Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 27 DV Tilvera í 5. til 10. verðlaun eru Game Boy color leikja- tölvur frá Bræðrunum Ormsson sem er 32 bita lófatölva með stórum skjá. Vinningur að verð- mæti 13.900 krón- ur. Eitthvað liggur í loft- inu sem þú áttar þig ekki fyllilega á. Best er að bíða og sjá til. verður fremur rólegt. þinar eru 8, 15 og 32. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Láttu sem ekkert sé þó | að þú verðir var við ( baktjaldarmakk. Lík- legt er að það eigi allt aðrar orsakir en þú heldur. Happatölur þínar eru 3, 21 og 29. Liónið (23. iúli- 22. áeúst); , Miklar breytingar verða á lífi þínu á næstvmni og búferla- flutningar eru liklegir. Þú færð óvenjulegar fréttir í kvöld. Mevian (23. ágúst-22. sept.i: Þú ert að skipuleggja frí og ferðalag ásamt ^^^I>.í3ölskyldu þinni. Það ^ f þarf að mörgu að hyggja áður en lagt er af stað. Kvöldið verður rómantiskt. Vogin (23. sept.-23. okt.): J Líklegt er að samband Oy milli ástvina styrkist \f verulega á næstunni. r f Þú færö óvænt tæki- færi upp í hendumar sem þú ættir að nýta þér. Snorðdreki (24. okt.-2i. nóv.): ■Gamalt mál, sem þú varst nærri búin að gleyma, kemur upp á yfirborðið á ný og krefst mikils tíma og veldur þér áhyggjum. Bogmaðurinn (22. nóv-21. des.i: varlega í öllum viðskiptum þar sem einhver gæti verið að reyna að hlunnfara þig. Leitaðu ráðleggina ef þú þarft. Píanistinn í mér hefur aldrei yfirgefið mig - segir Haukur Heiðar Ingólfsson heimilislæknir Haukur Heiðar Ingólfsson Er að gefa út sína fjóröu plötu.. „Ég byrjaði að spila opinberlega á námsárunum norður á Akureyri," segir Haukur Heiðar Ingólfsson, heimilislæknir í Hafnarfirði og pí- anóleikari, sem var að gefa út sinn fjóröa geisladisk sem nefnist Mána- skin. Haukur Heiðar segist hafa byrjað að spila fimmtán eöa sextán ára gamall í gagnfræðaskólahljómsveit á Akureyri en að leikurinn hafi fljótlega færst út fyrir veggi skólans og hann farið að spila á danshúsum. „Við spiluðum fyrir dansi í Alþýðu- húsinu, Hótel KEA og á sveitaböll- um.“ Að sögn Hauks hefur ferill hans sem tónlistarmanns skipst í þrennt yfir ævina. „Fyrsta hlutanum lauk þegar ég flutti til Reykjavíkur og hóf nám í læknisfræði árið 1965. Skömmu eftir það fór ég að spila undir hjá Ómari Ragnarssyni og hef verið undirleikari hjá honum óslitið síðan. 'Það er annar hlutinn." Haukur hefur einnig spilað „dinnermúsík" á Broadway í mörg ár. Fjóröa platan til þessa „Fyrsta platan mín kom út árið 1984 og hét Með suðrænum blæ. Síð- an liðu ellefu ár þar til ég gaf út plötuna Suðrænar perlur,“ segir Haukur og hlær. „Eins og nöfnin gefa til kynna var ég mikið á suð- rænum nótum á þessum tíma.“ Haukur segist alltaf hafa verið fyrir rólega tónlist og árið 1999 gaf hann út plötuna Á ljúfum nótum. „Hún er eingöngu „instrumental" og nafnið lýsir innihaldinu vel. Nýja platan, Mánaskin, er í sama stíl og á að minna fólk á rómantík- ina í lífinu." Hvíld frá daglegu amstri Að sögn Hauks eru plöturnar og dinnermúsíkin hluti af þriðja kapitulanum í tónlistarferlinum hans og segist hann ekki sjá fyrir endann á honum. Þegar Haukur er spurður hvernig standi á því að virðulegur heimilis- læknir spili yfir borðum á skemmti- stöðum stendur ekki á svari: „Pí- anistinn í mér hefur aldrei yfirgefið mig. Það að spila er mér mikil lífs- fylling, ég slappa vel af á meðan og mér finnst það líka mjög gaman. Það er ólíkt að sinna sjúklingi eða spila á píanó, bæði störfin veita mér mikla fyllingu en dinnermúsíkin er hvíld frá daglegu amstri. Meðleikarar