Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 DV 9 Fréttir Styrkurinn eflist „Alþjóðavæðingin og samning- urinn um EES gera utanríkisþjón- ustuna enn mikilvægari en áður. Mikil vinna felst í samskiptum okkar við ESB og aukið vægi al- þjóðastofnana gerir það að verk- um að byggja þarf upp enn öflugri utanríkisþjónustu en áður. Hinu sama valda aukin viðskipti; vegna þeirra þurfa samskipti milli landa að verða formlegri eins og opnun sendiráðs íslands í Japan er til vitnis um,“ segir Baldur Þórhalls- son, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, sem hefur að undanförnu unnið að úttekt á ís- lensku utanríkisþjónustunni. Spurningin um stofnun sendi- ráðs íslands í sunnanverðri Evr- ópu er að verða tímabær, segir Baldur. Hann bendir á að ítalir og Spánverjar séu áhrifamiklir innan ESB við mótun sjávarútvegsstefnu sambandsins og síðarnefnda þjóð- in beiti sér mikið i sjávarútvegs- málum. Ef íslendingar vilji tryggja hagsmuni sína innan EES og ESB hljóti spurningin um sendiráð i þessum löndum að vakna. Það dugi ekki að hafa aðeins áhrif á stefnuna innan stofnana áður- nefndra ríkja- bandalaga held- ur verði einnig að reyna að hafa áhrif á stefnu einstakra ríkja. Skýrslur sem utanríkisþjón- ÞórhaNsson. ustan hefur ver’ ið að senda fra sér á síðustu misserum sýna glögglega, að mati Baldurs, hver styrkur utanríkisþjónustunnar er orðinn. Sérfræðingar hennar hafa orðið mikla þekkingu til aö takast á við Evrópumálin sem og alþjóða- mál almennt. „Fyrst eftir að við gengum í EES vanmat utanríkis- þjónustan ef til vOl hvað samning- urinn var umfangsmikill og hve mikil vinna felst í að gæta okkar hagsmuna gagnvart ESB. En nú starfa menn í samræmi við nýjan veruleika og byggð hefur veriö upp mikil sérfræðiþekking til að takast á við sífellt flóknari og vandasamari verkefni.“ Góður sfuðningur „Frá mínum bæjardyrum séð hafa orðið kaflaskil á síðustu árum í stuðningi íslensku utanríkisþjón- ustannar við útflutning á íslenskri menningu," segir Halldór Guð- mundsson forstjóri Eddu - miðlunar og útgáfu. Hann segir þennan stuðn- ing í raun ekki hafa verið til staðar þegar hann var að hefja störf að út- gáfumálum fyrir um 15 árum. Kafla- skil hafi hinsvegar orðið þegar Hjálmars W. Hannessonar var sendiherra í Þýskalandi og Ingi- mundur Sigfússon á eftir honum. „Auðvitað fara áherslur í starfi utanríkisþjónustunnar alltaf að nokkru leyti eftir áhugasviði manna. Þeir Hjálmar og Ingimund- ur reyndust í sendiherratíð sinni í Þýskalandi íslenskri menningu góðir bandamenn," segir Halldór og bætir við að meðal annars ís- lenskar bók- menntir njóti vinsælda nú um stundir í Evr- ópu. Þar hafi sá stuðningur sendiherrarr- anna haft tals- vert að segja. Einnig nefnir Halldór að íslenska sendiráðið í Peking hafi veitt góðan stuðning við útgáfu á Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson þeg- ar hún kom út i Kína. „í kynningu á íslandi hafa bók- menntir æ meira að segja, ímynd landsins er meira en bara landslag og fiskur,“ segir Halldór. Halldór Guömundsson. Umhverfið fjölþættara og hagsmunir margþættari „Alþjóðasamskipti hafa breyst töluvert á undanförnum árum og munu halda áfram að breytast," segir Halldór Ásgrímsson utanrik- isráðherra við DV. „Breytingarnar einkennast af aukinni hnattvæð- ingu á mörgum sviðum, auknu al- þjóðlegu samstarfi, ásamt vaxandi hlutverki alþjóðastofnana. Þeim málum sem aðeins er hægt að leysa í alþjóðlegu samstarfi fer fjölgandi. Afleiðingin hefur orðið sú að störf sendiherra eru enn mikilvægari en áður. Með vaxandi alþjóðlegri samvinnu á fleiri svið- um en áður aukast líka verkefni ís- lensku utanríkisþjónustunnar og sendiherranna. Eitt af því sem hef- ur ekki breyst með bættum tækni- legum möguleikum til samskipta er mikilvægi persónulegra tengsla á flestum sviðum, þar á meðal í viðskiptum og pólitískri sam- vinnu. Þar gegna sendiherrarnir lykilhlutverki eins og áður. Önnur lönd virðast meta þetta á sama hátt og við.