Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001 Fréttir DV Seltjarnarnes: Anægjulegur sigur - segir Jónmundur bæjarstjórakandídat. - Hamingjuóskir frá Ásgeröi „Sigurinn er ákaflega ánægjuleg- ur, bæði hvað varðar þann góða stuðning sem ég fékk i fyrsta sætið og eins hve þátttakan í prófkjörinu var mikil,“ segir Jónmundur Guð- marsson, sigurvegari í prófkjöri Sjáifstæðisflokksins á Seltjarnar- nesi. Þar voru valdir frambjóðend- ur á lista flokksins fyrir bæjar- stjómarkosningarnar að vori. Alls fékk Jónmundur 865 atkvæöi í efsta sæti, eða 55%. Ásgerður Hall- dórsdóttir viðskiptafræðingur, sem einnig sóttist eftir efsta sætinu, fékk 773 atkvæði í 1. til 2. sæti. Alls tóku 1.622 þátt í prófkjörinu nú en til samanburðar kusu 1.720 flokk- inn í kosningunum fyrir fjórum árum. Nái Sjálfstæðisflokkurinn að halda meirihluta sínum á Seltjarn- amesi mun Jónmundur taka við bæjarstjórastarfinu af Sigurgeiri Sigurðssyni. Aðspurður um hvort stefnan væri tekin á að verma bæj- arstjórastólinn í hartnær fjörutíu ár eins og Sigurgeir hefur gert sagði Jónmundur að slík markmið gæti enginn sett sér. Kosið væri til fjög- urra ára í senn. Ein meginskýring- in á bak við langa og farsæla setu Sigurgeirs væri þó sú hve gott sam- verkafólk í bæjarstjórn hann hefði haft. Því væri sér fagnaðarefni hve prófkjörið á laug- ardaginn hefði skilað sigur- stranglegum og góðum lista. „Fái ég umboð kjósenda til þess að leiða Sjálf- stæðisflokkinn í bæjarstjórn á næsta kjörtíma- bili vil ég kapp- kosta aö veita bæjarbúum áfram góða þjónustu og einnig halda álög- um lágum eins og verið hefur,“ sagði Jónmundur og bætti við að ýmis brýn verkefni séu fram undan Jónmundur Guðmarsson. á Nesinu á næstu árum. Þar nefndi hann byggingu hjúkrunarheimilis og íbúabyggð á Hrólfsskálamel. Ásgerður Halldórsdóttir tekur í sama streng og Jónmundur, að út- koman sé sterkur framboðslisti. „Ég er mjög ánægð með þann árangur sem ég náði, en ég var þarna að heyja mína frumraun á hinum póli- tíska vettvangi. Ég óska Jónmundi innilega til hamingju," segir Ás- gerður. - I þriðja sætið valdist Inga Hersteinsdóttir, Bjarni Torfi Álf- þórsson í það fjórða, Ingimar Sig- ursson í hið fimmta, Sigrún Edda Jónsdóttir í sjötta og í sjöunda sæt- ið Sólveig Pálsdóttir. -sbs Krýsuvík: Græða landið með svínaskít Talsverður úrgangur kemur frá svínabúum og hefur úrgangurinn lít- ið verið notaður til þessa en þó aðeins lítillega til uppgræðslu, til að mynda við Hafnarfjall, og hefur sú tilraun tekist vel. Nú eru uppi hugmyndir um að nota svínamykju til uppgræðslu í Krýsuvík. Á síðasta fundi umhverfis- nefndar Hafnarfjarðar var tekið fyrir erindi Landgræðslu ríkisins þar sem þess er farið á leit við Hafnarfjarðar- bæ að gerður verði samningur til 10 ára um uppgræðslusvæði í Krýsuvík þar sem svínamykja yrði notuð. Landgræðslan er tilbúin að kort- leggja svæðin og taka þátt í dreifing- arkostnaði. Umhverfisnefnd Hafnar- fjarðar tók jákvætt í erindið og lagði tO að bæjarskipulag kæmi með til- lögu og vísaði þessum lið í fjárhags- áætlun. -DVÓ DV-MYND HARI Vetur konungur loks farinn aö sýna mátt sinn Eftir nær samfelida sumarblíöu undanfarna tvo mánuöi og hvert hitametiö af ööru í október þá þurfa bíleigendur nú aö draga fram sköfurnar til aö fjarlægja frostrósirnar af rúöunum. Sameining fjögurra sveitarfélaga í S-Þingeyjarsýslu: Sameining alls staðar samþykkt - og til verður nýtt sveitarfélag meö um 740 íbúum „Það er ekkert nema gott eitt um þessa niðurstöðu að segja og ég held að fólk hér sé mjög ánægt. Næsta verkefniö verður svo að ganga til kosninga um sveitarstjórn í vor,“ seg- ir Ásvaldur Þormóðsson, formaður samstarfsnefndar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í S-Þingeyjar- sýslu sem fram fór um helgina og var samþykkt í öllum sveitarfélögunum. Hrepparnir fjórir sem sameinast eru Hálshreppur, Ljósavatnshreppur, Bárðdælahreppur og Reykdælahrepp- ur. Með sameiningu þessara fjögurra hreppa verður til sveitarfélag með um 740 íbúum. Sameiningin hafði mestan hljóm- grunn í Bárðdælahreppi en þar voru 87% hlynnt sameiningu en 13% á móti. I Ljósavatnshreppi voru 74% með en 26% á móti, í Hálshreppi voru 70% með en 30% á móti og í Reyk- dælahreppi voru 55,5% meðmælt sameiningu en 44,5% á móti. Ásvald- ur segir að ástæða þess að sameining- in átti áberandi minna fylgi að fagna í Reykdælahreppi en hinum hreppun- um kunni að vera sú að í hinum hreppunum hafi sameining verið mun