Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 22
34 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 95 ára________________________________ Björn Ólafsson, Brautarholti, Borgarfiröi. Ingiríöur Vilhjálmsdóttir, Selbrekku 21, Kópavogi. Hún veröur aö heiman. 85 ára________________________________ Jón Sverrir Níelsson, Helgafelli, Mosfellsbær. Valgaröur Jónsson, Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. 80 ára________________________________ Guöjón St. Bjarnason, Dverghömrum 11, Reykjavík. Lovísa Jónsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. 75 ára________________________________ Guöný Sæbjörg Jónsdóttir, Skeröingsstöðum 2, Króksfjaröarnes. Herdís Siguröardóttir, Háaleitisbraut 101, Reykjavík. 70 ára________________________________ Guörún R. Guðmundsdóttir, Unufelli 48, Reykjavík. Helgi Óskar Sigvaldason, Logafold 134, Reykjavík. Sigurkarl Ásmundsson, Snartartungu, Brú. Sverrir Bergþórsson, Holtsgötu 18, Reykjavik. 60 ára________________________________ Aöalsteinn Friöþjófsson, Hlíöarvegi 20, Olafsfiröi. Birna Siguröardóttir, Unufelli 25, Reykjavík. Björn K. Kristjánsson, Krummahólum 2, Reykjavík. Halldór Magnússon, Heiövangi 20, Hafnarfirði. Hildur Bergljót Halldórsdóttir, Víðimýri 4, Neskaupstaö. Hrund Jóhannsdóttir, Skúlagötu 44, Reykjavík. Vilhjálmur Stefánsson, Hlíöasmára 5, Kópavogi. 50 ára________________________________ Aöalheiður St. Eiríksdóttir, Gullsmára 8, Kópavogi. Júlíus M. Baldvinsson, Goðheimum 24, Reykjavík. Stefanía Pálsdóttir, Tunguvegi 98, Reykjavík. Þorvaldur Jónsson, Akraseli 11, Reykjavík. 40 ára________________________________ Bergur Örn Bergsson, Hraunteigi 15, Reykjavík. Emelía Siguröardóttir, Krossalind 39, Kópavogi. Hafþór I. Sveinjónsson, Brúnastööum 25, Reykjavík. Haukur Svavarsson, Hrauntungu 8, Kópavogi. Kristrún Slgurbjörnsdóttir, Furugrund 14, Akranesi. Oddfríöur Ragnheiöur Jónsdóttir, Þingási 22, Reykjavík. Runólfur Þór Runólfsson, Vesturhúsum 20, Reykjavík. Salbjörg Björnsdóttir, Hæöargötu 14, Njarðvík. Sigrún Linda Loftsdóttir, Bæjargili 43, Garðabæ. Sólveig Steinunn Guömundsdóttir, Glæsivöllum 21b, Grindavík. Steingrímur Jónsson, Efri-Engidal, ísafjöröur. Svanur Örn Tómasson, Garösstöðum 62, Reykjavík. Andlát Oddgeir Karlsson loftskeytamaöur, Hringbraut 56, Reykjavík, lést á Land- spítalanum viö Hringbraut miðvikud. 31.10. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Margrét Indiana Halldórsdóttir, Stiga- hlíö 97, Reykjavík, andaöist á líknar- deild Landspítalans að kvöldi föstud. 9.11. Þorsteinn Valdimarsson, Ánahlíð 4, Borgarnesi, lést á líknardeild Landspit- alans í Kópavogi sunnud. 11.11. Höskuldur Ingvarsson, Hlíf, ísafiröi, lést föstud. 9.11. Björg S. Ólafsdóttir, Fellsmúla 9, Reykjavík, andaöist á öldrunardeild Landspítala háskólasjúkrahúss í Foss- vogi föstud. 9.11. sl. MIDVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 DV Fólk í fréttum Birgir ísl. Gunnarsson bankastjóri Seðlabanka íslands Birgir ísleifur Gunnarsson seölabankastjóri Sem formaöur bankastjórnar er Birgir ísleifur aöalbankastjóri Seölabankans og hefur oröiö persónugervingur fyrir aðhaldsstefnu hans í peningamálum. Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri hefur mikið verið í fréttum að undanfórnu vegna vaxta- lækkunar og umræðu um vexti. Starfsferill Birgir fæddist í Reykjavík 19.7. 1936. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1955, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1961, öðlaðist hdl.-réttindi 1962 og hrl.-réttindi 1967. Birgir var framkvæmdastjóri SUS 1961-63, starfrækti eigin lög- mannsstofu í Reykjavík 1963-72, var borgarstjóri i Reykjavík 1972-78, sinnti ýmsum störfum er lúta að stjórnmálum 1978-79, var alþm. Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokk- inn 1979-91, var menntamálaráð- herra 1987-88, hefur verið banka- stjóri Seðlabanka íslands frá 1991 og er formaður bankastjórnar. Birgir var formaður Vöku 1956- 57, formaður Stúdentaráðs HÍ 1957- 58, var fulltrúi stúdenta í Há- skólaráði 1958-59, í stjórn Heimdall- ar 1956-62 og formaður 1959-62, í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík 1960-62, í stjórn SUS 1961-69 og formaður 1967-69, I flokksráði Sjálfstæðisílokksins frá 1965, í miðstjórn flokksins 1973-91, formaður framkvæmdastjórnar Sjálfstæðisflokksins 1979-87, borgar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn i Reykjavík 1962-82 og jafnframt í borgarráði og átti sæti í ýmsum nefndum borgarinnar, s.s. launa- málanefnd, heilbrigðismálaráði, hafnarstjóm og skipulagsnefnd. Hann sat í stjórn Landsvirkjunar 1965-91, var formaður Stúdentafé- lags Reykjavíkur 1966-67, formaður stjóriðjunefndar 1983-87, sat í flug- ráði 1984-86 og var formaður nefnd- ar um löggjöf og áætlun um flugvelli 1984-86, formaður sendinefndar Al- þingis hjá þingmannasamtökum NATÓ 1983-87, í sendinefnd íslands á allsherjarþingi Sþ 1980 og 1988, í stjórn Skógræktarfélags Reykjavík- ur frá 1989, hefur setið í sóknar- nefnd Hallgrímskirkju og hefur ver- ið formaður þróunarnefndar HÍ. Fjölskylda Birgir kvæntist 6.10. 1956 Sonju Backman, f. 26.8. 1938, ritara í skóla ísaks Jónssonar. Foreldrar hennar eru Ingimar Karlsson, málarameist- ari í Reykjavík, og Alda Carlson, húsmóðir i New York. Börn Birgis og Sonju eru Björg Jóna, f. 24.2. 1957, kennari í Reykja- vík, gift Bjarna Haraldssyni, sem starfar við flugumferðarstjórn, og eiga þau tvö börn; Gunnar Jóhann, f. 19.10. 1960, hdl. í Reykjavík, var kvæntur Soflíu Thorarensen, og eiga þau tvö börn; Lilja Dögg, f. 17.10. 1970; Ingunn Mjöll, f. 17.10. 1970. Systir Birgis er Lilja Jóhanna, f. 1.10.1940, húsmóðir í Reykjavík, gift Stefáni Guðlaugssyni kennara og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Birgis eru Gunnar Espólín Benediktsson, f. 30.6. 1891, d. 13.2. 