Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 Menning DV Farsakennd fermingarbörn m Boðorðin tíu eru til um- fjöllunar í þessari nýju sögu Yrsu Sigurðardóttur. Hall- gerður er að fara að fermast og að þessu sinni verða tvö fermingarbörn valin úr hópnum til að fara í ferð til Parísar. Kristilegt líferni og hugarfar eiga að ráða því hverjir verða valdir. Hall- gerður ákveður, að ráðum yngri systur sinnar, Bríetar, að lifa samkvæmt boðorðunum tíu. En það reyn- ist heldur flóknara en virðist í fyrstu. Hallgerður og Bríet búa hjá föður sínum en móðir þeirra er dáin. Undirbúningur fermingar- veislunnar virðist ætla að verða foðurnum gjör- samlega ofviða. Til að mynda fer hann svo seint af stað að allar servíettur og sálmabækur eru upppantaðar í bænum. Hann leysir þó málið, kemst yfir ósótta sálmabók frá því i fyrra sem er merkt Höllu og ákveður að dóttir sín fermist með nafninu „Hallagerður" framan á sálmabók- inni. Og i staðinn fyrir servíettur kaupir hann upp eldhúsrúllulager Hagkaupa! Bókmenntir Fermingarundirbúningurinn er ekki eina um- fjöllunarefniö í bókinni heldur snýst sagan að miklu leyti um mannhæðarháa styttu af stofn- anda golfklúbbs þar sem faðir Hallgerðar situr í stjórn. Fyrir einskær mistök brotnar styttan í þúsund mola. Hallgerður vill ekki að pabbi sinn kenni sér um slysið og ákveður því að redda nýrri styttu. Einnig það reynist flóknara en virð- ist í fyrstu. Yrsa Siguröardóttir, verkfræöingur og rithöfundur Hefur getiö sér gott orö fyrir fyndnar og skemmtitegar barna- og unglingasögur. B10 er ekki hefðbundin saga um endalausar ástir og skot unglinga. Hér er áherslan lögö á að skopstæla íslenska unglinga og ekki síður ís- lenska foreldra með góðum árangri. Um leið er ýmsum góðum punktum laumað að. Grín er gert að foreldravaktinni, minnt er á að ver- aldleg gæði skipta ekki öllu og einnig er hæðst að verslunaræði íslendinga. Frábært er að lesa um verslunarstjóra Hagkaupa kvarta undan tillitsleysi grunnskólans vegna þess að starfsfólk- ið (þ.e. nemendur) þurfi reglulega að fara á íþróttamót eða í skólaferðalög! Þetta er því einum þræði leiftursnjöll og farsakennd ádeila. Hallgerður er sjálf mjög fyndin per- sóna, mikill unglingur en lika ósköp góð í sér. Hún og systir hennar Bríet, sem er ofviti með sjúkdóma á heilan- um, eru aðalpersónur sögunnar, en einnig koma mikið við sögu vinkoná Hallgerðar, Sonja, bróðir hennar Lúlli og svo Hannes og Bogi sem stelpumar eru svona aðeins að dufla við. Yrsu tekst vel upp í að skapa raunverulegar persónur þrátt fyrir farsakennda at- burðarás, og hún fellur ekki í þá gryfju að skella kynbundnum einkennum á alla. Fullorðnar persónur eru ekki síð- ur skemmtilegar, einkum pabbi Hall- gerðar en einnig smærri aukapersón- ur, s.s. bakarinn i Sparbakaríi. Yrsa hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilegar barna- og unglingasögur og B10 stendur vel undir væntingum. Sagan ætti að vekja kátínu og gleði hjá fermingarbörnum sem öðrum og ég mæli hik- laust með henni. Katrln Jakobsdóttir Yrsa Siguröardóttir: BIO. Mál og