Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 10
10
Útlönd
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001
I>V
Tíu slökkviliös-
menn ákæröir
eftir mótmæli
Tíu slökkviliösmenn úr slökkviliði
New York-borgar hafa verið ákærðir
fyrir oibeldi gegn lögreglunni, þegar
hundruð þeirra brutust í gegnum
varnarlinu hennar á fóstudaginn til
að mótmæla ákvörðun Rudolphs
Giuliani borgarstjóra um að fækka
verulega í liði þeirra sem enn leita
þeirra látnu í rústum World Trade
Center. Fimm lögreglumenn meiddust
í átökum sem brutust út þegar æfir
slökkviliðsmennirnir brutu sér leið
að rústum WTC, þar sem þeir héldu
mínútu langa þagnarstund til að
minnast félaga sinna sem fórust. Sak-
sóknari kallaði þá strax til yfir-
heyrslu daginn eftir og munu tíu-
menningarnir síðan mæta til réttaryf-
irheyrslu þann 18. desember nk.
Fyrirhugaður brottflutningur herja frá Vesturbakkanum í uppnámi:
Tveir drepnir í skot-
árás á strætisvagn
Palestínskur byssumaður hóf í gær-
dag skothríð á þéttsetinn strætisvagn
á fjölförnum gatnamótum í nágrenni
Frönsku hæðar i norðurhluta Jerúsal-
em, með þeim afleiðingum að tveir
óbreyttir borgarar létu lífið og að
minnsta kosti tólf særðust, þar af fjór-
ir alvarlega. Maðurinn stóð á miðri
götunni, lét skotin dynja á vagninum
og hætti ekki fyrr en nálægir öryggis-
verðir höfðu skotið hann til bana.
Talið er að hann hafi náð að skjóta
einum þrjátíu skotum gegnum hlið
vagnsins og var hún eins og gatasigti
eftir skothríðina. Að sögn sjónarvotta
var aökoman hryllileg og sagði einn
þeirra að blóð hefði vætlað út úr vagn-
inum.
Að sögn ísraelsku lögreglunnar var
maðurinn, sem var frá borginni Hebr-
on á Vesturbakkanum, félagi í hryðju-
verkasamtökunum Jihad, eða „Heil-
agt stríð“, og var árásin gerð aðeins
stundu eftir að ísraelsk stjórnvöld
höfðu tilkynnt að brotttlutningur her-
liðs frá herteknu bæjunum fimm á
Byssumaðurinn skotinn
Palestínski byssumaöurinn, sem drap
tvo óbreytta borgara í skothríö á ísra-
elskan strætisvagn í Jerúsalem í gær,
liggur hér í valnum eftir aö ísraelskir ör-
yggisveröir skutu hann til bana.
Vesturbakkanum hæfist strax um
helgina með brottflutningi frá bænum
Qalqilya, en hinir bæirnir eru Ram-
allah, Turkarm, Nablus og Jenin.
Að sögn talsmanns ríkisstjórnar-
innar er sú ákvörðun þegar komin í
uppnám og líklegt að hætt verði við
hana þar til palestínsk yfirvöld hafa
hreinsað til í eigin garði og tryggt ör-
yggi ísraelskra borgara. Þegar
Shimon Peres, utanríkisráðherra ísra-
els, sem hitti Yasser Arafat á fundi á
Mallorca um helgina, var spurður um
málið í gær sagðist hann vona að
brottflutningur hersveitanna hæfist
samkvæmt áætlun. „Ég á frekar von á
því, en við munum samt ekki láta
þennan atburð viðgangast án að-
gerða,“ sagði Peres.
ísraelskar herþyrlur höfðu fyrr í
gærmorgun gert eldflaugaárásir á
skotmörk á Gazasvæðinu, en að sögn
talsmanns hersins var þeim beint að
þremur byggingum, sem skotið hafi
verið frá að ísraelskum tbúðabyggð-
um í nágrenninu.
REUTERSMYND
Musharraf og Rumsfeld
Donal Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem um helgina hefur heimsótt nágrannaríki Afganistans, neit-
aöi í gær að veröa við beiöni Pervezar Musharraf, forseta Pakistans, um að gera hlé á loftárásum á Afganistan í
föstumánuði múslíma, ramadan, sem hefst um miðjan mánuðinn. Musharraf varaði Rumsfeld við alvarlegum afleiö-
ingum þess, en skilaboð Rumsfelds voru skýr: „Það verður ekkert hlé."
