Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 24
4W'
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001
Tilvera
I>V
POPP
■ STYRKTARTONLEIKAR A
GAUKNUM Briet, félag ungra
femínista, stendur fyrir tónleikum til
styrktar RAWA, byltingarsamtökum
kvenna í Afganistan, á Gauki á
Stöng og hefjast þeir kl. 20. Miða-
verö er 1000 krónur og mun allur
ágóöi renna óskiptur til RAWA.
Hljómsveitirnar sem fram koma eru
X Rottweiler, Sesar A, Magga
Stína, Geirfuglarnir, Stjörnukisi,
Teena Palmer og GRAS, Kuai, Skur-
ken og Prins Valium. Sérstakur
gestur er Eiríkur Fjalar.
Klassík
■ LISTAKLUBBUR LEIKHÚS-
KJALLARANS Dagskrá í tilefni af
aldarafmæli Magnúsar
Ásgeirssonar veröur í Listaklúbbi '
Leikhúskjallarans í kvöld en hann
heföi oröið hundrað ára hinn 9.
nóvember. Magnús, var afkasta-
mesti Ijóðaþýðandi íslendinga á fyrri
hluta 20. aldar. Leikararnir Arnar
Jónsson, Erlingur Gíslason, Helga
E. Jónsdóttir, Jóhann Siguröarson
og Kristbjörg Kjeld flytja þýdd og
frumsamin Ijóö eftir Magnús.
Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir
syngur viö undirleik Agnars Más
Magnússonar. Dagskráin einkennist
af blöndu fróðleiks og skemmtunar.
Hún hefst kl. 20.30. Umsjónarmaö-
ur kvöldsins er Sölvi B. Sigurösson.
Síöustu forvöð
■ HRINGRAS VATNS ÓG SPEGL-
AR I HAFNARBORG Sýningunum
Hringrás vatnsins og Speglar veröur
lokaö í neöri sölum Hafnarborgar,
Apótekinu og Sverrissal, 7 dag.
Fundir og fyrirlestrar
■ HVENÆR URÐU ÍSLENDINGAR
POLITISK ÞJOD? Gunnar Karlsson
sagnfræöingur flytur á morgun
fýrirlestur í hádegisfundaröö
Sagnfræöingafélags íslands sem
hann nefnir: „Hvenær uröu
Islendingar pólitísk þjóö?“ Fundurinn
t hefst kl. 12.05 í stóra sal Norræna
hússins og lýkur stundvíslega kl.
13.00. Hann er opinn öllu
áhugafólki um sögu og menningu.
■ KÁRAHNJÚKANÁMSKEH)
Námskeiö í umsjón Guömundar
Páls Ólafssonar náttúrufræöings um
Kárahnjúka og Kringilsárrana verður
haldiö hjá Endurmenntun HÍ
Dunhaga 6 fjögur kvöld í nóvember.
Hið fyrsta er í kvöld, mánudaginn 5.
nóvember og hefst kl. 20.15.
Sýningar
■ OÐUR TIL LIFSINS Svning
Gunnars I. Guðjónssonar, Oður til
* lífsins sem haldin er í Lóuhreiðri á
Laugavegi 58, hefur veriö framlengd
og stendur hún út þessa viku Þar
eru 34 olíumálverk til sýnis og sölu.
■ GUÐMUNDUR í GALLERÍ
REYKJAVIK Guömundur
Björgvinsson heldur málverka-
sýningu í Gailerí Reykjavík,
Skólavöröustíg 16. Þar sýnir hann
17 akrýlmálverk.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Hvaö ertu
tónlist?
Tónlistamámskeið verður
haldið í Salnum í Kópavogi í
kvöld klukkan 20. Jónas Ingi-
mundarson fjallar um söngva
Schuberts í tali og tónum og
gestur kvöldsins er Ólafur Kjart-
an Sigurðarson baríton.
Það er Endurmenntunarstofn-
un í samvinnu við Salinn sem
stendur að námskeiðinu.
DV-MYNDtR EINAR J.
Tónskreytt Ijóö
/ Nýlistasafninu flutti Ijóðskáldiö Margrét Lóa Ijóð úr bók sinni Háværasta röddin í höfði mínu við
undirleik listamannsins Gímaldins.
í hringiðu skemmtanalífsins:
Líf og fjör í borginni
í
Það er meö ólíkindum hvaö hetju-
sögur Alexandre Dumas um skytt-
urnar fjórar, Athos, Porthos, Aram-
is og D’Artagnan, hafa veriö vinsæl-
ar hjá kvikmyndaiðnaðinum. Ekki
svo að skilja að sögumar séu ekki
hetjusögur af bestu gerð og hafa í
gegnum tíðina veriö skyldulesning
hjá öllum ævintýraþyrstum ung-
lingum, en öllu má nú ofgera og The
Musketeer (þriðja útgáfan á síðustu
átta árum) hefur í raun ekkert nýtt
fram aö færa, er skemmtileg af-
þreyting með flott stílfærðum
skylminga- og slagsmálaatriöum
(þar er viö stjórnvölinn Xin-Xin
Xiong, einn besti sviðsetjari slags-
mála í Hong Kong) og sögu sem
segja má að styðjist við frumútgáf-
una og bætir inn persónum hér og
þar.
Leikstjóri er Peter Hyams, þaul-
reyndur spennuleikstjóri (End of
Days, Timecop, The Presido) og
hans vinna er öll hins fagmannleg-
asta. Það er nú samt svo að fátt í
myndinni rís upp yfir meðal-
mennskuna og er ekki hægt að segja
að myndin lifi í minningunni.