menning 2001. Bókmenntir Aðeins skugginn hreyfist Ýmislegt bendir til þess í ljóðabók Val- gerðar Benediktsdótt- ur, Ferðalagi með þér, að þar sé uppskera langs tíma - enda er þetta fyrsta bók henn- ar en áður hefur hún birt ljóð i safnritum og tímaritum. Einkum verður fyrsti hluti bókarinnar dálítið ósamstætt safn, en sjarmann hafa þau ljóö af því hvað stúlk- an sem talar þar er ung og vakandi fyrir stjörn- um himinsins, fuglum og fiskum (sem eru henn- ar dýr), laufunum sem falla, tímanum og eilífð- inni. í seinni hlutum bókarinnar er ort um hið kvenlega hlutskipti og samskipti kynjanna, og mörg ljóðanna eru sterk og næm. í ljóðinu „Úr ævintýrabókinni" mátar stúlkan sig inn í sígild- ar sögur, heldur að hún sé Gullbrá (sem slapp) en reynist vera önnur ævintýrapersóna og inni- lokaðri: Vakna í ókunnu húsi hleyp niöur stigann en grautarskálarnir enn ósnertar sný viö - kannski er minn tími ekki kominn man ekki eftir öörum eins svefni en sé þá þyrnana fyrir utan Eins og margar kynsystur Valgerðar yrkir hún um svik karla og baráttuna við þunglyndið. Hún vaknar ein í tvíbreiðu rúmi og verður „hugsaö um / auðn / sem eitt sinn var grasi vax- in“. Hún man eftir að hafa hlegið að sögunni af bræðrunum sem reyndu að bera ljós i hús sitt, en nú veit hún aö hún verður „sífellt / að gera hið sama / svo ekki myrkvist". Ljóðið „Söknuö- ur“ ristir djúpt og „Vikulok" er beinlinis of hrikalegt til að birta í dagblaði. Fjarri fer því þó að stúlkan í ljóðunum sé alltaf óhamingjusöm, hún er sæl og glöð til dæm- is í „Þú“, „Sumar“, „Líka hér“ og sennilega líka „í garðinum". En best eru ljóðin sem rata eín- hvern óvæntan milliveg sem þau eiga alein. í „Stjörnubjart" sýnir hún fram á fánýti amsturs og angistar með því að fullyrða að jörðin sé fjar- læg stjarna sem skein fyrir löngu - allt okkar brölt er löngu afstaðið, við bara vitum það ekki. í „Kvöldskuggum" er sýnt hvernig má eyða skuggunum með því að „grýta götuljósið"! Enn- þá betra er „Afstaða'” með sínu góða ráði við sorginni: Ég stend kyrr í sólinni aöeins skuggi minn hreyfist Nú er hann beint fyrir framan mig Bráöum veróur hann mér aö baki í efnisvali, aðferð og þó umfram allt tóni minna ljóð Valgerðar á ljóð nafnkunnra skáldsystra hennar á borð við Vilborgu Dag- bjartsdóttur og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Eins og ljóð þeirra takast þau á við tilvistina og eiga gleði, huggun og von handa okkur hinum. Silja Aðalsteinsdóttir Valgeröur Benediktsdóttir: Feröalag meö þér. Vaka- Helgafell 2001. Bókmenntir ____________________________________________ Sönn sakamál Saga Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings er hálfgerð starfskynning. Réttarsálfræöin er nýleg starfsgrein, en í henni hefur Gísli Guðjónsson náð miklum árangri og hefur m.a. tengst fræg- um sakamálum, þar á meðal málum fjórmenn- inganna sem kenndir voru við Guildford og Birmingham-sexmenninganna. Gísli er dæmi um íslending sem slær i gegn í útlöndum. Sú saga er ekki mjög áhugaverð í sjálfri sér, hér er fyrst og fremst á ferð hæfileika- maður sem hefur