Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 Fréttir I>V Þrælahald viðgengst á íslandi að mati alþingismanna: 600 útlendingar án atvinnuleyfis wmrnr ízJLÍ 600 útlendingar eru meö dvalar- leyfl á Islandi án þess aö hafa at- vinnuleyfi. Þetta býður ýmsum hættum heim og voru þingmenn sammála um það á Alþingi í gær að taka yrði af hertri alvöru og athygli á málum sem snúa að erlendu vinnuaíli. Orð eins og þrælahald komu upp í umræðum þingmanna. 7. nóv. sl. voru 9 starfsmenn frá Litháen handteknir við störf hjá fyr- irtæki í Kópavogi og reyndist eng- inn þeirra með atvinnuleyfi. Rann- sókn er ekki lokið og er að sögn fé- lagsmálaráðherra ekki hægt að skýra frá stöðu málsins eða niður- stöðu. Ráðherra upplýsti hins vegar að félagsmálaráðuneytið hefði ný- verið skrifað Vinnueftirliti ríkisins bréf þar sem óskað væri að atvinnu- rekendur gerðu nánari grein en fyrr fyrir t.d. slysa- hættu. Sérstak- lega ætti þetta við um erlenda starfs- menn sem störf- uðu hér tíma- bundið. Steingrímur J. Sigfússon sagði að veikleikar væru í lögunum um rétt- indi erlendra starfsmanna. Mikilvægt væri að komið yrði að málum með aðkomu stéttarfélaga, bæði hvað varðaði ráðningarskilmála og tilskilin leyfi. Ljóst væri að hér myndu verða uppi tilraunir til svartrar atvinnustarf- semi og íslendingar gætu ekki vænst þess að njóta góðs af erlendu vinnuafli án þess að axla þær skuld- Arnbjörg Sveinsdóttir. Guðrún Ogmundsdóttir. Karl V. Matthíasson. Páll Pétursson. Steingrímur J. Sigfússon. bindingar sem þjóðin hefði gagn- vart útlendingum. Arnbjörg Sveinsdóttir sagði óþol- andi að ekki væri farið að leikregl- um íslensks samfélags vegna launa- og tryggingamála . „Glæpastarfsemi á ekki að líðast,“ sagði þingmaður- inn. Karl V. Matthíasson kvað enn fastar að orði og sagði að menn væru farnir að sjá vísi að þræla- starfsemi sem væri háalvarlegt mál. Hann vonaðist til að ráðherra myndi sjá til þess að þessi mál yrðu rannsökuð ofan í kjölinn. Það var Guðrún Ögmundsdóttir sem var frummælandi í utandag- skrárumræðunum. -BÞ Húsnæðisvandi fatlaðra: Biðlistum eytt á næstu 4 árum Páll Pétursson félagsmálaráö- herra segir að stefnt sé að því að biðlistum fatlaðra eftir húsnæði verði eytt á tímabilinu fram til ársloka 2005. Þetta sé samkvæmt áætlun sem hafi verið sett upp. Komið hefur fram í DV að um 800 milljónir þurfi til að leysa þann vanda sem skapast hefur vegna langra biðlista fatlaðra eft- ir búsetu. Samkvæmt nýrri sam- antekt Svæðisskrifstofu um mál- efni fatlaðra í Reykjavík eru lang- ir biðlistar bæði eftir skamm- tímavistun og búsetu. Á búsetu- listanum eru nú 114 manns. Blaö- ið þekkir dæmi þess að fatlaðir einstaklingar hafa beðið árum saman og biða enn eftir úrræð- um. Tvö ný sambýli eru í byggingu nú og bætast þar við tólf ný úr- ræði. Ekki eru fleiri úrræði fyrir- sjáanleg samkvæmt fjárlagafrum- varpinu fyrir árið 2002. Páll segir aö 4,4 milljarðar séu nú ætlaðir til málefna fatlaðra. Um sé að ræða verulega aukn- ingu. Framlag til málaflokksins hækki um 590 milljónir milli ára en raunaukningin sé að minnsta kosti 80 milljónir króna. Páll seg- ir að verið sé að byggja eða kaupa nokkur sambýli fyrir fatlaða. Ráðuneytiö og Öryrkjabandalagið hafi gert