Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 5 DV Fréttir Kristinn H. Gunnarsson varð undir á kjördæmisþingi framsóknarmanna: Uppákoma sem hefur sinn tilgang - þingmaðurinn gefur til kynna að lykilmenn vinni gegn sér í kjördæminu. Vatnsskarösnáma Ein þeirra fjölmörgu stóru jarövegsnáma sem enn eru í fullum rekstri. Vegagerðin endurskoðar námaskrá: Um 3000 jarðvegs- námur í landinu - þar af eru um 1.200 úr notkun en ófrágengnar Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður telur að áhrifamenn í flokknum séu leynt og ljóst að vinna gegn sér í hinu nýja Norðvesturkjördæmi, m.a. með samþykkt ályktunar um sjávarút- veg á kjördæmisþingi um helgina. Kristinn segir niðurstöðu þingsins þó ekki gefa tilefhi til of viðtækra álykt- ana því niðurstaðan hafi verið knúin fram af tiltölulega afmörkuðum hópi manna og fulltrúar á þinginu af Vest- fjörðum hafi verið fáir þar sem þeir hafi illa komist vegna ófærðar og óveð- urs. Kristinn segir hins vegar ljóst að áhrifamikil öfl í kjördæminu, tals- menn útgerðarhagsmuna undir for- ustu Þórólfs Gíslasonar, kaupfélags- stjóra á Sauðárkróki, hafi tekið saman höndum til að senda út skilaboð í þess- um efnum. Svo afdráttarlaus ályktun hefði aldrei verið samþykkt að dómi Kristins ef eðlileg mæting hefði verið á þinginu, enda endurspegli ályktunin ekki viðhorfm í kjördæminu í heild, sérstaklega ekki á Vestfjöröum. Krist- inn kveðst hafa upplifað eitt það gróf- asta sem hann hafi séð í „fundartækni- legu ofbeldi" þegar fulltrúar þessa hóps báru fram dagskrártillögu um að ekki yrði hægt að bera upp breytingar- tiilögur við stjómmálaályktunina sem hafi siðan verið felld með herkjum. Þingið samþykkti ályktun þar sem fymingarleið er hafnað með afgerandi Gunnarsson. Gíslason. hætti og varað er við hvers konar sér- stakri gjaldtöku á sjávarútveg sem sé ekki til þess fallin að skapa sátt um greinina heldur verði að leita annarra leiða. Að sögn Þórólfs, sem stýrði vinnu starfshóps um sjávarútvegsmál, var mikill meirihluti fyrir þessari nið- úrstöðu í starfshópnum og á þinginu en aðspurður hvort túlka beri þau orð ályktunarinnar um „sérstaka gjald- töku á sjávarútveg" sem svo að kjör- dæmisþingið sé á móti auðlindagjaldi segir hann það ekki vera. Hins vegar telji menn varhugavert að leggja gjald á sjávarútveg eingöngu og án þess að slíkt sé gert í samhengi við almennan auðlindaskatt og samkeppnisstöðu greinarinnar gagnvart útlöndum. Hann segir að slíkt gjald ætti þá að vera til að auka rannsóknir á lífríki hafsins og á veiðarfærum frekar en að verða skattstofn fyrir ríkið. í ályktun kjördæmisþingsins kemur einnig fram að framsóknarmenn í þessu nýja kjördæmi vilji að útvegs- menn og sjómenn standi saman að því að leiga veiðiheimilda verði takmörk- uð við t.d. 20% að hámarki af úthlutun hvers árs. Slíkt ætti að koma í veg fyr- ir myndun leiguliðastéttar í greininni og draga úr hættu á brottkasti. Þá vilja þeir að réttur til tegundatilfærslu verði aukinn til þess að draga úr hvata til brottkasts. Kristinn segir þessa ályktim hins vegar ganga í berhögg við samþykktir flokksþings Framsóknarflokksins þar sem búið sé að afgreiða deilumálið um hvort taka eigi auðlindagjald. Hann segir að þeir fyrirvarar sem settir séu við gjaldtöku séu til þess fallnir að drepa málinu á dreif og í raun hafha þvi. Aðspurður hvort ekki beri að túlka þetta þannig að það hafi einfald- lega komið í ljós að sjónarmið hans hafi ekki átt hljómgrunn í nýju kjör- dæmi sagði Kristinn: „Það var það sem þessi hópur vildi og því drifu þeir í að bera upp og senda síðan út þessar ályktanir." Og aðspurður hvort hann væri þá að hugsa sér til hreyfmgs úr kjördæminu sagði hann: „Það liggur ekkert fyrir um það enn. En það skilur það væntanlega hver maður að þessi uppákoma á kjördæmisþinginu, sem