Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001 Fréttir I>V Slökkviliösstjórar í vandræðum með boðunarkerfi: Slökkviliðin eiga að nota Boða - segir Þröstur Brynjólfsson yfirlögregluþjónn í Árborg „Ég hef notað boðunarkerflð Boða og reynslan af því er virkilega góð. Kostirnir við Boða eru aðallega þrír, í því kerfi eru send talskilaboð, þau er hægt að senda á allar tegund- ir síma, og i þriðja lagi er kerfið gagnvirkt sem þýðir aö sá sem not- ar boðunarkerfið getur strax fengiö að vita hverjir hafa fengið boðin og hvemig þeir ætla að bregöast við,“ segir Þröstur Brynjólfsson, yfirlög- regluþjónn í Árborg, um reynslu sína af Boða, nýju boðunarkerfi Símans. Svo virðist sem kynning á Boða meðal slökkviliðsstjóra hafi farið eitthvað fyrir ofan garð og neðan og Þjóöarbókhlaðan Landsbókasafn íslands - Háskóla- bókasafn sér um framkvæmd samn- inganna. Tæplega 7000 ókeypis tímarit íslenska vísindasamfélagið, og raunar almenningur líka, getur nú fengið ókeypis aðgang að alls 33 gagnasöfnum, 300.000 bókmennta- verkum, 6.700 tímaritum með full- um texta og útdráttum úr 3.700 öör- um tímaritum. Þessi aðgangur er heimill vegna samninga sem Verk- efnisstjóm um aðgang að gagnasöfn- um hefur gert um landsaðgang að gagnasöfnum á umliðnum árum og misserum, en það er Landsbókasafn - Háskólabókasafn sem sér um framkvæmd samninganna. Hlut- verk verkefnisstjórnarinnar hefur verið að kanna tilboð um aðgang að gagnasöfnum og gera tillögur til menntamálaráðuneytisins um kaup á aðgangi að þeim, fjármögnun, skipulag og tilhögun. Aðaláhersla hefur verið lögð á að semja um „landsaðgang" þar sem allir nettengdir landsmenn hafa aðgang að rafrænu gagnasöfnunum án til- lits til hvar þeir eru staddir - í vinnu, í skóla eða heima, en svo víð- tækur landsaðgangur er mjög óvenjulegur. Við þau tímamót sem nú hafa náðst í þessu umfangsmikla verki hefur Verkefnisstjórnin boðið til málþings um aðgang íslendinga að rafrænum tímaritum á Netinu. Málþingið er haldið í Þjóðarbók- hlöðu I dag og er öllum opið. -BG er talið liklegt að á næst- unni muni Síminn halda kynningarfund með slökkviliðsstjórum víða af landinu. Þeir voru á fundi um síðustu helgi og þar kom fram mikil óánægja með SMS-kerfi Símans sem boðunarkerfi en lítið eða ekkert var minnst á Boða. Boði er öflugt boðunar- kerfi sem var kynnt af Sím- anum fyrir um mánuði, en með hinu nýja kerfi verður yfirstjórn björgunaraðgerða skilvirkari, ein- faldari og öryggi eykst til muna. Kerfið er mjög afkastamikið og ör- uggt og nær til alls landsins. Með því er hægt að boða bæði einstaklinga og hópa með talskilaboðum og sann- reyna strax hvort boðin hafi komist til skila. Skilaboðin má senda í aliar tegundir síma: GSM-síma, NMT-síma og talsíma. Líkur á því að til einstaklinganna náist eru því verulega auknar og boöun er öruggari en áður hefur þekkst. Boði er jafnframt ætl- aöur almenningi og hefur þegar ver- ið tekinn í notkun. Þröstur segir það sína skoðun að slökkviliðin eigi að nota Boða sem boðunartæki, a.m.k. fyrir fyrsta út- kall þar sem hægt sé að fá strax vit- neskju um viðbrögð við útkallinu. „Annars býður Boði upp á gríðar- lega möguleika og er nánast bylting- arkennt kerfi. Sem dæmi má nefna að ef eitthvað kæmi fyrir í ákveðnu sveitarfélagi, þá er hægt að hringja í öll símanúmer í viðkomandi sveit- arfélagi og fá strax viðbrögð. Ef hætta væri á ferðum væri þá hægt að huga fyrst að þeim sem hefðu ekki svarað hringingunni og síðan þeim sem þyrftu hjálpar við. Þetta er miklu öflugra kerfi en áður hefur verið notað hér á landi að minnsta kosti,“ segir Þröstur. -gk Þröstur Brynjólfsson. Fólki fækkar og útsvarstekjur lækka um fjóröung á Raufarhöfn: Við höfum hald- ið fullum dampi - segir Reynir Þorsteinsson sveitarstjóri „Þaö gefur auga leið að hér er erf- iöur rekstur, viö höfum mátt horfa á eftir 29% íbúanna og útsvarstekj- ur sveitarfélagsins hafa dregist sam- an um 25% á skömmum tíma. Ann- að sem nefna má er að rekstur grunnskólans er svo dýr að nánast allar útsvarstekjur renna beint til rekstrar hans. Viö sem stjómum hér tókum hins vegar þá ákvörðun að halda fullum dampi og draga ekki úr framkvæmdum sveitarfé- lagsins og við höfum haft fjármagn til þess,“ segir