Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 IDV Viðskipti Umsjón: Vi&skiptablaöiö jb HEILDARVIÐSKIPTI Hlutabréf Húsbréf MEST VIÐSKIPTI O Pharmaco o Straumur O Össur MESTA HÆKKUN 0 Flugleiöir Q Kaupþing 0 Marel MESTA LÆKKUN Q Opin kerfi Q Sjóvá-Almennar Q SÍF ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting 3.545 m.kr. 207 m.kr. 1.538 m.kr. 32 m.kr. 25 m.kr. 19 m.kr. 8,3% 7,7% 1,9% 3,1% 2,7% 1,0% 1.078 stig Q 0,33 % Anægðari nemend- ur í einkareknum framhaldsskólum Nemendur einkarekinna framhaldsskóla ánægðari eru með skólann en nemendur fram- haldsskóla í op- inberum rekstri samkvæmt nýrri sænskri rannsókn. Einkum standa einkareknu skólarnir framar í að mæta ólíkum þörfum nemenda. Rannsóknin var unnin fyrir sænsku samtök atvinnulífsins og náði hún til nemenda í fjórtán framhalds- skólum, hvar af sjö eru einkareknir en sjö reknir af sveitarfélögum. Alls svöruðu 889 nemendur við einka- rekna skóla en 788 nemendur við skóla i opinberum rekstri. Þetta kem- ur fram á fréttavef Samtaka atvinnu- iifsins. í einkareknu skólunum sögðust 94% aðspurðra vera ánægð með skól- ann en 6% ósátt. í skólum sveitarfé- laganna sögðust 82% vera ánægð með skólann en 16% eru mjög óánægð og segjast sjá eftir að hafa valið viðkom- andi skóla. Við einkareknu skólana segjast 58% nemenda geta haft áhrif á nám sitt en einungis 32% við skóla sveitarfélaganna. Munurinn eykst þegar spurt er um hvernig skólarnir mæti ólíkum þörf- um nemenda. Við einkareknu skólana telja 62% nemenda að skólinn standi sig vel í þessum efnum en einungis 28% nemenda í skólum sveitarfélag- anna. Loks telur 81% nemenda við einkareknu skólana að skólinn leggi sig fram við að tryggja að vel takist til með menntun hvers nemanda en í skólum sveitarfélaganna telja einung- is 42% að svo sé. 14.11.2001 kl. 9.15 KAUP SALA B Dollar 106,900 107,450 t~rrjpund 153,940 154,730 1*1 Kan. dollar 67,090 67,510 IlDönskkr. 12,6380 12,7080 l'ITi Norsk kr 11,9780 12,0440 USsænsk kr. 10,0760 10,1310 HHn. mark 15,8141 15,9091 H Fra. franki 14,3342 14,4203 B B Belg. franki 2,3309 2,3449 7] Sviss. franki 63,8500 64,2000 £2 Holl. gyllini 42,6673 42,9236 Þýskt mark 48,0749 48,3637 | ít. líra 0,048560 0,048850 Aust. sch. 6,8332 6,8742 .: | Port. escudo 0,4690 0,4718 G3|Spá. peseti 0,5651 0,5685 1 * liap. yen 0,877000 0,882200 | írskt pund 119,388 120,106 SDR 135,270000 136,080000 dECU 94,0263 94,5913 _ Frábært uppgjör hjá Pharmaco: Hagnaðurinn 1.172 milljónir - eigið fé hefur hækkað um 2.040 milljónir frá áramótum Hagnaður Pharmacos fyrir skatta var 1.593 milljónir króna en hagnað- ur eftir skatta var 1.172 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Hagnaður fyrir afskriftir var 2.348 milljónir króna, sem er 22,2% af veltu, en var 18,4% fyrir síðasta ár. Rekstrartekjur janúar til sept- ember námu 10,5 mUljörðum króna. Söluaukning heildsölu á íslandi nam um 18% á tímabilinu. Sölu- aukning í Búlgaríu nam 21% í lev- um en 15% í Bandaríkjadölum. Út- flutningur hráefna jókst um 11% en lyfja um 19%, hvort tveggja í dollur- um. Söluaukning erlendis í dollur- um nam alls 17%. í frétt frá Pharmaco kemur fram að árstíðarsveiflur í rekstri félags- ins leiða til þess að þriðji ársfjórð- ungur er að jafnaði lakasti ársijórö- ungur í rekstrinum. Er þetta vegna sumarleyfa og lokana verksmiðja en sá timi er nýttur til endurnýjunar og viðhaíds verksmiðjanna. Þess .gætir í lakara hlutfalli hagnaðar fyrir afskriftir þessa ársfjórðungs en reiknað er með að hagnaður fyr- ir afskriftir verði 23-25% af veltu ársins í heild. Frá því Pharmaco keypti Balkan- pharma hefur áhersla verið lögð á að auka markaðsstarf félagsins. í þeim tilgangi hefur mikill fjöldi sölumanna verið ráðinn. Sérstök áhersla er nú lögð á að fjölga sölu- mönnum félagsins í Rússlandi og Úkraínu. Einnig hefur verið ákveð- ið að opna útibú í Rúmeníu á næsta ári. Fyrr á árinu var ráðist í ný- Góð framlegð hjá Þorbirni Fiskanesi Tap af reglulegri starfsemi Þor- bjarnar Fiskaness fyrir skatta var 229,7 milljónir króna eða 7,2% af tekjum. Hagnaður tímabilsins nam kr. 1,8 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 917,2 milljónir króna eða 28,75% af tekj- um. Veltufé frá rekstri var 663,4 milljónir króna eða 20,8% af tekjum. Afkoma af rekstri félagsins á þriðja ársfjórðungi var betri en reiknað hafði verið með í upphafi árs og nam hagnaður þriðja árs- fjórðungs fyrir skatta 95,3 milljón- um króna. Mikið gengistap af lán- um í erlendri mynt og