Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 11 DV Útlönd REUTER-MYND Beöiö eftir matnum Afgönsk flóttabörn bíöa eftir aö fá mat frá alþjóölegum hjálparstofnun- um í flóttamannabúöum nærri Pes- hawar í Pakistan. Betur gengur að koma matvæla- aðstoð til skila Mun betur gengur að koma mat- vælaaðstoð til hungraðra borgara Afganistans nú en fyrir aðeins nokkrum vikum, að því er háttsett- ur bandarískur embættismaður sagði í gær. Að einhverju leyti hef- ur tekist að bæta upp fyrir töfina sem varð þegar Bandaríkjamenn hófu loftárásir sínar á landið í októ- berbyrjun. Fyrstu niu dagana í desember komu um þrjátíu þúsund tonn af matvælum til Afganistans sem er mun meira en það mark sem menn höfðu sett sér. Andrew Natsios, aðstoðarforstjóri hjálparstofnunar Bandaríkjastjórn- ar, sagði að hann væri mun bjart- sýnni nú en i fyrra mánuði. ísraelsmenn halda áfram hefndarárásum á palestínskar byggðir: Tveir ungir drengir létust í þyrluárás í gærdag REUTER-MYND Aznar greinir frá stefnu sinni José Maria Aznar, forsætisráöherra Spánar, greindi frá helstu áherslum sínum í formannstíö Spánar í ESB næstu sex mánuöina. Baráttan gegn hryðjuverkum verður í fyrirrúmi José Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, sagði í gær að barátt- an gegn hryðjuverkum yrði for- gangsverkefni næstu sex mánuði þegar Spánverjar verða í forystu fyrir Evrópusambandið. „Baráttan gegn hryðjuverka- mönnum er orðið helsta forgangs- mál Evrópusambandsins og verður það á meðan Spánn er þar í for- sæti,“ sagði Aznar i ræðu í spænska þinginu. Spænski fofsætisráðherrann, sem hefur óskað eftir þvi að Spánverjar gegni stærra hlutverki í málefnum Evrópu, sagði að Spánverjar myndu einnig berjast fyrir auknu frjáls- ræði í efnahagsmálum ESB og tal- aði fyrir nánari samskiptum við bæði Rússland og Tyrkland. Kínverjar loks gengnir í WTO Kínverjar gengu í Heimsvið- skiptastofnunina (WTO) í morgun og er búist við að það eigi eftir að hafa í fór með sér miklar breyting- ar í landinu. Bjartsýni manna var þó ekki nema í hófi þar sem margir draga í efa að kínversk stjórnvöld geti upp- fyllt skuldbindingar sínar við WTO. Þá óttast embættismenn að sárs- aukafullar umbætur geti leitt til ólgu meðal almennings. Venjulegir Kínverjar stukku ekki hæð sina í loft upp yfir tíðindinum þar sem þeir eru hræddir við að er- lend samkeppni muni ganga af fyr- irtækjunum sem þeir vinna hjá dauðum. Þeir gera sér þó vonir um að verðlag í landinu muni lækka i kjölfar inngöngunnar. REUTER-MYND Heim af spítala Sophie, tengdadóttir Englandsdrottn- ingar, kom heim af sjúkrahúsi í gær. Sophie Wessex heim af spítala Sophie, eiginkona Játvarðs prins, yngsta sonar Elísabetar Englands- drottningar, var heldur fól og fá þegar hún yfirgaf sjúkrahús fjórum dögum eftir að utanlegsfóstri sem hún gekk með var eytt. Hin 36 ára gamla Sophie brosti til fréttamanna og annarra velunnara þegar hún gekk út af sjúkrahúsi Ját- varðs VII í London með eiginmanni sínum. Greinilegt var þó að hún fann enn til. Talskona Buckinghamhallar sagði að læknar hefðu gefið grænt ljós á að Sophie færi heim til sín í Bagshot, um það bil fimmtíu kíló- metra vestur af London. Fram und- an er löng hvíld og afslöppun. Tveir Palestínumenn voru skotn- ir til bana nálægt bænum Tulkarm á Vesturbakkanum eftir að ísraelsk- ir hermenn hófu skothríð á bifreið þeirra. Mennirnir munu hafa ætlað sér að komast fram hjá eftirlitsstöð