Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 Fréttir I>V Víða mjög hvasst í nótt: Flugleiðavél lenti eystra Víða á landinu var mjög hvasst í nótt. Ekki er þó vitað um alvarlegar skemmdir af völdum veðursins en í Garðabæ og Hafnarfirði fuku þrjú stór jólatré sem sett höfðu verið upp og eitt- hvað af jólaskreytingum. Flugleiðavél sem kom frá Boston í nótt var snúið til Egilsstaða þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík en völlurinn þar var reyndar að opnast í morgunsárið. Samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni er búist við að lygni og hlýindi verði næstu daga. Veður mun í dag snúast til suðvestanáttar og suðlægir vindar munu blása um landið með hlý- indum alveg fram á þriðjudag í næstu viku, samkvæmt langtímaspá. -gk 14 stiga hiti á Tröllaskaga Mikil hlýindi hafa verið nyrst á Tröllaskaganum síðasta sólarhring. Hitinn komst hæst í 14 stig í Fljótum. Þessu fylgdi strekkingsvindur af suð- vestri og var því sannkölluð asahláka. Hún kom sér vel því vegir voru víða mjög svellaðir en hálkan hvarf að mestu á tæpum sólarhring. Á mánudag var ráðist í aö moka Lágheiði milli Fljóta og Ólafsfjarðar og gekk það vel. Á heiðin því að vera fær öllum bílum í dag og verður eflaust áfram meðan sumarveðrátta helst. -ÖÞ Mikill viðsnúningur í afkomu fyrirtækja 5,4 milljarða tapi snúið í 3,7 milljarða hagnað Fólk höndlar meö veröbréf Samkvæmt 9 mánaða upp- gjöri fyrirtækja á VÞÍ er af- koman betri en búast mátti við, þrátt fyrir að rekstrar- umhverfi hafi versnað til muna á árinu. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið í samanlagðri afkomu fyrir- tækja á þinginu eða úr veru- legu tapi yfir i verulegan hagnað. Þetta kemur fram í sérútgáfu Rannsókna Lands- bankans-Landsbréfa sem birt var í gær. Fram kemur að sumar atvinnugreinar eru í mikilli sókn á meðan aðrar eru í vörn og berjast jafnvel í bökkum. Best gengur í sjávarútvegi þar sem framlegðin er mjög góð og einnig hafa olíu- og tryggingafélög verið að skila góðri afkomu. Það blæs hins vegar á móti hjá samgöngu- og upplýsingatækni- fyrirtækjum, en í ljós kemur þó að afkoma samgöngufyrirtækjanna var ekki eins slæm og menn óttuðust fyrr á árinu. Verslun og þjónusta er hins vegar að skila lakari afkomu en vonast hafði verið til. Inn á milli þessara greina, sem ganga annað- hvort vel eða illa, eru flölmörg fyr- irtæki sem eru á svipuðu róli og gert hafði verið ráð fyrir. Hér er um að ræða lyfja-, iðnaðar- og fram- leiðslufyrirtækin, sem eru á nokkuð jafnri siglingu. Afkoma bankanna var ásættanleg að teknu tilliti til erfiðra rekstrarskilyrða. Samkvæmt Greiningu Lands- banka-Landsbréfa var samanlagður hagnaður fyrirtækjanna á VÞÍ fyrir afskriftir um 36.15 milljarðar króna og jókst um 16,5 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Á öllu síðasta ári nam hefldarhagnaður fé- laganna fyrir afskriftir 31,4 milljörðum króna. Aukning framlegðar miðað við síð- asta ár skýrist meðal ann- ars með aukinni framlegð sjávarútvegsfyrirtækja i kjölfar veikingar krónunn- ar og uppkaupum erléndra fyrirtækja. Einnig varð mikill viðsnúningur í hagn- aði en hagnaður aUra fyrir- tækjanna á fyrstu 9 mánuð- um ársins nam rétt tæpum 3,7 milljörðum króna sam- anborið við tæplega 5,4 milljarða tap á fyrstu 6 mánuðum árisins. „Þetta er mikill viðsnúning- ur á stuttum tíma og munar þar mestu um sjávarútveg, samgöngur, olíudreifngu og fjármálafyrirtæki. Hafa ber í huga að margt stuðlar að betri afkomu, s.s. framlegðarbati út- flutningsfyrirtækja, lítið gengistap á þriðja ársfjórðungi, tekjufærsla skattalegra