ákveðnir lykilmenn studdu, hlýtur að hafa sinn tilgang, ég get ekki túlkað það öðruvísi." -BG Vegagerðin er nú að endurskoða skrár yfir allar jarðvegsnámur á land- inu. Ráðgert er að því verki verði lok- ið í janúar. Þá er einnig unnið að gerð leiðbeiningarits um námuvinnslu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni eru jarðvegsnámur í landinu um 3000. Ailur gangur er á í hvaða ástandi námumar eru en aðeins hluti þeirra er enn í notkun. Vegagerðin hefur sjálf verið með átak um árabil í að ganga frá öllum námum sem hún hefur verið með námurétt á og hætt er að nýta. Áætlað er að gefa út fyrir næsta vor langtímaáætlun um frágang gamalla náma víða um land. Samkvæmt nýju náttúruvemdarlög- unum, sem gefm vora út vorið 1999, var hert mjög á reglum um slíkar nám- ur. Er þar tekið á með hvaða hætti jarðvegsnám er stundað. Þá taka um- hverfismatslög frá árinu 2000 einnig á þessum málum. Er nú allt meiri háttar jarðvegsnám háð umhverfismati. Þá þarf að sækja um framkvæmdaleyfi til viðkomandi sveitarfélags vegna námu- rekstrar, hversu stór sem náman ann- ars er. Einnig þarf að sækja um starfs- leyfi til Hollustuvemdar ríkisins. Er í lögum og reglum skilgreint hvemig námuvinnslu skal háttað. Þar verður viðkomandi námuvinnsluhafi að gera áætlun um með hvaða hætti á að vinna námuna. Eins verður að gera grein fyrir með hvaða hætti á að ganga frá námunni að vinnslu lokinni. Námurétthafi þarf þó ekki að ganga frá námuvinnslusvæðinu fyrr en námu- vinnslu er lokið. Þá er einnig ákvæði um að ef náma hefur ekki verið í vinnslu í þrjú ár sé skylt að ganga frá henni, m.a. með því að jafna út jarðveg og sá í sárið. Vegagerðin áætlar að 1000 til 1200 jarðvegsnámur hér á landi séu ófrágengnar. Þegar námur hafa verið frágengnar og komnar úr notkun er eftir það einungis heimild til handa landeigenda að taka efni úr námunni til eigin nota. -HKr. Loðnuleit liggur niðri: Þetta er ekki í lagi „Þetta er ekki í lagi. Hafrann- sóknastofnun hefur sagt að loðnu- stofninn sé geysisterkur og við ætt- um því að geta veitt mikið af loðnu á vertíð- inni. Ef við hefj- um ekki veiðar fyrr en eftir ára- mót líst mér illa á. Við riáum aldrei að veiða það magn sem við megum taka af loðnunni á timanum til vors,“ segir Sverrir Leósson, útgerðarmað- ur loðnuveiðibátsins Súlunnar EA frá Akureyri. Vertíðin fór ágætlega í gang og í júní og fram yfir miðjan júlí var ágæt veiði. Þá dró úr henni og eftir að veiðistoppinu frá 15. ágúst til 15. september lauk hefur ekkert veiðst. Reyndar hafa menn ekki verið mjög harðir við leitina og nú undanfarna daga hefur ekkert verið leitað sam- kvæmt heimildum DV. „Það er enginn að gera neitt. Menn hringla bara fram og aftur um að það finnist engin loðna en það hefur ekki verið neinn kraftur í leitinni og er ekki núna,“ segir Sverrir. Hann minnir á að í fyrra hófust haustveiðarnar 8. nóvember en þær gengu reyndar fremur illa fram að áramótum vegna sifelldrar brælu. -gk Vertu viðbúinn vetrarfærðinni Hjá Suzuki bíium býðst einstakiega fjölbreytt úrval fjórhjóladrifsbíla. Allt frá nettum og einstaklega sparneytnum bæjarbíl eins og Wagon R+ upp í nýjasta og . stærsta jeppann, Suzuki Grand Vitara XL-7, sjö sæta glæsijeppa með 2.7 L173 hestafla vél. Allir Suzuki fjórhjóladrifsbílarnir eru byggðir á traustum grunni og áratuga reynslu Suzuki í smíði rúmgóðra og sparneytinna jeppa og fólksbíla. Grand Vitara 2.0L, 5 dyra Grand Vitara XL-7 2.7L, 7 sæta Grand Vitara 1.6L, 3 dyra Verð kr. 2.420.000 Verð kr. 3.080.000 Verð kr. 2.110.000 SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Ignis GL 1.3L, Verð kr. 1.640.000 Wagon R+ 1.2L, Verðltr. 1.375.000 JimnyJLX 1.3L, Verð kr. 1.665.000 Baleno Wagon GLX 1.6L, Verð kr. 1.955.000 $ SUZUKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.