Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 5 DV Fréttir Bátar frá Ólafsvík halda til leitar á laugardag Enn er tveggja skipverja Svanborgarinnar saknaö en víötæk leit á fjörum og sjó hefur staðið yfir frá því skipið fórst á föstudagskvöld. Fánar blakta í hálfa stöng í Ólafsvík: Fólk stendur saman á erfiðum tímum - segir bæjarstjórinn - Sjóslysamynd var tekin af dagskrá Stöðvar 2 DV-MYND PJ Flaggaö f hálfa stöng Fánar blöktu víða í hálfa stöng í Ólafsvík um helgina í kjölfar hins hörmulega sjóslyss á föstudagskvöid. „Hér eru allir harmi slegnir eftir þennan hörmulega atburð og sam- kennd fólksins er mikil. Hugur fólks er hjá þeim sem nú hafa svo mik- ið misst. Það er nú kannski einn af kostum þess að búa í fámennu samfélagi úti á landi að hér þekkja allir alla og fólk stendur saman á erfiðum tímum sem nú,“ sagði Kristinn Jónasson, bæjar- stjóri í Snæfellsbæ, 1 samtali við DV í gær. Fánar blöktu víða i hálfa stöng í Ólafsvík í gær eftir hið hörmulega sjóslys á föstudagskvöld- ið þegar Svanborg SH 404 fórst við Öndverðarnes og með henni einn maður. Tveggja manna er enn sakn- að og leituðu björgunarsveitarmenn þeirra allan gærdaginn. „En það er ljós í myrkrinu að einn maður skyldi bjargast með giftusamlegum hætti,“ sagði bæjarstjórinn. Á sunnudagskvöldið var í Ólafs- víkurkirkju haldin kyrrðarstund vegna þessara hörmulegu atburða. Hún var fjölsótt og Kristinn segir að þar hafi glögglega mátt fmna þann mikla samhug sem ríki meðal fólks vestra - og sjálfsagt allrar þjóðar- innar - nú á þessum erfiðu dögum. Kristinn segir enn fremur að sjó- slysið á föstudagskvöldið ýfi vissu- lega sár margra því þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hafið taki menn á Snæfellsnesi. Slíkir atburðir reyni alltaf á fólk og margir upplifi þá í raun aftur nú. Frumsýna átti á Stöð 2 á laugar- dagskvöldið sjóslysamyndina Per- fect storm, með þekktum leikurum á borð við George Clooney. Að sögn Pálma Guðmundssonar, markaðs- stjóra sjónvarpssviðs Norðurljósa, var í ljósi aðstæðna vegna hins hörmulega sjóslyss ákveðið að taka myndina tímabundið af dagskrá. „Okkur fannst engan veginn viðeig- andi að sýna svona mynd á þessum tímapunkti," segir Pálmi. Að sögn Kristins bæjarstjóra voru margir íbúar á Snæfellsnesi sem hann heyrði í einkar ánægðir með þessa ákvörðun Stöðvar 2 - og þótti hún lýsa skilningi og hluttekningu á erf- iðum tímum. Sérfræðingar Rauða kross íslands í áfallahjálp voru í Ólafsvík á sunnudag og veittu aðstoð þeim sem þess óskuöu. Alls ræddu þeir við nærfellt þrjátíu manns, svo sem að- standendur, björgunarsveitarmenn, kennara og áhöfn eins báts sem leit- aði skipverja á Svanborgu. „Ólafs- vík er staður í sorg og það fólk sem við ræddum við var misjafnlega á sig komið tilfinningalega," sagði Jó- hann Thoroddsen sálfræðingur sem fór fyrir áfallahjálparhópi Rauða krossins. „í litlu samfélagi snertir svona at- burður hvern einasta íbúa með ein- hverjum hætti. Það er því mjög nauð- synlegt að veita fólki