Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 I>V Tilvera 35 Karl prins 53 ára Ríkiserfingi Breta- veldis, Prinee Charles eða Karl prins, eins og við köllum hann hér á Fróni, er afmælisbarn dagsins. Karl prins er umdeildur maður eins og allir vita, skildi við Díönu á sínum tíma og heldur við hina fráskildu Kamillu. Vilja margir meina að hann eigi að afsala sér erfða- titlinum og láta hann í hendurnar á syni sínum, Vilhjálmi, sem bræðir hjörtu stúlkna um þessar mundir. Þess má geta að Kalli prins heitir fullu nafni Prince Charles Philip Arthur George Windsor. Gildir fyrir fimmtudaginn 15. nóvember Vatnsberlnn (20. ian.-i8. febr.i: . Þú færð fréttir sem ' valda þér miklum heilabrotum. Ættingi þinn kemur verulega á óvart og sýnir á sér algjörlega nýja hlið. Fiskarnir (19. febr.-20. mars): Þú sýnir góðvild í garð Ifólks sem kann vel að meta það. Greiðvikni þin atlar þér vináttu persóiiu sem þér er mikið í mun að vingast við. Hrúturinn (21. mars-19. aoríll: rfV Gættu þess að láta yflrgangssama manneskju snúa á þig. Þú hefur átt í tölu- verðri baráttu undanfarið og verður að standa fast á þínu. Nautið (20. april-20. maíl: Þér flnnst vera til mik- , ils mælst af þér og þú ekki metinn að verð- leikum fyrir það sem þugérir. Vinur þinn segir þér eitt- hvað sem þér bregður við aö heyra. Tvíburamlr (21. maí-21. iúní): Þú prófar eitthvað sem 'þú hefur aldrei reynt áður og það verður til þess að þú sérð margt öðrum augum en áður. Þú ert hamingjusamur þessa dagana. Krabblnn (22. iúní-22. iúiíi: Spennandi timar eru | fram undan hjá þér og * þú kynnist nýju fólki. ___ Fjölskyldan gerir eitt- hvaSTkemmtilegt og þú nýtur þess að taka þátt í félagslífi. -5l Bíógagrtrýni Háskólabíó - Cradie Will Rock ★ ★★ List, pólitík og kreppa Cradle Will Rock er stjörnum skrýdd kvikmynd, gerð af Tim Robbins. Hún er einnig metnaðar- fullt verk um lífið og tilveruna í New York á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina, þegar kreppan stóð sem hæst. Við sögu koma fjöl- margar persónur sem margar hverj- ar voru áberandi í New York á þess- um árum. Orson Welles og Nelson Rockefeller skipa báðir stóran sess í myndinni og einnig koma við sögu stjórnmálamenn og listamenn sem áberandi voru á þessum árum, sum- ir mjög þekktir. Ein aukapersónan er William Randolph Hearts og er gaman að setja hann i samhengi við Orson Welles en eins og kunnugt er þá byggði Welles Citizen Kane á ævi fjölmiðlakóngsins. Þeir hittast þó aldrei í myndinni. Tim Robbins hefur gert eftir- minnilega kvikmynd sem byggist að mestu á sögulegum staðreyndum. Söngleikurinn Cradle Will Rock er pólitískur söngleikur sem féll ekki í kramið hjá þingmannanefnd sem sá um úthlutun á peningum til lista á kreppuárunum. Hann var skrifaður af Marc Blitzstein og Orson Welles setti hann á svið. Það átti að banna hann en Welles, sem þá var 21 árs, lét sér ekki segjast frekar en fyrr og síðar og þrammaði með allan leik- araskarann um götur Manhattan í annað leikhús þar sem leyfi hafði verið fengið fyrir sýningu á honum. Inn