Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001 Skoðun " I>V Ferðu mikið á Netið? Anton Örn Reynisson nemi: Ég er ekki meö Netiö. Helgi Þór Másson nemi: Af og til, ég næ í lög og annaö efni þangaö. Guölaugur Hrafn Ólafsson nemi: Já, frekar, ég skoöa íþróttir og fréttir. Yngvi Guðmundsson nemi: Já, af og til, aöallega til að sækja tónlist. Rnnur Sigurösson nemi: Já, ég er mikiö á Netinu í tölvuleikjum. Hilmar Gunnarsson nemi: Já, ég vafra aöeins um. Tvímyntarkerfi á leiðinni Eftir að evru- Sveitarfélögin á Suðurnesjum Geir R. Andersen blm. skrifar: ráð fyrir að hér verði fljótlega kom- ið eins konar tvimyntarkerfi. ís- lensk stjórnvöld hyggjast heimila fyrirtækjum hér á landi (að upp- fylltum skilyrðum) að færa bókhald og rekstrarreikninga í evrum. Þar með er opnað fyrir notkun evrunn- ar jafnhliða krónunni. Áugljóslega verður bókfærslu- heimildin til þess að krónan yrði ekki svipur hjá sjón, og í viðskipt- um hér myndi evran verða eftirsótt- ari í viðskiptum með verðmætari hluti. Evran verður sem sé fyrr á ferðinni hér á landi en menn bjugg- ust almennt við. Heimild stjóm- valda til að færa bókhald íslenskra fyrirtækja í evrum er samt nýtt glæfralegt stökk út í óvissuna. Og má vissulega líkja við lagaheimild stjórnvalda til að ganga í ábyrgð fyrir allt flug til og frá íslandi, að upphæð 2.700 milljarðar króna! - Ábyrgð, sem án efa verður aldrei af létt öðruvísi en með nýjum og óvið- ráðanlegum “viðlagaskatti“ á allan almenning. Evran er nýtt vandamál í ESB- ríkjunum, og sum þeirra ætla meira að segja ekki að taka upp þennan gjaldmiðil. Sviss stendur eitt með eina sjálfstæða efnahagskerfið í álf- unni. Nú er ísland ekkert skuldbundið til eins eða annars í gjaldeyrismál- um, ekki heldur til að heimila bók- færslu í evrum. En þrýstihópar eiga væðing verður að veruleika í þeim löndum ESB sem samþykkt hafa notkun á þeim gjaldmiðli um næstu áramót lendum við ís- lendingar í erfið- leikum með krón- una, og nú í al- vöru, því gera má Nýtt vandamál í Evrópu Bókfærsluvænt á íslandi. „Þrýstihópar eiga mikid í stjórnvöldum allra tíma hér á landi og þeir heimta sárabcetur fyrir að ísland gengur ekki í ESB. Bók- haldsevra þykir þeim betra en ekkert. “ mikiö 1 stjórnvöldum allra tíma hér á landi og þeir heimta sárabætur fyrir að ísland gengur ekki í ESB. Bókhaldsevra þykir þeim betra en ekkert. Gegndarlaus þrýstingur á Seðlabankann (í gegnum stjórnvöld) að lækka vexti er af svipuðum toga og má ekki á milli sjá hvor krafan er vitlausari. Vaxtalækkun er vita- vonlaus fyrr en verðbólgan er í raun (en ekki sýnilega) komin aftur talsvert niður fyrir 5%. Og losnar þá um verðbótaþáttinn jafnhliða. Best er auðvitað að bíða með all- ar evruvæntingar, líta í vesturátt til hins mikla tollabandalags sem er í uppsiglingu fyrir alla Ameríku og sækja þar um inngöngu. Allar okk- ar afurðir, hverju nafni sem nefn- ast, eru gjaldgengar í Ameríkuríkj- unum. Nefna má saltfiskinn sem dæmi. Á New York-svæðinu einu eru 500 þúsund manns af spænskum ættum sem sækjast eftir saltfíski. Þar er markaður eins og hvar ann- ars staðar. Dollarar er sú myntein- ing sem við íslendingar 'ættum að tengjast. Að þessu eiga stjórnvöld að vinna. Evran er ekki tilbúin. Ekki einu sinni til bókfærslu á íslandi. Aðalfundur Samband sveitar- félaga á Suður- nesjum var hald- inn 26. og 27.okt. sl. í Fjölbrauta- skóla Suðumesja. Á fundinum koma saman allir sveitarstjórnar- menn á Suður- nesjum og bera saman bækur sín- ar og senda frá ——””” sér ályktanir. Á fundinn mættu einnig tveir ráðherr- ar, félagsmálaráðherra