Hyams hefur farið þá leið sem oft-
ast er farin aö gera D’Artagnan að
Það má segja að leikgleði leikar-
anna bjargi miklu og geri myndina að
þeirri skemmtun sem hún er. Sú leið
hefur verið farin að láta óþekkta leik-
ara leika skytturnar fjórar og ferst
þeim það vel úr hendi, skapa persón-
ur sem eru ekki alveg í anda Dumas,
eru einfaldlega nútímalegri og léttari.
Justin Chambers heitir sá sem leikur
D’Artagnan og er hann fyrrverandi
módel. Ekki er hægt að dæma leik-
hæfileika hans út frá þessari mynd,
hann þarf aðeins að vera liðugur og
myndarlegur. Það eru stærri nöfn
sem eru í aukahlutverkum og þar ber
fyrst að nefna Catherine Deneuve,
sem leikur Önnu drottningu, persónu
sem fær meira rými hér en í sögum
Dumas og Deneuve er frísk í hlut-
verkinu, sama má segja um Stephen
Rea í hlutverki kardínálans og Tim
Roth hefur greinilega gaman af að
leika mesta illmennið.
Hllmar Karlsson
Lelkstjóri: Peter Hyams. Handrit: Gene
Quintano. Kvikmyndataka: Peter Hyams.
Tónlist: David Arnold. Leikarar: Justin
Chambers, Catherine Deneuve, Tim Roth,
Stephen Rea, Mina Suvari, Nick Moran,
Stephen Spiers og Jan Gregor Kremp.
Michael Jackson, sjálfskipaður kon-
ungur popptónlistarinnar, þykir ekki
komast með tæmar nú þar sem hann
var með hælana á níunda áratug síð-
ustu aldar, þegar hann var á hátindi
ferils síns. Engu að síður hefur
nýjasta platan hans, Invincible, selst
allvel vestan hafs.
Jackson hefur verið iðinn við að
auglýsa plötuna á unanfórnum vikum
og mánuðum. Kunnugir segja þó að
vegna dalandi vinsælda hans og
aðstæðna á markaðinum muni nýja
platan ekki seljast neitt í líkingu við
metplötuna Thriller árið 1982, sem
seldist í 40 milljónum eintaka.
Miöborgin iðaði af lífi og fjöri um
helgina eins og endranær og ljóst að
skemmtanaþyrstir Reykvíkingar láta
ekki kuldann úti fyrir halda aftur af
sér. Vinir ljóðsins lögðu leið sína í Ný-
listasafnið á laugardaginn en þar fór
fram rokkljóðakvöld að hætti hússins
þar sem Margrét Lóa, Gímaldin,
Birgitta Jónsdóttir og fleiri fluttu
tónskreytta ljóðlist. Hafnarhúsið var
undirlagt af starfsmönnum íslands-
banka sem héldu þar árshátíð sína
með pompi og prakt og í Gamla Sjáif-
stæðishúsinu (Sigtúni) var nýr
skemmtistaður, Nasa, opnaður. Þeir
sem stunduðu böllin þar í gamla daga
ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum
því að staðurinn hefur nánast ekkert
breyst í öll þessi ár en hann hefur und-
anfama áratugi nýst sem mötuneyti
starfsmanna Pósts og sima (síöar
Landsímans).
léttri
Laugarásbíó/Stjörnubíó - The Musketeer: ★ ★
sveiflu
Hiimar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
hetjunni og eru félagar hans Athos,
Aramis og Porthos aukapersónur
sem sjá um að húmorinn sé fyrir
hendi. Eins og í upprunalegu sög-
unni er D’Artagnan á leið til borgar-
innar, ungur og óreyndur, en með
kjark á við marga. Þegar þangað er
komið kemst hann í kynni við skytt-
umar og glæpalýð Richelieu kard-
ínála. Og þarna má segja að áhrif
frá Dumas endi og við tekur útúr-
dúr frá handritshöfundinum Gene
Quintano, sem býr til nýja sögu um
afrek skyttnanna með þátttöku per-
sóna sem koma fyrir í bókinni og
persóna sem hann hefur skapað.
Allt fellur þó þetta undir hefð-
bundna „skyttumynd” þar sem hug-
rekki, heiður og rómantík er alls-
ráðandi.
Jackson farið að
fatast flugið
Pall og Sóley
Páll Ragnar Pálsson, gítarleikari
Maus, og Sóley Brynjarsdóttir voru
meöal gesta á opnunarkvöldi nýja
skemmtistaðarins.
ii—■
Skyttur
DArtagnan
Skyttan sem lætur kardínálann ekki í friöi.
Æstir aödáendur
Vinkonurnar Rúrí o$ Gfim’J PU51U 30
starfsmönnum Islandsbanka fyrir
utan Hafnarhúsiö og báðu þá um
eiginhandaráritun.
Elgendurnir
Garðar Kjartansson og Ingibjörg
Örlygsdóttir opnuðu nýjan
skemmtistað, Nasa, í gamla Sjálf-
stæðishúsinu við Austurvöll á
laugardaginn.
Fonda minnt á
fortíð sína
Leikkonan Jane Fonda fékk
aldeilis að finna fyrir því á
dögunum að heimsókn hennar tO
Norður-Víetnams áriö 1972, þegar
Víetnamstríðið stóð sem hæst, er
ekki gleymd. Fonda brá sér til
Savannah í Georgíu til að taka þar
á móti viðurkenningu fyrir störf sín
innan kvikmyndanna og hlaut
óblíðar viðtökur nokurra gamalla
hermanna sem kröfðust þess
reyndar að hún hipjaði sig heim.
Stúdentar tóku hins vegar vel á
móti henni og fjölmenntu á
fyrirlestur sem hún
hélt.
4 *