Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 24
36 í Tilvera MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 DV í f iö Perlur í Kristskirkju Lokatónleikar Tónlistardaga Dómkirkjunnar verða í Krists kirkju í Landakoti i kvöld og hefjast kl. 20.30. Þar verða flutt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Benjamin Britten, Knut Nystedt og J. S. bach. Flytjendur eru Dómkórinn í Reykjavik, Anna Sigríður Helgadóttir, Finnur Bjarnason og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Stjónandi er Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Leikhús ■ ELSA. LANGBRÓk ÓG LÁbY FISH Pars pro toto sýnir þrjú dansverk eftir Láru Stefándóttur í kvöld á stóra sviöi Þjóðleikhússlns kl. 20. Þau eru: Elsa, Langbrók og Lady Fish and Chips. Hljómsveitin Rússíbanar mun leika í Kristaissal. , Kabarett ■ ISLENSKI MARSINN I NORRÆNA HUSINU Kvnnine á norrænum dönsum verður í kvöld í Norræna húsinu. Enn er íslenski marsinn á dagskrá. Það er íslenska dansfræðafélagið sem að kynn- ingunni stendur. Hún hefst kl. 20. Fundir og fyrirlestrar Í BARNABÆKUR KYNNTÁR Börn og bækur og Síung munu standa að bókakaffi á Súfistanum 7 Máii og menningu I kvöld kl. 20. Lesið verður upp úr nýútkomnum barna- bókum, bæði íslenskum og þýddum. ■ MÁLFUNDUR ITC ITC deildin Melkorka heldur fund í Menningar- miöstööinni Gerðubergi í kvöld kl. 20. Stef fundarins er Æfingin f. skapar meistarann. Sértakur gestur fundarins er Zuilma Gabríela Sigurðardóttir lektor. ■ VITAR OG VITAREKSTUR Kristján Sveinsson sagnfræðingur heldur fyrirlestur í Sjóminjasafni íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, í kvöld kl. 20.30. Sá nefnist Vitar og vitarekstur á íslandi . ■ SKÓGRÆKT OG HEILBRIGðl Skógrækt er heilbrigöismál er yfirskrift myndasýningar og umræöna um allt í sambandi við ræktun sem fram fer í Deiglunni á Akureyri T kvöld. Fram koma Helgi Þórsson umhverfisfræðingur, Aðalsteinn Svanur Sigfússon myndlistamaður og Björgvin Steindórsson, forstöðumaður Lystigarösins á Akureyri. Dagskráin .. hefst kl. 20.30. ■ UM LEIKGERD KRISTNIHALDS Sveinn Einarsson leikhússfræðingur flytur erindi um leikgerð Kristnihalds undir jökli í Sögufélagshúsinu 7 Fischersundi 7 kvöld kl. 20.30. Sýningar ■ AHÆTTUATRIÐI I REIÐHÖLL í Sænska ofurhetjan Fredrik Hedman ætlar að halda sýningu á mótor- hjólaáhættuatriöum í kvöld kl. 20 7 Reiðhöllinni 7 Víöidal. ■ SJÓNARHORN. LÍFSMYNSTUR. SKOÐUN í GERÐARSAFNI Þriár myndlistarsýningar eru 7 Listasafni Kópavogs, Gerðarsafnl, um þessar mundir. Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn sýna nýleg þrívíddarverk í Austursal og kalla sýninguna Sjónarhorn. Lífsmynstur heitir málverkasýning Aðalheiðar Valgelrsdóttur 7 Vestursal og á neðri hæö sýnir Hrafnhildur Sigurðardóttlr lágmyndir og kallar sýninguna f Skoðun. Hinrik Ólafsson leikari lét gamlan draum rætast og fór á sjóinn: Manndómsvígsla í handónýtu kerfi Bjarmi frá Tálknafiröi Skipiö leikur stórt hlutverk í myndinni. Undanfarna daga hefur brottkast á fiski verið mikið í umræðunni eft- ir að skipstjórarnir Níels Ársælsson á Bjarma frá Tálknafirði og Sigurð- ur Magnúson á Bárunni viður- kenndu að hafa kastað undirmáls- fiski fyrir borð í mörg ár. Hinrik Ólafsson leikari lék skip- stjórann um borð í Bjarma í mynd- inni í faðmi hafsins sem frumsýnd verður í sjónvarpinu um páskana. í framhaldi af þeirri reynslu sótti hann um pláss sem háseti. Níels Ársælsson skipstjóri tók því vel og Hinrik hefur verið á sjónum síðan í haust. og Einar Oddur alþingismaður leikur þeim. Hagsmunaaðilarnir eru fastir í kerfinu og ég skil afstöðu þeirra mjög vel en þeir eru bara eitt pró- sent af þjóðinni. Það eru miklir pen- ingar í húfi og stór hluti þeirra er fluttur úr landi. Mér finnst einnig sorglegt hvað fólk virðist hafa lítinn áhuga á mál- inu, 90 prósent þjóðarinnar halda að sér komi þetta ekkert við og láta málið afskiptalaust og á meðan svo er komast menn upp með hvað sem er.“ Alveg sama þjóðfélag „Stór hluti þjóðarinnar býr í Reykjavik og lifir i öðrum veruleika en landsbyggðin og það er hættu- legt. Við lifum í alveg sama þjóðfé- lagi þar sem viðhorflð er: Þetta snertir mig ekki og það kemur mér ekki við. Menn hugsa bara um sjálf- an sig en ekki heildina. Það eru víða ótrúlega miklir möguleikar úti á landi svo framar- lega sem stöðunum er gefið tæki- færi á að dafna. íbúarnir úti á landi verða líka að breyta sínu viðhorfi og efla sjálfstraustið og hætta að vera með minnimáttarkennd gagn- vart Reykjavík." -Kip í faðmi hafsins „Bjarmi leikur stórt hlutverk í myndinni og ég leik skipstjórann um borð,“ segir Hinrik. „í stuttu máli fjallar myndin um ungan skip- stjóra sem er að fara að gifta sig. Hann er dugnaðarforkur og einn af bestu sonum þorpsins, brúðurin er aftur á móti aökomukona sem kem- ur undarlega fyrir í þorpinu. Hún hverfur á brúðkaupsnóttina og það hefst strax mikil leit.