Engar vísbendingar um það hver beri ábyrgð á miltisbrandssendingunum:
Lögregluyfirvöld kalla aftur
eftir hjálp almennings
Osama bin Laden
á í eigin stríði
„Osasma bin Laden á i eigin stríði
við allan hinn vestræna heim og talar
ekki fyrir hönd araba og múslíma,"
sagði Ahmed Maher, utanríkisráð-
herra Egyptalands, þar sem hann var
staddur á fundi Arababandalagsins
sem um helgina fundaði í Damaskus í
Sýrlandi, sérstaklega til að ræða mál-
efni Palestínu. Amr Moussa, aðalrit-
ari bandalagsins, tók í sama streng,
en bætti við að árás á eitt arabaríki
þýddi að samstaðan gegn hryðjuverk-
um væri brostin. Hann ítrekaði
einnig andstöðu arabaríkja við að-
gerðirnar í Afganistan en sagði að
þau væru samstiga í samstöðu þjóða
heims í baráttunni gegn hryðjuverk-
um.
Þeir félagar létu þessi orð falla þeg-
ar þeir voru spurðir um síðustu yfir-
lýsingu Osama bin Ladens sem sjón-
varpað var á al-Jazeera sjónvapsstöð-
inni um helgina. Þar hvetur bin
Laden þá 1,2 milljarða múslíma um
allan heim að sameinast honum í
heilögu stríði gegn heiðingjunum,
þeim kristnu og gyðingum. Hann
gagnrýnir þá arabaleiðtoga sem styðja
aðgerðirnar gegn Afganistan og kallar
þá svikara, um leið og hann lýsir Kofi
Annan, aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna, sem glæpamanni.
Viðbrögð Bandarikjamanna og
Breta við yfirlýsingu bin Ladens er að
hún lýsi aðeins örvæntingu hans í
vonlausri baráttu sem njóti lltillar
samúðar.
Bandarísk lögregluyfirvöld köll-
uðu um helgina, í annað skipti á
stuttum tíma, eftir hjálp almennings
viö að upplýsa hverjir beri ábyrgð á
miltisbrandssendingunum, sem tröll-
riðið hafa Bandaríkjunum að undan-
fórnu. Þetta kom fram á fundi sem
Robert Múller, yfirmaður alríkislög-
reglunnar FBI, átti með fréttamönn-
um í gær, en þar sagðist hann von-
svikinn með lítil viðbrögð eftir fyrsta
hjálparkallið, þar sem lofað var millj-
ón dollara verðlaunum fyrir vísbend-
ingar sem leiddu til einhverrar
lausnar málsins.
„Við leggjum alla áherslu á að upp-
lýsa sem fyrst þau mál sem borist
hafa inn á okkar borð, en ég viður-
kenni að við erum engu nær, þrátt
fyrir mikla vinnu,“ sagði Múller og
bætti að lögregla hefði alls ekki feng-
ið nægilegar vísbendingar frá al-
menningi tfi að styðjast við.
Fyrir helgina voru staðfest miltis-
brandstfifelli í Bandaríkjunum orðin
alls sautján, en það síðasta barst á
fostudagskvöld þegar staðfest var að
starfsmaður póstþjónustunnar í New
York hefði greinst með vægt
húðsmit.
í gær var síðan tilkynnt að mfitis-
brandsgró hefði uppgötvast í þriðju
póstflokkunarstöðinni í New Jersey,
mánuði eftir að fyrsta tilvikið var
staðfest í Bandaríkjunum. í kjölfarið
var maður af austrænum uppruna
handtekinn í Trentonhverfmu í New
Jersey, eftir rannsókn sem fram fór í
íbúð hans, en þrjú bréf sem borist
hafa með miltisbrandsgróum höfðu
verið póstlögð í hverfinu.