“ Þróunarsamvinna efld HaOdór Ásgrímsson segir að ut- anríkisþjónustan hafi brugðist við þróuninni í alþjóðamálum með ýmsu móti. Viðskiptaþjónusta utan- ríkisráðuneytis hafi verið stofnuð til að styðja útrás íslenskra fyrir- tækja og auðvelda þátttöku þeirra í auknum alþjóðlegum viðskiptum. íslenska friðar- gæslan, sem nú er verið að stofna, sé þáttur í viðbrögðum ís- • lands við breyttu umhverfi í örygg- ismálum en eðli- legt sé að Island leggi meira af mörkum í þessu efni við breyttar kringumstæður. „Þá hefur framlag til þróunar- samvinnu verið aukið og stofnað sendiráð í Afríku vegna meiri áherslu á þróunarríkin en áður. Einnig hafa viðskiptaskrifstofa ráðuneytisins og sendiráðið í Bruss- el verið efld verulega á síðustu tíu árum vegna aukins samstarfs við Evrópusambandið innan ramma EES.“ Þrjú ný sendiráð í ár En er eitthvað í uppbyggingu utan- ríkisþjónustunnar sem hefur setið á hakanum að mati Halldórs Ásgríms- sonar? „Segja má að stofnun tvíhliða sendiráða hafi setið á hakanum í 40 ár frá því að sendiráð var stofnað í Bonn 1955 og þar til sendiráðið í Kína var opnað 1995. Þær sendiskrifstofur sem voru settar upp á þessu tímabili voru allar stofnaðar vegna þátttöku íslands i og tengsla við alþjóðastofn- anir. Það var orðið brýnt að bæta úr þessu og stofna sendiráð í ríkjum þar sem við höfðum mikilvægra hags- muna að gæta. Stofnun nýrra sendi- ráða á undanfornum árum hefur gerst hraðar af þessum sökum en ella.“ ísland er nú með 20 starfsstöðvar erlendis, að sögn Halldórs. Hann seg- ir Lúxemborg hafa 30 sendiráð og fastanefndir, Noregur rúmlega 100 og önnur Norðurlönd álika mörg. „Með stofnun sendiráðsins í Japan hefur ísland nú sendiráð í flestum stærstu iðnríkjum heims. Viðskipta- hagsmunir ráða því mjög miklu um staðsetningu sendiráðanna," segir Halldór. Hann segir að þegar ákvarð- anir séu teknar um uppbyggingu ís- lensku utanríkisþjónustunnar sé nauðsynlegt að horfa fram á veginn og meta hagsmuni Islands með hlið- sjón af líklegri þróun alþjóðamála, ekki síður en núverandi stöðu. Einnig þurfi að hafa þróun viðskipta- lífs og þjóðfélagsbreytingar hér á landi í huga. „Ég vil samt benda á að á þessu ári hafa veriö opnuð þrjú ný sendiráð. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um stofnun fleiri sendiráða á allra næstu árum. í framtíðinni verður að meta hvort þjóðarhagsmunir kaOa á opnun fleiri sendiráða." Krefst mikils undirbúnings Friðargæsla, viðskiptaþjónusta og þróunaraðstoð. Halldór Ásgrimsson segir aö öU þessi verkefni séu mikD- væg í framtíðaruppbyggingu utan- ríkisþjónustunnar, en hann vill bæta nokkrum fleiri á listann. „Alþjóðleg efnahagssamvinna á eftir að fá enn meiri þýðingu á næstu árum, sömu- leiðis umhverfismál og hryðjuverka- árásin á Bandaríkin sýnir að örygg- is- og varnarmál eru ekki síður mik- ilvæg nú en áður. Hvað varðar einstök mál vildi ég nefna að tengsl íslands við Evrópu- sambandið eru viðfangsefni sem hef- ur verulega þýðingu og mun fá enn meira vægi við stækkun ESB en áður. Öryggi landsins verður, eins og áður, tryggt með varnarsamstarfmu við Bandaríkin og þátttökunni í Atl- antshafsbandalaginu. Hins vegar er eðlilegt að ísland haldi áfram á þeirri braut að leggja meira af mörk- um á þessu sviði. Af öðrum málum má einnig nefna framboð íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 2009-2010 sem mun krefjast mikils