Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Blaðsíða 13
13
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001
Rými uppfullt með efa
Kristján Guðmundsson: Rautt málverk með tæru útsýni (2000)
„ Verk Kristjáns geta staðið fyrir allt sólkerfið ef svo ber undir. “
Ef einhverjum
þykir komið
tómahljóð í list-
ina og sjálfum-
gleði í listamenn-
ina, og fáfengi-
leikinn sé á góðri
leið að kæfa allt
sem heitir skap-
andi hugsun í ís-
lenskri myndlist,
ættu þeir hinir
sömu að skunda
á yfirlitssýningu
Kristjáns Guð-
mundssonar á
Kjarvalsstöðum til að fá bæði innblástur og yfir-
halningu á innviðum hugans.
Óhætt er að segja að Kristján sé svarti sauður-
inn í íslenskri samtímamyndlist. Allt frá 1970, þeg-
ar hann reisti vörðu úr hveitibrauðum á Skóla-
vörðuholti, hefur hann hneykslað sitt heimafólk
með reglulegu millibili. Straubrettið hans frá 1969,
nú i Listasafni íslands, hleypir illu blóði í kver-
úlanta í hvert sinn sem það er dregið fram, og þeg-
ar sjálfskipaðir málsvarar hinnar „sönnu“ mynd-
listar þurfa að berja á því sem nefnt hefur verið ný-
list, er Kristján umsvifalaust nefndur til sögunnar.
Merkilegt nokk hefur listamaðurinn einnig eignast
öfundarmenn meðal yngstu kynslóðar myndlistar-
manna, sem sjá ofsjónum yfir þeim styrkjum og
starfslaunum sem hann hefur hlotið um dagana.
En hafi menn gaumgæft sýningu Kristjáns að
Kjarvalsstöðum og glæsilegt rit sem henni fylgir og
séu reiðubúnir að stjórnast af upplýstu hyggjuviti
og sanngirni, hljóta þeir að komast að þeirri niður-
stöðu að Kristján sé meðal allra frjóustu og frum-
legustu listamanna sem við höfum eignast hin síð-
ari ár.
Meira á spýtunni
En hvers konar listamaður er Kristján? Kannski
skiptir það ekki máli, svo fremi sem verk hans
hreyfa við þeim sem umgangast þau. Þó er athygl-
isvert að eldri kynslóð hefur deilt á Kristján á þeim
forsendum að verk hans séu alls ekki myndlist,
heldur framlenging á bókmenntum eða heimspeki.
Tónlist
Sem er ekki verri útgangspunktur en hvað annað.
Eða ætla menn að halda því fram að bókmenntir
hafi ekki skipt Einar Jónsson máli? Eða þá að for-
sendur strangflatalistarinnar íslensku séu ekki
heimspekilegar?
Myndiist
Sjálfur hefur Kristján ekki gengist við þeim
tveimur einkunnum sem oftast hafa verið notaðar
í tengslum við verk hans, „hugmyndaiist" og
„naumhyggja", þótt hann afneiti þeim ekki alfarið.
Hin eina og sanna hugmyndalist, eins og þeir
Weiner, Kosuth, LeWitt og Nauman skilgreina
hana, fjallar fyrst og síöast um eðli sjálfrar listar-
innar. Að sönnu fer Kristján jafn sparlega með efni
og þessir herramenn, en það hangir miklu meira á
spýtunni hjá honum. Eins og Ólafur Gíslason segir
í nýju bókinni endurspegla verk hans frá fyrstu tíð
„tíðarandann", „samfélagsveruleika" og ýmis
heimspekileg umræðuefni í samtímanum. Af sömu
ástæðu eru verk Kristjáns ekki naumhyggja á la
Judd eða Morris sem töldu að efni og form ættu
ekki að standa fyrir annað en þau væru. Verk
Kristjáns geta staðið fyrir allt sólkerfið ef svo ber
undir.