sjómanna- verkfall í einn og hálfan mánuð á besta rekstrartíma fyrirtækisins hafa veruleg áhrif á niðurstöðutölur uppgjörsins. Þar sem félagið er að mestu skuldsett í erlendum gjaldmiðlum varð gengistap á tímabilinu kr. 934 milljónir. Gengisbreytingin mun hins vegar hafa jákvæð áhrif á tekj- ur fyrirtækisins í framtíðinni og var það þegar tekið að skila sér í rekstrinum á þriöja ársfjórðungi. Horfur í rekstri eru góðar um þess- ar mundir hvað varðar alla þætti starfseminnar, að því er fram kem- ur í frétt frá fyrirtækinu. Pharmaco Horfur í rekstri Pharmacos eru góðar. Endurskoöuð rekstraráætlun fyrir árið 2001 gerir ráð fyrir aö velta félagsins verði 14,5 milljarðar króna, sem er tæp 12% aukning frá fyrri áætlun. byggingu töflu- og hylkjaverksmiðju í Dupnitza. Framkvæmdir við verk- miðjuna ganga vel og er áætlað að hún verði tekin í notkun í septem- ber 2002. Verksmiðjan mun uppfylla GMP-staðla og þannig opna aðgang að mörkuðum i Vestur-Evrópu. Aukin áhersla hefur verið lögð á þróun eigin framleiðslu, bæði tilbú- inna lyija sem og lyfjahráefna. Byggð hefur verið upp sérhæfð þró- unardeild í Sóflu, þar sem ætlunin er að öll þróunarvinna Pharmacos fari fram. Með þessu er ætlunin aö auka og endurnýja vöruúrval félags- ins til framtíðar. Liður i þessu var að kaupa framleiðslutækni og við- skiptasambönd af alþjóðafyrirtæk- inu Pharmacia eins og áður hefur komið fram. Einnig keypti Pharmaco þriðjungshlut í danska lyfjaþróunarfyrirtækinu Colotech A/S fyrr á árinu. Ákveðið hefur verið að reiknings- skil félagsins verði í erlendri mynt frá og með næstu áramótum, sem og skráning hlutabréfa þess. Þessir lið- ir eru þó háðir því að fyrirhugaöar lagabreytingar gangi eftir. Horfur í rekstri Pharmacos eru góðar. Endurskoðuð rekstraráætlun fyrir árið 2001 gerir ráð fyrir að velta félagsins verði 14,5 milljarðar króna, sem er tæp 12% aukning frá fyrri áætlun. Áætlað er að hagnaður fyrir afskriftir verði rúmar 3.400 milljónir króna á árinu. Gert er ráð fyrir að söluaukning verði 20% á næsta ári og að hagnaður fyrir af- skriftir nemi 25% af veltu ársins. BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing, um tillögur að deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagáætlunum í Reykjavík. Vélamiðstöðvarreitur, tillaga að deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af Borgartúni til norðurs, Höfðatúni til austurs, Skúlagötu til suðurs og Skúlatúni til vesturs. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir reitinn í heild sem gerir ráð fyrir töluverðri uppbyggingu. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á norðurhluta reitsins (norðan lóðanna við Skúlagötu) verði heimilt að byggja nýbyggingar sem að jafnaði skulu vera 4-6 hæðir. Heimilt er þó að byggja þar eina Turnbyggingu sem má vera allt að 16 hæðir. Á suðurhluta reitsins er gert ráð fyrir að heimilt verði aó byggja t-2 hæðir ofan á húsin við Skúlagötu 59 og 3-4 hæða byggingar á lóðum aftan vió húsin við Skúlagötu. Bílastæðakrafa er 1 stæði á hverja 40 fm húsnæðis auk 75 bílastæða fyrir stofnanir Reykjavíkurborgar að Skúlatúni 2 og Borgartúni 3. Skal bílastæðum að mestu leiti komið fyrir í bílgeymslum neðanjarðar. Nýti ngarhlutfal I á reitnun verður að jafnaði 1,5 ofanjarðar. Landnotkun á reitnum er athafnasvæði og því gert ráð fyrir blandaðri atvinnu- starfsemi á reitnum þ.e. einkum skrifstofum, léttum iðnaði og verslunum. afmarkast af Borgartúni og austurs, Sigtúni til suðurs og Teigahverfi, deiliskipulag svæðis sem Sundlaugavegi til norðurs, Reykjavegi til Kringlumýrarbraut til vesturs. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir reitin í heild. Tilgangur tillögunnar er að móta framtíðarstefnu um uppbyggingu, verndun, landnotkun, gönguleiðir og um- ferðarmál hverfisins. í tillögunni er m.a. sett fram stefnumörkun og skilmálar fyrir uppbyggingu á svæðinu, viðbyggingar og ofanábyggingar við þegar byggð hús, gerð grein fyrir hvar heimilt verður að byggja bílskúra, gerð grein fyrir bílastæðakröfum og settar fram tillögur um verndun og friðun einstakra húsa og garða svo eitthvað sé nefnt. Tillögurnar verða til sýnis í sal Borgarskípulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 14. nóvember til 12. desember 2001. Eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega tii Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 31. desember 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 14. nóvember 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.