meö sér samning um aö Öryrkjabandalagið byggi eða kaupi húsnæöi sem ríkið taki síð- an á leigu. -JSS Þórshöfn: Sveitarstjórinn segir upp Magnús Már Þorvaldsson hefur sagt upp starfi sveitarstjóra á Þórshöfn. Hann hefur þegar látið af störfum, en á fundi sveitar- stjórnar á Þórshöfn í gær lagði hann fram uppsagnarbréf sitt. Þar segir að uppsögnin sé af per- sónulegum ástæðum. Meira virö- ist þó hanga á spýtunni. í samtali við DV í morgun staðfesti Sigurð- ur Ragnar Kristinsson, oddviti Þórshafnarhrepps, að upp heföi komið trúnaðarbrestur milli Magnúsar og meirihluta hrepps- nefndar og því viki sveitarstjór- inn af velli. „Við höfum sammælst um að upplýsa ekki hvers vegna þessi trúnaðarbrestur kom til, en engir samstarfsöröugleikar hafa hins vegar verið milli manna,“ sagði oddvitinn. -sbs DV-MYND E.ÓL. Mislæg gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar Eiga aö draga úr vaxandi slysahættu vegna aukinnar umferöar og greiöa úr umferöarhnútum sem þar myndast. Gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar: Steypuvinna tefst um hálfan mánuð - mannvirkið verður samt tekið í notkun 1. júlí 2002 í haust fór vinna við gerð mislægra gatnamóta Víkurvegar og Vestur- landsvegar í fullan gang. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar hjá Vega- gerðinni er verkið um hálfum mánuði á eftir áætlun vegna ófyrirséöra tafa. Þar var um að ræða frágang ýmissa lagna sem þarna eru. Ráðgert var að uppsteypu brúar og annarra mann- virkja yrði lokið um miðjan nóvem- ber. Nú er gert ráð fyrir að steypa brúargólfið um næstu mánaðamót. Jónas segir að þrátt fyrir þessar tafir sé framkvæmdin öll innan viðunandi marka. Endanlegum frágangi á ekki að verða lokið fyrr en 1. júlí á næsta ári. Þá fyrst verður umferð formlega hleypt á mannvirkið. Brúin sem þarna um ræðir á að tengja saman Víkurveg úr Grafar- vogshverfinu og Reynisvatnsveg sem liggur yfir í nýja Grafarholtshverfið. Þá verða einnig gerðar afreinar og aö- reinar með slaufum og tengibrautum sem og undirgöng fyrir gangandi um- ferð. Framkvæmdin er samvinnuverk- efni Vegagerðarinnar og Reykjavík- urborgar. Mun Vegagerðin fyrir hönd ríkisins greiða um 3/4 af kostn- aðinum en Reykjavíkurborg um 1/4. Það eru verktakafyrirtækin Svein- bjöm Sigurðsson ehf. og Jarðvélar sf. sem vinna verkið. Samkvæmt samn- ingi sem undirritaður var i sumar á það að kosta 390.741.000 krónur. Áætlun Vegagerðarinnar hljóðaði hins vegar upp á tæpar 409 milljónir króna. -HKr. Kaupmannahöfn: Friður um íslandsprestinn Friður skal ríkja um Is- landsprestinn í Kaupmanna- höfn. Þetta er inntak sam- komulags forstjóra Trygg- ingastofnunar rikisins og biskups íslands sem jafnað hafa ágreining um þjónustu íslandsprests í Kaupmanna- höfn við sjúklinga á vegum Tryggingastofnunar ríkisins Kar( steinar þar ytra. Verður þjónustan Guðnason. með óbreyttu sniði til árs- loka 2003. Sem kunnugt var Þórir Jökull Þorsteinsson skipaður í emb- ættið enda þótt sérstök valnefnd hefði mælt með öðrum umsækj- anda. Karl Sigurbjörnsson. Þórir Jökull Þorsteinsson. „Tryggingastofnun leggur mikla áherslu á að sjúklingar á vegum stofnunarinnar njóti góðrar þjón- ustu og telur að eins og málum er háttað sé farsælasta lausnin að halda áfram góðu samstarfi við kirkjuna um veitingu þessarar þjónustu,“ segir í fréttatilkynningu. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, mun setja sr. Þóri Jökul Þorsteinsson inn í embætti íslandsprests við messu í Sct. Pauls kirkju í Kaupmannahöfn sunnudag- inn 25. nóvember. Tilkynn- ing þar um er birt á heima- síðu safnaðarins, þar sem biskup biður sérstaklega um að safnaðar- fólk komi með börn til kirkjunnar þennan dag. Að lokinni athöfn verð- ur messukaffi í Jónshúsi. -sbs Ekið á Borgarleikhúsið Bifreið var ekið í gegn- um rúðu í Borgarleik- ’húsinu snemma í morgun. Ekki er vitað hvort þama var í 'gangi tilraun til inn- brots, en þegar viðvör- unarkerfi fór í gang við rúðu- brotið forðaði sá sér í burtu sem þarna var á ferðinni. Eldur í gólfteppi Litlu er talið hafa munað að eldur kæmi upp í íbúðarhúsinu að Kvígsstöð- um í Borgarfirði þegar háspennu- straumur komst í rafmagnsofn og olli skemmdum. Rafmagnsofninn skemmd- ist mikið og úr honum komst eldm- í gólfteppi. Brann teppið verulega og þykir mikil mildi að eldur skuli ekki hafa blossað upp í húsinu. Stútur velti á Nesjavallavegi BUvelta varð á Nesjavallavegi í gær- kvöldi. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeUd Landspítalans í Reykjavík en meiðsli hans voru ekki talin mjög alvarleg. Hann er grunaður um ölvun- arakstur. Fyrir mannréttindadómstól RUtisstjóm íslands samþykkti í gær að skila greinargerð vegna málflutnings Sophiu Hansen. Þann 18. október sl. ákvað Mannréttindadóm- stóU Evrópu að taka kæm Sophiu gegn tyrkneska ríkinu tU skoöunar. Sophia kærði stjómvöld í Tyrklandi árið 1997 fyrir að fuUnægja ekki 8. grein mann- réttindasáttmálans þar sem kveðið er á um friðhelgi einkalUs, fjölskyldu og heimUi. Sjópróf í næstu viku Ráðgert er að halda sjópróf vegna bUunarinnar í togaranum Örfirisey í næstu viku. Skipið er við bryggju i Reykjavíkurhöfn en það heldur tU veiða i kvöld. Forstööumanni sagt upp Bimi Hermannssyni, forstöðumanni Sólheima í Grímsnesi, var í gær sagt upp störfum og hann beðinn aö rýma skrifstofu sína, vegna samstarfsörðug- leika við stjóm Sólheima. Orkuveita eykur hlut Borgarráð samþykkti í gær tUlögu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að auk hlut sinn í Lmu.Neti hf. í tiUög- unni er lagt tU aö Orkuveitan nýti for- kaupsrétt og kaupi hlutabréf fyrir 450 miUjónir króna. Fornminjarnar varöveittar Ólafur F. Magnússon, borgarfuUtrúi sjálfstæðismanna, hefur lagt tiUögu fyr- ir borgarstjóm þar sem hann fer fram á að borgaryfirvöld endurskoði deUiskipulag í suðausturhluta Grjóta- þorps með tiUiti tU fomminjanna á homi Aðalstrætis og Túngötu. Síldin kemur austur SUdveiði hefur tekið við sér úti fyrir Austurlandi eftir mikla deyfð um nokkra hríð. Steinunn SF landaði í gær 300 tonnum af sUd sem fengust í einu kasti í Berufjarðarál. RÚV greindi frá. Afnám ríkisstyrkja Valgerður Sverris- dóttir, iðnaöar- og viðskiptaráðherra, kynnti fyrir hönd ut- anrikisráðherra helstu áherslur ís- lands á ráðstefnu Al- þjóðaviðskiptastofn- unarinnar, sem lauk í Doha í Katar í gær. Valgerður sagði mikUvægt fyrir þróunarlönd að styrkir til sjávarútvegs yrðu lagðir af. -aþ/gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.