Bókmenningin
Mér hefur ævinlega fundist réttlætanlegt að líta
á verk Kristjáns sem mótsstað íslenskrar bók-
menningar og konkretlistar, og hef þá í huga upp-
skrift Ians Hamilton Finlay að konkret ljóðinu:
„Eftirlíking hins reglulega í rými sem er uppfullt
með efa.“
Skáld og sagnaþulir standa að Kristjáni, skáld
voru heimagangar hjá foreldrum hans, þ. á m. Karl
Dunganon sem bjó sér til „alternatífa" veröld í
tungumálinu. Konkret ljóðlistinni kynnist Kristján
gegnum Dieter Roth, og fyrstu myndverk hans,
sýnd á Mokka árið 1968, byggðust á samspili orða
og mynda. Framhaldið þekkja allir: ljóðin og leik-
þættina i „Performables", bókmenntavísanir blóð-
mörskeppanna frægu, fyrstu bókverkin og öll verk-
in um mörk skriftar og teikningar sem fylgdu í
kjölfarið. Það er nánast sama hvar drepið er niður
á ferli Kristjáns, alls staðar eru vísanir til hins sér-
kennilega samspils máls og myndar sem gegnsýrir
tilveru okkar frá vöggu til grafar. Og svo ég umorði
eiiítið það sem Ólafur Gíslason segir í niðurlagi
greinar sinnar, þetta samspil - eða tóm - fyllir
Kristján „áleitinni merkingu sem er ekki bara af
frumspekilegum toga, heldur endurspeglar líka
með áleitnum hætti... samtíma okkar sem er ofur-
seldur skrúðmælginni í ríkara mæli en dæmi eru
um í sögunni.“
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýning Kristjáns stendur til 11. nóv. Kjarvalsstaðir eru
opnir alla daga kl. 10-17 og til kl. 19 á miðv. Bókin
Kristján Guðmundsson er gefin út af Máli og menn-
ingu. Auk fjölda litmynda af verkum hans er þar ævilýs-
ing hans eftir Sólveigu Nikulásdóttur og grein um list
hans eftir Ólaf Gíslason. Allur texti er bæði á íslensku
og ensku.
Stórgóðir Stórsveitartónleikar
- en hvar í fjáranum var allt djassáhugafólkið?
Það fer ekki á milli mála, Stórsveit Reykjavíkur
er ein af bestu sveitum sinnar tegundar 1 Evrópu.
Frammistaða sveitarinnar á tónleikum sl. miðviku-
dagskvöld í Kaffileikhúsinu sannaði það ótvírætt.
Aðstaðan í leikhúsinu er þannig að hljómur sveit-
arinnar var eins og best verður á kosið. Þetta er í
fyrsta sinn að mér finnst hljómburður hafi verið
réttur fyrir leik sveitarinnar, enda spiluðu
drengirnir vel.
Hljómsveitarstjórinn og útsetjarinn Greg Hopk-
ins var gestastjórnandi Stórsveitarinnar að þessu
sinni. Greg er „gamall refur“ í bransanum, m.a. lék
hann á sínum tíma með Woody Herman-hjörðinni,
t.d. á frægum uppákomum á Metropole í New York
borg þar sem Woody raðaði snillingum sínum í ein-
falda röð fyrir ofan barinn og bæði söng og skamm-
aðist á meðan á tónleikunum stóð. En það er önn-
ur saga,
Stórsveitarútsetningar Hopkins eru margar
hverjar heimsþekktar í djassheiminum enda fékk
hann eldskírn sína sem útsetjari hjá Buddy Rich-
bandinu. Greg Hopkins er þar að auki aíhragðsgóð-
ur trompet- og flygilhornleikari og kom skemmti-
lega á óvart í einleik, m.a. í Shades of Jade eftir Joe
Henderson. Fallegur tónn og ljóðrænar línur.
Hopkins er einn af heppilegustu hljómsveitar-
stjórum sem sveitin getur fengið til liðs við sig.
Hann er ekki einungis frábær stjórnandi heldur
býr hann yfir óvenjumikilli reynslu í vinnu með og
fyrir þekktustu stórsveitir djasssögunnar. Þá hefur
hann það líka umfram aðra, að sem kennari og
hljómsveitarstjóri í Berkleetónlistarskólanum í
Boston þekkir hann spilamennsku og getu all-
margra íslenskra djassleikara sem sumir hverjir
leika í stórsveitinni.
Á efnisskrá tónleikanna voru útsetningar Woody
Herman stórsveitanna í meirihluta, enda eru þær
ekki af verri endanum. Undirritaður hefur heyrt
marga stórsveitina spreyta sig á þessum verkum
með vægast sagt misjöfnum árangri, en sveitin lék
Herman eins og þetta allt hefði verið samið og út-
sett með félaga Stórsveitar Reykjavíkur I huga!
