Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 Fréttir I>V Umræða um brottkast á íslandsmiðum sögð stórlega ýkt: Þetta er áróður þeirra kvótalausu - segir skipstjóri í Ólafsvík sem hvorki svindlar né hendir fiski „Brottkastiö er að minu mati bundið við kvótalausa báta. Viö hendum ekki einum einasta fiski. Ég legg drengskap minn að veði fyrir því. Enda er engin ástæða til að henda fiski þar sem fiskverð er það hátt,“ segir Ásgeir Finnsson, skip- stjóri á netabátnum Pétri Jakobi SH, vegna játninga Sigurður Marinósson- ar á Báru og Níelsar Ársælssonar á Bjarma sem leyfðu að brottkast yrði myndað um borð í skipum þeirra. Ásgeir segist þekkja dæmi um aö einstakir skipstjórar láti fleygja öll- um fiski undir þremur kílóum. Hann kveöst hafa rætt við einn kollega sinn á bryggjunni í Ólafsvík. Sá var kvótalaus og var að landa afla þar sem enginn þorskur var undir þrem- ur kilóum þrátt fyrir að blandaður fiskur hefði verið á veiðislóðinni. „Aðspurður sagðist hann henda öll- um þessum fiski. Ég spurði hann af hveiju í ósköpunum en hann átti ekkert svar við því. Mín útgerð hafði hagnað af því að hiröa allan fisk þrátt fyrir að þurfa að leigja afla- heimildir á síðari hluta fiskveiðiárs- ins. Að frádreginni leigunni vorum við að fá 30 til 60 krónur fyrir kilóiö,“ segir Ásgeir. Hann gefur ekkert fyrir þau rök að kvótaleysingjar geti ekki gert upp við mannskapinn miðað við söluverð afla þar sem hátt kvótaverð leiði til þess að mínus yrði á hveiju kílói. Hann telur tölur um stórfellt brott- kast vera stórlega ýktar. „Á þessu svæði er þetta ekki eins mikið og sumir vilja vera láta. Það 49b568 , 1 •-j> i* íj A H! D wi zn DV-MYND PÉTUR Verðmæti Ásgeir Finnsson, skipstjóri á netabátnum Pétri Jakobi SH, segist hiröa allan fisk. Hann segir fáránlegt að henda físki þegar hægt sé aö setja hann á markaöi fyrir verö sem skili afgangi eftir aö kvótaleiga hafi veriö greidd. sést strax á aflasamsetningunni ef menn eru að henda smáu fiskunum. Brottkast er fátítt og að minu mati gjörsamlega óþarft. Verðlag á fiski sem er á bilinu 1,7 kíló til 3 kíló er svo hátt að engin ástæða er til að henda honum. Verðið á markaði er á bilinu 180 til 220 krónur á kíló. Það er bara rugl að henda þeim verðmæt- um,“ segir Ásgeir. Hann segir að brottkastsumræðan einkennist af sjónarspili og áróðri gegn kvótakerfmu. Allt hafi málið sett svartan blett á heiður allra sjó- manna. Nú sé spurt um aflabrögð sem fyrr þegar i land kemur en spumingunni fylgi oft önnur: „Ég er hundleiður á því að vera sífellt spurður í landi um það hve miklu við höfum kastað af fiski. Margir sjó- menn hér í Ólafsvik eru ævareiðir vegna þessa,“ segir hann. Dæmi eru um útgerðarmenn sem tekið hafa þann kost að landa fram- hjá vigt í skjóli myrkurs fremur en fleygja fiski. Ásgeir segist aðspurður ekki hafa landað afla fram hjá vigt. „Viö svindlum ekki neitt. Ég hef verið með bátinn meira og minna í fjögur ár og engu svindlað fram hjá vigt. Enda vil ég ekki taka þátt í slíku,“ segir Ásgeir. -rt Stórframkvæmdir Alþingis við Austurvöll: 580 milljóna króna þjónustuskáli - viðbyggingin tilbúin næsta haust Nýr þjónustuskáli Alþingis er nú að rísa viö hlið Alþingishússins við Austurvöll. Þar er um 2.400 fer- metra hús að ræða sem á að kosta samkvæmt áætlun 580 milljónir króna. Það eru íslenskir aðalverktakar sem hafa með byggingu hússins að gera samkvæmt útboði. Ráðgert er að taka húsið í notkun fyrir þing- setningu haustið 2002. Samkvæmt upplýsingum Alþingis er bílakjall- ari undir húsinu. í kjallara er einnig aðstaða fyrir fréttamenn með upptökuaðstöðu fyrir útvarp og sjónvarp. Á jarðhæð verður framtíð- aranddyri Alþingis til daglegra nota. Gamla anddyriö verður þá einungis nýtt viö hátíöleg tækifæri, auk þess sem ýmsar breytingar verða gerðar í þinghúsinu sjálfu. Á jarðhæðinni verður móttökuað- staða fyrir gesti, fundarými og ráð- stefnusalur. Þá verður þar líka öll aöstaða fyrir öryggisgæslu Alþingis. Á efri hæð veröur matsalur þings- ins, sem nú er í gamla húsinu, auk nokkurs fundarýmis. Þannig á nýja DV-MYND E.ÓL Hér rís þjónustuskáli Alþingis. Mun stórbæta aöstööu fyrir þingmenn, fréttamenn, gesti og starfsmenn þingsins. húsið aö virka sem sameiginlegur þjónustuskáli Alþingis en engin sér- aðstaða veröur þar fyrir þingflokk- ana. Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, mun síðan væntanlega hafa vök- ult auga með að verkið fari ekki fram úr heimildum fiárlaga. -HKr. Skipstjóri Báru skorar á ráðherra að breyta lögum: Vill útrýma brottkastinu - Fiskistofa verði logð niður og veiðistjóraembætti komi í staðinn Sigurður Marinósson, skipstjóri og eigandi netabátsins Báru, hefur sent sjávarútvegsráðherra ítarlegar tillögur í 17 liðum sem ætlað er að fyrirbyggja brottkast. Sigurður er sjálfur ekki ókunnugur brottkasti því hann játaði í DV-yfirheyrslu um helgina að hafa staðið fyrir stórfelldu brottkasti á fiski um borð í báti sínum. Hann leyfði fréttamönnum Sjónvarps og Morgun- blaðsins að koma með í tvær veiðiferð- ir þar sem fest var á filmu það sem gerðist um borð. „Gífurleg blokk útgerðarmanna hef- ur risið upp sem ræður ótrúlega miklu um það hvemig þvi er stýrt sem kall- að er sameign þjóð- arinnar. Blokkin teygir anga sína eins og krabbamein um ailt stjómkerfið þannig að hags- munir einstakra út- gerðarmanna á ts- landi verða skyndi- _. . lega hagsmunir allr- MfSn. ar þjoðarmnar og sjávarútvegsráöherra virðist standa ráð- þrota og vamarlaus sem viljalaust verk- færi í höndum þessara hagsmunaðila,“ segir Sigurður í greinargerð með tillög- um sínum. Sigurður vill láta banna togveið- ar á stórum svæð- um og taka upp sóknarstýringu í fiskveiðilögsög- unni. Þá vill hann ekki að sérstökum sóknardögum verði úthlutað á hvem bát eða skip heldur ákveður sjávarútvegsráðherra hveiju sinni sóknartímabil á hver ein- stök svæði og getur beitt skyndilokun- um reynist samsetning afla of smá. Sigurður vill að möskvastærð í net- Arni Mathiesen. um verði takmörkuð við 7 tommur og veiðum verði stýrt alfarið frá veiðum á stærsta fiskinum, nema þá til grisjun- ar vegna stærða stoöia. Þá vill hann að allir útgerðarmenn greiði auðlindagjald af afla, t.d. 20-25 % af brúttó aflaverðmæti sem greiðist í ríkissjóð. Hann vill að í hverjum landsfjórð- ungi verði tekið upp embætti veiði- stjóra sem sjái um daglega veiðistýr- ingu. Fiskistofa verði lögð niður og veiðistjóri sjái um skráningu afla og skipa í hverjum fiórðungi. Ámi Mathiesen sjávarútvegsráðherra fékk tillögumar í gær. -rt Umsjón: Birgir Gu&mundsson netfang: birgir@dv.is Einar eða Guðjón Framboðsmál flokkanna í hinu nýja Norðvesturkjördæmi hafa tals- vert verið í umræðunni í heita pottinum en ljóst, þykir að þar | verða margir kall- aðir en trúlega I talsvert færri út- ] valdir því þing- mönnum mun I fækka talsvert á I þessu svæði, eöa úr 15 niður í 10.1 Þannig er ljóst að ýmsir sjálfstæð- isþingmenn á svæðinu munu eiga erfitt með að komast að en nú eru í kjördæmunum þremur sex þing- menn flokksins, tveir í hverju kjör- dæmi. Almennt er talið að flokkur- inn sé öruggur með þrjá þingmenn og að það verði efstu menn í hverju kjördæmi, þ.e. Sturla Böðv- arsson, Einar K. Guðflnnsson og nú Vilhjálmur Egilsson. En spurningin er þá um hvort sá fiórði kemst að og hver það yrði þá. í pottinum eiga menn ekki von á öðru en þeir muni takast á um þetta sæti, þeir Einar Oddur Kristjánsson og Guðjón Guð- mundsson ... Gísli í Framsókn? En það er víðar en í Sjálfstæðis- flokknum sem raddir heyrast um framboðsmál í þessu kjördæmi. í pottinum er sögð sú saga að þrátt fyrir marga fram- bjóðendur í röð- um Framsóknar- flokks þá sé jafn- vel að vænta enn fleiri kandídata. Sagt er að Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, sem verið hefur áberandi á sviði sveitarstjórnar- mála og hefur m.a. sinnt Evrópu- samskiptum sveitarfélaga vel, sé talinn af mörgum heitur til þing- mennsku fyrir Framsókn, enda sé hann með svipaðar áherslur í Evr- ópumálum og formaöur flokksins, Halldór Ásgrímsson ... Rauká dyr Annars héldu framsóknarmenn í Norðvesturkjördæminu stofnfund kjördæmissambandsins um helgina og þar bar þaö einkum til tíð- inda að til mikilla átaka kom milli Kristins H. Gunnarssonar og ýmissa kvótasinn- aðra framsóknar- höfðingja, einkum | úr Skagafirðinum.1 Raunar munu Skagfirðingamir hafa átt stuðning annarra þing- manna flokksins líka. í sjávarút- vegsstarfshópi þingsins munu um- ræður hafa verið mjög heitar og á tímabili mun Kristinn H. hafa rok- ið á dyr og segja pottverjar þetta vera til marks um að enn sé hiti í íslenskri pólitík, ekki síst sjávarút- vegspólitík ... Fer hvergi! Miklar sögusagnir hafa gengið í viðskiptaheiminum upp á síðkastið um að Már Guðmundsson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, væri að hætta hjá bankanum og fara til starfa erlendis, hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Hjá andstæðingum vaxtastefnu Seðla- bankans hefur þessi orðrómur hljómað eins og tónlist því margir telja Má einn að- alhugmyndafræðinginn bak við nú- verandi hávaxtastefnu. í pottinum er hins vegar fullyrt að þessi orðrómur eigi ekki við nein rök að styðjast og ekkert fararsnið sé á Má úr bankanum, á næstunni í það minnsta ...!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.