Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 DV Utlönd 11 Vill fá blessun þingsins Gerhard Schröder Þýska- landskanslari ætlar að sækjast eftir traustsyfirlýsingu þingsins á föstudag, að því er þing- flokksformaður jafnaðarmanna- flokks hans tilkynnti í gær. At- kvæðagreiðslan gæti orðið banabiti stjórnar Schröders þar sem ákvörð- un um að senda hermenn til Afganistans er spyrt við hana og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn, Græningjar, er andvígur þvi. Vilja lægri skatta Mörg stærstu fyrirtæki Danmerk- ur, meö Danfoss í broddi fylkingar, hafa krafist þess að stjórnvöld lækki skatta til að styrkja sam- keppnisstöðuna. Þorpsbúar vopnast Þorpsbúar af albönskum uppruna í Makedóníu hafa stofnað vopnaðar varðsveitir sem reyna að koma í veg fyrir að makedónskir hermenn komist inn í þorpin í leit að morð- ingjum þriggja lögregluþjóna. Bjartara fyrir konur Fall talibanastjórnarinnar í Afganistan veitir konum í landinu nýja von um að geta menntað sig og tekið þátt i atvinnulifinu, ef mis- mununin gegn þeim verður stöðv- uð, að sögn bandarískra kvenrétt- indafrömuða. Tala látinna hækkar Tala látinna eftir verstu flóð í Al- sír í 40 ár er nú komin yfir 600 og létust flestir í höfuðborginni. Dregnir fyrir herrétt George W. Bush Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun sem heim- ilar bandaríska hernum að setja á laggimar sérstaka dómstóla til að rétta yfir útlending- um sem verða ákærðir fyrir hryðju- verkaárásirnar 11. september og svipaða verknaði. Áfram drepið Palestínsk kona lét lífið í átökum við Israela á Vesturbakkanum í gær. Ekkert fararsnið er á ísraelsk- mn hersveitum frá tveimur bæjum Palestinumanna þótt stórveldin hafi krafist þess að þeir færu á brott. Jospin bjartsýnn Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gær að sósíalista- flokkur hans ætti raunhæfan mögu- leika á að fara með sigur af hólmi í þingkosningunum í landinu á næsta ári, ef tekið væri mið af afrekum þeirra frá því þeir komust til valda árið 1997. Frakkar kjósa sér einnig forseta á næsta ári. Stækkun ESB á áætlun Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, sagði í gær að stækkunaráform- in til austurs væru á áætlun og mun viðræðum við tíu umsóknarlönd ljúka á næsta ári. Umsækjendur fögnuðu orðum Prodis ákaft. Bæði „svörtu boxin“ úr Airbus-vélinni fundin: Skrölthljóð heyrist á hljóðupptökum Nákvæm rannsókn fer nú fram á gögnum „svörtu boxanna", sem bæði hafa fundist í braki Airbus- vélarinnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá Kennedy-flugvelli í New York í mánudagsmorgun en vélin fórst með þeim afleiðingum að allir innanborðs, samtals 260 manns, og nokkrir íbúar Queens-hverfisins fórust þegar hún steyptist niður í íbúðahverflð. Rannsóknir á upptökum hljóðrita hafa staðfest að öll samskipti flug- stjórnar og flugmanna voru með eðlilegum hætti við flugtakið, en ljóst að einhver tæknileg bilun varð rétt eftir að vélin var komin á loft. Greint hefur verið skrölthljóð í upp- tökunum og síðan aukinn hávaði rétt áður en flugmennirnir tilkynna að þeir hafi misst stjórn á vélinni, tæpum tveimur mínútum eftir flug- tak. Nú er verið að bera saman upp- tökur af hljóðrita við flugrita, sem Rugslysiö í New York Einn hinna slösuðu úr Queens-hverf- inu fluttur á brott úr rústum íbúða- hverfislns þar sem Airbus-þotan hrapaði í gærmorgun. ætti að staðfesta hvort vélarbilun hafi orsakað slysið, eins og frum- rannsókn bendir til, eða hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða, sem rannsóknaraðilar telja ólíklegt. George Black, talsmaður