Meira að segja tókst söxunum að skila samleiknum
i Early Autumn á frískan hátt sem sýndi okkur að
það er hægt að spila þessa „gömlu lummu“ án þess
að vera eftirlíking á hinni þekktu upptöku Herm-
an-hjarðarinnar með „the Four Brothers" - Getz,
Sims, Stewart og Chaloff.
Einleikarar sveitarinnar stóðu sig allir mjög vel
en útsetningar Herman-hjarðanna voru sjaldnast
Hinn frábæri stjórnandi, Greg Hopkins
Þekkir spilamennsku og getu allmargra íslenskra
djasslelkara sem sumir leika í Stórsveitinni.
hannaðar fyrir einleikara. Nokkrir taktar á mann,
ef svo mætti taka til orða. Woody lagði því meiri
áherslu á samleik og hljóm hjarða sinna, var t.d.
oftast með fjóra tenórista í framlínunni! En ég verð
að minnast á píanóleikarann Ástvald Traustason
sem gerði fáum nótum sínum ákaflega falleg skil í
Autumn. Ástvaldur var eini félagi stórsveitarinnar
á miðvikudagskvöldið sem ekki fékk að njóta sín.
Það er hljómsveitinni til vansæmdar að hafa ekki
frambærilegt píanó á tónleikum sem þessum. Eig-
um við ef til vill von á því að Jóhann trommuleik-
ari verði að sætta sig við pottlok í stað symbala á
næstu tónleikum í Ráðhúsinu?
Stórsveitin er stórfln hljómsveit sem á enga jafn-
ingja á Norðurlöndunum (ef frá er talin Stórsveit
danska ríkisútvarpsins) og fáa jafningja í Evrópu.
Listahátíð næsta vor virðist ekki gera ráð fyrir
neinum djasstónleikum en upplagt væri að fá Stór-
sveit Reykjavíkur til að leika Buddy Rich-efni und-
ir stjórn Rich-útsetjarans Greg Hopkins og með
frægum erlendum gesti i hlutverki Buddy heitins
Rich.
Ólafur Stephensen
Stórsveit Reykjavíkur: Tónleikar í Kafflileikhúsinu miöv.
31.10. 2001. Stjórnandi: Greg Hopkins.
Mikilvægi margra lita
í þessa tíð voru engin lönd fegurri en Frakk-
land. Og borgir ekki í móð nema þær stæðu við
Signu. Sótti þangað meir og meir. í sjálft litríkið.
Og drakk í mig lystisemdir lífsins, hvort heldur
setið var á skáldlegum kaffihúsum, gleypt í sig
þegjandi bóksölur eða vafrað var deymandi fót-
um um frýnileg listasöfn. Með hökuna vel yflr
eigin höfði og huga sinn opinn upp á gátt. Þannig
var auðlifað.
Og þannig getur maður verið upp úr hvítum
kolli menntaskólans, eins og farandgámur að
fylla sig af heimi.
Og þarna stóð ég í mars. Kominn inn úr hlið-
arstræti og færði hökuna hærra til himins. Þar
var það loks í allri sinni úthverfu, sjálft safniö
hans Pompidou. Seint sagt fallegasta hús í heimi,
en þess heldur að það róti upp í heilahvelunum.
Gekk um salina eins og gætinn maður í leit að
listinni, þessari einu sönnu sem svíkur ekki
heldur tryggir manni eilift hrif og næmi. Kom
þar að þar sem ógnarstórar myndir fylltu salina
afgerandi litum. Settist niður og undraðist.
Starði. Klein hét hann og heitir sjálfsagt enn.
Málari sem kaus að hafa myndir sínar einlitar.
Það er vissulega sjónarmið, en svolítið einhæft
ásýndar, álengdar. Sat samt góða stund innan
um þessa risavöxnu fleka af alheimslistinni á
Pompidou. Og reyndi að hrífast, lagði mig fram
við að gagntaka geð mitt og sál. Myndirnar sjálf-
sagt í góðum stofustærðum að flatarmáli, en
hver með sinn eina og einbera lit. Tuttugu og
fimm fermetra gul. Tuttugu og fimm fermetra
rauð. Og tuttugu og fimm fermetra blá. Ekkert
annað á hverri mynd, aðeins æpandi flötur af
einum tóni, einum blæ, einni hugsun.
Nokkru síðar stóð ég upp á tók rúllustigann
niður og út í lífið á bökkum Signu. Og fannst það
marglitara en nokkru sinni. -SER
___________________Menning
Umsjón: Síija A&alsieinsdóttir
Án titils og
tölvuleikir
í dag kl. 12.30 flyt-
ur Einar Garibaldi
Eiríksson opinn fyr-
irlestur í Listahá-
skóla íslands, Laug-
arnesvegi 91, stofu
024. Einar er mynd-
listarmaður og pró-
fessor við LHÍ og fyr-
irlesturinn nefnir
hann: Án titils - mál-
verk.