Á sama tíma voru rannsóknaraö-
ilar í New York að reyna að komast
að því hvemig og hvar síðasta fóm-
arlambið sem lést smitaðist, en það
er 61 árs gömul starfsstúlka á
sjúkramóttöku í New York, Kathy
Nguyen að nafni, en ótal sýni sem
bæði hafa verið tekin á vinnustað
hennar og heimili í Bronx hafa öll
reynst neikvæð. Þá var einnig til-
kynnt að smit hefði fundist á her-
spítcfia í Washington.
isnic
Internet á íslandi hf
Uppboð á eins-bókstafs lénum sem hingað til hafa verið frátekin.
Um er að ræða lénin a.is, b.is, c.is til z.is,
alls 26 lén enda verða bókstafir að tilheyra ensku stafasetti.
Frestur til að skila inn tilboðum er til 14. desember 2001.
Nánari upplýsingar eru á vef ISNIC: www.isnic.is
Sprenging olli slysinu
Vladimir Ustinov, yfirmaður rann-
sóknarhópsins sem rannsakar flak
rússneska kjamorkukafbátsins Kursk
sem nýlega var hífður af hafsbotni og
færður til hafnar í Murmansk, sagði
það óliklegt að kafbáturinn hafi sokk-
ið eftir árekstur við annan kafbát,
heldur hafi hann sokkið eftir að tund-
urskeyti sprakk um borð, sem varð til
þess að framkalla aðra sprengingu í
framhluta kafbátsins.
Franski blaðamaðurinn
laus úr haldi talibana
Franski blaðamaðurinn Michel
Peyrard, sem talibanar handtóku
innan landamæra Afganistans í síð-
asta mánuði klæddan kvenmanns-
fötum, var látinn laus um helgina.
Hann segist hafa hlotið góða með-
ferð og sagðist ekki geta kvartað.
Vajpayee í Rússlandi
Atal Behari Vajpa-
yee, forsætisráð-
herra Indlands, hélt
um helgina tfi St.
Pétursborgar í Rúss-
landi, sem er fyrsti
viðkomustaður hans
í tíu daga opinberri
heimsókn hans til
Rússlands, Bandaríkjanna og Bret-
lands þar sem ætla má að atburðirair
í Afganistan og Kasmír verði aðalum-
ræðuefnið. Vajpayee mun hitta Pútín
Rússlandsforseta á fundi i Moskvu á
morgun, áður en hann heldur til Was-
hington til viðræðna við Bush.
Buðu framsal bin Ladens
Fyrrum yfirmaður leyniþjónustu
Sádi-Arablu hefur upplýst að talibana-
stjómin í Afganistan hafi boðist til að
framselja Osama bin Laden tfi Sádi-
Arabíu fyrir þremur árum, eftir árás-
imar á sendiráðin í Afríku. Það hefði
verið afturkallað á síðustu stundu eft-
ir að Bandaríkjamenn heföu skotið
sprengjuflaugum á skotmörk í
Áfganistan.
Sharon frestar ferð
Ariel Sharon, for-
sætisráðherra ísra-
els, hefur frestað fyr-
irhugaðri ferð sinni
til Washington og
hafði reyndar gert
það fyrir skotárásina
á strætisvagninn í
Jerúsalem í gær.
Ástæðan er sögð ótryggt ástand heima
fyrir og hefur ekki enn verið ákveðið
hvenær hann fer.
Talibanar hafa endur-
heimt hertekin svæði
Talibanar segjast hafa endurheimt
aftur það landsvæði sem hersveitir
Norðurbandalagsins náðu af þeim í
bardögum helgarinnar nálægt borg-
inni Mazar e-Sharif. Talsmenn Norð-
urbandalagsins sögðu að um 800 her-
menn talibana hefðu gefist upp í
bardögunum og aðrir 200 verið
teknir til fanga, auk þess sem um 80
hafi falliö.
Chowdhury hittir Powell
Badruddoza Chowd-
hury, utanríkisráð-
herra Bangladesh, eins
fjölmennasta múslíma-
ríkis heims, hélt í gær
í opinbera heimsókn til
Bandaríkjanna. Hann
mun hitta Colin
Powell, starfsbróður
sinn, á fundi í dag, þar sem málefni
Afganistans og aukin efnahagsleg
samskipti þjóðanna verða rædd, en
Bandaríkjamönnum er umhugað að fá
fullan stuðning Bangladesh fyrir að-
gerðum sínum gegn talibanastjóm-
inni á Afganistan.