Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001
DV
Fréttir
íbúar 7 sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum gengu að kjörborðinu:
Heiti potturinn
Sameining kolfelld
- úrslitin mikil vonbrigði, segir formaður sameiningarnefndarinnar
Húsvíkingar vildu sameiningu
Aöeins meirihluti í einu ööru sveitarfélagi af sjö var sama sinnis.
„Mín fyrstu við-
brögð við þessum
úrslitum eru von-
brigði, það er al-
veg ljóst. Það kem-
ur þó fram skýr
vilji fyrir samein-
ingu í tveimur
sveitarfélögum til
að sameinast, á
Húsavík og í
Reykjahreppi, og
það er það jákvæða í málinu," segir
Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á
Húsavík og formaður sameiningar-
nefndar 7 sveitarfélaga í Þingeyjar-
sýslum, en sameining í þessum
sveitarfélögum var kolfelld um helg-
ina.
Það var aðeins á Húsavík og í
Reykjahreppi þar sem meirihlutinn
var fylgjandi sameiningunni, hún
var naumlega felld í Keldunes-
hreppi en í hinum fjórum var sam-
eining kolfelld.
Reinhard segist spyrja sig þeirrar
spurningar hvort þau skilaboð sem
hann gefur sér að allar sveitastjórn-
ir umræddra sveitarfélaga hafi haft,
hafi komist til skila, en þau voru að
sameina skyldi sveitarfélögin.
„Sveitastjómirnar stóðu að tillögu-
gerðinni sem var alveg skýr og mér
þykir það ákveðið stílbot ef sveita-
stjórnir standa að tillögugerð sem
þær eru ekki sjálfar sammála".
Kynningin
var skrípa-
leikur
- segir sveitarstjórinn
„Ég hef haldið því fram að kynn-
ing málsins hafi veriö nánast
skrípaleikur einn, en fólk vildi ekki
hlusta á mig. Það má reyndar segja
að það hafi ekki verið nein kynning
á málinu og fólk verður auðvitað
tortryggið þegar það heyrir bara um
endalausa kosti og ekkert annað,“
segir Steindór Sigurðsson, sveitar-
stjóri i Öxarflarðarhreppi, um sam-
einingarkosningu 7 sveitarfélaga í
Þingeyjarsýslum um helgina. Öxar-
fjarðarhreppur var einn fjögurra
hreppa þar sem sameiningin var
kolfelld.
Steindór segir að fólk hafi einnig
verið tortryggið vegna fjárhags-
stöðu sumra sveitarfélaganna og
það hafl ekkert verið skýrt út hvers
vegna staðan sé eins og hún er hjá
sumum og öðruvísi hjá öðrum. „Þá
var spurningum ekki svarað, ekki
þeim spurningum sem voru mönn-
um ekki þóknanlegar. Ég tel víst að
fólk hafi fengiö það á tilfinninguna
að i þessu væri einhver örvænting
ríkjandi og þetta væri keyrt mjög
áfram af fáum aðilum sem vildu
ekki hlusta á þá sem höfðu aðrar
skoðanir.
Fólk er líka hrætt við samþjöpp-
un á valdi og pólitískum áhrifum.
Ég tel t.d. víst að fólki hér hafi ekki
fundist rétt að stuðla að því að færa
aðkomu sína að yfirvöldum í burtu
úr byggðarlaginu.
En mestu olli hvernig fór að
kynningin var mistök og staða fjár-
mála í einstaka sveitarfélögum,"
segir Steindór. -gk
Eldur kom upp
i steikarpotti
Starfsfólk veitingastaðarins
American Burgers við Engihjalla í
Kópavogi stóð sig vel í gær þegar
eldur kom upp í steikarpotti á
staðnum. Eldurinn kviknaði í feiti
og var strax kallað á slökkviliö.
Það kom á vettvang nokkrum
mínútum siðar en þá hafði starfs-
fólkinu tekist að hefta útbreiðslu
eldsins og gekk greiðlega að ráða
niðurlögum hans. -gk
- Ertu að gefa í skyn að menn
hafi ekki unnið af heilindum?
„Ég er að segja að það kom í ljós
á síðasta sprettinum að forystu-
menn nokkurra sveitarfélaganna
sem hér um ræðir töluðu gegn sam-
einingunni og þá spyr maður sig að
tilganginum með tillögugerðinni.
Það kom opinberlega fram að svona
var þetta og þarf ekki að vera nein
launung á því. Það sem er hinsveg-
ar stóra málið i þessu er að hér var
ákveðið tækifæri til að safna saman
köftum fjölmargra Þingeyinga en
fólk var geinilega ekki tilbúið til
þess. Ég upplifi þetta dálítið þannig
að menn séu ráðvilltir og óvissir
um hvert stefna skuli“.