ísraelska hersins við þjóðveginn án þess að sinna stöðvunarmerkjum og munu hermennirnir þá hafa skotið aðvörunarskotum sem þeir sinntu ekki heldur. „Hermennirnir áttu því einskis annars úrkosti en að skjóta á bifreiðina með þeim afleið- ingum að báðir mennirnir létust," sagði talmaður hersins. Sjónárvottar frá nálægum palest- ínskum bæ höfðu aðra sögu að segja og sögðust hafa séð ísraelsku her- mennina elta tvo menn að akri í ná- grenninu þar sem þeir hafi skotiö þá á hlaupum. „Við sáum mennina tvo á hlaupum á undan hermönnun- um og stuttu seinna heyrðum við skothríðina," sagði Rajla Khalil, ung kona meðal sjónarvotta. Hreinsaö tii eftir ísraelska sprengjuárás Palestínskar byggöir á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu hafa oröiö fyrir stööugum hefndarárásum ísraelsmanna síðustu daga. í morgun gerðu ísraelskar her- þyrlur árásir á palestínskar byggðir á Gaza-svæðinu og lögðu meðal annars í rúst eina af bækistöðvum öryggissveita Yassers Arafats I bænum Beit Hanoun en að minnsta kosti fjórum sprengiflaugum var skotið á bygginguna úr tveimur þyrlum. Ekki höfðu borist fréttir um mannfall en þetta er fjórða bækisstöð öryggissveitanna á Gaza- svæðinu sem ísraelsmenn eyði- leggja á einni viku. I gær gerðu ísraelsmenn þyrlu- árás á bæinn Hebron á Vesturbakk- anum með þeim afleiðingum að tveir drengir, þriggja og þrettán ára, létu lífið. Yfirvöld í Israel segjast munu halda áfram aðgerðum sinum gegn palestínskum hryðjuverkamönnum þar til þeim linni en á síðustu tíu dögum hafa fimm sjálfsmorðsárásir verið gerðar á ísraelska borgara þar sem 29 hafa látist. Óblíöar móttökur í Brasilíu Grænfriöungar fengu heldur óblíöar móttökur þegar þeir efndu til mótmælaaögerða fyrir utan þing Brasilíu í höfuöborg- inni Brasilíu. Öryggisveröur hrintu mönnum bara út í tjörn viö þinghúsið. Grænfriöungar voru aö mótmæla fyrirætlun- um um aö leyfa innflutning erföabreyttra matvæla til Brasilíu. Kofi Annan tók við friðarverðlaunum Nóbels í gær: Hvatti til aukinnar áherslu þjóða heims á mannréttindi Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims til að leggja aukna áherslu á mannréttindi þegar hann veitti frið- arverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Ósló í gær. Annan, sem deilir verðlaununum með samtökunum sem hann stjórn- ar, sagði að á 21. öldinni ættu Sam- einuðu þjóðirnar að hafa það að leiðarljósi að það að bjarga einu mannslífi jafngilti því að bjarga mannkyninu sjálfu. „Við höfum gengið inn í þriðja ár- þúsundið um logandi hlið,“ sagði Annan meðal annars í þakkarræðu sinni og vísaði þar til hryðjuverka- árásanna á Bandaríkin í september og átökin í Afganistan og deiluna fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Ef við sjáum nú betur og lengra, eftir voðaverkin 11. september, munum við átta okkur á að mann- kynið er eitt og óskipt. Nýjar ógnir gera engan greinarmun á kynþátt- REUTER-MYND Á nóbelshátíö Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagöi þegar hann tók viö friöarverö- launum Nóbels aö berjast þyrfti gegn fátækt og styrjöldum og stuðla aö auknu lýðræöi í heiminum. um, þjóðum eða trúarbrögðum," sagði framkvæmdastjóri SÞ í Ósló á 100 ára afmæli friðarnóbelsins. unni Vorum að taka upp nýjar vörur frá París og Portúgal Mikið úrval af vönduðum vörum sem aðeins fást í Kókó Krínglan Sími 568 9995 - Fax 551 1160. E-mail: eign@mmedia.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.