Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 DV Fréttir Friöþjófur Helgason myndatökumaður og brottkastið: Neitar sýslumanni um fréttaspólurnar DV-MYND E.ÓL Spólurnar ekki falar Friöþjófur Flelgason, myndatöku-maöur Sjónvarpsins, neitar aö sýna yfirvöldum óklipptar upptökur af brottkasti. „Sýslumaðurinn spurði hvort hann fengi að sjá upptökurnar af sjónum en ég neitaði og vísaði á fréttastofu Sjónvarpsins. Sýslumaður fær að sjá það sama og þjóðin,“ segir Friðþjófur Helgason myndatökumað- ur sem tók umtalaðar myndir af brottkasti frá bátunum Báru frá Þor- lákshöfn og Bjarma frá Tálknafirði. Friðþjófur starfar sjálfstætt sem og Magnús Þór Hafsteinsson fréttamað- ur. Saman fóru þeir í þrjá róðra með umræddum bátum og leyfðu Sjón- varpinu að birta valda kafla úr upp- tökunum þar sem sjá má að fiski er í stórum stíl fleygt í sjóinn. Með þeim félögum í för var Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður ísfirð- inga, hafði samband símleiðis við Friðþjóf í fyrradag og óskaði eftir óstyttri útgáfu af upptökunum á sjón- um en fékk neitun. Samkvæmt heim- ildum DV er á spólunum að fmna enn frekari myndir af brottkasti auk þess að heyra má menn úr áhöfnum bátanna ræða saman. Viðbúið er að sýslumaðurinn gangi enn frekar eftir spólunum en Friðþjófur situr fast við sinn keip: „Ég lofaði umræddum skipstjórum að einungis yrðu birtir þeir kaflar sem sýndir voru í Sjón- varpinu. Við það stend ég.“ Sigurður Marinósson á Báru sagði við DV að hann samþykkti ekki að myndir sem teknar voru um borð í hans báti yrðu sýndar í heild sinni. „Það kemur ekki til greina," sagði hann. Hvorki Sigurður né Níels á Bjarma hafa enn verið yfirheyrðir. Sýslumaðurinn á ísafirði bíður þess að Bjarmi komi inn til Flateyrar svo hægt verði að yfirheyra skipstjór- ann og áhöfnina. En Niels skipstjóri hefur haldið sig utan lögsagnarum- dæmis sýslumanns ísfirðinga. Hann kom í land á Tálknafirði í gær og fyrrakvöld án þess að yfirvöld hefðu af honum afskipti. Sjálfur segir Níels að það sé ekki Ólafs Helga að rannsaka sitt mál heldur sýslumannsins á Pat- reksfirði. Þar virðist tekist á um hvort búseta brotlegra eða vettvangur brott- kastsins eigi að ráða en Níels segist ekki í neinum vafa um að sýslumaður- inn á ísafirði hafi ekki lögsögu yfir sér. „Hann er bara eitthvað bilaður, þessi maður, þetta skip tilheyrir ekkert um- dæminu á ísafirði," sagði Níels í sam- tali við DV í gær þar sem hann var staddur úti á sjó. Mál Sigurðar á Báru heyrir undir sýslumann á Selfossi eftir því sem næst verður komist en það embætti hefur enn ekkert að- hafst. Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri lýsti því fyrir helgi að brottkasts- málið yrði rannsakað en samkvæmt heimildum DV hefur enginn fjöl- miðlamannanna verið kallaður fyr- ir. Landhelgisgæslan hefur haft afskipti af fiskibátnum Bjarma frá Tálknafirði. Níels Ársælsson skipstjóri viðurkenndi í samtali við DV á mánudag að hann hefði framið „svakalegt lögbrot" með brottkasti og sagðist eiga von á hand- töku. Hann segir að Landhelgisgæslan