Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagifi DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugeró: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Glöggt er gestsaugað Gestir sem sækja ísland heim eru á stundum glöggskyggn- ir á þau gríöarlegu tækifæri sem landsmenn eiga í framtíð- inni sé rétt á málum haldiö. í dægurþrasi stjórnmálanna, þar sem hver málar meö sínum litum, er hins vegar hætta á aö ekki sjáist það sem vel er gert og í hverju möguleikar til fram- sóknar eru fólgnir. Árangur ríkisstjórna Davíðs Oddssonar síöasta áratug í efnahagsmálum hefur veriö meö þeim hætti að eftir því hefur veriö tekiö. Roger Bate, hagfræðingur og stjórnandi International Policy Network, sem ásamt Hagfræöistofnun hélt merka ráöstefnu um skattasamkeppni og möguleika ís- lands í þeim efnum fyrir skömmu, skrifaöi grein í liðinni viku í The Wall Street Journal. Þar bendir hann á þann gríðarlega árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum undir stjórn Dav- íös Oddssonar frá 1991. í huga Bates hefur árangurinn ekki aöeins oröið til þess að ísland sé fyrirmynd fyrir Evrópu. Stefnan sem mörkuð hefur veriö sé ögrun viö rikjandi sósíal- íska markaöshyggju, þar sem fylgt er háskattastefnu til að standa straum af velferðarkerfinu en á íslandi hafi tekist að samþætta skandinavíska velferöarstefnu og bandaríska skattastefnu. Roger Bate bendir réttilega á aö þegar Davíð Oddsson tók viö stjórnartaumunum hafi hann fengið í arf efnahagslegar þrengingar og atvinnulíf sem var aö sligast undan skattaálög- um. Áratug síöar blasi viö alþjóðavætt viðskiptalíf og efna- hagskerfi sem hafi vaxið um 25% á fimm árum. Tekist hafi aö lækka tekjuskatta á fyrirtæki úr 50% i 30% og ákveðið hafi verið aö lækka þá enn frekar eöa niöur í 18%. Og Bate tekur undir varnaöarorö Davíös Oddssonar þegar forsætisráðherra varar við að farið verði eftir hugmyndum innan Evrópusam- bandsins og OECD um samræmda skattastefnu landa. Slíkt muni aðeins leiða til hærri skatta en ella. Árangur íslendinga hefur greinilega vakið athygli Roger Bates og ljóst aö meö því að ganga enn frekar fram eiga íslend- ingar alla möguleika á aö skapa hér á landi alþjóðlegt viö- skiptaumhverfi þar sem eftirsóknarvert veröur fyrir alþjóöleg fyrirtæki aö starfa. Og eru möguleikarnir ekki miklu fremur þar en að ganga inn í alþjóðlega stofnun sem viö getum aldrei haft mikil áhrif á? Á stundum þurfum við gesti til aö benda á hiö aug- ljósa, þótt nokkrir heimamenn hafi haldið hinu sama fram. Þeir íslensku stjórnmálamenn sem hvaö mest gæla við Evr- ópusambandið eru hugsanlega á villigötum, a.m.k. er þaö rétt sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor bendir á í viðtali viö Helgarblað DV: „Þaö er ekki ávísun á auðlegð aö vera í Evrópusambandinu. Er ekki betra að ísland alþjóða- væðist en Evrópuvæöist?“ Misskilningur Afstaða eöa afstööuleysi minnihluta sjálfstæöismanna í borgarstjórn til hugmynda um að selja Perluna byggist á mis- skilningi. Auövitaö heföu þeir meö réttu og samkvæmt sann- færingu sinni átt að styöja heilshugar tillögu um að koma fal- legu mannvirki í hendur einstaklinga. Auðvitaö skiptir engu þótt hugmyndin hafi verið sett fram í pólitískum prakkara- skap og undarlegri viöleitni til aö draga athygli ffá vandræöa- máli Reykjavíkurlistans. Allt frá því Perlan var byggð hefur hún veriö eitt af mestu og fallegustu táknum