virkjað vel eigin hæfileika. Þar á meðal eru stilling, heiðarleiki og þraut- seigja. í æsku þjáist Gísli af ýmis konar fælni og heillast af sjónvarpsþáttum um Elliot Ness. Strax þá er lagður grunnur af ferli hans sem sál- fræðingur í þjónustu réttvísinnar. Hann er seinn af stað i háskólanáminu en fljótur að finna áhugasvið sitt. Skömmu eftir þrítugt er hann orðinn virtur sálfræðingur og kominn í kynni við sjálfan Eysenck. Eftir þetta færist sjónarhomið frá Gísla til fagsins. Hann skiptir fyrst og fremst máli sem maður í tilteknu starfi sem er bæði vitsmunalegt og spennandi. Núna eru orðnir til spennuþættir og kvikmyndir um rannsakendur í svipuðum störfum. Þetta efni höfðar greinilega til margra. Þá má benda á vinsældir dálka í blöðum um sönn sakamál. Það má því lesa ýmsa kafla í bók- inni sem hálfgildings spennusögur. Áherslan er þó á vinnubrögð sjálfræðingsins og það sem hann þarf að hafa í huga til að ná árangri. Gísli leggur áherslu á hlut- lægni sína. Hann rannsakar mál að beiðni málsaðila en komist hann að einhverju sem ekki hentar þeim heldur hann sínu striki. Þó að Gísli hafl lagt fram gögn sem skipta máli fyrir sýknu Guildford-fjórmenning- anna og Birmingham-sexmenn- inganna hafa niðurstöður hans ekki alltaf bent til sakleysis. Þó eru sumar niðurstöður hans um- deildar og í vísindum af þessu tagi er sjaldnast hægt að ná fullri vissu. Það verður að nægja sem sennilegast er. Ýmis svið starfsins eru sér- staklega til umfjöllunar, m.a. falskar játningar og gerð „sálfræðiprófíls". Kalla má það stórkost- legar réttarfarslegar framfarir þegar menn tóku að draga gildi játninga í efa en fram að því hafði játning undantekningalítið dugað til sakfelling- ar. Gísli og aðrir fagmenn hafa sýnt fram á að játningar eru mismarktækar og um það er ítar- lega fjallað. Fjöldamorðingjar eru orðnir góð- kunningjar flestra sjónvarpsáhorfenda og þar kemur gerð „sálfræðiprófíls" að gagni. Slíkur „prófíU" kom að góðu gagni við að handsama Atlanta-fjöldamorðingjann á sínum tíma og Gisli hefur einnig unniö við slíkt. Að mörgu leyti er Réttarsál- fræðingurinn eins og löng, ítar- leg og vönduð blaðagrein. Oft- ast hefur Gísli orðið sjálfur en einnig er leitað tU vina, kunn- ingja, íjölskyldu og samstarfs- manna og við það dýpkar myndin. Kannski var þetta ekki sist mikilvægt þar sem Gisli virðist hlédrægur og fá- orður maður. Anna Hildur Hildibrandsdóttir hefur unnið vel. Bókin er hröð, heldur at- hyglinni vel og lesendur verða margs vísari um starf réttarsálfræðingsins. Sjálfsagt verður þorstanum í frásagnir af sönn- um sakamálum þó seint svalað. Ármann Jakobsson Anna Hildur Hlldibrandsdóttir: Réttarsálfræöingurinn - saga Gísla H. Guöjónssonar prófessors. Mál og menn- ing, Reykjavík, 2001. Undirbúningur fyrir lestur Bókin Ljáöu mér eyra eftir ÁsthUdi Bj. Snorradóttur og Valdísi B. Guðjónsdóttur, sem Skjaldborg gefur út, byggist á spennandi og aðgengilegum verkefn- um sem þjálfa hljóð- kerfísvitund og stuðla þannig að aukinni lestarfærni. ÖU börn hafa gaman af að leika sér með málið, fái þau tækifæri við