“ Þegar Hinrik er spurður hvort hún sé huldukona i álögum verður hann dularfullur á svipinn og neitar að tala meira um söguþráðinn í myndinni. I faðmi hafsins var tekin á einu og hálfu ári og gerist á öllum tímum ársins. Margrét Vilhjálmsdóttir leikur konuna sem hverfur, Hilmar Jónsson leikur stýrimanninn á bátnum og einn helsta makker skip- stjórans, Sólveig Elíasdóttir leikur systur skipstjórans og Einar Oddur alþingismaður leikur prestinn í þorpinu. Hinrik segir að myndin sé tekin á Flateyri og víðar á Vestfiörð- um. Leikstjórar eru Jóakim Reynis- son og Lýður Árnason. Manndómsvíxla „Meðan á tökum stóð vorum við meira og minna um borð í Bjarma Sjómaður dáðadrengur Hinrik Ólafsson leikari lék skipstjórann um borö í Bjarma í myndinni í faömi hafsins sem frumsýnd veröur í sjónvarpinu um páskana. 1 fram- haldi af þeirri reynslu sótti hann um pláss sem háseti og hefur veriö á sjónum síðan i haust. Handónýtt kerfi „Ég hef alltaf haft áhuga á kvótaumræðunni og í starfi mínu sem leiðsögumaður hef ég þurft að útskýra kerfið fyrir útlendingum. Það hefur gengið misjafnlega vegna þess að kerfið er mjög flókið. Mig langaði því að kynnast því nánar með svita og blóði til að geta sagt eitthvað af viti um það.“ Hinrik segist fljótlega hafa upp- götvaði að kerfið er handónýtt og virkar engan veginn sem skyldi. „Þeir sem skoða kerfið hlutlaust sjá gallana en þeir sem eiga hagsmuna að gæta líta einfaldlega fram hjá Brúðkaupið Margrét Vilhjálmsdóttir leikur konuna sem hverfur, Hinrik Ólafsson skipstjórann prestinn í þorpinu. og þar fékk ég smjörþefinn af sjó- mennskunni og langaði í meira. Báðir afar mínir voru sjómenn og annar þeirra sagði einhvem tíma við mig að ég yrði að fara á sjóinn til að teljast til manna. Orðin greyptust í barnsminnið og ég hef oft hugsað um þau. í mínum huga voru þeir hetjur og mér hefur alltaf fundist eins og ég yrði að prófa sjó- mennsku. Ég impraði á þessu við Níels skipstjóra og hann tók því vel og sagði mér að hringja í sig þegar ég hefði tíma. Ég réð mig á bátinn í haust, lét drauminn rætast og fór í manndómsvíxluna.“ Hinrik segir að sjómennska sé erfitt starf en bætir við að það sé líka erfitt að vera leikari. „Störfin eru lík að því leyti að maður veit ekki hvað maður fer út í á morgana né hvemig dagurinn endar.“ Smaladrengirnir - Strákapör ★★★ Sundurleitir söngvar Smaladrengjanna Smaladrengina skipa þeir Bragi Þór Valsson, Hugi Þórðarson, Óskar Þór Þráinsson og Daníel Brandur Sigurgeirsson. Þetta er fremur grínaktugur söngflokkur sem trú- lega er skemmtilegur á sviði. Fyrsta lag disksins er Smala- drengurinn eftir Skúla Halldórsson við ljóð Steingríms Thorsteinsson- ar. Þó það nú væri. Lagið berst fljót- lega í fremur stirða djasssveiflu. Flutningur Smaladrengjanna á Prestsvísum bætir ósköp litlu við útgáfu Ríó tríós forðum á sömu þvælu. Sólarlönd (Summer Holiday) er hreint ekki gott en betur tekst til með Whiskey on the Way sem er eft- ir Daniel. Hefðu fáir trúað að þar færi ekki írskt þjóðlag, svo kirfilega er kafað í þá hefðina. Afgangurinn samanstendur af álíka sundurleit- um söngvum, frumsamdri popp- og vísnamúsík sem er ekki sem verst og efni á borð við Cotton Fields þar sem Árni Johnsen syngur aðalrödd. Einnig eru hér sem betur fer nokkr- ir a cappella söngvar í stíl við King’s Singers og fleiri slika. Eru þeir ánægjulegasti partur disksins enda tekst Smaladrengjunum nokk- uð vel upp í þeim. Söngstíll þeirra hæfir ekki vel poppmúsík eða blús en betur vísna- músík og hefðbundnu efni. Undir- leikur er framinn af drengjunum og hjálparkokkum þeirra og fer þar Ragnar Öm Emilsson gítarleikari fremstur í flokki. En á nokkuð að taka þessa útgáfu hátiðlega? Þegar búið er að gefa út er alla vega kom- in nokkur alvara í spilið hvort sem menn viðurkenna það eða ekki. Vissulega er létt yfir söngvunum og misjafnlega eru þeir fyndnir en fátt er um þjóðlega drætti nema helst i nafhinu. Ingvar Þór Kormáksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.