fyrir höfuöborgina. En ekkert segir aö Perlan eigi um aldur og ævi aö vera í eigu opinberra aöila - þvert á móti. Geti einstaklingar staöiö aö rekstri hennar er fullkomlega eðlilegt að leita leiða til aö gera þeim þaö kleift. Allra síst ættu sjálfstæðismenn að standa gegn hugmyndum af því tagi. Óli Bjöm Kárasofl DV Skoðun Loksins ég fann þig ... „Aðalatriðið verður hins vegar það að hér er til fólk sem semur tónlist, tónlist sem getur verið ein af trygg- ustu tekjulindum þjóðarinnar, beint og óbeint, ef menn vilja að svo verði. “ Við mennirnir þurfum lik- lega hvorki að misskilja Kór- aninn né Biblíu til að komast að því að þess meira sem við lesum, þeim mun minna virð- umst við vita. Og það er kannski engin rangtúlkun að halda þvi fram að Biblían boði okkur að þess betri sem við erum við náungann, þeim mun meiri líkur séu á því að við verðum krossfest. Og það er kannski ekki heldur mis- skilningur að Kóraninn boði að þess fleiri sem við drepum i heilögu stríði, þess meiri líkur séu á eilífu lífi fyrir okkur sjálf. Einfaldur sannleikur opinber- aður En á meðan menn úti í hinum stóra heimi þrátta um grundvöll trúar erum við hér á íslandi að velta því fyrir okk- ur hvaða útvarpsstöð spilar mest af ís- lenskri tónlist. Dálkar með vangavelt- um um ágæti íslenskra stefja fara hver á fætur hinum á sögunnar spjöld. Menn mæra í slíkum skrifum vini sem óvini og bíta á báða bóga. Og hártogan- ir eru svo áberandi að þess meira sem skrifað er, þess lengra frá sannleikan- um virðast menn geta farið - rétt eins og um túlkun trúarlegra kennisetninga sé að ræða. Það var þess vegna ein- stæð búbót að lesa leiðara DV laugardaginn 3. nóvember sl. en þar ritaði Jónas Kristjáns- son hreint stórkostlega grein, sem i einfeldni opinberaði sannleika sem lengi hefur verið til en honum hefur þrátt fyrir það ekki verið haldið á lofti. Jónas minnir okkur á að á Islandi er samin íslensk al- þýðutónlist sem er nú þegar útflutn- ingsvara sem gefur okkur von um ný sóknarfæri. Og þegar við vitum það, þá verður einhvern veginn aukaatriði hversu mikið er leikið af hverju lagi á hverri stöð, þótt við sem þjóð gerum að sjálfsögðu þá kröfu að tónlistin okkar fái sinn örugga sess í íslensku útvarpi. Aðalatriðið verður hins vegar það að hér er til fólk sem semur tónlist, tónlist sem getur verið ein af tryggustu tekju- lindum þjóðarinnar, beint og óbeint, ef menn vilja að svo veröi. Félag tónskálda og textahöfunda hef- ur lengi reynt að sýna stjórnmála- mönnum fram á mikilvægi íslenskrar tónlistar í menningu okkar. Við það að reyna að ná athygli manna í betri sæt- unum hefur okkur oftar en ekki borist liðsstyrkur frá hljóðfæraleikurum og hljómplötuframleiðendum. En það hef- ur tekið mikinn tíma og ómælda krafta að fá menn til aö reyna að setja upp fyrirkomulag hér á landi, sem svipað gæti til þess sem lengi hefur fengið að blómstra í nágrannalöndunum. Hér er ég að tala um öflugan sjóð sem stutt getur tónlistarfólk á framabraut. Kristján Hreinsson skáld Nagladekk og sundurgreint ryk Um þessar mundir fara gatnamála- yfirvöld í Reykjavík mikinn móti nagladekkjum sem eru víst, eftir aug- lýsingum þeirra að dæma, það eina sem slítur götunum. Vitnast þar m.a. í svokallað „svifryk" sem virðist vera ryk sem aldrei sest og skapast aðeins af notkun nagladekkja. Hvernig önnur vetrardekk eiga að geta komið að gagni ef þau grípa ekki slitlagið