í þessa sögu er síðan blandað rimmu Nelsons Rockefellers við málarann Diego Rivera og dramat- ískri sögu sem gerist að mestu inn- an veggja kabaretthallar þar sem við kynnumst búktalaranum Tommy Crickshaw sem má muna sinn fifil fegri. Þetta er likast til sá hluti sem er eingöngu skáldskapur. Spuming er hvort ekki hefði mátt taka þennan hluta út í heilu lagi. Tim Robbins nær einstaklega vel að sameina það sem er satt og það sem er skáldskapur í heilsteypta kvikmynd um sköpunargleði, von og betra líf í iðandi hringiðu mann- lifs sem aðeins fyrirfinnst í iðandi stórborgarlífi. Það má vera að Cra- dle Will Rock sé ekki eins aðgengi- leg og Bob Roberts og Dead Man Walking, fyrri myndir Tims Robb- ins, en hún er samt besta leikstjórn- arvérk hans. Það þarf mikla kunn- áttu og fagmennsku til að ná utan um allan þann fjölda persóna sem standa í ólíkum sporum og gera spennandi og góða kvikmynd. Hilmar Karlsson Leikstjóri og handritshöfundur: Tim Robbins, Jean-Yves Coffier. Tónlist: Dav- id Robbins. Lög: Marc Blitzstein. Leikar- ar: Emily Watson, Hank Azaria, John Turt- urro, John Cusack, Joan Cusack, Susan Sarandon, Angus Macfadyen, Cary Elwes, Ruben Blades, Bill Murray. I leit að vinnu Emely Watson leikur leikkonu sem Orson Welles gefur tsekifæri. Liónið (23. iúli- 22. áeústl: Þú ættir að eyða meiri tíma með fjölskyld- unni. Hugleiddu ráð sem þér voru gefin fyr- ir stuttu, ef til vill segja þau mik- iö um persónuna sem gaf þau. Bíógagnryni Bíöborgin - Harry, un ami vous vent du bien ir'k'k i reykjovik Vinur í raun voein uó. se É Mevlan (23. ágúst-22. sept.l: Ættingi sem þú hefur ekki séð lengi ^^V^thefur samband við ^ r þig með einhverjum hætti. Breytingar verða á vinnustaðnum. Vogjn (23. sept.-23. okt.l: Þér verða á einhver smávægileg mistök í dag og átt erfitt með að sætta þig við þau. Þu"jafnar þig fljótlega þegar þú sérð hve lítilvæg mistökin voru. Sporðdreki (24. okt-21. nðv.): Dagurinn virðist líða hægt og þú átt erfitt ■meö að einbeita þér að vinnu þinni fyrri hluta dagsins. Kvöldið lofar góðu varðandi félagslífiö. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l: -Vertu á verði gagnvart "keppinautum þínum á öllum sviðum. Þú legg- ur metnað þinn i ákveðið verk en ættir að huga að fleiri sviðum. Stelngeltln (22. des.-19. ian.i: Fyrri hluta dags býðst þér einstakt tækifæri í vinmmni við einhvers konar skipulagningar eða breytingar. Þetta gæti haft 1 för með sér breytingar til hins betra. Það er heilmikill Hitchcock yfir honum Harry. í fyrsta lagi þá heitir aðalpersónan Harry - eins og stein- dauð aðalpersóna myndarinnar The Trouble with Harry. Svo minnir kvik- myndin aðeins í efnistökum á Strangers on a Train en aðallega finn- ur maður anda Hitchcocks í þeirri sál- fræðilegu spennu sem leikstjóranum, Dominik Moll, tekst svo sérdeilis vel að skapa í kvikmyndinni um hinn vafasama Harry. Fyrst hittum við Michel (Laurent Lucas) og Claire (Mathilde Seigner), konu hans, akandi um sveitir Frakk- lands í steikjandi hita í bíl með engri loftkælingu og þrjár