Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 DV Fréttir Utanríkisþjónustan með átta nýjar skrifstofur erlendis á fimm árum: Ofvöxtur eða eðlileg þróun? Starf sendiherra skiptir ekki miklu máli í nútímaviðskiptum. Það er frá- leitt að stofna sendiráð í Japan sem kostár mörg hundruð milljónir, því fisksölufyrirtækin hafa í áratugi selt til Japans með góðum árangri án þess að utanríkisþjónustan hafi komið þar nálægt. Það væri nær að stofna sendi- ráð i löndunum við Miðjarðarhaf en austur í Japan, en við eigum hvorki sendiráð í Suður-Evrópu eða í Suður- Ameríku. Þetta er mat Ágústs Einars- sonar, prófessors og formanns fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem í nýlegri grein á Netinu gagnrýn- ir harðlega opnun íslensks sendiráðs í Japan. En eiga þessar fullyrðingar Ágústs rétt á sér? Svara við þeirri spurningu er leitað hér í umíjöllun DV, en einnig reynt að varpa ljósi al- mennt á starfsemi utanríkisþjónust- unnar sem vaxið hefur talsvert á und- anförnum árum. Ekki síst þá vegna Evrópusamvinnunnar. A5 láta taka sig alvarlega „í tíð minni sem utanríkisráðherra hef ég lagt höfuðáherslu á að auka sem mest þátttöku íslands í þeim al- þjóðastofnunum sem eru okkur mikil- vægastar. Við verðum að taka þátt í starfi þessara stofnana af fullri alvöru og kosta nokkru til. Við getum ekki reiknað með því að aðrir taki okkur alvarlega ef við gerum það ekki sjálf," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra þegar hann flutti Alþingi hina árlegu skýrslu sína um utanrík- ismál sl. vor. Við sama tækifæri sagði „Hnattvæðingin og lok kalda stríðsins hafa breytt eðli alþjóða- stjórnmála á liðnum áratug. Sam- skipti rikja á alþjóðalegum vett- vangi eru meiri og nánari. Því er ég þeirrar skoðunar að störf sendifólks okkar erlendis séu jafnvel enn mik- ilvægari en áður,“ segir Þórunn Sveinbjamardóttir, þingmaður Samfylkingar og fulltrúi í utanríkis- nefnd Alþingis. „Við eigum langt í land með því að bregðast með fullnægjandi hætti í utanríkisþjónustunni við breytt- um aðstæðum í alþjóðamálum en ýmis framfaraskref hafa verið stig- ráðherrann enn fremur að mörg verk- efni önnur biðu íslensku utanríkis- þjónustunnar á komandi árum. „Allt þetta starf að alþjóðamálum kostar auðvitað nokkurt fé. Því verður hins vegar ekki haldið fram að við eyðum fé til alþjóðamála umfram það sem sæmir vel efnaðri þjóð sem vill láta taka sig alvarlega á alþjóðavettvangi," sagði ráðherrann við áðurnefnt til- efni. Frá Kaupmannahöfn til Tokyo Upphaf íslensku utanríkisþjónust- unnar má rekja til 1. desember 1918 þegar ísland varð fullvalda ríki og öðl- aðist þar með forræði utanríkismála sinna. I sambandslagasamningnum við Danmörku var kveðið á um hlut- leysi íslands. Stefnan í utanríkismál- um var ákveðin af ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjón- ustunni í umboði íslendinga. Árið 1919 skipuðu Danir sinn fyrsta sendi- herra hér á landi og ári síðar var fyrsta sendiráð íslands opnað í Kaup- mannahöfn. Sveinn Björnsson, síðar forseti, var sendiherra Islands. Eiginlegt upphaf islenskrar utan- in,“ segir Þórunn. „Utanríkisþjón- ustan virðist í eðli sínu svifa- sein og íhalds- söm. Auðvitað hefur margt verið vel gert á undan- fórnum árum en við skulum hafa það hugfast að það eru stjórn- málamennirnir sem eiga að ráða ferð og marka leiðina fram á veg.“ Það er mat Þórunnar að brýnasta pólitíska verkefni íslendinga í al- ríkisþjónustu má svo rekja til ársins 1940. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Danmörku tóku íslendingar utanrík- ismálin í eigin hendur. Þetta ár var aðalræðisskrifstofa íslands opnuð í New York og einnig sendiráð í London og Stokkhólmi. Eftir það má segja að íslenska utanríkisþjónustan hafi verið í stöðugum vexti og þróun eða í svipuðum takti og vaxandi sam- skipti íslendinga við erlend ríki hafa verið. Ný sendiráð hafa verið opnuð, fleiri ræðismenn hafa verið kallaðir tO þjónustu, verkefnin hafa orðið fjöl- þættari og þannig mætti áfram telja. Þannig voru veigamestu rökin fyrir opnun sendiráðs í Tokyo i Japan vegna mikilla viðskipta íslendinga þar eystra, enda þótt Ágúst Einarsson segi að sendiráð þeirra vegna sé óþarft. Þá hefur sendiráöið í Brussel vaxið mikið á síðustu árum, þar eru nú alls 17 starfsmenn og þar á meðal fulltrú- ar allra fagráðuneytanna. Þeirra sem og annarra starfsmanna í sendiráðinu er að gæta hagsmuna íslendinga, þá ekki síst gagnvart ESB og vegna EES- samningsins, enda æ stærri hluti af löggjöf og regluverki íslensks samfé- lags frá Brussel komið. Kostnaðurinn eykst Samkvæmt fjárlögum líðandi árs kostar rekstur íslensku utanríkisþjón- ustunnar um 4,1 milljarð króna og inni í þeirri tölu eru einnig þau fram- lög sem varið er til ýmissa undirstofn- ana utanríkisráðuneytsins, sem og til alþjóðastofnana sem íslendingar eiga aðild að. Þessi kostnaður hefur vaxið mikið á síðustu árum, þó hér verði vitaskuld einnig að taka tillit til geng- is- og verðbreytinga. Árið 1998 var rekstrarkostnaður utanríkisþjónust- unnar 2,9 milljarðar kr., um 3,2 millj- arðar kr. ári síðar og 3,8 milljarðar kr. i fyrra. í útvarpsviðtali fyrr í haust var ut- anríkisráðherra meðal annars spurð- ur um rekstrarkostnað utanríkisþjón- ustunnar, sem hann telur vera tiltölu- lega lítinn sé miðað viö þjóðir sem haldi úti herliðnum. Engin sé þjóð með þjóðum nema hún verji einu til tveimum prósentum af þjóðartekjum til öryggis- og varrnarmála. „Við verð- um að sinna þessum hlutum með öðr- um hætti sem herlausri þjóð sæmir, sem ég vona að við verðum alltaf. Það þýðir að okkur ber skylda til þess að leggja fátækum þjóðum lið, við verð- um að taka þátt í þróunarmálum ... og við verðum lika að taka þátt i friðar- gæslu. Annars erum við ekki fullgild- ir aðilar að alþjóðasamfélaginu," sagði ráðherrann í viðtalinu. Átta skrifstofur á fimm árum Alls hefur á vegum íslensku utan- ríkisþjónustunnar verið stofnað til átta nýrra sendiráða eða skrifstofa síðan 1995. Sendiráðin eru í Peking, Helsinki, Ottawa, Tokyo og Mapupo í þjóðamálum sé að vera í farar- broddi baráttu fyrir auknum jöfn- uði í heiminum. „Það er m.a. okkar verkefni að gæta þess að hnattvæð- ingin eigi sér ekki bara andlit fjálsra viðskipa og stórfyrirtækja. Hún verður einnig að eiga sér sið- rænt andlit. Það skortir stefnumót- un í þróunarsamvinnu til langs tíma. í þeim efnum getum við gert miklu betur, því að þróunarsam- vinnan er vænn kostur í baráttunni gegn fátækt. Við þurfum líka aö standa öflugan vörð um stöðu okkar í Evrópu, ekki slst í ljósi stækkunar Evrópusambandsins." Namibíu, en þróunaraðstoð íslend- inga hefur ekki síst miðast við að veita þarlendum aðstoð við fiskveið- ar. Þá hafa íslendingar komið á fót skrifstofum í Strassborg til að sinna erindum okkar hjá Evrópuráðinu þar í borg og ræðismannsskrifstofa, sem heyrir undir sendiráðið í Ottawa sem stofnað var í ár, er í Winnipeg. Suö- ur í Róm situr síðan íslendingur einn og starfar í ranni FAO, Matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Stofnun sendiráðsins í Japan hefur ekki síst verið gagnrýnd vegna mik- ils kostnaðar. Japan er ein dýrasta borg í heimi