skattaskuldbindinga, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í sér út- tekt Rannsókna Landsbanka- Lands- bréfa. -BG Sjóslysið við Öndverðarnes: Tveggja enn saknað Tveggja skip- verja af Svan- borgu SH, sem fórst við Öndverð- arnes á föstudags- kvöld, er enn saknað. Þeir eru ur hans, Héðinn Magnús- son, fæddur 9. maí 1970. Vigfús var búsettur að Brúarholti 51 í Ólafsvík. Hann lætur eftir sig eig- inkonu og fimm börn. Héðinn var búsettur að Vallholti 7 í Ólafsvík. Hann lætur eftir sig eig- inkonu og tvö börn. Lík Sæbjörns Vignis Ásgeirssonar skipstjóra fannst á sunnudagskvöld. Sæbjöm var fæddur 6. september 1961 og var bú- settur að Ennisbraut 21 í Ólafsvik. Sæbjörn lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Stjórnstöðin Stjórnstöð leitarinnar í Slysavarnarhúsinu á Hellissandi. Vigfús Elvan Frið- _______________riksson stýrimað- Sæbjörn Vignir ur> fæddur 5. októ- Ásgeirsson. ber 1953, og fóst- urson- Héðinn Magnússon. Vigfús Elvan Friðriksson. Eidur í „Flughóteli" Eldur kom upp í „Flughóteli“ í Nauthólsvík I gærkvöldi. Hótelstarfsemi var reyndar ekki í byggingunni, sem er braggi, en hann gekk undir þessu nafni á stríðsárunum þegar hann þjónaði sem hótel. Slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins í gærkvöldi. í bragganum var m.a. aðstaða svifflugsfélags og róðrafélags og þargeymdir hlutir sem tilheyra þessum félögum. Að sögn stökkvitiðsins urðu skemmdir ekki miklar nema á bragganum sjálfum. u4U.I Kð Lóð ekki óeðlileg Úrskurðarnefnd skipulags- og bygg- ingamála telur að umdeild stækkun á byggingarreit fyrir hús Kára Stefáns- sonar, forstjóra ÍE, við Skeljatanga 9 hafi ekki verið óeðlileg. Hefur úrskurðarnefndin því hafnað kröfum íbúa í nágrenni lóðarinnar sem kröfðust ógildingar ákvarðana borgaryfirvalda um deiliskipulagsbreytingar vegna lóð- ar Kára. - Mbl. greindi frá. ÍE stefnt í Bandaríkjunum deCODE Genetics, móðurfélagi ís- lenskrar erfðagreiningar, hefur ver- ið stefnt í Bandaríkjunum fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Beinist ákæran að frumútboði fé- lagsins sem fór fram í júlí á síðasta ári. Sjúkraliðar SAA í verkfall Sjúkraliðar hjá SÁÁ á Vogi eru í þriggja daga verkfalli sem hófst í gær. Nýir sjúklingar verða ekki lagðir inn í verkfallinu. Deilt er um lífeyrisréttindi sjúkraliðanna. Þeir vilja vera í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins en SÁÁ harðneitar því og vill að sjúkraliðar verði í VR- sjóðnum.Ý- RÚV greindi frá. Löggan fær ágæta einkunn Ríkisendurskoðun hef- ur endurskoðað ársreikning Lög- reglustjórans í Reykjavik fyrir árið 2000 og komist að þeirri niður- stöðu að gott skipulag sé á fjárhags- og launabókhaldi, bæði hvað varðar framkvæmd þess og varðveislu gagna. - Mbl. greindi frá. Klám á lögregluvef Strik.is birti frétt um að með níu smellum væri hægt að komast af heimasíðu íslensku lögreglunnar í gegnun heimasíðu dönsku lögregl- unnar og yfir á danskt tenglasafn þar sem allt væri vaðandi í klámi. Strik.is hefur einmitt sætt rannsókn lögreglu vegna tenglasafns á sínum vef. VIII rafrænar kosningar Sigurgeir Sig- urðsson, bæjarstjór- inn á Seltjarnar- nesi, segir að raf- rænar kosningar séu það sem koma skal. Sjálfstæðis- menn á Seltjarnar- nesi hafi mjög góða reynslu af rafrænum kosningum. Á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins var hins vegar andstaða við slíkar að- ferðir við framkvæmd kosninga. - RÚV greindi frá. Fékk í skrúfuna Höll minninganna enn á toppnum Skáldsagan Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er í efsta sæti metsölulista DV aðra vikuna