1955, hrl. og forstjóri í Reykjavík, og k.h., Jórunn isleifs- dóttir, f. 2.10.1910, húsmóðir, sem er látin. Ætt Hálfsystir Gunnars, samfeðra, var Sigríður, amma Gunnars Guð- mundssonar, prófessors í læknis- fræði, og langamma Guðmundar Magnússonar, forstöðumanns Þjóð- menningarhúss. Hálfbróðir Gunn- ars, samfeðra, var Hallgrímur, prentsmiðjustjóri hjá Gutenberg. Gunnar var sonur Benedikts, gullsmiðs á Laxnesi í Mosfellssveit, Ásgrímssonar, b. á Laxnesi, Jóns- sonar, b. á Laxnesi, Eyjólfssonar. Móðir Benedikts var Sigriður, syst- ir Jóhanns, íoður Ólafíu, rithöfund- ar og kvenréttindakonu. Sigríður var dóttir Benedikts, pr. á Mosfelli, sem Messan á Mosfelli eftir Einar Benediktsson er ort um. Benedikt >ar sonur Magnúsar, klausturhald- ara í Þykkvabæjarklaustri, Andrés- sonar og Helgu Ólafsdóttur, systur Ingibjargar, langömmu Guðmund- ar, afa Guðmundar í. Guðmunds- sonar, ráöherra og langafa Davíðs Á. Gunnarssonar ráðuneytisstjóra, og Hauks Helgasonar, fyrrum að- stoðarritstjóra DV. Móðir Gunnars var Lilja Jóhanna Gunnarsdóttir, útvegsb. í Eyrarkoti í Vogum, Jónssonar og Guðnýjar Guðmundsdóttur. Faðir Jórunnar var ísleifur, skip- stjóri og fískmatsmaður 1 Hafnar- firði, Guðmundsson, b. í ívarshús- um í Garði, bróður Gunnvarar, móður Gunnars M. Magnúss rithöf- undar. Guðmundur var sonur Áma, hreppstjóra á Meiðastöðum í Garði, Þorvaldssonar. Móðir Jórunnar var Björg, systir Bjöms, afa Björgvins bankastjóra og Björns Vilmundarsona. Björg var dóttir Gísla, sjómanns á Bakka viö Reykjavík, Björnssonar, á Bakka, bróður Jakobs, langafa Birgis Þor- gilssonar, fyrrv. ferðamálastjóra og Sigrúnar, móður Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Björn var sonur Guðlaugs, b. á Hurðarbaki í Kjós, Ólafssonar, b. á Huröarbaki ís- leifssonar, bróður Jóns í Stóra- Botni, langafa Vigdísar, ömmu Sig- mundar Guðbjarnasonar, fyrrv. há- skólarektors. Jón er einnig langafi Ingibjargar, ömmu Þórðar Harðar- sonar prófessors og langömmu Flosa Ólafssonar leikara. Móðir Björns var Margrét Torfadóttir, b. í Ánanaustum, Jóhannssonar, bróöur Sigurðar, langafa Klemens lándrit- ara, föður Agnars, fyrrv. ráðuneyt- isstjóra. Fimmtugur Jóhann Sævar Óskarsson framkvæmdastjóri í Reykjavík Jóhann Sævar Óskarsson fram- kvæmdastjóri, Urðarstíg 15, Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jóhann ólst upp í Skerjafirði en flutti síðan á Seltjarnarnesið. Hann stundaði almennt nám við Mýrar- húsaskóla. Jóhann fór ungur út á vinnu- markaðinn og stundaði m.a. ýmis verkamannastörf s.s. byggingar- vinnu, akstur og fleira. Hann starf- aði lengst af hjá. flutningafyrirtæk- inu Icepak á Keflavíkurflugvelli, eða um tólf ára skeið. Jóhann stofnaði eigið fyrirtæki 1996, Hurðarprýði, sem sérhæfir sig í viðhaldi og verndun útihurða. Þá stofnaði hann fyrirtækið Jói Minn, tölvuteikningar, 1998, sem sérhæfir sig í hönnun vefsíðna, umbroti og ýmiss konar tölvuvinnslu. Fjölskylda . Jóhann kvæntist 1.9. 1973, Ragn- heiði Ólafíu Davíðsdóttur, f. 28.7. 1954, forvamafulltrúa Vátrygginga- félags íslands. Hún er dóttir Guö- mundu Jónínu Helgadóttur, f. 7.4. 1933, fyrrv. fangavarðar, og Davíðs Ágústs Guðmundssonar, f. 23.10. 1917, d. 17.4. 1974, trésmíðameistara. Börn Jóhanns og Ragnheiðar eru Svavar Jóhannsson, f. 10.2. 1972, framkvæmdastjóri S.J bætiefna í Reykjavík en kona hans er Unnur Björk Hauksdóttir háskólanemi og eru börn Svavars tvlburarnir Stef- anía og Steinunn Svavarsdætur, f. 20.8. 1992; Jökull Jóhannsson, f. 12.1. 