hæfi. Bókin er tUvalin fyrir foreldra sem vilja undirbúa barnið sitt fyrir skólagöngu, skólahópa í grunn- skólanum og til undirbúnings undir lestrarnám í fyrstu bekkjum grunnskól- ans. AUar leiðbeiningar eru auðskUjanleg- ar og einfaldar. Teikningarnar eru eftir Ingibjörgu Eldon Logadóttur, aðlaðandi og elskulegar. Þetta er bók sem margir hafa beðið eftir. Svona stór Bókin Svona stór eft- ir Þóru Másdóttur og Margréti E. Laxness er fyrir yngstu lesend- urna/hlustendurna, frá eins til fjögurra ára, og segir frá Tótu liUu sem týnir bangsanum sín- um. Hún leggur af staö tU að leita að hon- um og ýmislegt merkilegt verður á vegi hennar, bíU segir babú babú, kisa mjálm- ar og stelpa blæs sápukúlur, og öUu þessu tekur hinn ungi hlustandi virkan þátt i. Með þvi að hvetja bömin til að leika eftir hljóð og tjáningu sem koma fyrir á hverri opnu bókarinnar má örva mál- þroska þeirra og skUning á virkan og ánægjulegan hátt. Þóra Másdóttir hefur sem talmeina- fræðingur áralanga reynslu i að vinna með málþroska barna og kviknaði hug- myndin að sögunni þar. Margrét E. Laxness hefur áður mynd- skreytt fjölda barnabóka. Mál og menn- ing gefur út. Á smyglaraslóðum Harald Skjönsberg hefur getið sér gott orð fyrir barna- og ung- lingabækur. Málið á bókum hans er lipurt og hnitmiðað og því eru þær mjög auðveldar af- lestrar en líka spenn- andi. Nýja bókin hans frá Skjaldborg, Á smyglaraslóðum, segir frá tveimur drengjum sem verða vitni að smygli og viðbrögðum þeirra þegar ljómi ævintýris snýst upp í bitran raunveru- leika. Þórunn Júlíusdóttir þýddi söguna. A SMYGLARASLOÐUM Kokkur án klæða Ekki þarf að fjölyrða um vinsældir sjónvarps- kokksins Jamie Oliver, kokks án klæða. Hann snýr aftur í nýrri bók frá PP Forlagi núna fyr- ir jólin, töff og skemmti- legur, og alsæll með að fá að búa til bók númer tvö. „Þessi bók er ekki um flottan kokka- mat,“ segir hann í inngangi, „hún er handa venjulegu fólki sem vill flýta fyrir sér og fá góð ráö, fólki sem vill elda ein- faldan mat en hafa hann svolítið öðru- vísi, bragðbetri og æðislegri. Þetta er matur handa þeim sem vilja koma heim á kvöldin og elda almennilegan og góðan mat og skemmta sér konunglega á með- an.“ Það finnst Jamie einmitt vera kjami málsins: „Þetta snýst ekki bara um að borða." Aðalmálið eru hin mannlegu samskipti undir borðum - að rétta kart- öflumar og sinnepið, brjóta brauðið og sleikja puttana, segja gamansögur - nú, eða sorglegar sögur - úr erli dagsins. Jamie heldur uppteknum hætti og byrjar á að segja okkur hvað við eigum að hafa til reiðu i eldhússkápunum. Hann setur okkur inn í ýmsar kryddjurt- ir, skrifar einhvem máttugasta áróður fyrir staðgóðum morgunverði sem um getur, síðan tekur hann fyrir smárétti, salöt, súpur og seyði, pasta og risottó. Þá kemur fiskurinn og Jamie eldar skötusel, þorsk, vartara, ýsu og ails konar skelfisk; síðan koma kjötréttir, grænmetisréttir, brauðmatur, ábætisréttir og drykkir. Auk bókanna má nú kaupa myndband- spólur með matreiðsluþáttum Jamie Oli- ver.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.