í röð. í öðru sætinu er síðan önnur íslensk skáldsaga en það er Höfundur íslands eftir rithöfundinn HaUgrím Helgason sem var í áttunda sætinu í síðustu viku. Bókin í þriðja sætinu hefur líka fært sig upp á við á listanum því hún var síðast í því tíunda. Það er Björg, ævi- saga Bjargar C. Þorláksson sem rituð er af mannfræðingnum Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. í ijórða sætinu er einnig að flnna ævisögu og er það Eyðimerkurblómið sem íjaUar um ævi sómalísku fyrirsætunnar og baráttu- konunnar Waris Dirie en sú bók var í öðru sætinu á fyrsta listanum fyrir þessi jól. Hinn göldrótti Harry Potter og eldbikarinn, eftir metsöluhöfundinn J.K. Rowling, hefur galdrað sig niður um tvö sæti og situr nú í því fimmta. Á eftir henni kemur svo matreiðslu- bókin Af bestu lyst H sem er í sjötta sætinu aðra vikuna í röð en hún er gef- in út af Vöku-Helgafelli í samstarfi við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð. í sjöunda sætinu er sjötta bókin um hið vinsæla par Evu og Adam eftir sænska rithöfundinn Máns Gahrton. Hún heitir Siðasta náttfatapartýið og er eina nýja bókin á listanum. Á eftir henni og í því átt- unda kemur Útkall í djúpinu eftir Ótt- ar Sveinsson og í því níunda situr ann- að bindi ævisögu Steins Steinarrs sem skrifuð er af Gylfa Gröndal. Að lokum er það síðan bókinni Graf- arþögn eftir Arnald Indriðason sem er í því tíunda. Bókin 20. öldin, sem var í níunda sætinu síðast, féll út af listan- um en var ekki langt frá þvi að komast inn að þessu sinni. Aðrar bækur sem einnig voru við það að komast inn voru unglingabókin Artemis Fowl og Litróf lífsins eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur. Samstarfsaðilar DV við gerð bóka- listans eru Mál og menning (5 verslan- ir), Hagkaup (7 verslanir), Bókabúðin Hlöðum, Egilsstöðum, og KÁ á Sel- fossi. Bóksölulistinn tekur mið af söl- unni síðastliðna viku og er sala síð- ustu helgar meðtalin. Bóksalan virðist vera komin nokkuð af stað í Reykjavík og er einnig farin að aukast í bókabúð- um á landsbyggðinni. -MA Metsólulisti rOT - sala bóka síðustu viku - 1. (1) Höll minninganna ^ í 2. (8) Höfundur íslands Ólafur Jóhann Ólafsson 1 Hallgrímur Helgason aE vi 3.(10) BJörg, ævlsaga Bjargar C. Þorláksson Sigríöur Dúna 4. (2) Eyöimerkurblómiö Waris Dirie 5. (3) Harry Potter og eldblkarinn J.K. Rowling I 6. (6) Af bestu lyst i± YÍ v/: 9- (-) Eva og Adam: Síðasta náttfatapartýiö Máns Gahrton 8. (5) Útkall í djúplnu Ottar Sveinsson (4) Steinn Steinarr 2. blndl Gylfi Gröndal | Mkssmítmmmmmmgi Y! 10. (7) Grafarþogn Arnaldur Indriöason (-) staöa í síöustu könnun A færðist upp Y færöist niöur -*9-stóö í staö Frystitogari Samherja, Bald- vin Þorsteins- son EA 10, kom öðru skipi fé- lagsins, Víði EA 910, til aðstoðar í gær. Fékk tog- arinn veiðarfærin í skrúfuna í Djúp- álnum út af ísaijarðardjúpi í fyrra- kvöld og tókst ekki að losa úr henni. Dró Þorsteinn Víði til ísafjarðar í gær þar sem skorið var úr skrúf- unni. - BB greindi frá. -Hkr Haldiö til haga Vegna fréttar í DV í vikunni um 30 kílóa hassmál sem kennt er við Spán er vert að eftirfarandi komi fram: Sagt var að tveir menn, sem að- eins eru ákærðir fyrir hlutdeild að málinu hefðu viðurkennt sök hjá lögreglu en síðan neitað slíku er þeir komu fyrir dóm. Hið rétta er hins vegar að mennirnir viður- kenndu aðild sem á sér stoð í gögn- um málsins en ekki saknæma hátt- semi. Þeir neituðu einnig saknæmu athæfi eftir að ákæra var gefm út á hendur þeim og þeir komu komu fyrir dóm við þingfestingu málsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.