Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 28
^9ES5 ^ Í^S^bangsarnir eru koinnlr til Islaiuis %sr*± l'°°nc n«ppy„ I IiíildyiM slnnin (tjarkey Síml '»(•/ íU51 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 Halldór Ásgrímsson um fall Kabúl: Áhyggjuefni hvað tekur við - vill sjá aökomu Sameinuðu þjóðanna „Það eru auðvitað góðar fréttir að talibanastjóminni hafi verið komið á kné en hins vegar er það áhyggjuefni hvað taka muni við. Úr því máli verð- ur alþjóðasamfé- lagið að leysa en ég vænti þess að málið skýrist frekar á fundi þeirra Pútin Rússlandsforseta og Bush i Was- hington," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra. Hann var staddur í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þegar DV ræddi við hann í gær um fall Kabúl. Hann segir að þingfulltrúar ræði stöðu mála í Afganistan talsvert sin á milli á göngum byggingar SÞ, en málið sé hins vegar ekki á formlegri dag- skrá þingsins. Halldór Ásgrímsson. Halldór kveðst vilja sjá að Sam- einuðu þjóðirnar komi að málum í Afganistan en um hvaða leið skuli nákvæmlega fara i þessum efnum hafa verið nokkuð skiptar skoðan- ir meðal þjóðarleiðtoga. Þaö er hins vegar mat Halidórs að nauð- synlegt sé nú að alþjóðasamfélagið komi kröftuglega að málum, meöal annars til að hefja endurreisnar- starf í Afganistan. „Ég hef trú á því að þeir Bush og Pútín komi sér saman um áherslur um hvað gera skuli,“ segir utanrik- isráöherra og bætir við að Rússar hafi viljað fá einhverja úr liði tali- bana í þá þjóðstjórn sem mynda eigi í landinu. Bandaríkjamenn hafa hins vegar viljað fara nokkuð aðrar leiðir, það er að fá fulltrúa Pastúna inn í stjórn landsins. Stór- veldin tvö greinir því nokkuð á í málinu en þó ekki svo að málið sé óleysanlegt. -sbs REUTER-MYND Blæjan fellur Ung afgönsk kona I Kabúl sýnir andlit sitt í fyrsta sinn í fimm ár, eöa frá því aö talibanar náöu völdum í Afganistan og skipuöu konum aö hylja líkama sinn frá toppi til táar. Konur í Afganistan eru byrjaöar aö fella blæjuna, nú þegar ógnarstjórn talibana hefur veriö steypt af stóli. Verkfall sjúkraliða á Hrafnistu í Hafnarfirði: Dagvistun lokað og enginn fær bað - samningaviðræðum við ríkið frestað þar til á morgun Samtök iðnaðarins: Krefjast úttektar Samtök iðnaðarins segja að mun- urinn á inn- og útlánsvöxtum ís- lenskra lánastofnana hafi aukist verulega undanfarið hinum al- menna borgara í óhag og sömuieiðis hafi þóknanir fyrir veitta þjónustu hækkað verulega. Þetta ráða sam- tökin af þeim upplýsingum sem þau hafa aflað sér um þessi mál undan- farið. Með öðrum orðum hafi álagn- ing lánastofnana hækkað mjög. „Okkur sýnist að þessi þróun hafi fylgt miklum vaxtahækkunum hér innanlands en ber auk þess vitni um minnkandi samkeppni á þessu sviði. Hagræðing vegna aukinnar tækni og samþjöppunar í fjármálaþjónustu virðist okkur ekki skila sér til við- skiptavina þessara fyrirtækja. Hald- góðar upplýsingar um þessa þróun liggja hins vegar ekki á lausu, hvorki hjá Seðlabanka íslands né hjá Fjármálaeftirlitinu," segja Sam- tök iðnaðarins í pistli á eigin vef- siðu. Samtökin fara þess á leit að ráð- herra beiti sér fyrir því að Fjármála- eftirliti, Seðlabanka íslands eða öðr- um opinberum hlutlausum aðila verði falið að gera athugun á þessari þróun síöustu S-10 ár og að niður- i -* stöður úr þeirri athugun verði birt- ar opinberlega svo fljótt sem kostur er. -BÞ Dagvistun á dvalarheimili aldr- aðra að Hrafnistu er nú lokuð og heimilisfólk fær ekkert bað í nær viku vegna yfirstandandi verkfalls sjúkraliða. í dagvistuninni hafa dvalið 20-30 manns, en á Hrafnistu dvelja hátt í 200 manns. Um 40 pró- sent af starfsfólki í aðhlynningu eru sjúkraliðar. Þetta er eitt af fjölmörgum dæm- um þar sem yfirstandandi verk- falls sjúkraliða gætir verulega. Eins og