Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 16
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 Skoðun I Réttlætanlegur verðmunur? A Keflavíkurflugvelli Flugfargiöld eru lægri utan háannatímans um jólin. Spurning dagsins Hvaða jólagjöf er þér erfiðust? Þórdís Hauksdóttir, verðandi móðir: Þaö er erfiöast aö velja fyrir kallinn. Þaö er eina giöfin sem ég á eftir. Gunnar Halldórsson bifvélavirki: Þaö er gjöfin handa pabba, hann er svo erfiöur. Ég á þá gjöf eftir. Ásgeir Óskarsson tónlistarmaður: Þaö getur veriö erfitt aö vetja fyrir konuna. Ingvar Valgeirsson smápoppari: Hrikalegt aö velja fyrir son minn. Hann á afmæli 27. desember svo þetta er alltaf tvöföld ánægja. Guðmundur Reynisson vörubílstjóri: Þaö er mjög erfitt aö velja fyrir kon- una. Hún á einhvern veginn allt sem mér dettur í hug. Árni Ægisson afgreiöslumaður: Yfirleitt er þaö kærastan en þaö var ekkert mál í ár, ég er löngu þúinn aö kaupa þá gjöf. Þórður Gistason skrifar: Enn og aftur undrast maður verð- lagningu Flugleiða í farmiðasölu til íslands fyrir hátíðarnar. Farmiði frá Orlando til Keflavikur kostar $ 1005 fyrir tímabilið 22. des. 1. til 4. jan. ‘02. Miði frá Orlando til London -með millilendingu í Keflavík - á sama tima i sömu flugvél - kostar $ 433 (þú mátt ekki sleppa London- leggnum!). Óska ég eftir skýringu frá Flugleiðum á þessum mikla mis- mun upp á $ 572. Til samanburðar má geta þess að með British Airways kostar $ 500 frá Orlando til London sömu dag- setningar og til að komast til ís- lands þarf þá að bæta við $ 650 fyr- ir miða frá London til Keflavíkur með Flugleiðum. - Landið er því „vel varið“ af Flugleiðum! Hinn 6. janúar 2002, örfáum dögum síðar, kostar einungis $ 299 frá Or- lando til Keflavíkur með Flugleiðum. Þar munar $706 á desember- og janú- arverði. Læðist að manni sá grunur að þessu verði sé beint að fólki sem vill verja jólunum á íslandi sem í mörgum tilfellum eru íslendingar að heimsækja fjölskyldur sínar. Svar frá Flugleiðum hf. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi skrifar: Því er til að svara að millilanda- flugið er frjáls starfsemi, harður samkeppnisheimur sem gengur út á framboð og eftirspurn. Flugfélögum er frjálst að fljúga milli íslands og Orlando, en ekkert þeirra „þarf' þess. Markaðurinn ræður. Verðlag er frjálst og allir vilja Ragnheiður Sigurðardóttir skrifar: Það er kannski af því að við erum svo fámenn þjóð að það er mjög fá- mennur hópur sem er í viðtölum ís- lenskra fjölmiðla. Og fréttir eru skreyttar viðtölum við fólk sem við erum farin að venjast sem tals- mönnum verkefnanna, átakanna eða þrýstihópanna sem eru svo fyr- irferðarmiklir hér. Marga hef ég heyrt taka undir með honum Sigur- dóri Sigurdórssyni blaðamanni sem hafði það eftir kunningja sínum, að hér á landi hlytu að búa mun fleiri en manntal greinir frá - jafnvel um 500 þúsund manns. Þess vegna væri því hægt að sækja á mun víðari lendur þegar leita þarf álits lands- manna. „Millilandaflugið er frjdls starfsemi, harður samkeppn- isheimur sem gengur út á framboð og eftirspurn. Flug- félögum er frjálst að fljúga milli íslands og Orlando, en ekkert þeirra „þarf“ þess. Markaðurinn rceður.“ bjóða lágt verð til að fá sem flesta farþega - en hafa jafnframt fyrir út- lögðum kostnaði. Flugleiðir bjóða þjónustu á mörgum mörkuðum. Við verðákvarðanir er horft til efna- hagsástands á hverjum stað, til árs- tíma og samkeppnisaðstæðna og reynt er að hafa mikla breidd í verði og þjónustu. Markaðsfólk okk- ar í Bandaríkjunum metur stöðuna e.t.v. svo að á ákveðnum tíma sé nauðsynlegt að lækka verö til London, en ekki til Kaupmanna- „Marga hef ég heyrt taka undir með honum Sigurdóri Sigurdórssyni blaðamanni sem hafði það eftir kunningja sínum að hér á landi hlytu að búa mun fleiri en manntal greinir frá ... jafnvel um 500 þúsund manns.