þá sálrænu að- stoð sem það þarf. Á næstu dögum verður metið hvort við förum aftur vestur, núna er hin sálræna hjálp í höndum sóknarpresta og þess fag- fólks vestra sem tO næst. Staðreyndin er sú að oft líður mislangur tími frá áfalli þar til fólk hefur frumkvæði að því sjálft að leita sér sálrænnar hjálp- ar,“ sagði Jóhann Thoroddsen. -sbs Undirritun samningsins Með samningnum við Símann næi íslenska sjónvarpsfélagið mikilvæg- um áfanga i rekstrinum. Stærstu kaup- staðirnir sjá SkjáEinn fyrir jól Siminn og íslenska sjónvarpsfélagið, sem m.a. rekur SkjáEinn, hafa gert með sér samning um dreifmgu á sjón- varpsmerki Skjásins um allt land í gegnum ljósleiðara og aðstöðu íyrir senda og loftnet í húsnæði Símans. Meö samningnum verður lands- byggðinni tryggður aðgangur að stöð- inni á næstu árum og gert er ráð fyrir að stærstu þéttbýlisstaðimir fái að- gang fyrir jól. Auk höfuðborgarsvæðis- ins hefur SkjárEinn náð til Akureyrar, Selfoss, Hveragerðis, ísafjarðar og Sigluíjarðar. Nýi samningurinn gerir ráð fyrir að dreifikerfið verði byggt upp í þremur áfongum og að fyrsta áfanga loknum í næstu viku munu sjónvarpsáhorfendur í Vestmannaeyjum, Höfn, Egilsstöðum, Húsavík, Reyðarfirði og í Borgamesi sjá dagskrá stöðvarinnar. Á komandi vik- um munu svo fleiri þéttbýlisstaðir víða um land bætast í hópinn. -aþ Mývetningar láta framkvæma skoöanakönnun upp á eigin spýtur: Sameining við önnur sveitarfélög skoðuð - sveitarstjóri telur fyrri könnun fyrst og fremst höfnun sameiningar við Húsavík Nýlokið er skoðanakönnun með- al ibúa Mývatnsveitar um hvort farið verður út í sameiningarvið- ræður við nágrannasveitarfélög. Mývetningum var boðið upp á fjóra kosti í bréfi sem sent var öll- um íbúum hreppsins. í fyrsta lagi er boðiö upp á óbreytt ástand, í öðru lagi sam- einingu við Að- aldælahrepp og Reykjahrepp ' í þriðja lagi sameiningu við Aðal- dælahrepp, Reykjahrepp og Keldu- neshrepp í N-Þingeyjarsýslu. í Qórða lagi er spurt um aðra kosti og þá hverja. Ekki er langt síðan Mývetning- ar, sem og mikill meirihluti ibúa í Norður- og Suöur-Þingeyjarsýslu, höfnuðu sameiningu sjö sveitarfé- laga en Sigbjörn Gunnarsson, sem Mývetningum gefst kostur á að styðja í sameiningarlegu tilliti. sveitarstjóri i Mývatnssveit, sagði í samtali við DV að hans tilfinning væri að menn hefðu einkum verið að hafna sameiningu við Húsavik i þeirri kosningu. Hann sagði að niðurstöður úr þessari könnun yrðu ekki birtar fyrr en á fimmtu- dag. „Það eru skiptar skoðanir um þetta en ég tel mjög æskilegt að stækka sveitarfélög. Þarna er boð- ið upp á einhverja möguleika sem ég tel ágætis byrjun. Það gæti ver- ið heppilegt að fá sveitarfélag með um 800 íbúa,“ sagði Sigbjörn. Það vekur ef til vill sérstaka at- hygli að Kelduneshreppur skuli nefndur í þreiflngunum en sam- kvæmt skýringum frá sveitar- stjóm Skútustaðahrepps er ástæð- an sú að Kelduneshreppur liggur að Skútustaðahreppi og auk þess eru líkur á að vegasamband kom- ist á milli þessara hreppa verði