og umhverf- isráðherra, og fluttu ræður og fóru yfir málin. Einnig mæta þingmenn kjördæmisins á þennan fund. Þing- mönnum Suðurlands var og boðið. Siguröur Jónsson, sveitarstjóri í Garói og stjórnarmaóur í SSS, sendi þennan pistil: „Á Suðurnesjum búa um 17.000 manns. Ég veit að margir kaupa DV og ætlast til þess að fá umfjöllun frá svœðinu. Reyndar hefur blaðið oft sinnt þeim þætti með ágætum og því kemur þessi þögn nú mjög á óvart. “ Ég undrast að jafnágætur fjölmið- ill og DV er skuli á engan hátt sinna slíkum viðburði sem aðalfundur SSS er. Er ég set þessar línur á blað hefur ekki einn stafur, mér vitandi, birst um þennan fund í blaðinu. Á Suðurnesjum búa um 17.000 manns. Ég veit að margir kaupa DV og ætl- ast til þess að fá umfjöliun frá svæð- inu. Reyndar hefur blaðið oft sinnt þeim þætti með ágætum og því kem- ur þessi þögn nú mjög á óvart. Á fundinum voru fluttir margir fróðlegir fyrirlestrar sem vakið hafa athygli annarra fjölmiðla. Margar ályktanir voru einnig samþykktar og má þar nefna: bann við olíuflutn- ingum um Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg, löggæslumál, þ.e. áskorun til dómsmálaráðherra, brunavarnir, vegamál, hafnarlög, byggðakort, minjavörslu, eflingu náms á háskólastigi og fækkun síla- máfs. Eins og sést á þessu voru margar ályktanir sendar frá aðalfundinum sem skipta íbúa á Suðurnesjum miklu. Jafnágætur fjölmiðill og DV verður að sinna okkar málum á Suðurnesjum. Garri Hinir hógværu Ýmsum stórkapitalistum í landinu hefur upp á síðkastið orðið tíðrætt um verkfallsgleði íslend- inga og jafnan vísað til þeirra iðju, eða iðjuleys- is, að fara í verkfall með neikvæðum hætti. Þannig hefur Ari Edwald, jakkalakkadrengurinn hjá Samtökum atvinnulífsins, til dæmis býsnast mikið yfir verkfallsgleði opinberra starfsmanna og segir þá hálfu verri en starfsmenn á almenna markaðinum, bara vegna þess að opinber fyrir- tæki eiga erfiðara með að fara á hausinn en einkafyrirtækin. Aðrir tala um heimtufrekju og kröfuhörku og vísa til þess að ekki sé verið að bjóða neina hagræðingu í skipulagningu vinn- unnar á móti himinháum launakröfum. Jafnvel Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, sem ekki kallar allt ömmu sína í þessum efnum, get- ur ekki orða bundist og bendir á að þegar gerðar eru miklar launakröfur verði að minnsta kosti að nást einhver skipulagsbreyting á móti. Góðkunningjar Sátta Og stéttirnar sem hæst ber 1 þessari verk- fallsumræðu eru auðvitað þessar hefðbundnu verkfallsstéttir - svona góðkunningjar sáttasemj- ara. Þetta eru sjúkraliðar og tónlistarskólakenn- arar sem hafa að baki sér stóra og sterka sjóði og geta því endalaust gert kröfur um meira kaup og minni vinnu. Allir vita að ekkert er eftir til skiptanna fyrir þessar stéttir þannig að barátta þeirra hlýt- ur einfaldlega að vera vonlaus og best að þetta fólk fari að hunskast 1 vinnuna. Öðru máli gegnir um þriðju stéttina, flugumferðarstjóra sem eru ekki að krefjast kauphækkana í ein- hverju frekjukasti eins og sjúkralið- arnir og tónlistarskólakennaramir. Þeir vilja bara vinna minna. Garri er búinn að hlusta á talsmenn flugum- ferðarstjóra bera fram sínar hógværu kröfur um að fá að vinna minni yfirvinnu og það eina sem þeir biðja um er að lækka ekki í launum við það!!! Það er nú varla hægt að vera hógværari í kröfugerð sinni eða hvað! Og svo tala menn um verkfall flugumferðarstjóra í sömu andrá og verkfall sjúkraliða og tónlistarskóla- kennara sem eru að heimta rífandi kauphækk- un! Svei og svei! Safna fyrir flugumferöarstjóra En þeir hógværu