Á sama tíma á miðvikudaginn flytur
Skúlína Kjartansdóttir, myndlistarmað-
ur og hönnuður, fyrirlestur i LHÍ, Skip-
holti 1, stofu 113. Skúlína vann lengi hjá
tölvuleikjafyrirtækinu Studio 33 Ltd í
Liverpool þar sem hún tók þátt í fram-
leiðslu fjölda leikja, svo sem Play-
station-leikjanna Newman Haas Racing
og Formula 1. Fyrirlesturinn fjallar um
þróun og hönnunarferli tölvuleikja,
helstu meginflokka þeirra, tækniheim-
inn og iðnaðarumhverfið sem þeir
spretta úr.
Hvenær urðu íslend-
ingar pólitísk þjóð?
Á morgun kl. 12.05
heldur Gunnar
Karlsson sagnfræð-
ingur fyrirlesturinn
„Hvenær urðu ís-
lendingar pólitísk
þjóð?“ í Norræna
húsinu. Fundurinn
er opinn öllu áhuga-
fólki um sögu og
menningu.
Allir eru sammála um að íslendingar
hafi lifað öldum saman undir stjórn
danska konungsvaldsins án þess að
sýna teljandi vott af óánægju með það.
Eins er viðurkennt að á áratugunum
1830-50 urðu flestir íslenskir stúdentar
og menntamenn í Kaupmannahöfn
sannfærðir um að íslendingar þyrftu að
fá mikla sjálfstjóm í þvi lýðræðissamfé-
lagi sem var að skapast í Danaveldi. En
hvenær tók íslenskur almenningur upp
þá skoðun að mikilvægt væri fyrir þjóð-
ina að verða sjálfstæð? 1 fyrirlestrinum
verður málið reifað og leitað svara.
Námskeiö
Á námskeiðinu „Ítalía, Island, Japan
- þrjú eldfjallalönd“, sem hefst 12. nóv.,
fjallar Halldór Ásgeirsson myndlistar-
maður um þrjá staði þar sem hann hef-
ur starfað og sýnt list sína á þessu ári.
Sýndar verða litskyggnur og mynd-
bandsupptökur af tilurð og endanlegri
gerð myndverka hans í þessum þremur
ólíku eldfjallalöndum. Kennt verður í
LHÍ, Skipholti 1, stofu 113.
Kennd verða undirstöðuatriði um-
brots í QuarkXPress umbrotsforritinu á
grunnnámskeiði í umbroti prentgripa
sem hefst 19. nóv. Kennt verður að setja
upp bæklinga og fréttablöð, unnið með
leturbreytingar og liti, myndir og upp-
setningar. Kennari er Margrét Rósa Sig-
urðardóttir prentsmiður og kennt verð-
ur í tölvuveri LHÍ, stofu 301, Skipholti 1.
Jón Kalman til
Þýskalands
I vikunni var geng-
ið frá útgáfusamn-
ingi við þýska stór-
forlagið Bastei-Lúbbe
um bók Jóns Kalm-
ans Stefánssonar,
Birtan á fjöllunum,
sem er þriðja og síð-
asta bókin í rómuð-
um þríleik hans. Hin-
ar fyrri voru Skurðir
í rigningu og Sumarið bak við brekkuna
og saman segja þær frá sambýli sér-
kennilegra sveitunga í dal vestur á
landi. Skurðir í rígningu var tilnefnd til
Menningarverðlauna DV og Sumarið
bak við brekkuna fékk tilnefningu til
bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í
fyrra. í sumar komu fyrri bækurnar í
þríleiknum út á þýsku i einu bindi sem
Þjóðverjar tóku opnum örmum. Á fyrstu
þremur mánuðunum seldist bókin í
nærri 6000 eintökum sem þykir mjög
góð sala á þýddri skáldsögu eftir óþekkt-
an höfund.
Jón Kalman var einmitt að gefa út
nýja skáldsögu hjá Bjarti, Ýmislegt um
risafurur og tímann. Þar fer tíu ára
söguhetja til Noregs og eyðir löngu út-
lensku sumri hjá afa sínum og ömmu
meðan ævintýrin suða í loftinu.