fóstum tökum er annað mál. Ef þau valda ekki gatnasliti umfram sumardekk standa þau varla undir nafni sem vetrardekk. Loftbóludekk og harðkornadekk halda samkvæmt fræðunum brýningu sinni og beittu gripi með núningi við slitlagið og má þá skrýtið heita ef af þeim kemur ekki ryk líka. Kannski svífur það ekki né veldur sá núningur sliti á malbiki né hjólfórum í það. Það er a.m.k. helst að sjá af myndum í aug- lýsingu gatnamálastjóra að ekki vottar fyrir sliti undan ónegldum dekkjum, meðan nagladekkin sitja í djúpu fari. Og hvemig hægt er að fullyrða um þann tonnafjölda malbiks sem nagla- dekk tæta upp umfram önnur dekk er hulin ráðgáta. Vandaðar rannsóknarnfður- stöður Hvergi hefur mér vitanlega komið fram hvemig gatnaryk í Reykjavík hef- ur verið síað þannig að hægt sé að segja með rökum: Þetta hlutfall er af „Fáeinum og jafnvel allmörgum krónum meira fyrir góð dekk eru hyggindi sem í hag koma og þœr krónur eiga nokkuð örugglega eftir að skila sér í beinum sparnaði og öryggi þegar til lengri tíma er litið. “ völdum nagladekkja Eða: Þetta hlutfall er af völdum harðkornadekkja. Eða: þetta hlutfall er af umferð vinnu- tækja ofaní og uppúr ýmis- konar jarðvegsframkvæmd- um og efnisflutningum á opn- um bílpöllum í borginni og þetta hérna hefur borist með bílum utan af landi. Eða: Þetta héma er úr moldroki og sandfoki ofan af heiðum og hálendi. Og síðast, en ekki ______ síst: Þessi hundraðshluti er bara uppþomað salt af götum borgar- innar ásamt áfoki úr görðum og öðmm opnum, óvörðum svæðum innan borg- ar. - Við eigum heimtingu á að sjá vandaðar rannsóknarniðurstöður af þessu tagi, ekki bara niðurstöður sem byggjast á sleiktum putta sem rekinn er upp í loftið. Nú skal því ekki á móti mælt að nagladekk eru ofnotuð og oftrú á þeim. Það er fyrst og fremst í blautri hálku sem þau hafa yfirburði yfir góð vetrar- dekk. En ofureinfóldun af því tagi sem í ofannefndum áróðri kemur fram er lítilsvirðing við almenning og enn sem komið er hafa ekki verið lagðar á borð- ið nógu sannfærandi rannsóknarniður- stöður til þess að hægt sé gleypa þenn- an áróður hráan. Menn virðast bara vera sárfegnir meöan þeir geta haft nagladekkin sem blóraböggul fyrir slæmri endingu gatna og vega. Ekki er sama dekk og dekk Nagladekk eru fyrst og fremst vond fyrir það að þeir sem aka á nagladekkj- um halda sig gjaman öruggari en þeir eru. Margar gerðir alvöru vetrar- dekkja - og hér erum við tala um heim- ilisbílana - eru ótrúlega góðar og Sigurður Hreiðar bílablaöamaður standa nagladekkjunum lítið að baki hvað grip til átaks og hemlunar snertir. Alveg þangað til kemur að blautum klaka. En menn verða að vera meðvitaðir um dekkjabúnað bilsins síns og haga akst- ursmáta sínum samkvæmt þvi. Ef þeir era með góð, gripmikil vetrardekk og aka í samræmi við færð og um- ferð hverju sinni er það bita- munur en ekki fjár hvort þau eru negld eða ónegld, hér á höfuð- borgarsvæðinu. Hins vegar verður að leggja mikla áherslu á að dekk er ekki sama og dekk. I sjónvarpi allra landssmanna núna nýlega voru vangaveltur um hve mikið mætti spara á því að kaupa held- ur ódýrustu dekkin en þau dýrustu. Þetta voru ekki mjög heppileg skilaboð til almennings því oftast - þó ekki sé það alveg algilt - fara verð og gæöi sam- an. Þannig má búast við að ódýrustu dekkin séu líka lakari að gæðum og þar með öryggi, fyrir utan hvað þau geta gert bilinn leiðinlegan. Og