hafi komið um borð hjá sér í fyrradag en ekkert athugavert fundið. Veiðar- færi og samsetning aflans hafi verið skoðuð án athugasemda. Samkvæmt háttsettum starfsmanni innan sjávarútvegsráðuneytisins eru vísbendingar uppi um að sókn kvóta- lausra báta hafi stóraukist í kjölfar Valdimarsdómsins svokallaða. „Mergur málsins er einfaldlega sá að það eru alltof litlar veiðiheimildir fyrir alltof stóran flota,“ sagði Níels sem sjálfur er með 400 tonna kvóta. -rt/BÞ Útlendingur með tvö nöfn dæmdur fyrir stórfelld fjársvik Breskur rikisborgari af nígerísk- um uppruna sem ber tvö nöfn, Reg- inald Mafemi og Gregory Bazunu, var í gær dæmdur i 20 mánaða fang- elsi fyrir fjársvik og skjalafals upp á 5,3 milljónir króna. Hann var einnig dæmdur til að þola upptöku á ýmsum lúsuxvarn- ingi sem hann sveik út úr ýmsum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæöinu og í Leifsstöð. Maðurinn hafði notað falsaðar eftirlíkingar af 16 kreditkortum i þremur ferðum sínum hingað til lands í ágúst og september. í síðustu ferðinni var hann handtekinn eftir að athugull starfsmaður Flugleiða sá að nafn mannsins á farseðli sem hann var að kaupa, til að geta kom- ið aftur til íslands síðar, stemmdi ekki við nafn hans i vegabréfi. Við handtöku var maðurinn með 15 þús- und Bandaríkjadali á sér, um eina og hálfa milljón íslenskra króna. Þegar málið var rannsakað komu milljónasvik í ljós og einnig var hald lagt á þrjár fullar töskur af verðmætum vörum. Þannig hafði maðurinn náð að svíkja hundruð þúsunda króna út úr bönkum í nokkur skipti. Sakborningurinn, sem setið hefur . á Litla-Hrauni frá því í september, var dæmdur til að greiða Kredit- kortum hf. rúma milljón króna í skaðabætur. Maðurinn, sem viður- kenndi allt sem honum var gefið að sök, hefur ekki ákveðið hvort hann áfrýjar niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar. Það var ríkislögreglu- stjóri sem ákærði og sótti málið fyr- ir dómi. -Ótt Sléttbakur EA: Brúin í rúst Mikil mildi er að ekki varð mann- tjón þegar Sléttbakur EA-4, frystiskip Útgerðarfélags Akureyringa, fékk á sig brotsjó um klukkan hálffimm að morgni síðastliðins laugardags þar sem hann var staddur á Deildar- grunni. Þrjár rúður í brú skipsins splundruðust og á svipstundu flæddi sjór um allt og eyðilagði innréttingar og tækjabúnað. Ljóst er að tjónið skiptir mörgum mOljónum króna. ívan G.N. Brynjarsson skipstjóri var ekki á stjórnpalli þegar brotsjórinn skall á skipinu. Hann segir mikla mildi að stýrimaðurinn skyldi sleppa. „Þegar brotið reið svo yfir fór ekkert á milli mála hvað hafði gerst, höggið var svo gríðarlegt. Ég hljóp strax upp í brú og sjórinn kom á móti mér niður stigann. Þegar ég opnaði inn í brú var þar allt gjörsam- lega í rúst.