rann- sóknarnefndar flugslysa, sagði í gær að einng væri verið að rannsaka hvort hugsanlegur loftórói frá vél sem hóf sig til flugs rétt á undan Airbus- vélinni hefði getað átt þátt í slysinu, en þar var um að ræða Boeing 747 vél frá Japan Airways. „Skrölthljóðið heyrist greinilega rétt eftir flugtak og tíu sekúndum seinna, þegar vélin hefur verið 114 sekúndur á lofti, heyrist flugmaður- inn tilkynna um aukinn loftóróa, hugsanlega frá japönsku vélinni sem fór í loftið rétt á undan. Upp- takan endar sautján sekúndum síð- ar, aðeins 37 sekúndum eftir að skrölthljóðið heyrist fyrst og aðeins tveimur og hálfri mínútu frá upp- hafl flugtaks," sagði Black. REUTER-MYND Múmía á hrekkjavöku í Hong Kong Maður nokkur dulbúinn sem múmía skemmtir sér á hrekkjavöku þeirra í Hong Kong. Myndin var tekin fyrir utan knæpu í helsta skemmtanahverfi Hong Kong, Lan Kwai Fong. Versnandi efnahagshorfur hafa komið niður á þessum vinsæla skemmtistað nátthrafna úr röðum fjármálamanna og útlendinga sem lifa og starfa í borginni. Indverjar létu sér segjast í Katar í morgun: Skapvonska og þreyta á lokapsretti fundar WTO Þótt ráðherrar á fundi Heimsvið- skiptastofnunarinnar (WTO) í arab- íska furstadæminu Katar væru orðnir bæði skapstyggir og örþreytt- ir tókst þeim þó í nótt að þokast nær samkomulagi um aö hefja við- ræður um verslun og viðskipti, að því er embættismenn greindu frá. Indverjar gáfu til kynna í morgun að þeir myndu fallast á nýja tillögu aö samkomulagi sem fylgismenn segja að muni verða kærkomin lyfti- stöng fyrir efnahagslíf heimsins og auka hagvöxtinn, milljónum fá- tækra um heim allan til hagsbóta. Þá segja stuðningsmenn að sam- komulag muni bæta fyrir klúðrið í Seattle fyrir tveimur árum, þegar WTO mistókst að koma af stað nýj- um viðræðum um aukið frelsi í REUTER-MYND Fundað í alla nótt Ráðherrar aðildarlanda Heimsvið- skiptastofnunarinnar luku ekki fundi sínum í Katar í gær, eins og áform- að var, vegna ósamkomulags um lokasamþykktina. Unnið var að því í alla nótt að finna lausn á deilunni. heimsviðskiptum. Háttsettur sendiherra frá Asíu sagði í nótt að flest ríkin gætu sætt sig við samningsdrögin, þótt mikil óánægja væri með mörg atriði. „Það er mikill þrýstingur á að boða til viðræðna," sagði fulltrúi frá Rómönsku Ameríku. í endurskoðuðum texta sem full- trúarnir fengu í hendumar klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma voru breytingar sem ætlað var að draga úr áhyggjum Evrópusambandsins um afnám útflutningsstyrkja til landbúnaðarins. Þá var komið til móts við kröfu Evrópusambandsins um að efna til viðræðna um að tengja viöskipti og umhverfísstaðla. Indverjar voru hræddir við það ákvæði en létu sér segjast. Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Suzuki Baleno GLX, 4 d., 4x4, Suzuki Baleno Wagon, ssk., skr. 6/99, ek. 26 þús. Verð kr. 1270 þús. Toyota Avensis, 4 d., bsk., skr. 6/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1220 þús. Subaru Impreza 2,0 skr. 11/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1580 þús. Renauit Mégane Berline, bsk., skr. 10/00, ek. 9 þús. Verð kr. 1490 Daewoo Lanos, 4 d„ ssk., skr. 11/99, ek. 45 þús. Verð kr. 990 þús. TILBOÐ kr. 890 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d„ bsk„ skr. 5/97, ek. 109 þús. Verð kr. 990 þús. TILBOÐ kr. 840 þús. tra station, ssk„ SKr. 3/98, ek. 33 þús. Verðkr. 1130 þús. TILBOÐ kr. 950 Daihatsu skr. 10/99, ek. Verð kr. 1 TILBOÐ kr. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---//M..-.—- ..... SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.