Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 9
9 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001 DV Landid Miklar framkvæmdir á Kleifaheiði: Fosshótel: Samskiptin voru erfið Oli Jón Gunnars- son bæjarstjóri Miklar vangaveltur eru um fram- tíð hótelsins í Stykkishólmi og bæj- arbúar ósparir á getgátur. Tíðinda- maður DV ræddi við Óla Jón Gunn- arsson bæjar- stjóra og spurðist fyrir um málið. Sagði bæjarstjóri að í ágústlok hefði bærinn sagt upp samningi sínum við Foss- hótel-keðjuna ef ákveðnar kröfur yrðu ekki upp- fylltar. Því hefði verið hafnað. Sagði Óli Jón að Fosshótel hyrfi frá rekstri hótelsins um miðjan des- ember. Einnig sagði hann að hótelið yrði rekið áfram. Þó væri enn ekki ljóst hverjir myndu sjá um rekstur þess en verið væri að vinna í þeim málum. Sagði hann að samskiptin við Fosshótel hefðu í gegnum tíðina verið erfið en tók þó sérstaklega fram að þar væri ekki átt við nýtt starfsfólk. Sagði hann nýja hótelstjór- ann og hennar fólk vera mjög jákvæð og hafa gert góða hluti þann stutta tima sem þau hafa starfað. -DVÓ/KB Hálfrar aldar gamall vegur endurnýjaður I sumar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við veginn yflr Kleifa- heiði sem er hluti vegarins milli Pat- reksQarðar og Bijánslækjar. Fyrir skömmu lauk vinnu vestanmegin í heiðinni við 5,1 kílómetra langan kafla sem nær úr botni Ósafjarðar og upp að Kleifabúanum. Þar er veglína að meiri- hluta til sú sama og áður en vegurinn hækkar og breikkar og er nú með bundnu slitlagi. Vinna við þennan kaíla hófst sumarið 2000 og var kostn- aður samkvæmt útboði 62,5 millj. króna. Eru starfsmenn Vegagerðarinn- ar nú að setja vegrið og stikur með veginum og gera hann þannig kláran fyrir veturinn. í haust hófst svo vinna við veginn frá Kleifabúa að Siglunes- vegi. Það er 7 km langur kafli og þar er að verulegu leyti um nýja veglínu að ræða þar sem vegurinn kemur nú nið- ur í botn Haukabergsdals og liggur eft- ir dalnum niður að Haukabergsá þar sem hann kemur inn á eldri veg. Kostn- aður við þennan kafla er samkvæmt út- boði 108,9 miilj. króna og eru verklok áætluð í september á næsta ári. Rétt er taka fram að kostnaður við fram- kvæmdina er talsvert meiri því verktak- inn sér ekki um malbikun á veginum né heldur uppsetningu vegriða. Verktaki við báða vegarkaflana er Norðurtak ehf. á Sauðákróki. Þess má geta að yfir heiðina er verið að endur- nýja mjög gamlan veg. Hann var upp- haflega lagður á árunum 1946-50 eins og raunar kemur fram á Kleifabúan- um, vörðunni miklu sem vegagerðar- menn hlóðu á háheiðinni meðan vega- lagningin stóð yfir á sinum tima. Þama verður því um miklar sam- göngubætur að ræða fyrir íbúa á sunn- anverðum VestQörðum þegar vegur- inn kemst í gagnið. -ÖÞ Frá vinnusvæðinu á Kleifaheiði fyrr í haust Efnið í veginn var harpað í vélunum. DV-MYND ÖRN ÞÖRARINSSON DV-MYND ÞÖRHALLUR ÁSMUNDSSON Samstarf Frá undirskrift samstarfssamningsins við Guetph-háskóia á Hólum. