Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 13 DV Svona var Fjörðurinn og fólkið Á laugardaginn var opn- uö í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnar- íjarðar, sýning á verkum ljósmyndarans Ásgeirs Long. Ásgeir er ekta Gaíl- ari, en þeir einir sem fædd- ir eru undir súð fyrir sunn- an læk eiga rétt á þeim titli. Á sýningunni í Hafnar- borg eru milli 280 og 290 myndir, allar svart/hvítar. Þær elstu eru frá 1943-5. Líta verður á sýninguna frá heimildarsjónarmiði fyrst og fremst, þar sem hugað er að atburðum og fram- kvæmdum, bjástri fólks í dagsins önn við að afla sér viðurværis og eins við tóm- stundagaman. Sýningin er opin fram að jólum alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Á morgun kl. 16 verður kvikmyndin Tunglið tunglið taktu mig eftir Ásgeir sýnd sem veggbíó í Hafnarborg og sunnudaginn 16. desem- ber kl. 16 verður myndband með Gilitrutt sýnt á skjá- varpa í Hafnarborg í tengsl- um við sýninguna. Steinunn í dómnefnd Nýverið var tilkynnt að Steinunn Sigurðar- dóttir hefði verið skipuð í dómnefnd sem ákveður hver hlýtur IMPAC-bókmenntaverö- launin (The International IMPAC Dublin Literary Award), stærstu bók- menntaverðlaun í Evrópu á eftir Nóbelsverðlaununum, árið 2002. Steinunn verður ekki ein i dómnefndinni því auk hennar sitja þar fimm virtir verölaunahöfundar víðs vegar að úr heiminum: Michael Holroyd, kunnur breskur ævisagnahöfundur, Jennifer Johnston, írskur skáldsagnahöfundur, Audrey Thomas frá Kanada, George Volpi, mexíkóskur skáldsagnahöfundur og Allen Weinstein, bandarísk- ur prófessor og formaður dómnefndar. Til verðlaunanna var stofnað árið 1996 og hafa þau verið afhent árlega fyr- ir skáldverk á ensku, frum- samið eða í þýðingu. Alþjóð- leg dómnefnd ákveður hver hlýtur þau hyerju sinni en bókasöfnum víða um heim er heimilt að leggja fram bækur til verðlaunanna. Dyflinnarborg stendur að verðlaununum ásamt fyrir- tækjunum Dublin Cor- poration og IMPAC en Borg- arbókasafnið í Dublin sér um framkvæmdina. Verð- launaféð nemur 100.000 írsk- um pundum eða tæplega 12 milljónum króna og eru þetta hæstu peningaverð- laun sem veitt eru fyrir bók- menntaverk í hinum ensku- mælandi heimi. Það ber einnig til tiöinda að Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson hefur nú verið tilnefnd til verð- launanna sem veitt verða á næsta ári. Hann er þar í góðum félagsskap því meðal annarra höfunda sem til- nefndir eru má telja Marg- aret Atwood, André Brink, A.S. Byatt, Jostein Gaarder, Kazuo Ishiguro, Ben Rice (fyrir Pobby og Dingan sem Vaka-Helgafell gefur út nú fyrir jólin) og Philip Roth. Goðsöguleg sköpunarsaga DV-MYND HILMAR ÞÖR Rithöfundurinn og skáldið Sjón Myndin minnir á að Sjón er einn fárra íslendinga sem tilnefndur hefur verið til óskarsverðlaunanna Með titrandi tár er framþpld síðustu skáldsögu Sjóns, Augu þín sáu mig sem kom út fyrir einum sjö árum. Flóttamaðurinn Leó Lowe, sem dvaldist í leyniherbergi i gisti- húsinu í Kúkenstadt í fyrra bindinu, er nú kominn til ís- lands með sitt sérkennilega hafurtask. í gamalli hattöskju geymir hann verð- andi son sinn, barn úr leir og ýmsum dularfullum efnum sem hann ætlar sér að vekja til lífsins með aðferðum ættuð- um úr gyðinglegum launhelgum. Auk þeirra fræða sækir sagan í aðrar helgi- sögur, íslenskan og evrópskan þjóð- sagnaarf, drengjasögur og glæpasögur og ekki síst í fjölbreytta flóru íslenskra fræða á jaðrinum; háfleygar kenningar sem allar gengu út á að ísland væri naíli alheimsins og íslendingar beinir afkomendur mestu menningarþjóða sögunnar. Það sem einkennir þessa sögu líkt og fyrri bókina er hvemig allar þessar sögur, sumar uppdiktaðar, aðrar fengn- ar að láni, eru ekki vísanir eða krydd í frásögnina heldur sjálfur drifkraftur hennar. Sagan flyst áfram frá sögu til sögu, tengingarnar eru alfarið á for- sendum tungumálsins og táknanna eða misaugljósra hugdettna sögumannsins. Þannig liggja rætur heils tröllakyns, sem kemur