“ í kjölfar þessa óhapps var Sléttbak siglt inn á Isaíjarðardjúp í fylgd Höfrungs AK. ívan áætlar að þetta óhapp muni tefja skipið frá veiðum í 10-14 daga. -gk DV-MYND JGR Bíó hverfur Veriö er aö rífa Hafnarfjaröarbíó. Hafnarfjarðar- bíó rifið í gærkvöld var hafist handa við að rífa gamla Hafnaríjarðarbíó en hús- næðið hefur fyrir nokkru lokið hlut- verki sinu og staðið autt. Unnið verð- ur að niöurrifi hússins næstu daga. Fyrirhugað er að byggð verði tengi- bygging yfir í verslunarmiðstöðina Fjörð sem þannig tengist þá Strand- götunni. Fyrir liggur umsókn um hót- elrekstur í þeirri byggingu. Óljóst er hvenær þessar framkvæmdir hefjast en deiliskipulagi fyrir miðbæinn er lokið og ekkert því til fyrirstöðu að byggt verði á reitnum. Þangað til verður svæðið nýtt sem bílastæði í þágu verslunar, þjónustu og annarrar starfsemi í miðbæ Hafnarfjarðar. -DVÓ/JGR Veörið í kvöld ý. 8° tf 8) v# Afram hlýtt Suðvestan 13-18 m/s en hægari vindur sunnan til. Rigning og síðan skúrir en að mestu þurrt austanlands. Lægir mjög í kvöld. Áfram hlýtt í veðri. Sólargangur og sjávarföl! REYKJAVIK Sólarlag i kvöld 16.31 Sólarupprás á morgun 09.56 Siðdegisflóö 17.40 Árdegisflóð á morgun 06.06 Skýrlngar á veðurtáknum J’*-'-VINDATT HITI -10° '■VINDSTYRKUR 1 nwtrum á sðkúndu ri HEIOSKÍRT ! i -$> -$3 ^3 O £TTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ W W . W Iji RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA •Q h? ~\r = ÉUAGA^IGUR RRUMU- SKAF- ÞOKA VEOUR RENNINGUR Veðriö á morgun AKUREYRI 16.01 09.54 22.13 10.39 Vegir í góöu ásigkomulagi Þar sem hlýindi eru á landinu erú þjóðvegir allir í góöu ásigkomulagi. Fjallvegir eru færir, nema hvaö einstaka heiði telst lokuö, svo sem Þorskafjarðarheiöi og Tröllatunguheiði fyrir vestan. CZ3SNJÓR cssa ÞUNGFÆRT mbÓFÆRT Rigning vestan til Austan 8-13 meö norðurströndinni en annars suðlæg átt, 5-15 m/s, hvassast vestan til. Rigning, einkum á vestanveröu landinu, en úrkomuminna norðaustan til. Áfram hlýtt í veðri. Fostudagu J Hiti 3° til 8” *‘*W$ Vindun 13-18 mA Suðvestan 13-18 vestan tll en heldur hægari austan tll. Slydduél norðvestan til, skúrir sunnanlands en léttskýjað austanlands. Hiti 3 til 8 stig. mmms: Vindur: r 5—10 Vindun \ Hiti 5° tii 8° Hiti 5° til 9° W Útlit fyrir suölægar áttir, Suövestan 5-10, skúrir vætusamt sunnan- og sunnan- og vestanlands en vestanlands en annars annars skýjaö meö köflum. úrkomulítiö. Áfram milt í Hiti 5 til 9 stig. veöri. —0*3 AKUREYRI rigning 10 BERGSSTAÐIR rigning 11 BOLUNGARVÍK rigning 9 EGILSSTAÐIR léttskýjaö -8 KIRKJUBÆJARKL. súld 6 KEFLAVÍK súld 8 RAUFARHÖFN alskýjað 6 REYKJAVÍK rigning 8 STÓRHÖFÐI þoka 8 BERGEN léttskýjaö -3 HELSINKI , snjókoma -2 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 0 ÓSLÓ heiöskírt -3 STOKKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN alskýjað 6 ÞRÁNDHEIMUR snjóél 0 ALGARVE heiöskírt 14 AMSTERDAM léttskýjað 3 BARCELONA rigning 11 BERLÍN lágþoka -3 CHICAGO skýjaö 11 DUBLIN súld 4 HALIFAX heiöskírt -5 FRANKFURT rigning -2 HAMBORG lágþokublettir -3 JAN MAYEN alskýjaö -4 LONDON heiöskírt -1 LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL heiöskírt 0 NARSSARSSUAQ snjóél -0 NEWYORK heiöskírt 8 ORLANDO hálfskýjaö 8 PARÍS léttskýjaö 4 VÍN skýjað 2 WASHINGTON heiöskírt 2 WINNIPEG heiöskírt 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.