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, Björn Þorsteinsson, prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, og Skúli Skúlason, skólameistari á Hólum. íslenskir skólar í samstarf við Guelph-háskóla í Kanada: Samstarfið farið fram úr björt- ustu vonum - tugir íslenskra nema hafa farið utan Nýlega var undirritaður á Hól- um áframhaldandi samstarfssamn- ingur íslenskra skólastofnana við háskólann i Guelph í Kanada. Þetta eru auk Hólaskóla Bænda- skólinn á Hvanneyri, Háskóli ís- lands og Háskólinn á Akureyri. Þetta samstarf á að baki um fimm ára sögu og hefur verið mjög virkt. Héðan hefur á annan tug náms- manna farið til Guelph timabund- ið eða verið þar í rannsóknarleyfi og tíu manns hafa lokið sinu fram- haldsnámi þar en einnig hafa nem- endur frá Guelph stundað nám hér á landi. Skúli Skúlason skólameistari sagði við athöfnina á Hólum ánægjulegt að greina frá því að þetta samstarf hefði verið mjög virkt og farið fram úr björtustu vonum á alla lund. Það var 1995 sem undirritaður var samningur milli fyrrgreindra aðila um víðtækt samstarf á svæði rannsókna, nemenda- og starfs- mannaskipta. Áður hafði margvís- legt samstarf, byggt á persónuleg- um samböndum, átt sér stað milli University of Guelph og skóla hér á landi. Samningurinn nær til margra ólíkra sviða en ein megin- hugmyndafræði samstarfsins er að það sé þverfaglegt og stuðli að margvíslegum tengslum. Samstarfið hefur verið hvað öfl- ugast á sviðum tengdum líffræði, umhverfisfræði og ferðamálafræði en samstarf í sálarfræði, jarð- fræði, jarðvegs- og landbúnaðar- fræðum er einnig umtalsvert en þess má geta að Guelph-skólinn á rætur að rekja til búnaðarfræðslu eins og skólamir á Hólum og Hvanneyri. Samstarfið hefur fengið tals- verða kynningu og nýtur virðing- ar. Til marks um það var frú Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, sæmd heiðursdoktorsnafn- bót viö Guelph-háskólann hinn 10. júní 1998 að viðstöddu fjölmenni, íslenskum og kanadískum gestum. -ÞÁ í stað naglanna 133 m lína, brautarondi 3 * i & S O Q 1 -a 3 3 o o £ 2 ? ! SÍ I ÍS Dekk/bremsuteg. Grafið sýnir meðalbremsuvegalengd 3ja umferða á þurrum ís á 60 km/klst. Söluaðilar: Smurstöiin Klöpp, Vcgmúla siml 553-0440 Smur- Bón & Dekkjaþjónustan Sætúni 4, simi 562-6066 ESSO-Geirsgötu 19, simi 551-1968 Smur- og Dekkjaþjónusta Brelðholts Jafnarseli 6, sími 587-4700 Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs Gylfaflöt 3, sími 567-4468 Gisli Stefin Jónsson Akranesi Hjólbarðaþjónusta Gunna Gunn Keflavík, simi 421-1516 Réttu dekkín fyrirABS bremsurnari I veðurspánni kemur fram að von er á slyddu og snjókomu næstu daga. Afhverju að biða með dekkjaskiptín? I grafinu hér til hliðar má sjá að Bridgestone BLIZZAK dekkin leysa nagladekkin af hólmi. Þessi niðurstaða sem fékkst í íslenkri prófun staðfestir niðurstöður prófana frá öðrum löndum: BLIZZAK - best í snjó og hálku! • Frábær í snjó og hálku • Meiri stöðugleiki • Miklu hljóðlátari • Betri aksturseiginleikar • Minni eldsneytiseyðsla • Aukin þægindi • Minni mengun - meiri sparnaður BRÆÐURNIR HJOLBARÐAR Lágmúla 9 • Sími 530 2800 Höfum opnaö dekkjaþjónustu við BOSCH-HÚSIÐ, bakviöÁrmúia 1. Hagstætt verö á dekkjum og skiptingu næstu daga. BO. Dekkjaþjónustan, sími 530-2837

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.