undirbúnings," segir HaOdór og bæt- ir við; „Nauðsynlegt er að hafa í huga að sá tími er liðinn aö hægt sé að taka eitthvert eitt eða tvö verkefni út úr og segja að þau ein skipti máli. Al- þjóðlega umhverfið sem við búum i er orðið fjölþættara og samofnara en áður og hagsmunir okkar að sama skapi margþættari. Það verður að horfa á heildarmyndina til að ákveða hvar áherslurnar eru settar." Halldór Ásgrímsson. Sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur Sendiráö í Vín Sendiherra: Þórður Ægir Öskarsson Starfsmenn: 3 Lönd: Austurriki, Bosína-Hersegóvina 31 og fastanefnd hjá í Alþjóðakjamorkumálastofiiuninni (IAEA) og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE Sendiráö í Washington Sendiherra: Jón Baldvin Hannibalsson Starfsmenn: 7 Lönd: Bandaríkin, Mexikó, Argentina, L':- . Chile, Kólumbía, Kostaríka, 1.1 “ Gvatemala, Nikaragúa, Perú og ~_ Venesúela = hl Fastanefnd hjá Sameinuöu þjóöunum í New York Fastafulitrúi: Þorsteinn Ingólfsson Starfsmenn: 5 Verkefni: Fastanefnd íslands hjá SÞ, auk ræðismannsskrifstofú i New York Sendiráö í Brussei í Belgíu Sendiherra: Gunnar Snorri Gunnarsson Starfsmenn: 17 Lönd: Belgía, Lúxemborg og _ _ Liechtenstein. • ■ Meginverkefm: EES-samningurinn og BH hagsmunagæsia við EB. _ 9 starfsmenn á vegum íslenskra •— fagráðuneyta Fastanefnd ísiands hjá Nato í Brussel Fastafulitrúi: Gunnar Pálsson Starfsmenn: 6 Verkefhi: Fastanefnd gagnvart ■ Atlantshafsbandalaginu Sendiráöiö í London Sendiherra: Þorsteinn Pálsson Starfsmenn: 7 Lönd: Bretland,. Grikkland, Holland, Indland, Irland, Maldív-eyjar, 5 — Nepal og Nígería :■ Sendiráöiö í Kaupmannahöfn Sendiherra: Helgi Ágústsson Starfsmenn: 5 Lönd: Danmörk, Færeyjar, Grænland, vS ísrael, Litháen, Malta, Rúmenía £11 og Tyrkland mm I Sendiráöiö í Helsinki Sendiherra: Komelíus Sigmundsson Starfsmenn: 4 Lönd: Finnland, Eistland, Lettland og , “ Úlu-aína Sendlráöiö í París Sendiherra: Sigríður Snævarr Starfsmenn: 8 Lönd: Frakkland, Andorra, Ítalía, ■ la I Portúgal, San Marino og Spánn. »2; Auk þess fastanefndir hjá ÓECD, V f ■ ; UNESCO. Undir þessu: Skrifstofa í Róm með einum starfsmanni sem er fulltrúi hjá FAO Evrópuráöiö í Strassborg ■ Fastafuiltrúi: Hörður H. Bjarnason Starfsmenn: 2 Verkefhi: Fastanefnd hjá Evrópuráðinu Sendirálölö í Ottawa í Kanada Sendiherra: Hjálmar W. Hannesson Starfsmenn: 3 Lönd: Kanada og Úrúgvæ. Auk þess er 1*1 starfandi aðalræðisskrifstofa í »— Winnipeg með tveimur — starfsmönnum. Aðalrœðismaður. Eiður Guðnason sendiherra Sendiráöiö í Peking Sendiherra: Ólafur Egilsson Starfsmenn: 6 Lönd: Kína, Ástralía, Nýja-Sjáland, ■81 Indónesía, Mongólía, Norður- Kórea, Suður-Kórea, Taíland og 82“* Víetnam Sendiráöiö í Tokyo • Sendiherra: Ingimundur Sigfússon Starfsmenn: 6 Lönd: Japan Sendiráöiö í Maputo í Mósambík Sendiherra: Björn Dagbjartsson Starfsmenn: 1 Lönd: Mósambík, Suöur-Afríka, Namibía Sendiráöiö í Ósló Sendiherra: Kristinn F. Ámason Starfsmenn: 4 Lönd: Noregur, Egyptaland, Makedónía, •■““Pólland, Slóvenía og Tékkland Sendiráöiö í Moskvu Sendiherra: Benedikt Jónsson Starfsmenn: 4 Lönd: Rússland, Armenía, Aserbaídsjan, 52 Georgía, Moldavia, Túrkmenistan jji~ og Usbekistan Alþjóöastofnanir í Gonf FastafuUtrúi: Stefán Haukur Jóhannesson Starfsmenn: 5 Verkefim Fastanefnd hjá alþjóðastofnunum í Genf, m.a. Alþjóðaviðskipta- stofnuninni (WTO) og EFTA Sendiráö í Stokkhólml Sendiherra: Svavar Gestsson Starfsmenn: 4 Lönd: Svíþjóð, Albania, Bangladesh, 15* Búlgaría, Júgóslavía, Kýpur, ■“ Pakistan og Slóvenía Sendlráö í Berlín1 Sendiherra: Jón Egill Egilsson Starfsmenn: 5 Lönd: Þýskaland, Ungverjaland, Króatia og Sviss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.