óánægðar, rennsveittar, organdi og sparkandi dætur í aftursætinu. Þau eru á leið- inni í sumarhúsið sitt sem þau keyptu fyrir nokkrum árum. Húsið átti að vera afdrep og veita fjölskyldunni skjól en er bara eitt stressið í viðbót þvi það er gamalt og lúið og þarf enda- laust að vera að lappa upp á það. Á bensínstöð á leiðinni hittir Michel mann á klósettinu sem horfir of mik- ið á hann, stendur of nálægt og brosir of breitt. Hárin á handleggjum áhorf- enda fara að rísa, án þess að hægt sé að gera sér almennilega grein fyrir af hverju. Harry (Sergi Lopez), eins og hann heitir, er verulega elskulegur maður og gamall bekkjarfélagi Michel. Með elskulegri og brosmildri frekju tekst honum að bjóða sér og kærustunni sinni, Plum, til Michels og Claire í heimsókn. Þar kemur í ljós að Harry man allt sem Michel skrifaði í skólablaðið fyrir margt löngu. Harry heldur nefnilega að Michel sé ritsnill- ingur en aðstæður eins og lélegur bíll, leiðinlegir foreldrar, þreytandi börn og kröfuhörð eiginkona hafi komið í veg fyrir að hann skrifaði ódauðleg meistaraverk. Þetta vill Harry laga -góömenni sem hann er. Þetta er ekta sálfræðiþriller. Óþæg- indin vaxa með hverri mínútu og maður er stöðugt í vafa um hvað ger- ist næst - hverju Harry tekur upp á. Mikið af óhugnaðinum gerist utan myndavélar og jafnvel á þann hátt að við erum ekki viss hvað hefur gerst eða - eins og í einu tilfelli - hver ber ábyrgðina. Það er óvenjulegt í kvik- myndalandslagi nútímans að áhorf- endur fái að ákveða nokkurn skapað- an hlut sjálfir - flestar myndir skera allt út í pappa fyrir mann - og það er svo sannarlega kærkomin tilbreyting. Myndin er afburða vel leikin og leik- stjórinn lætur mann iða í sætinu, stundum af niðurbældum hlátri - stundum af hryllingi. Sif Gunnarsdóttir Leikstjóri: Dominik Moll. Handrit: Gilles Marchand, Dominik Moll. Kvlkmynda- taka: Matthieu Poirot-Delpech. Tónllst: David Sinclair Whitaker. Aöalleikarar: Laurent Lucas, Sergi Lopez, Mathilde Seigner, Sophie Guillemin Útsölumarkaöur á Langholtsvegi 130 Qpið mánudaga til föstudaga frá 12-18 -VErhlisfinn__ J. R. BILASALAN www.jrbilar.is Daihatsu Terios 4x4, ^ sjálfskiptur, fyrst skráðurY2/99, ekinn 62.000, álfelgur, rafdr. rúður, samlæsingar o.fl. Verð 990.000 - góð kjör, skipti athugandi. Upplýsingar á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3, sími 567-0333 Visa/Euro raðgreiðslur. Efhún erekki skalég hundur heital if£££M pa Vlnnlnd^ofor í Mjallhvít og dvergarnir sjö. 10 myndbönd með Mjallhvít og dvergunum sjö. Hjördís M. Hjartardóttir nr. 18227 Hjalti H. Þorsteinsson nr. 18536 Bryndís R. Sigurjónsdóttir nr. 7704 Jóhanna B. Pálsdóttir nr. 18054 Hróðmar Vífill nr. 17191 Gunnar B. Hilmarsson nr. 18627 Bergþór S. Elísson nr. 17403 Jóna L. Helgadóttir nr. 18225 Jón Mýrdal nr. 17339 Þórdís M. Hannesdóttir nr. 18660 Krakkaklúbbur DV og Sam-myndbönd óska vinningshöfum til hamingju. Vinningarnir verða sendir í pósti næstu daga. Þökkum þátttökuna Kveðja Tígri og Halldóra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.