“ Það eru ekki oft viðtöl við Pétur og Pál úr röðum kaupmanna, bænda, verkamanna, iðnaðar- manna, bílstjóra, húsmæðra, versl- unarfólks, já hinna almennu neyt- enda, o.s.frv. Hins vegar sé ég og heyri mikið frá „talsmönnum" þess- ara stétta; formanni Neytendasam- hafnar eða íslands. Önnur sjónar- mið geta gilt í Evrópu. Nú erum við á íslandi t.d. með jólapakkatilboð til Evrópuborga eft- ir áramót upp á 19.900 kr. Þvi bjóða Flugleiðir, líkt og önnur flugfélög, ódýrari kosti utan há- annatímans um jólin, m.a. til að nýta betur flugvélarnar á þeim tíma. Fyrir 15. des. er fargjaldið Or- lando-Reykjavík-Orlando $470, það er $945 rétt fyrir hátíðar þegar eftir- spurnin er meiri en framboðið og svo lækkar það aftur. Sambærilegt verð yfir háannatímann til Kaup- mannahafnar er $980 og til London $778. Tilboð það til London sem Þórður nefnir ($433) mun ekki gilda á þessum tíma. Á íslandi er verðið $613, eða allnokkru lægra. Gífurleg fjölgun ferðamanna til íslands á undanförnum árum, eink- um á veturna, bendir hins vegar ekki til þess að verð hjá Flugleiðum sé of hátt. takanna, formanni ASÍ, formanni bændasamtakana, auk allra ann- arra formanna og talsmanna. Ég er líka orðin leið á skáldun- um, listamönnunum og þingmönn- unum sem sífellt koma sem „gestir þáttarins" í dagskrárliðum RÚV og víðar. Ég nefni Diddú, Ómar, Þórð í Þjóðhagsstofnun, Grétar í ASÍ, Matthías og Ólaf Jóhann stórskáld, Sigga Hall, Samherjabræður, Magn- ús í Ferðamála og þá Flugleiða- menn. Og svo einsleita hópinn í þættinum í vikulokin þar sem hæfi- leg blanda af „gagnkynhneigðum" (les: konum og körlum) er ávallt til taks og sumir eru þar orðnir fastir liðir eins og venjulega. - Já, ég þreytist á þessum andlitum og rödd- unum sem úr þeim koma. Ofnotaöir í fjölmiölum • • Orvæntið Guðni Ágústson var í nánast öllum fjölmiðlum um helgina að ræða um nauðsyn þess að stokka upp í ríkisstjórnarsamstarfmu og skilst Garra að sú uppstokkun eigi að sýna að full alvara sé í því að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið. „Það væri mjög heppilegt núna að reisa sig til nýrrar sóknar á síðari hluta kjörtímabilsins með því að endurskipuleggja stjórnarráðið með ákveðnum hætti og sýna með þeim hætti að menn ætli að halda dampi og halda áfram að efla lífskjörin og engin ástæða sé til að örvænta." Þannig fórust Suðurlandsgoðanum orð um framtíðina í ríkis- stjórninni og Garri hefur um helgina fagnað því að hann sem vesæll launamaður þurfi ekki að örvænta yfir framtíðinni. Ráðherrar muni vaka yfir honum eins og kerúbar og serúfar með end- urnýjaðan þrótt eftir að hafa farið einn hring í uppstokkunarhringekjunni. Allt fer vel Og það hefur líka glatt Garra að sjá að hann er ekki einn í heiminum þegar kemur að þeirri öryggistilfinningu sem hin vængjuðu orð land- búnaðarráðherra veittu honum. Þannig fagna t.d ungir framsóknarmenn þessum orðum ákaflega á heimasiðu sinni, Maddömunni, í gær og ekki eigi er að efa að fleiri munu bæt- ast í hópinn samfara því að þessi gleðifrétt berst út um heimsbyggðina. Ríkisstjórnin ætlar sem sé að stýra þjóðar- skútunni styrkri hendi til hafnar, út úr þeiri efnahags- brælu sem nú hefur ýft öldu- toppa og framkallað vott af sjóveiki hjá landsmönnum. Allt mun því fara vel - eins og doktor Altúnga sagði iðu- lega í sögunni af Birtingi. Kannast ekki víð spádóminn Og nú bíður Garri einfald- lega eftir hinni miklu upp- stokkun í ríkisstjórninni - eftir hinu nánast trúarlega tákni sem mun styrkja sann- færingu hans og staðfesta að allt muni fara vel. Enn er ekki kominn tími til að örvænta því varla gerast hlutirnir það hratt að uppstokkunin komi strax daginn eftir yfirlýsingu