dekk hafa líka áhrif á eldsneytiseyðslu bOsins og þar með útblástursmegnun og það eru hvort tveggja þættir sem ástæða er til að taka með í reikninginn. Dekk eru líklega mikilvægustu ör- yggistækin á bílnum. Þau ber aö velja af kostgæfni og vandfýsi. Að kaupa dekk aðeins eftir verðinu er heimska. Fáeinum og jafnvel allmörgum krón- um meira fyrir góð dekk eru hyggindi sem í hag koma og þær krónur eiga nokkuð örugglega eftir að skila sér í beinum sparnaði og öryggi þegar til lengri tíma er litið. Sigurður Hreiðar Betur má ef duga skal Einhverju sinni kom hingað sænskt eðalmenni sem sýndi okkur hversu mikið sænska rikið hefur hagnast á út- flutningi tónlistar. Við sem tókum við þessum fróðleik sýndum þáverandi viðskiptaráðherra og öðrum ráða- mönnum að þarna mætti fmna margt góðærið. En það sem næst var gert í okkar stöðu var að láta vinna skýrslu og skipa nefnd. Skýrslur og nefndir hafa farið víða, en þó er ekki hægt að slá því föstu að þeir á fremsta bekk hafi áttað sig á því hvað er að gerast á sviðinu. Það sem íslenska tónlistarmenn vantar er útflutningssjóður, opinber sjóður sem styrkir menn til útrása í öðrum löndum. Og eins og Jónas bend- ir réttilega á í grein sinni eiga tónlist- arskólar og erlend áhrif einhvem þátt í þróun sköpunargleði meðal íslenskra tónlistarmanna og víst hafa menntun og menningaráhrif hjálpað þeim sem hve lengst hafa náð i útflutningi ís- lenskrar tónlistar. En það sem er mik- ilvægast þegar við ræðum um þennan útflutning er sú staðreynd að betur má ef duga skal. Kristján Hreinsson Ummæli Ranghugmyndir og ofstæki „Hætta nútímans stafar áf einfóldun sem brýst fram í ofstæki sem oft byggir á rang- hugmyndum um trúar- brögð. Það hafa verið framin mikil grimmdar- verk í nafni trúar, einkum kristninn- ar. Hryðjuverkin nú nærast á hatri á Bandaríkjamönnum vegna skilyrðis- lauss stuðnings þeirra við stjómina í ísrael nútímans. Sá stuðningur hefur ekkert með baráttu fyrir frelsi að gera heldur byggist á eignarhaldi örfárra gyðinga í Bandaríkjunum á fjölmiðl- um og hinni sterku stöðu þeirra þar innan stjórnmála. Það eru ekki ein- ungis Arabar og aðrar þjóðir íslams sem sjá óréttlætið í þessari stefnu Bandaríkjanna heldur er æ fleirum að verða ljóst að þetta verður uppspretta mikilla átaka næstu áratugi." Ágúst Einarsson í pistli á heimasíöu sinni. Og nóttin líöur „Ræktunarmaðurinn á það samejg- inlegt með keppnismanninum að hinu æösta takmarki verður aldrei náð. Eins og göngumaðurinn þekkir sem klífur fjallið þá tekur ein hæðin við af annarri. Toppurinn virðist aldrei vera þar sem sýndist. Ræktun er linnulaus barátta - en gefandi og spennandi. Með barnslegri eftirvæntingu fylgist ræktunarmaðurinn með folöldum sín- um. Bíður eftir að sjá þau bregða á leik eða taka sprettinn. Nokkur augna- blik, kannski einn á ferð um sumar- bjarta nótt, sér hann slík tilþrif í leik, að vonin stóra verður að vissu: Þetta verður gæðingur - sennilega stjama!! Og nóttin líður og ræktunarmaðurinn vakir, sæll og glaöur - það er ekki hægt að sofna frá slíku ævintýri." Ragnar Tómasson lögmaöur á Eiöfaxi.is Spurt og svarað Er verkfall úrelt baráttuaðferð? Ögmundur Jónasson, formadur BSRB: Nauðsyrilegur öryggisventill „Það er ekki úrelt að fólk beiti sér í sameiningu að þvi að bæta kjör sín. Verkfóll eru alltaf neyð- arúrræði en nauðsynlégur örygg- isventill í lýðræðisþjóðfélagi. Ef fólk er beitt