lengur í umræðunni og eins kunni það að hafa haft eitthvað að segja að Reykdælahreppur er hinum megin Fljótsheiðar. „En niðurstaðan er vonum framar. Við vissum um andstöðu við samein- inguna en hún reyndist minni en til stóð. Þetta hlýtur að vera góð niður- staða fyrir þá sem ætla að taka að sér að stjórna í hinu nýja sveitarfélagi," sagði Ásvaldur. -gk Braust inn í íbúð: Hótaðiað drepa hús- ráðanda Lögreglan í Reykjavík fékk snemma á laugardagsmorguninn beiðni um aðstoð í íbúð við Kvista- land, en þar hafði ölvaður maður ráðist til inngöngu og fór hamför- um. Maðurinn braut upp útihurð en heimilisfólk náði að komast inn í svefnherbergi og loka að sér þar, og þá tókst að hringja og biðja um að- stoð. Maðurinn sem braust inn fór mikinn og hafði m.a. í hótunum um að drepa húsráöanda. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn að gera tilraunir til að sparka upp svefnher- bergishurðinni. Hann var snarlega handtekinn og færður í fangageymslu og mun hafa verið fullur iðrunar þeg- ar af honum rann. -gk Kjalarnes: Dýrbítarnir náðust Hundaeftirlitsmenn Reykjavíkur- borgar höfðu á laugardag hendur í hári tveggja hunda sem voru að at- ast i fé við bæinn Sjávarhóla á Kjal- arnesi. Hundarnir voru fluttir í Dýraspítalann til geymslu en þeir munu hafa verið vannærðir og fremur illa á sig komnir. Eins og fram hefur komið í frétt- um að undanförnu hafa tveir hundar verið staðnir að því ítrek- að síðustu vikumar að vera að at- ast í fé og hafa þeir leikið féð illa. Þannig mun bóndinn á Sjávarhól- um hafa misst um 50 fjár sem hund- arnir hafa ýmist bitið þannig að leiddi til dauða, eða hrakið fé í skurði þar sem það hefur króknað úr kulda eða drukknað. Lögreglan gat ekki upplýst í gær hvort sannað þykir að hundarnir sem teknir voru um helgina séu þeir hundar sem eiga sök á fjárdauðanum að undan- fornu, en allar likur eru þó taldar á að svo sé. -gk Akureyri: „Stútur“ velti í Gilinu Bifreið valt efst í svokölluðu Listagili á Akureyri í fyrrinótt. Talið er að ökumaðurinn hafi misst vald á bifreið sinni vegna hálku og hafnaði hún inni á bílastæði. Fall af götunni niður á stæðið var um 1,5 metrar og hafnaði bifreiðin á hvolfl. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur en hann mun hafa verið ölvaður við aksturinn. -gk Veðrið i kvóld | Solargangur og sjavarföll m mmmm s Veörið - o? $.0 W ^ r -'fc SJi CTTg^'rfMV5""n----------------------- Viða hált Hálka er á vegum í nágrenni Reykjavíkur, um Svínahraun, Hellisheiöi og Þrengsli. Þæfingsfaerö er um Bröttu- brekku á Vesturlandi. Á Vestfjöröum er þæfingsfærð um Klettháls, Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiöi. Þá er skafrenningur og veruleg hálka um Gemlufallsheiði. Hálka eða hálkublettir eru víöa um land, þó síst á Austurlandi og Suöurlandi. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.58 16.32 Sólarupprás á morgun 09.27 09.30 Síödeglsflóó 20.53 13.04 Árdeglsflóð á morgun 09.18 02.06 Skýringar á veöurtáknum ^VINDATT 10°+_HITI VINDSTYRKUR i metrum á seköndu -10! Nfrost mmmr 3fc> 3D £3 0 HALF- SKÝJAÐ Snjókoma, slydda og él Suðlæg eöa breytileg átt, 3-8 m/s og snjókoma eöa slydda þegar líður á kvöldið á Suðurlandi og viö Faxaflóa. Hiti í kringum frostmark viö ströndina en víöa 1 til 6 stiga frost inn til landsins. V RIGNING SKYJAÐ AISKYJAÐ SNJÓKOMA EUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR Dálítil snjókoma Norðlæg eða breytileg átt, 5-8 m/s og dálítil snjókoma eöa slydda vestanlands en annars víða él. Frost yfirleitt -0 til -4 stig, en frostlaust viö suöurströndina. 2B» ■ c lm/« V Híti .1* tii -6” Noröan 8-13 m/s og él eóa snjókoma noróan- og austanlands en skýjaö meö kðflum suövestan til. Frost 1 tll 6 stlg. Fóstudii m Vindur; 5-10 m/5 Hiti 3° til -2“ 3lífj4 Veöur snýst í suölæg átt meö slyddu eöa rignlngu og hlýnandl veörl. AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÖSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG mMBSSnEB! hálfskýjaö skýjað snjóél hálfskýjaö léttskýjaö sjóél alskýjaö skýjaö léttskýjaö skúrir skýjaö skýjaö skúrir skýjaö úrkoma rigning skýjaö heiöskírt skýjaö heiöskírt rigning skýjaö þoka alskýjaö skafrenningur rigning léttskýjaö léttskýjaö alskýjað rigning léttskýjaö alskýjaö léttskýjaö léttskýjaö heiöskírt heiöskírt -3 -5 -1 -2 -1 -0 -3 -2 1 7 8 11 8 10 3 3 17 11 17 11 7 11 11 4 11 -5 11 10 21 6 2 11 21 10 11 7 -3 hVIHA VMH'Us 't'iJjii'.VK-YI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.