nokkuð við sögu í bókinni,' í örnefninu Tröllaskaga, sem aftur teyg- ir sig alla leið tfl Neðra-Saxlands í kostulegri upprunagoðsögn í fyrsta kafla sögimnar. Ásamt fyrri bókinni er Með titrandi tár einhver margræðasta skáldsaga síðustu ára. Sögumaðurinn sver sig í ætt hrekkjalóma og bragðar- efa. Hann hleypur reglulega út undan sér i óvæntar áttir og platar lesandann og stríðir honum. Sjón er um margt einstæður höfundur. Sagnamennska hans er meira margradda og skáldsögu- legri en obbinn af íslenskum frásagnar- bókmenntum. Það sem tengir allar sögurnar saman er sköpunin. Saga Leós Löwe er um leið sköpunarsaga sonar hans, Jósefs. Jósef er ekki mennskur, hann er hóminkúlus, skapaður í mynd manns. Raunar er Leó ásamt aðstoðarmönnum sínum, tröllvöxnum amerískum guð- fræðingi og rússneskum njósnara með dýrslega vansköpun, eini fuilkomlega mennski maðurinn sem fyrir kemur í sögunni. Og þessi þrenning er öll á mörkum mennskunnar (gott ef Leó er ekki sebrahestur!). Mannkynið virðist því hafa vikið fyrir blendingum og gervimennum. Þannig spannar þessi saga Sjóns allt frá goðsögulegri bernsku heimsins, þegar risar og englar gengu um jörðina, til samtímans þar sem mannkynið sem drottnari jarð- arinnar er að renna saman við dýr og vélar. Sögumaðurinn er fultrúi hins nýja en þó eldfoma mannkyns sem fæð- ist eftir að sögunni lýkur og dómsdegi hefur verið slegið á frest. Líkt og síðasta saga Sjóns er Með titrandi tár bullandi skemmtileg og fyndin. Hún bregður sér í margra kvik- inda líki, er grótesk, ljóðræn, dulspeki- leg og heimssöguleg. Saman mynda þessar tvær skáldsögur Sjóns magnaða aldarlokakviðu. Þetta eru fantasíur, þar sem allt er með ólíkindum en þó spriklandi af jarðbundnu lífi, dauða, kynlifi og slagsmálum. Hér er allt eins og það á að vera. Jón Yngvi Jóhannsson Sjón: Meö titrandi tár. Mál og menning 2001. Tónlist Á mörkum hins sadíska Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Valgerður Andrésdóttir píanóleik- ari héldu tónleika á vegum Caput hópsins í Listasafni Reykjavikur síð- asta laugardag. Á efnisskránni voru aðallega verk frá sjöunda áratugnum eða lokum þess sjötta. Tónleikamir hófust og enduðu á tónlist eftir japanska tónskáldið Kazuo Fukushima; fyrra verkið var Þrír þættir úr Chu-u (1964) en hið síð- ara bar nafnið Ekagra (1957). Tón- smíðamar eru böm síns tíma, en í þeim má líka greina áhrif frá jap- anskri hefð, gott ef maður heyrði ekki endurómun úr tónlist Sjintóá- trúnaðarins, sem er hin gamla heiðni í Japan. Bæði verkin eru sambland af aggressífum hendingum og ómþýð- um, veikum tónaröðum, og myndar hið harða ramma utan um hið mjúka. Útkoman var stemning sem var áhugaverð, enda var flutningur þeirra Kolbeins og Valgerðar einstak- lega vandaður. Kolbeinn hafði af- burðavald yfir tóni flautunnar i öll- um styrkleikabrigðum og hinar hvössu hendingar píanósins voru yf- irvegaðar og vel mótaðar af Valgerði. Samleikur þeirra tveggja var í fremstu röð, og sérstaklega aðdáunar- verð í ljósi hinnar flóknu hrynjandi sem einkennir tónsmíðamar. Að mörgu leyti var æskuverk breska tónskáldsins Brian Femey- hough, Four Miniatures fyrir flautu og píanó (1965), keimlíkt japönsku tónlistinni, enda frá svipuðum tíma. Tónsmíðin var þó mun fantalegri, hið árásargjama var á mörkum hins sadíska, og var það nokkuð þreytandi er á leið. Hefði þetta sjálfsagt verið DV-MYND E.ÓL. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari DV-MYND ÞÓK Valgeröur Andrésdóttir píanóleikari Samleikur þeirra tveggja var í fremstu röð. með öllu óbærilegt ef flytjendur hefðu ekki verið svona fágaðir og meðvitaðir um finlegustu tónbrigöi. Mun innihaldsríkara var Garak (1963) eftir kóreska tónskáldið Isang Yun. Þetta er einstaklega vel saman- sett tónsmíð, framvindan hnitmiðuð og heildarmyndin sterk, og var hún glæsilega flutt af þeim Kolbeini og Valgerði. Tvö nýleg verk voru á efnis- skránni, Simple Motion frá 1993 eftir bandaríska tónskáldið Daniel Kessner og Lament frá 1990 eftir Áskel Másson. Vom báðar þessa tón- smíðar kærkomin tilbreyting frá öðr- um verkum á tónleikunum, efnistök- in afslappaðri og ekki þessi rembing- ur að hafa allt sem flóknast og óm- stríðast. Simple Motion eftir Kessner grundvallast á afar einfaldri hrynj- andi sem lét þægilega í eyrum og Lament eftir Áskel er tregaþrunginn söngur fyrir einleiksflautu í mjög einfóldu formi. Var túlkun Kolbeins þar markviss og tilfinningarík, og náði hann að skapa magnað and- rúmsloft með leik sínum. Jónas Sen ____________________Menning Umsjön: Silja Aðalsteinsdóttir Kvöldlokkur Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar koma saman og halda sína árvissu tónleika undir heitinu „Kvöldlokkur á jólafóstu" í Fríkirkjunni við Tjörnina annað kvöld kl 20.30. Leikin verða lög úr „Töfraflautunni" eftir Mozart og c-moll serenaða hans og partíta fyrir níu blásara eftir Krommer. Tónlist fyrir blásara, svonefnd „Harmon- iemusik", naut gífurlegra vinsælda á síð- ustu tugum átjándu aldar fram á fyrsta fjórðung þeirrar nítjándu. Auk Mozarts og Krommers sömdu tónskáld á borð við Jo- hann Christian Bach, Haydn og Beethoven verk fyrir stórar sem smáar blásarasveitir. Tónlist þessi blómstraði einkum í Vínar- borg þar sem aðallinn kepptist um að hafa í þjónustu sinni blásarahópa. Efnisskráin nú er ágætur þverskurður af því besta sem í boði var á seinni hluta 18. aldarinnar. Þeir sem koma fram á tónleikunum eru Daði Kolbeinsson og Peter Tompkins, óbó, Einar Jóhannesson og Sigurður I. Snorra- son, klarínettur, Jósef Ognibene og Þorkell Jóelsson, horn, Hafsteinn Guðmundsson, Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergsson, fagott og kontrafagott, og Richard Korn, kontrabassi. Anna aftur Skáldsagan Anna eftir Guðberg Bergsson kom fyrst út árið 1968 og vakti undir eins mikla athygli. Nú sætir tíðindum að Guð- bergur hefur endurritað hana og endurskoðað, en hann hefur á liðnum árum unnið algerlega einstætt verk í íslenskri bókmenntasögu með því endurrita á skipulegan hátt fyrri bækur sínar í því skyni að bæta við þær „nýjum tíma“, eins og hann hefur sjálfur komist að orði. Allt frá því tónar útvarpsmessunnar glymja á sunnudagsmorgni til þess að fólk fer á fætur á mánudagsmorgni fylgist les- andinn með samræðum, vitrunum, draum- um, hugsunum og myndbreytingum fólks- ins á Tanga. Timbruð vinnudýrin pústa út eftir að hafa kýlt vömbina á sunnudags- steikinni og láta sig dreyma um æsileg æv- intýri með erótískum kynjafiskum eða vesl- ast upp í eilífri endurtekningu leiðans. Á heiðinni lúrir Kaninn eins og goðsagna- ormur á gulli sínu og dregur fram með ná- lægð sinni nýlendueðli og þrælslund þeirra sem bíða dáðlausir eftir frelsinu en skortir ímyndunarafl til að skapa sér sjálfstæða til- veru. Forlagið gefur þessa nýju Önnu út. Jónína Benediktsdótt- ir er þekkt baráttukona úr íslensku þjóðlífi og vinsæll fyrirlesari. Hvatningarnámskeið hennar, Konur i kjafti karla, vöktu mikla at- hygli og bók hennar, Dömufrí, sem Salka hefur gefið út, er að hluta til byggð á þeim. Jónína lýsir ólíkum viðhorfum karla og kvenna og togstreitunni sem myndast þeg- ar konan og móðirin reynir að uppfylla all- ar þær kröfur sem gerðar eru til hennar í hörðum heimi viðskiptanna þar sem lög- mál karla eru ráðandi. Bókin geymir fjölda heilræða fyrir kon- ur sem vilja ná betri tökum á lífi sínu og láta drauma sína rætast, enn fremur marg- víslegar hugleiðingar um lifið og tilveruna. Didda syngur Bessie Smith Bessie Smith er ein þekktasta blússöngkona Bandaríkjanna, var um tíma einn best launaði listamaður álfunnar, stóð í eilífri baráttu vegna kynþáttar síns, týndi aldrei hjarta sínu en lífi sínu alltof snemma. Didda skáldkona syngur henni til dýrðar í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld kl. 20.30. Með Diddu leika þekktir tónlistar- menn. Kynntur verður glænýr diskur með prógrammi kvöldsins. Dömufn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.