Reynir Þorsteinsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn. 1 DV fyrir nokkrum dögum kom fram að Raufarhöfn er það sveitarfé- lag landsins með yfir 300 íbúa sem ver mestu fjármagni til reksturs málaflokka sem hlutfall af skatttekj- um og einnig að rekstur og yfir- stjórn sveitarfélagsins séu mjög dýr. Þá var nefnd talan 56.546 krónur á hvem íbúa í málaflokknum Útgjöld til atvinnumála á síðasta ári og bor- ið saman við öxarfjarðarhrepp þar sem sú tala var „aðeins" 12.397 krónur á hvern íbúa. „Það má alveg koma fram, ekki síst vegna þess að þessi tvö sveitar- félög eru borin saman hvað þetta varðar, að á síðasta ári var rækju- verksmiðjan Gefla á Kópaskeri að leita eftir hlutafé og Raufarhafnar- hreppur lagði fram 10 milljónir í það fyrirtæki. Þetta skýrir veruleg- an hluta ef þeim mismun sem verið var að tala um milli þessara sveitar- félaga. Hvað varðar það að hér sé yf- irstjóm dýr má nefna að á þessum tíma var sveitarfélagið að greiða tveimur sveitarstjórum laun og að auki var allt tölvukerfi hreppsins endurnýjað," segir Reynir. Hann segir að árið 1999 hafi verið ákveðið að þeir peningar sem sveit- arfélagið fékk fyrir hlut sinn í Jökli skyldi fara til uppbyggingar nýrra fyrirtækja. Mikið hafi verið unnið í því sambandi og í dag sé þar rekið fyrirtækið Netver sem m.a. sjái um símsvörun fyrir Seðlabankann. „Það var einnig pólitísk ákvörð- un að þótt hér fækkaði fólki, sem vonandi er tímabundið, þá héldi sveitarfélagið fullum dampi í fram- kvæmdum. Ef við hefðum farið að draga verulega úr framkvæmdum hefði það aðeins orðið til að ýta á að enn fleiri flyttu á brott," segir Reyn- ir. Hann segir að meðal stórfram- kvæmda sem fram undan eru á staðnum sé að vinna í höfninni, m.a. að dýpkun, fyrir um 300 millj- ónir króna. Innsiglingin og höfnin séu grunn og það hafi orðið til þess að til Raufarhafnar hafi t.d. borist mun minna af loðnu en annars hefði gerst. -gk Eimskip: Hvatt til að gera kauprétt- arsamninga Stjórn Eimskipafélags íslands hef- ur samþykkt að bjóða öllum fast- ráðnum starfsmönnum Eimskips og dótturfélaga á ís- landi og erlendis kauprétt á hluta- bréfum í félaginu að nafnvirði 130 þúsund krónur. Er það í sam- ræmi við sam- þykkt hluthafa- fundar frá því í apríl. Þar veitti stjóm félagsins heimild til að gerð yrði kaupréttaráætlun og kauprétt- arsamningar við starfsmemi félags- ins. Tilgangurinn er að gera Eim- skipafélaginu kleift að laða til sín og halda í starfsfólk meö eftirsóknar- verðum starfskjörum eins og segir í bréfi til starfsmanna. Gert er ráð fyrir að undirritun kaupréttarsamn- inga hefjist 12. nóvember og hefur þessi áætlun hlotið samþykki Rikis- skattstjóra. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri félagsins, segir þetta fyrst og fremst gert til aö gefa starfsmönn- um kost á að eignast hlut í félaginu. Tilgangurinn sé ekki að sækja auk- ið hlutafé, enda yrði slíkt gert á markaði. Starfsmenn fyrirtækja- samstæðu Eimskips eru um 1.150 talsins. Hjördís Ásberg, starfsmanna- stjóri fyrirtækisins, segir viðtökur starfsmanna hafa verið mjög góðar. Þetta gangi þó ekki í gildi fyrr en 12. nóvember. „Þeir sem vilja geta skrifað undir kaupréttarsamning sem síöan er hægt að innleysa í mars 2003 og aftur í mars 2004, mið- að við gengið í dag. Ef gengið verð- ur þá óhagstætt getur fólk hætt við. Áhættan er því engin,“ segir Hjör- díS;__________________-HKr. ^ Ómega: Útsendingar til 77 landa Undirbúningur er í fúllum gangi við að koma dag- skrá kristilegu sjónvarpsstöðar- innar Ómega til 77 landa. Ráðgert er að kaupa jarðstöð sem kostar um 30 milljónir til að koma sendingum i gervihnött sem dreifir dagskránni. Vonast er til þess að þetta verði að veruleika í júlí á næsta ári. Búast má við að 10 milljónir heimila nái sendingum Ómega. Þessa dagana er verið að saína fyrir þessu átaki. 77 einstaklingar munu skuldbinda sig til að greiða 12.000 krónur á mánuði í þrjú ár og í staðinn fá þeir bænaglas og nafh sitt áletrað á gervihnattadiskinn. í gær var búið að fá 8 manns til að taka þátt í verkefhinu. -DVÓ Eiríkur Sigurbjörnsson. Ingimundur Sigurpálsson. Aktu varlega - aktu naglalaus. Gatnamálastjórinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.