Dettifossvegur lagður vestan ár. Alls eru íbúatölur þessara svæða þannig að 443 búa í Mývatnssveit, 288 í Aðaldal, 107 í Reykjahreppi og 99 í Kelduneshreppi. -BÞ Héraðsdómur: Málshöfðun hjá vitlausu varnarþingi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur vísað frá dómi málsókn á hendur Bændasamtökum íslands. Fyrrverandi bóndi í Eyjafjarðar- sveit höfðaði málið en lögmenn Bændasamtakanna kröfðust frávís- unar þar sem málið væri höfðað á röngu vatnarþingi. Á það fellst dómurinn og gerir bóndanum fyrr- verandi að greiða Bændasamtökun- um kr. 50.000 í málskostnað. Málið snýst um hvort bóndinn eigi rétt á skaðabótum eftir að hann seldi mjólkurkvóta sinn fyrir nokkru. Hann krafðist 1.785.080 króna skaðabóta með dráttarvöxt- um eftir að hafa selt 44.627 lítra af kvóta jarðar sinnar og heldur fram að Bændasamtökin hafi vanrækt skyldur sínar við söluna sem aftur hafi rýrt fjárhagsafkomu hans. Væntanlega verður málið tekið aftur upp í Reykjavík því Héraðs- dómur telur óumdeilt að starfsstöð stefndu sé í Reykjavík og því eigi að höfða málið þar. -BÞ Frá Raufarhöfn. Raufarhöfn: Fá fund með ríkisstjórn „Ríkisstjórnin hefur samþykkt að halda fund með okkur en það er ekki vitað ennþá hvenær sá fundur verður haldinn,“ segir Reynir Þorsteinsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, en ríkis- stjórnin hefur ákveðið að verða við tilmælum sveitarstjórnar Raufarhafn- arhrepps um fund og fara þar yfir ýmis nauðsynjamál sem hvíla þungt á heimamönnum. Reynir nefnir sem dæmi að hrepp- urinn muni fara fram á 10 þúsund tonna loðnukvóta í byggðakvóta. „Við sjáum engan einasta mun á því að við fáum slíkan kvóta og því að Vestfirð- ingar hafa fengið byggðakvóta í bol- fiski, það er enginn munur á þessu tvennu," segir Reynir. Hann segir ýmis önnur mál verða rædd, s.s. dýpkun hafnarinnar og inn- siglingarinnar í hana sem sé geysilegt nauðsynjamál að hraðað verði sem allra mest. Og Reynir segir að ekki megi gleyma samgöngumálunum en þau séu mál málanna eigi byggð að haldast á svæðinu í framtíðinni. -gk Kópavogur: Próflausir undir stýri Lögreglan í Kópavogi þurfti um helgina að hafa afskipti af tveimur ungmennum sem ekki höfðu ökurétt- indi. í fyrra tilvikinu var um að ræða tvær 16 ára vinkonur sem tekið höfðu bíl móður annarrar ófrjálsri hendi og keyrt hann tO Reykjavíkur til þess að ná í þriðju vinkonuna. Stúlkurnar þrjár voru stöðvar af lögreglunni á leið sinni til baka í Kópavoginn en hvorki bílnum né stúlkunum varð meint af ökuferðinni. Sömu sögu er ekki að segja af jafnöldrum þeirra, þremur piltum sem lögreglan veitti eftirfór snemma á sunnudagsmorgun- inn þar sem þeir sáust keyra um göt- ur bæjarins á ofsahraða. Ökuferðin endaði inni í húsagarði við Hlíðarveg og kom þá í ljós að sá sem var undir stýri hafði ekki tilskilin ökuréttindi. Bílnum sem piltamir voru á höfðu þeir stolið í Grafarvogi og skemmdist hann töluvert, sem og garðurinn sem þeir enduðu inni í. -snæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.