órétti og nær ekki sanngjömum kröfum sínum fram við samningsborðið þá getur það gripið til þess ráðs að boða til verkfalls. Auðvitað þarf alltaf aö fara var- lega með þetta vopn en mikilvægt er að því sé beitt af fullri sanngimi. En ég spyr: Hvemig myndi kjarakortið líta út ef launafólk hefði engin slik úr- ræði? Niðurstaða mín er því sú að verkfallsvopnið sé ekki úrelt. Sjúkraliðar og tónlistarkennarar töldu sig til dæmis ekki hafa önnur úrræði en gripa til verkfalla og ég er þeim hjartanlega sammála." Elma Guðmundsdóttir, blaöamaöur í Neskaupstad: Eina tœki launafólks „Verkfóll eru vissulega úrelt bar- áttuaðferð en hins vegar eina tækið sem launafólk hefur til þess að berj- ast fyrir bættum kjörum þegar í nauðir rekur. Ég hef aldrei vitað til þess að neinn hafi grætt á verkfóllum, það þarf að breyta barátt- unni og semja við fólk áður en í óefni er komið. Slíkt er hins vegar lenska á íslandi og það sjáum við gleggst á þeim bunka af málum sem nú em á borði ríkissáttasemjara. Breyta verður ýmsum ákvæðum kjarasamninga í landinu þannig að stjómvöld geti ekki si og æ brotið sinn þátt með því til dæmis að grípa ekki í taumana þegar verðlag fer úr böndum. Laun fólksins í landinu verða að vera þannig að fólk geti lifað af samningsbundnum launum." Guðmundur Steingrímsson heimspekingur: í besta heimi állra heima? „Nei, þau eru ekki úrelt. Margar starfsstéttir búa við fá- ránlega lág kjör og fá lítinn skilning vinnuveitendanna og á meðan svo er þá eru verkfoll mjög skiljanleg. Þetta á til dæmis við um tónlistarkennara. Ef við segjum að verkfóll séu úrelt þá erum við í raun að segja.að samfélagið sé orðið svo fínt og gott og vinnuveitendur svo ágætir að fólk þurfi ekki að berjast fyrir betri kjörum, að við búum í besta heimi allra heima, sem er rangt. Verkföll eiga misvel við og þau eru stundum út í hött. En þó eitthvað sé flókið þá er það ekki úrelt. Verk- föll munu koma aftur í tísku, segi ég.“ Finnur Geirsson, formaöur Samtaka atvinnuiífsins: Árangur getur verið tvíbentur „Ávinningur af verkföllum getur vissulega verið tvíbentur. Mér virðist að á almenna vinnu- markaðinum sé síarfsfólk ágæt- lega meðvitað um að hagsmunir vinnuveitanda og þess sjálfs fari saman og að hætta sé á að verkföll grafi undan möguleikum þess á því að bæta kjör sín þegar upp er staðið. í því alþjóð- lega samkeppnisumhverfi sem við búum i geta verkföll auðveldlega leitt til þess að viðskipti og störf flytjist annað og þetta gera flestir sér grein fyrir. Öðru máli virðist því miður gegna á opin- bera vinnumarkaðinum þar sem verkfoll hafa verið tíð.“ Eyþór Eðvaldsson vinnusálfræðingur telur að verkföllum fækki á næstu árum. Hann segir ávinning af verkföllum tvíbentan - nú þegar aðstæður á vinnumarkaði séu gjörbreyttar. í hamingjuhöll Margir urðu hissa hér um árið þegar í ljós kom að á Fróni býr ham- ingjusamasta þjóð í heimi sem þar ofan í kaupið trúir á álfa og drauga. Þetta álit stendur þvert á móti sí- felldum barlómi um hve aumir og þjakaðir landsmenn eru. Hér er kvartað yfir dýrtíð, kaupinu sínu, kvótaleysinu, veðurfarinu, byggða- röskun, lánleysi lántakenda og gegndarlausri mismunun milli byggðarlaga, kynja, atvinnugreina og guð má vita hvað ekki er tínt til í svartagallsrausinu öllu. Samt býr hamingjan með oss. Enda er vongleðin mikil og fram- tíðin björt. Nú síðast er kynnt bók- verk þar sem sýnt er fram á að brátt