Tölurnar ótvíræðar
Þegar litið er á tölumar úr kosn-
ingunni sést að sameiningartillagan
var kolfelld í fjórum sveitarfélag-
anna. í Aðaldælahreppi sögðu 68%
nei og 32% já. í Skútustaðahreppi
sögðu 76% nei við sameiningu en
24% já. í Tjörneshreppi voru 73% á
móti en 27% með og í Öxarfjarðar-
hreppi voru 78,5% andvígir samein-
ingu en 21,5% með. í Keldunes-
hreppi var sameining naumlega
felld, 52% voru á móti en 48% með
og munaði aðeins tveimur atkvæð-
um. Á Húsavík sögðu 89% já við
sameiningu enn 11% nei, en þar var
kosningaþátttaka langminnst eða
Tveir tímamótasamningar voru
undirritaðir fyrir helgina á
Skriðuklaustri og fjalla báðir um
menningarmál á Austurlandi. Þar
var um að ræða samning miUi
Menningarráðs Austurlands og
Gunnarsstofnunar um þjónustu
hinnar síðamefndu við menningar-
starfsemi á Austurlandi. Þar er gert
ráð fyrir að Gunnarsstofnun taki að
sér verklegar framkvæmdir og dag-
legan rekstur á vegum ráðsins og
felur samningurinn einnig í sér að
ráðinn verði starfsmaður til að ann-
ast þessi mál. Fyrir þessa þjónustu
greiðir Menningarráð 5,5 milljónir
króna á ári af því framlagi sem það
fær af fjárlögum skv. samningi við
menntamálaráðuneytið.
Einnig var undirritaður samning-
ur milli Gunnarsstofnunar og
menntamálaráðuneytis um fjárlög
44,4%. í Reykjahreppi sögðu 72% já
við sameiningu en 28% nei.
Hræösla við Húsvíkinga
Reinhard var spurður að því
hvort ein skýringin á þessari greini-
legu höfnun um sameiningu sé að
íbúar dreiíbýlisins óttist að Húsvik-
ingar yrðu of mikið ráðandi í þessu
samstarfi?
„Það virðist vera. Það sem kom
fram í umræðunni á kynningar-
fundunum hjá þeim sem voru nei-
kvæðir, var að menn voru fyrst og
fremst hræddir um að Húsvíkingar
myndu ráða og stjórna öllu. Það
virðist ótrúlega mikið bil á milli
dreiíbýlisins og þéttbýlisins og það
kom mér mjög á óvart. Ég hélt að
og gagnkvæmar skyldur, sem trygg-
ir starfsemi stofnunarinnar næstu
þrjú ár. í þessum samningi er gert
ráð fyrir 10,6 milljóna króna fram-
lagi á fjárlögum ár hvert, en einnig
að hún hafi tvær milljónir í sértekj-
ur á ári. í samningnum er gert ráð
fyrir að gestum staðarins fjölgi um
15% á ári, en þeir voru 4000 á árinu
2000. Bætt verði við gisti- og vinnu-
aðstöðu fyrir tvo fræðimenn eða
listamenn til viðbótar, auk þess sem
stefnt er að hámarksnýtingu á
þeirri íbúð sem fyrir er. Þá er efnt
árlega til málþings um íslenskar
bókmenntir eða austfirsk fræði, svo
og komið upp heildstæðu safni rita
eftir Gunnar Gunnarsson. Haldnar
verði átta sýningar eða menningar-
viðburðir á ári, komið upp heima-
síðu á fjórum tungumálum og útbú-
ið kynningarefni um stofnunina.
það væru meiri tengsl og meiri
skilningur milli þéttbýlis og dreif-
býlis en raunin virðist vera“.
- Er þessi niðurstaða ekki svana-
söngur sameiningartilrauna á þessu
svæði um ófyrirséða framtíð?
„Ég veit það ekki. Sveitarstjórnir
Húsavíkur og Reykjahrepps munu
væntanlega velta þvi fyrir sér hvort
ástæða sé að bregðast við þeim vilja
um sameiningu sem kom fram í
þessum sveitarfélögum og athuga
hvort hann sé eins ef um samein-
ingu þessara tveggja sveitarfélaga
væri að ræða. Að öðru leyti sé ég
ekki flöt á því fyrir sveitarfélagið
Húsavík að hafa frumkvæði að sam-
einingarviðræðum hér á svæðinu í
nánustu framtíð". -gk
Það var að skilja á ræðu Björns
Bjarnasonar menntamálaráðherra
við undirritun samninganna að
hann teldi frumkvæði Austfirðinga
einstakt. Þessi farvegur væri mjög
til eftirbreytni og Austfirðingar í
forystuhlutverki hvað þessi málefni
varðar.
Gunnarsstofnun hefur fjölþætt
hlutverk í menningarmálum, en
eins og kunnugt er ánöfnuðu Gunn-
ar Gunnarsson og Franzisca Gunn-
arson húsinu að Skriðuklaustri til
íslenska ríkisins 11. desember 1948.
