvenjulegur atburð-
ur og við fylgjumst vel með, en ekkert
bendir þó til að framhald verði á
þessu," sagði Ragnar Stefánsson. -JBP
Viðskiptaráðherra:
Óþolandi
- ýtir á rannsókn
„Þetta er óþol-
andi ef rétt reyn-
ist,“ sagði Val-
gerður Sverris-
dóttir, viðskipta-
og iðnaðarráð-
herra, um full-
yrðingar þess
efnis að olíufélög-
in hafi hækkað
álagningu á elds-
neyti.
Valgerður
kvaðst hafa beint
Valgerður
Sverrisdóttir
viöskiptaráö-
herra.
því erindi til Samkeppnisstofnunar
að kanna verðmyndun og hugsan-
legt samráð olíufélaganna fyrir
nokkrum vikum. Hún kvaðst ekkert
svar hafa fengið enn. Fullyrðingar
FÍB myndu verða til þess að hún
kallaði þegar eftir svörum stofnun-
arinnar.
„Þetta er á verksviði Samkeppnis-
stofnunar," sagði ráðherra. „Hún
hefur m.a. það hlutverk með hönd-
um að vinna gegn óréttmætum við-
skiptaháttum," sagði ráðherra. -JSS
Forseti FFSÍ og framkvæmdastjóri LÍÚ takast á:
Grétar Mar kærir Friðrik
- fer í meiðyrðamál fyrir að vera þjófkenndur í Útveginum
Gétar Mar Jónsson, forseti Far-
anna- og fiskimannasambandsins,
hefur ákveðið að kæra Friðrik J.
Amgrímsson, framkvæmdastjóra
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, vegna þess sem Friörik
segir í leiðara Útvegsins, mál-
gagns LÍÚ, að Grétar hafi stundað
það áður en hann varð forseti
FFSÍ að selja fisk á fiskmarkaði en
stela af áhöfninni áður en til
skipta kom.
Grétar sagði i DV sl. laugardag
að hann reiknaði ekki með að fara
í mál við Friðrik vegna þessara
ummæla. „Ég er hins vegar búinn
að skoða þetta betur og sjá ná-
kvæmlega hvernig þetta var sett
upp hjá honum. Friðrik fer með
lygar og fleipur og þetta eru æm-
meiðandi ummæli. Ég hef því
ákveðið að fara í meiöyrðamál,"
segir Grétar Mar.
Hann segist hafa verið í útgerð í
um þrjá mánuði og sáralítill afli
hafl verið seldur á fiskmarkaði á
þeim tíma. „Máli mínu til sönnun-
ar hef ég undir höndum gögn frá
Fiskmarkaði Suðumesja sem sýna
að þar var aðeins landað inn 11
tonnum af blönduðum afla á þessu
tímabili og helmingurinn af því
var ekki einu sinni undir kvóta.
Friðrik segir í leiðaranum að ég
hafi landað aflanum inn á fisk-
markað á þessum tíma en það
voru ekki nema um 10% af því
sem við veiddum. Ég hef útprent-
um frá markaðnum undir höndum
Grétar Mar
Jónsson.
Friörlk J.
Arngrímsson.
sem sýnir þetta svart á hvítu,“ seg-
ir Grétar Mar.
„Það er fínt“ sagði Friðrik J.
þegar DV tjáði honum í gær að
Grétar Mar ætlaði að kæra hann.
„Grétari er það auðvitaö frjálst að
kæra mig vilji hann það og það
hefði reyndar komið mér mjög á
óvart ef hann hefði ekki gert það
fyrst hann segir að ég fari með
rangt mál,“ sagði Friðrik. -gk
Í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i