muni íslendingar verða ríkasta þjóð i heimi og eru það glæsilegustu væntingar sem nokkru sinni hefur verið boðið upp á. Það er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sem birtir oss þessa glæstu framtíð- arsýn. Væntingamar byggjast á al- frjálsu viðskiptalifi og skattfrelsi þeirra múruðu og þeirra sem versla með peninga. Allt þetta mun ég gefa yður, segir prófessorinn, ef þiö hafið vit á að veita auðmagninu alfríið. Þama er sannarlega sýnd leiðin upp úr táradalnum inn í ríki auð- sældarinnar, þar sem lambið og ljón- ið búa saman í samlyndi allsnægt- anna sem skattlaus auðurinn skap- ar. Sönnun Sönnun um hérvist hamingjunnar birtist með áþreifanlegum hætti á sunnudagskvöld þegar gleðin ljóm- aði á hverju andliti sem ríkisrekna upplýsingin færði inn á heimilin. Broadway var breytt í glæsta hamingjuhöll, þar sem útbýtt var verðlaunum og viðurkenningum, bros- um og kossum. Þarna voru allir fádæma fínir í tauinu og skartið ljómaði og glansinn glans- aði. í hamingjuhöllinni vom samankomin öll eftir- læti þjóðarinnar, óskabörri og hamingjugjafar, allt frá forseta til jafnvel enn vinsælli skemmtikrafta. Óþarfi er að lýsa því sem fram fór því hvert mannsbam sat límt við skjáinn þegar herlegheitin fóru fram og fylgdust með af ofsaspenningi hverjir hlutu verðlaunin, sem raun- ar var búið að segja öllum frá áður. Þar sem kvikmyndalistin blómstr- ar sem aldrei fyrr er eðlilegt að vak- in sé athygli á atvinnugreininni með því að verðlauna það sem einhverri nefndinni þykir skárra en annað. Því hefur Edduhátíðin einhvern praktískan tilgang, sem sé að aug- lýsa bíófólkið okkar og hefur það verið gert sviklaust og með meiri hamingjulátum en dæmi eru á öðr- um sviðum atvinnulífsins. Vinsælir ríkisstarfsmenn Hitt kann að vekja furðu, að fast- ráðnir ríkisstarfsmenn skuli vera orðnir fastagestir í hamingjuhöllinni og gefa sprækustu gamanleikurum ekkert eftir í gleðileiknum mikla. En mikið var yndislegt að fá að fylgjast með þegar starfs- bræðurnir hjá Ríkisútvarp- inu mærðu hver annan með hástemmdu lofí og útbýttu verðlaunum á báðar hend- ur. Eina sorgarstund kvöldsins var sú, að þegar sá sem mest og best hafði til viðurkenningar unnið fékk ekki annað en styttubrot í hendur fyrir afar þakklátt ævistarf. Allt þetta geislandi grin og gaman ríkisstarfsmann- anna er í dálítilli mótsögn við um- kvartanir um bágan fíárhag stofnun- arinnar og óviðunandi starfsskil- yrði, svo ekki sé talað um hungur- launin og alla þá áþján sem útvarps- ráð leggur á starfsfólkiö og hamlar allri viðleitni til að virkja allan sköp- unarkraftinn sem í þvi býr. En það heillaráð að leita til sam- taka og stofnana úti í bæ til að koma hrjáðum ríkisstarfsmönnum á pall í sjálfri hamingjuhöllinni þar sem þeir baða sig í ljósi margfrægra lista- manna sýnir að þrátt fyrir allt vol- æðið býr lukkan með þjóðinni og hennar bestu sonum og dætrum. Hægt er útfæra hugmyndina nán- ar á síðari hátíðum og bæta til að mynda við ötulustu og vinsælustu starfsmönnum skattstofunnar. Þeim veitir ekki af andlitslyftandi viður- kenningu, fremur en mörgum öðr- um. Oddur Ólafsson „Þama voru allir fádœma fínir í tauinu og skartið Ijómaði og glansinn glansaði. hamingjuhöllinni voru samankomin öll eftirlœti þjóðarinnar, óskaböm og ham- * ingjugjafar, alltfrá forseta til jafnvel enn vinsœlli skemmtikrafta."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.