Hlutverk hennar var skilgreint í
lögum 1997, en hún hefur verið
starfrækt sem menningarmiðstöð
frá 1999 og staðið fyrir fjölbreyttum
viðburðum á sviði lista og menning-
ar, auk þess að reka lista- og fræði-
mannsíbúð á Skriðuklaustri.
-FBH
DV-MYND FJÖLNIR BJÖRN HLYNSSON
Hátíöisdagur á Skriöuklaustri
Þaö var hátíö í bæ þegar menntamálaráöherra heimsótti Skriöuklaustur og undirritaöi þar tímamótasamninga. Hér
eru þeir Gísli Sverrir Árnason, formaöur Menningarráös Austurlands, Björn Bjarnason menntamátaráöherra, Skúli
Björn Gunnarsson, forstööumaöur Gunnarsstofnunar, og Helgi Gíslason, stjórnarformaöur Gunnarsstofnunar.
Austurland:
Milljónir í menninguna
Umsjón: Gyifi Kristjánsson
netfang: gylfik@dv.is
Árni hinn ábyrgi
Það hefur veið nóg að gera hjá
Árna M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra að undanfórnu. Hann hélt
m.a. erindi á jafnréttisráðstefnu í
Kaupmannahöfn,
og daginn eftir
var hann mættur
á þing Norður-
landaráðs þar sem
hann Qallaði um ]
niðurstöðu FAO-
ráðstefnunnar á ís-
landi. Ámi verður I
að teljast hafa ver-'
ið geysilega ábyrgur í málflutningi
sínum á þessum ráðstefnum því er-
indi hans á jafnréttisráðstefnunni
nefndist „Ábyrgir feður og hið nýja
fæðingarorlof karla á íslandi" og á
hinni ráðstefnunni fjallaði hann um
„ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjáv-
ar“. Á vefsíðunni Interseafood.com
voru þeir að velta því fyrir sér
hvort sjávarútvegsráðherra hygðist
bæta um betur í ábyrgðarhlutverk-
inu með því að auka við ufsakvót-
ann, en á því hefur ekki bólað enn
sem komið er a.m.k.
Keflvíkingar fara...
Margir hafa haft orð á að grein-
ing Byggðastofnunar á ýmsum mál-
um er varða byggðarlögin á íslandi
og gefin yar út í sérstakri skýrslu
hafi verið
skondin á
margan
hátt, svo
ekki sé
meira sagt,
og reyndar
hefur marga sett hljóða við lestur-
inn. Við skulum hér nefna nokkur
dæmi úr skýrslunni: „Akureyri er
stærsti bær landsbyggðarinnar". -
„Háskólinn (á Akureyri) er mikO-
vægt atvinnufyrirtæki". - „Húsavík
er miðsvæðis í Þingeyjarsýslum". -
„Margar verslanir eru í bænum
(Egilsstaðir)“. - „Keflvíkingar fara
mikið til útlanda". - Þetta síðasta er
sérstaklega fróðlegt og enn fróðlegra
hefði verið að fá að vita hvort Kefl-
víkingar fara mikið til útlanda
vegna þess að ferðatíminn er styttri
en hjá öðrum íslendingum!
Orkuveita í útgerð?
Sagt er að sjálfstæðismenn í
Reykjavík nái vart upp i nef sér af
bræði yfir framgöngu Alfreðs Þor-
steinssonar framsóknarmanns.
Hafa Guðlaugur
Þór Þórðarson,
Júlíus Vifill
Ingvarsson og
fleiri gagnrýnt
harðlega meint
bruðl vegna
Línu.Nets. Alfreð
varpaði þá fram
nýrri bombu sern
er að selja helsta minnismerkið frá
borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar,
sjálfa Perluna. Þetta fanns Gulla og
Júlla frekar lélegur brandari og það
fannst Davíð reyndar líka. í heita
pottinum gera menn nú hreinlega
ráð fyrir fellibyl t samskiptum þess-
ara heiðursmanna. Alfreð viðrar
nýjustu uppfitjun á prjónum Orku-
veitunnar, nefnilega risarækju- og
þorskeldi í stórum stíl. Þá er ekkert
eftir nema sækja um kvóta til Árna
M. Mathiesen...
Hér lifir frelsið...
Mikið hefur verið rætt um útlit
Smáralindar undanfarið og sýnist
sitt hverjum um „dónalegt" sköpu-
lag glæsihallarinnar. í heita pottin-
um er þetta
sköpulag að
sjálfsögðu
rætt eins og
allt annað
sem máli
skiptir en þar sagðist einn pottverja
hafa heyrt unglinga tala um að
„fara í liminn" þegar leiðin átti að
liggja í Smáralind. Og í þennan dálk
barst eftirfarandi vísa „utan úr bæ“:
Lindin Smára liminn ber
létt á sínu baki,
strýkur golan stæltan hér
stólpagrip á þaki.