DV hefur greint frá eru átta deildir nú lokaðar á Landspít- ala af þeim sökum. Rúmlega 50 aldraðir sjúklingar hafa verið sendir heim og ekki er hægt að framkvæma nema hluta þeirra skurðaögerða sem ella væri hægt að gera. Þetta eru aðeins einstök dæmi um stöðu á sjúkrastofnun- um vegna verk- fallsins. Alma Birgis- dóttir, hjúkrun- arframkvæmda- stjóri á Hrafn- istu í Hafnar- firði, sagði að stofnunin heföi fengið þær und- anþágur sem beðiö hefði verið um. Undanþágunefnd hefði verið mjög liðleg en vitaskuld hefði ekki verið farið fram á fleiri undanþág- ur en nauðsynlegt væri. Alma sagði að ekki hefði þurft að kalla ættingja heimilisfólksins til aðstoðar enn sem komið væri. „Þetta hefur gengið án þess,“ sagði hún. „Það hafa allir hjálpast að. Við forgangsröðum fyrir dag- ana og frestum öðru sem hægt er aö fresta. Þar er einkum um að ræða böðin og annað slíkt.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður sjúkraliðafélagsins, sagði viö DV í morgun að ríkissátta- semjari hefði ákveðið í gær að gefa samninganefndum sjúkraliða og ríkisins heilan vinnudag til að leita leiða um frekari viðræður. Næsti sáttafundur hefur þvi ekki verið boðaður fyrr en á morgun kl. 14. Undanþágunefnd og Reykjavík- urborg deila um hvort undanþágu- listi frá 1997 sé í gildi eða ekki. Reykjavíkurborg hefur enn ekki sótt um neinar undanþágur af þeim sökum. -JSS Krónan lækkar Svo virðist sem vonir manna um að vaxtalækkun Seðlabankans myndi styrkja gengiö ætli ekki að ganga eftir, ekki strax í það minnsta. Krón- an hefur það sem af er vik- unni haldið áfram að veikj- ast og á mánudag lækkaði krónan um rúmt prósent og hélt áfram aö veikjast í gær um 0,6% og endaði gengisvísitalan í 147,3 sem lætur nærri að vera sögulegt lág- mark. Veiking krónunnar frá ára- mótum nemur nú u.þ.b. 20% en frá byrjun september hefur krónan veikst um tæp 7%. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem DV ræddi við í morgun töldu einsýnt að sú styrk- ing krónunnar sem kom í aðdrag- anda vaxtahækkunarinnar hafi ekki haldið áfram. í sjálfu sér ætti slíkt ekki að koma á óvart því al- mennt séð ætti vaxtalækkun að stuðla aö veikingu gengisins, þó svo að menn hafi verið að gæla við að áhrifin yrðu önnur vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem hér hafa verið uppi. „Það kemur bara í ljós að það er hagfræðin sem gildir en ekki sálfræðin," voru orð eins verð- bréfaforstjóra í morgun. -BG Kristín Á. Guömundsdóttir. Utanríkisþjónustan: Umfangið aukist gríðarlega - sendiráðum fjölgar og kostnaður eykst Stofnuð hafa verið átta ný sendiráð eða skrifstofur erlendis á vegum ís- lensku utanrikisþjónustunnar á síð- ustu sex árum. Starfsmenn í utanrik- isráðuneytinu eru nú orðnir áttatíu en voru fimmtíu fyrir tíu árum. Við sendiráðin og skrifstofurnar ytra starfa 112 starfsmenn og þar af eru 72 sendir héðan til starfa ytra. Þá verður utanríkisþjónustan æ dýrari í rekstri. Kostnaðurinn var 2,9 milijarðar kr. áriö 1998 en er 4,1 milljarður kr. í ár. Það er ekki síst vegna aukinnar þátttöku í alþjóðlegu samstarfi sem umfang utanríkisþjónustunnar hefur vaxið svo mikið á undanförnum árum. Evrópusamvinnan þarf sitt. Þannig starfa til dæmis sautján manns í sendiráði íslands í Brussel, þar á meðal fulltrúar allra fagráðu- neytanna. Þessar upplýsingar koma fram í ít- arlegri úttekt DV á íslensku utanrík- isþjónustunni. „Störf sendiherra eru enn mikilvægari en áður. Með vax- andi alþjóðlegri samvinnu á fleiri sviðum en áður aukast líka verkefni íslensku utanríkisþjónustunnar," seg- ir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra um þessa þróun. - Sjá Ofvöxtur eða eðlileg þróun á bls. 8-9. -sbs. Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S, 585 2800 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.