munu uppskera eins og þeir sáðu því eflaust eiga flugumferðarstjórar samúð fleiri landsmanna en Garra. Þessir menn munu væntanlega verða fyrir miklu tekjutapi í verk- föllum sínum sem kemur sérstaklega illa við þá þar sem þeir eru vanir því að hafa milli 500 og 600 þúsund í tekjur á mánuði, samkvæmt frétt- um. Það verður því margfalt erflðara fyrir þá að venjast tekjuleysinu en t.d. tónlistarkennurum eða sjúkraliðum sem vanir eru að láta enda ná saman á hundrað þúsund kalii. Því ætlar Garri að hrinda af stað söfnun hana flugumferðarstjór- um til að bæða þeim tekjutapið. Ekki er að efa að landsmenn munu tala slíkri söfnun vel, þjóð- in sýndi hug sinn í verki í söfnun Skjás 1 á dög- unum og eflaust má treysta því að söfun fyrir flugumferðarstjóra muni slá söfnun Skjásins út hvað undirtektir varðar. Garri Líffæraskipti - Biðin getur oft oröiö löng. Anda við meðhöndlun H áskó I aborga n_ skr if an Furðulegt er að heyra yflrlýsingar frá póstmeisturum um að þeir skilji ekki hvernig miltisbrandsgró frá „lok- uðu“ umslagi geti smitað aðra en mót- takendur bréfanna. Auðvitað geta þau smitað annað fólk, bæði starfsfólk pósthúsanna og almenning utan þeirra. Litlu gróin svífa lengi í lofti og „lokuð“ umslög eru opin á hornunum, þar sem hníf er stungið inn til að opna þau. Á pósthúsum er bréfunum staflað saman, þeim ýtt áfram í búnt- um og hent í stafla og hillur. Þannig þrýstast þau saman og víkka til skipt- is í meðferðnni. Við það anda þau út og inn því lofti (með gróum) sem í þeim kann að vera og önnur umslög á sama pósthúsi anda gróunum inn í sig. Tímaspurning er því, tel ég, hvenær fólk í öðrum löndum fer að smitast af miltisbrandi úr pósti, nema allur póstur verði sótthreinsaður. Afdala hugarfar Þ.H. skrifar: Samgönguráðherra tekur ekkert til- lit til óska fulltrúa leigubílstjóra, sem eru óánægðir með leigubílafrumvarp hans. Hann kallar þá „góðkunningja“ líkt og lögreglunni er tamt að nefna afbrotamenn. Ráðherrann gefur líka í skyn að leigubílstjórar séu varhuga- verðir gallagripir til alls vísir, þótt flestir þeirra séu af léttasta skeiði og búnir að hlaupa af sér homin, og kannski harðgiftir í þokkabót. Því þurfi að hafa auga með þeim. Lögregl- an, ásamt Vegagerðinni, á að annast eftirlitið. Að áliti ráðherra er víðar pottur brotinn en á Alþingi. En í aug-. um afdalapilts ætti lífið í Reykjavík ekki að vera alslæmt. Réttlætanleg Kristinn Sigurðsson skrifar: Því miður er það þannig að sumir sam- borgarar okk- ar eru mjög veikir, til em þeir sem vant- ar t.d. nýra eða lunga, sem numin hafa verið brott vegna sjúkdóma. Þetta sjúka fólk þarf að bíða óratíma til að fá ný líffæri. Ég tel að réttlætanlegt væri að til væri deild innan sjúkrahúsa sem geymdu eyðu- blöð, þar sem hugsanlegir líffæragjafar eða ættingjar gætu skrifað vilja sinn (eða fyrir hönd ættingja) til að nýta líf- færi látins ástvinar öðrum til góðs. Er þetta í raun ekki sjálfsagt mál? Lífeyrir og matarverð Vilhjálmur Alfreðsson sknfan Nýlega sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að Lífeyrissjóð- ur starfsmanna ríkisins hafi hugsan- lega tapað stórfé í erlendum flárfest- ingum sínum. Um það get ég ekki sagt, en ég ber hins vegar fullt traust til fyrrverandi yfirmanns míns, Hauks Hafsteinssonar, forstöðu- manns LSR, og gamla vinar míns, Ög- mundar Jónassonar, sem sitja báðir í stjórn LSR. En hvernig væri, kæri landbúnaðarráðherra, áð stuðla að verðlækkun á matarinnkaupum ís- lensku þjóðarinnar? Til eru ráð, og það veit ráðherrann. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.