Guðna goða eða jafnvel næstu daga eftir hana. Hins vegar er annað sem veldur Garra ugg og veldur honum efasemdum um að spádómur Guðna um hina björtu framtíð sé réttur. Það eru við- brögð Geirs Haarde við ummælunum. Geir virðist ekkert kannast við upp- stokkun og ef Geir kannast ekki við hana þá er eins víst að enginn annar ráð- herra kannist við hana heldur. Efa- semdirnar sækja því á: Getur verið menn ætli ekki að „halda dampi og efla lífs- kjörin“? Er kannski ástæða til að ör- vænta? Því lengur sem uppstokkunin dregst því háværari verða efasemdirnar. Garri vonar bara að upp- stokkunin komi fljótt, því efinn nagar og mun bráðlega fara að varða sálarheill hans. Staöfest- ing spádómsins er því ekkert annað en lífsspursmál! C\Xffi Erlendur gjaldeyrir Jafnt eftirsóttur sem langsóttur. Gjaldeyrinn heim EirTkur Sigurðsson skrifar: Það hefur komið fram upp á síðkastið í greinaskrifum og í máli manna í millum að talsverð brögð séu að því að sá gjaldeyrir sem í raun ætti að berast inn í íslenskt þjóðarbú, t.d. vegna hækkaðs verðs útflutnings- afurða, eða af beinni sölu fiskiskipa, skilii sér ekki sem skyldi. Þetta er auðvitað i höndum þar til bærra yfir- valda í Seðlabankanum eða í við- skipta- eða fjármálaráðuneytinu. Þori ekki að fullyrða frekar um það. Hitt er rannsóknarvert, hvort einkaaðilar eða heilu fyrirtækin fá að ráðstafa gjaldeyri erlendis, kannski til að grynnka á erlendum skuldum t.d. fiskiskipa, og geta þá jafnvel lagt inn á einkareikninga umtalsverðar upp- hæðir. Fróðlegt væri að fiölmiðlar fræddu lesendur sína og áheyrendur frekar um þetta. Fjárhundurinn fannst Júlíana Sverrisdóttir, Vogjjm. Hofsósi skrifar: Fjárhundurinn Spori frá Vogum í Skagafirði fannst dáinn við Siglu- fiarðarveg fyrir ofan bæinn Voga. Líklegt er að hann hafi orðið fyrir bíl. Fjölskyldan í Vogum auglýsti í frétta- blaðinu Feyki eftir hundinum og úr því urðu miklar fréttir, og ekki allar góðar eða sannar. Fjölskyldan í Vog- um skrifaði ekki þær greinar og hef- ur ekki kennt hundum eða mönnum um hundshvarfið. Við höfum ekki annað en gott af sleðahundunum og kvikmyndatökufólkinu öllu að segja, og var allt skrifað án okkar samþykk- is. Þá viljum við leiðrétta að Spori var hreinræktaður, en ekki blending- ur eins og fram kom í fréttum. Sviösmynd úr „Hægöunum" Allt gott nema teikurinn? Gott leikrit Auðar Halldóra Gunnarsdóttir hringdi: Mig langar til að hrósa Sjónvarps- leikritinu Góðar hægðir eftir Auði Haralds sem var á dagskrá sl. þriðju- dag. Efnið var nefnilega aldeilis i takt við tímann. Frekjunni og tilætlunar- seminni í „blessuðum börnunum" voru þarna gerð góð skil og gátu áreiðanlega margir þekkt sig þarna i flestum hlutverkunum. Ég er hins vegar sammála Eiríki sem skrifar um leikritið i sl. viku, að það var ekki nægilega vel leikið. Þessar grettur og geiflur tilheyra liðnum tíma. Svona góðir listamenn hafa kannski ekki notið sín á þessum stað í borginni. - En allar götur, gott samt og þökk fyr- ir skemmtunina. Tíðar stórsektir Torfi skrifar: Það er kannski ekki úr háum söðli að detta fyrir okkur íslendinga, hvað varðar lögbrotin og dómana, þeir eru og hafa ávallt verið tíðir hjá okkur í þessu þó litla og fámenna þjóðfélagi, Mér finnst þó keyra um þverbak þess- ar vikurnar. Það linnir ekki á dómun- um; stórsektir, fangelsanir og svipting- ar hvers konar eru daglegar fréttir fjölmiðlanna. Og undirrótin virðist í flestum tilvikum af sama meiði; græðgin og óstjórnlegt hömluleysi. ís- lendingar eiga litið erindi i „bisness- inn“ eða í fiármálin yfirleitt. Ég tel víst að dómgreindarleysið ríði þjóð- inni að fullu innan skamms. sna Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, ÞverhoHi 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.