Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 E>V REUTER-MYND Forsetar á góöu róli Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti takast í hendur eftir fund meö fréttamönnum í gær. Bush fækkar í kjarnavopnabúri George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagöi í gær að Bandaríkjamenn myndu fækka kjarnaoddum í vopnabúri sínu um tvo þriðju á næstu tíu árum. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem er í heimsókn hjá Bush, lofaði að reyna aö gera slíkt hið sama. Forsetamir tveir sögðu þó á fjórða fundi sínum frá því í júní að þeir hefðu ekki enn komist að sam- komulagi sem gerði Bandaríkja- mönnum kleift að halda áformum sínum um eldflaugavarnakerfi og um leið halda í ABM-samninginn frá 1972. Sá samningur bannar einmitt þróun slíks kerfls. „Okkur greinir á um ABM-samn- inginn," sagði Bush á fundi með fréttamönnum. Pútín sagði enga breytingu á þeirri afstöðu Rússa að haldið yrði í samninginn. Pútín heldur fyrirlestur í Hou- ston í dag en heldur siðan á búgarð forsetans í Texas og snæðir þar kvöldverð að hætti kúreka. Stórsókn Norðurbandalagsins heldur áfram: Upplausn sógð í liði talibana í höfuðvíginu Kandahar Sigurreifir hermenn Noröurbandalagsins Eftir hertöku Kabúl í gærmorgun hafa hersveitir Norðurbandalagsins sótt fram til Jalalabad í austri og segja nýjustu fréttir í morgun aö borgin hafí þegar veriö hertekin. Einnig er sótt fram til suöurs, til Kandahar, höfuövígis talibana. síbúar Kabúl, höfuðborgar Afganistan, sem hersveitir Norður- bandalagsins frelsuðu undan yfirráð- um talibana í gærmorgun, vöknuðu í morgun til bænahalds við tónlist og gleði í fyrsta skipti i fimm ár, eða síð- an talibanar tóku þar völdin og inn- leiddu stranga bókstafstrú sem bann- aði svo að segja allt annað en bæna- hald. íbúarnir eru þó engu nær um framtíðina og bíða nú spenntir eftir ákvörðun alþjóðasamfélagsins um nýja ríkisstjórn og stjórnarhætti í landinu. Hertaka Kabúl er í trássi við vilja Bandaríkjamanna og Breta, sem vildu mynda starfhæfa rikisstjóm i landinu fyrir hertöku hennar og setur ný staða allt samningaferlið í mikið uppnám. Pakistanar höfðu lagt mikla áherslu á að borgin yrði ekki hertekin og óttuð- ust mjög afleiðingar þess að Norður- bandalagið næði henni á sitt vald og mynduðu þar eigin ríkisstjóm. Margir Pakistanar lita á hertökuna sem svik Bandaríkjamanna við gefin loforð og leggja nú mikla áherslu á að þeir grípi í taumana og að Sameinuðu þjóðun- um verði þegar fengið það hlutverk að taka við stjóminni. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandarikjanna, sagði í kjölfar hertökunnar að bandarískar sérsveit- ir væm þegar að störfum í suðurhluta landsins og einnig í Kabúl. Þeirra verkefni væri að halda áfram að að- stoöa Norðurbandalagið í sókninni gegn talibönum, en taldi þær ekki í stakk búnar til að halda uppi lögum og reglu í Kabúl. Abdullah Abdullah, utanríkisráð- herra Norðurbandalagsins, ætti þó að hafa slegið nokkuð á ótta manna í ávarpi sínu í gærdag eftir hertökuna, þegar hann sagði að höfuðborgin hefði aðeins verið tekin til að gæta ör- yggis eftir að talibanar yfirgáfu hana óvænt á mánudagsmorgun. „Við bjóð- um alla aðra velkomna til Kabúl, nema talibana, til aö taka þátt í mynd- un nýrrar ríkisstjórnar landsins," sagði Abdullah og bætti við að sóknin myndi halda áfram. Mary Robinson, mannréttindafull- trúi Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær óttast ástandið í Kabúl eftir her- tökuna. „Það hefur sýnt sig í gegnum árin að þegar völdin færast milli valdahópa í Afganistan, að því fylgir yfirleitt hræðileg meðferð og morð á óbreyttum borgurum. Þetta verðum við að koma í veg fyrir,“ sagði Mary. Lakhdar Brahimi, aðalfulltrúi Sam- einuðu þjóðanna um málefni Afganistans, hefur þegar lagt fram til- lögur um næstu framtíð Afganistans í kjölfar hertökunnar og sagðist í ávarpi til öryggisráðsins leggja til að þegar yrði mynduð bráðabirgðaríkis- stjórn til tveggja ára, skipuð Afgön- um, og nyti hún hún aðstoðar öryggis- sveita SÞ. „Ég tel það gæfulegra held- ur en að fela fulltrúum SÞ stjórnun landsins," sagði Brahimi. Eftir hertöku Kabúl hefur Norður- bandalagið einbeitt sér að frekari sókn til suðurs að höfuðvígi talibana í Kandahar, þar sem þeir segja að ástandið sé svipað og var í Kabúl. Borgin sé stjómlaus og mikil upp- lausn í liði talibana. Einnig hefur ver- ið sótt fram til austurs, til borgarinn- ar Jalalabad í nágrenni Kabúl, og héldu bandarískar orrustuþotur uppi árásum á borgina í aOa nótt, en tali- banar halda enn aðalsamgönguleið- inni frá Kabúl tU Pakistans, sem ligg- ur um Jalalabad. Árásunum í nótt var aðaUega beint að flugvelli borgarinn- ar, en þar eru aðalbækistöðvar tali- banahersins á svæðinu. í nágrenni borgarinnar er einnig fjöldi æfinga- búða al-Qaeda-samtaka bin Ladens og einnig pakistanskra hersveita sem einbeitt hafa sér að átökunum gegn Indverjum í Kasmír. |ÓLACjAFAHAnDBÓK^D V hefuro/ekið omissAnDi við ^ lyriDÍKBÚniriG jÓLAnnA og val f jÓLAGjAFA í YFÍRjZO ÁR^ ^ 'Víð viLjum minnA auglýsehduk_ Á að tEKÍÐ erj/íð pöntunum % k 21. nóvEmBER^ ^ Wk, ITIeÐ jÓLAKYEÐju. ff ÖUGLÝSÍnGADEÍLD Éí. sími 550 500 Hin eina SAnnA | Ó L A C j A F A H A n D B Ó K^D V KjmUR^OtS* DESEMBER*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.