og það kostaði ríkið hátt á áttunda hundrað milljónir að koma sendiráðinu þar upp. Alls voru 540 milljónir króna greiddar fyrir kaup á húsnæðinu og innréttingar og ýmsar lagfæringar kostuðu 230 milljónir króna. Sendiráð, fastanefndir og ræðismenn Utanríkisráðuneytið er til húsa við Rauðarárstíg í Reykjavík. Þar störfuðu 50 manns árið 1991 en eru áttatíu í dag. Almenn skrifstofa ráðuneytisins er flölmennasta deild- in, þar starfa átján manns. í þýðing- armiðstöð starfa fjórtán og tólf á viðskiptaskrifstofu. Fyrir réttum áratug voru starfs- menn íslensku utanríkisþjónust- unnar erlendis 48.1 dag eru þeir 112, alls 72 eru sendir héðan að heiman til starfa ytra en 40 er staðarráðnir. - Sendiráð og fastanefndir íslands erlendis eru 21 talsins og er starf- semi þeirra mjög fjölþætt. Hlutverk sendiráðanna er í stuttu máli sagt að sinna stjórnmálatengslum ís- lands við þau riki sem undir það heyra og sinna þeim aftur gagn- kvæmt, sem og að rækja hin diplómatísku tengsl við stjórnvöld í viðkomandi löndum. Hinir 230 ólaunuðu ræðismenn íslendinga hafa ekki umboð til slíks, þeirra er að sinna viðskipta- og menningar- tengslum og aðstoða íslenska þegna svo sem þeirra er kostur. Þetta hlut- verk hafa sendiráðin í þeim löndum og borgum þar sem þau eru. Viðskipti vaxandi þáttur Vaxandi þáttur í utanríkisþjón- ustunni er viðskiptaþjónustan, en fyrir rúmum hálfum öðrum áratug voru utanríkisviðskipti íslendinga flutt frá viðskiptaráðuneytinu til ut- anríkisráðuneytisins. Viðskipta- þjónusta ráðuneytisins var sett á laggirnar fyrir flórum árum og á skrifstofu hennar hér eru fjórir starfsmenn. Þá eru í þeim sendiráð- um íslands þar sem viðskiptahags- munir okkar eru hvað mestir sér- stakir viðskiptafulltrúar, það er í París, Berlín, Moskvu, Peking, Tokyo og London, það er einn á hverjum stað, og tveir á Islands- kontómum í New York. „Viðskiptaþjónustan hefur aðal- lega unnið að markaðsöflun erlend- is en auk þess starfað beint fyrir ís- lensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl erlendis. í þeim tilvikum er fyr- irtækið rukkað um ákveðið tíma- gjald,“ segir Pétur Ásgeirsson, rekstrarstjóri utanríkisráðuneytis- ins. Mikill vöxtur - en réttur? I þessari samantekt hefur verið reynt að bregða nokkru ljósi á um- fang og starfsemi utanríkisþjónust- unnar, sem ljóst er að hefur vaxið mikið á síðustu árum. Ekki síst vegna aukinnar þátttöku Islendinga I starfi alþjóðlegra stofnana og til þess að við séum i hinu alþjóðlega sam- starfi „tekin alvarlega" eins og utan- ríkisráðherra hefur komist að orði. Hvort svo farin hefur verið rétt leið í þessu uppbyggingarstarfi og hvort förgangsröðunin hefur verið rétt hlýtur þó ævinlega að vera umdeilan- legt, eins og annað á vettvangi stjórn- málanna. Utanríkisþjónustan í hnotskurn Þaö hefur stundum veriö sagt aö úr stjórnmálum liggi bein leiö í utanríkis- þjónustuna. Þessi mynd segir sína sögu um þá kenningu. Hún er tekin á ráö- stefnu ræöismanna íslands sem var haidin hér á iandi síösumars, en á henni eru, frá vinstri taliö: Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrv. formaöur Alþýöu- flokksins og nú sendiherra Islands í Washington, Þorsteinn Pálsson, fyrrv. formaöur Sjálfstæöisflokksins og nú sendiherra / London, þá sendiherrann i Stokkhólmi, Svavar. Gestsson sem á árum áöur var formaöur Alþýöubanda- lagsins, og lengst til hægri er Eiöur Guönason, fyrrverandi ráöherra Alþýöu- flokks, sem er aöatræöismaöur íslands í Winnipeg í Kanada. Störf sendifólks mikilvægari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.