1984, iðnskólanemi í Reykjavík. Systkini Jóhanns eru Júlíus Gunnar Óskarsson, f. 13.3.1948, við- skiptafræðingur; Sigurður Kristinn Óskarsson, f. 25.7.1949, bifvélavirki; Trausti Bergmann Óskarsson, f. 4.8. 1950, trérennismiður; Jón Albert Óskarsson, f. 4.1. 1954, verslunar- stjóri; Jens Viborg Óskarsson, f. 9.9. 1957, bankastarfsmaður. Foreldrar Jóhanns voru Óskar Sigurðsson, f. 16.6. 1917, d. 11.4.1981, leigubílstóri i Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi, og Svava Júlíusdóttir, f. 21.12. 1927, d. 13.6. 1966, húsmóðir. Ætt Óskar var sonur Sigurðar, b. á Hömrum í Laxárdal í Dalasýslu, Jónssonar, b. á Gufuskálum á Snæ- fellsnesi, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Ragnhildur Jónsdóttir, Arason- ar. Móðir Óskars var Sigurlaug Jóns- dóttir, b. á Hömrum, Jónassonar, b. á Stóra-Skógi, Jónssonar. Móðir Jóns á Hömrum var Helga Guð- munsdóttir. Móðir Sigurlaugar .var Ástríður Árnadóttir, í Kirkju- hvammi á Vatnsnesi, Jónassonar. Svava var dóttir Júlíusar, tré- smiðs í Reykjavík, hálfbróður, sam- feðra, Árelíusar Níelssonar, sóknar- prests í Langholtskirkju. Júlíus var sonur Níelsar, húsmanns í Flatey, Árnasonar, b. á Bæ og á Litlanesi 1 Múlasveit, Jónssonar. Móðir Svövu var Guðrún Veron- ika Jensdóttir, frá Reykjarfirði á Ströndum. Merkir íslendingar Trausti S. Einarsson Dr. Trausti Sigurður Einarsson verk fræðiprófessor fæddist í Reykjavík 14, nóvember 1907. Hann var sonur Einars trésmiðameistara í Reykjavík, Runólfs- sonar, steinsmiðs í Reykjavík, Einars- sonar, og k.h., Kristínar Traustadóttur, smiðs á Patreksfirði, Einarssonar. Trausti lauk stúdentsprófi frá MR og doktorsprófi í stjörnufræði frá Há- skólanum í Göttingeni 1934. Hann var kennari við MA 1935-1944, kennari við verkfræðideild HÍ frá 1944 og prófessor þar í aflfræði og eðlisfræði 1945-1977. Auk þess hélt hann fjölda fyrirlestra og námskeiða í öðrum deildum, s.s. í jarðeðl- isfræði. Trausti stundaði margvíslegar rannsóknir á jarðmyndunum íslands, s.s. á hverum, hvera- gosum, eldfjallagosum, móbergsmyndunum bergsegulmagni og stundaði þyngdarmæl- ingar. Hann hélt háskólafyrirlestra víða í Evrópu, s.s. í Hollandi, Köln í Þýska- landi, St. Andrews í Skotlandi og í London. Trausti var eljusamur, fjölmenntað- ur, íjölhæfur og oft umdeildur vísinda- maður og afar áhugasamur kennari. Hann lagði ríka áherslu á sjálfstæði, efasemdir og gagnrýni vísindamanna og átti því stundum til að andæfa viður- kenndum kenningum, s.s. jarðtlekakenn- ingunni, til þess eins að vekja efasemdir og skapa rökræður sem svo aftur gætu styrkt kenninguna. Hann lést 26. júlí 1984. Jaröarfarir Útför Gísla Guömundssonar, Óðinsgötu 17, Reykjavik, verður gerð frá Fossvogs- kirkju miðvikud. 21.11. kl. 13.30. Þorkell Þorkelsson, Barmahlíð 51, Reykjavík, verður jarösunginn frá Foss- vogskirkju fimmtud. 15.11. kl. 10.30. Martelnn Sívertsen, áður til heimilis í Litlagerði 7, Reykjavík, veröur jarðsung- inn frá Bústaðakirkju fimmtud. 15.11. kl. 15.00. Útför Georgs Þórs Kristjánssonar, Báru- stig 13, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju laugard. 17.11. kl. 11.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.