Hauks Heiðars á Mánaskini eru Árni Scheving, Vil- hjálmur Guðjónsson, Einar Vaiur Scheving, Alfreð Alfreðsson og Birkir Freyr Matthíasson. -Kip Roberts talin áhrifamesta leikkonan Leikkonan Julia Roberts hefur verið tilnefnd áhrifamesta leikkon- an í Hollywood, eftir að hafa lent í þriðja sæti yfir áhrifamestu kon- urnar í kvikmyndaborginni í ný- legri fjölmiðlakönnun. Efst á listanum er Stacey Snider, stjórnarformaður Universal Pict- ures, og i öðru sætinu á undan Ro- berts er Sherry Lansing, stjórnar- formaður og framkvæmdastjóri Paramount Pictures. Roberts er eina leikkonan sem kemst inn á „topp-25 listann", en spjallþáttastjórnandinn Oprah Win- frey er í áttunda sætinu. Hún á þó langt í land með að nálgast Roberts, sem stendur upp úr vegna frábærr- ar frammistöðu sinnar í myndinni um Erin Brockovich, auk þess sem hún hefur himinháar tekjur og get- ur leyft sér að velja og hafna hlut- verkum. Aðrar konur í toppsætum listans eru allar áhrifamiklar hjá kvik- myndaverum borgarinnar, sem for- stjórar eða framkvæmdastjórar, en mest kemur á óvart að JK Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, nær ekki nema 56. sætinu, rétt á undan Madonnu. Jolagetraun 1 / 5. hluti Svarseðill Við hvern er jólasveinninn að tala? Vmningar í jólagetraun DV eru glcesilegir að vanda og til mikils að vinna með því að taka þátt í henni. Vinningarnir eru frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Brœðrunum Ormsson og Aco-Tœknivali. Game boy leikjatölvur 10 verðlaun DV-jólasveinninn er forvitinn eins og blaðamenn DV. Á næstu dögum verður hann á ferð og flugi og ætlar að taka þjóð- þekkta íslendinga tali. Hann er ekki alveg viss um hvað fólkið heitir og ætlar því að biðja ykkur að hjálpa sér. Til að auðvelda valið eru gefnir þrír svarmöguleikar. Ef þið vitið svarið eigið þið að krossa við rétt nafn, klippa seðilinn út og geyma hann á öruggum stað. Þegar þið hafið safn- að saman öllum tíu svarseðlunum eigið þið að senda þá á DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, eða koma með þá á afgreiðslu blaðsins í umslagi, merktu „Jólagetraun DV 2001“. Munið að senda ekki inn lausnir fyrr en allar þrautirnar hafa birst. . Alexander Solzhenitsyn 83 ára Rússneska nóbels- J&f skáldið Alexander p Solzhenitsyn á af- mæli í dag. Solzhenitsyn var þrjú ár í Rauða hemum og var orðinn foringi þegar hann hafði orð á því að eitthvað væri athugavert við Stalin og var sviptur foringjatigninni. Solzhenitsyn var harðastur allra í ádeilu á Sovétríkin og sat um tíma í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Þegar hann var gerður brottrækur fra Sovét- ríkjunum 1974 flutti hann til Banda- ríkjanna. Eftir að Sovétblokkin sprakk sneri hann aftur til Rússlands árið 1994. __________ Gildir fyrir mibvikudaginn 12. desember Vatnsberinn (20. ian.-ifi. fehr.r Þú verður fyrir óvæntu í fjármálum á næstunni. Hafðu augun opin fyrir nýjum tæki- er ekki átt við tæki- færi varðandi peninga. Hrúturinn (21. mars-19. anríli: . Þú virðist vera í til- I flnningalegu ójafnvægi og sjálfstraust þitt er með minnsta móti. Þetta ástand varir þó ekki lengi. Happatölur þínar eru 4, 8 og 26. Nautið (20. apríl-20. mail: Hætta er á mistökum og ónákvæmni í vinnubrögðum ef þú gætir ekki sérstaklega að þér. Kunningjahópurinn fer stækkandi. nauuu uu. x„ að þér. Kun Tvíburarnir (21. maí-21. iúnír V Það er mikið um að vera í félagslífinu hjá _ / / þér um þessar mundir og þér flnnst reyndar nóg um. Einhver öfundar þig. Happatölur þínar eru 1, 17 og 34. Krabbinn (22. iúní-22. iúm: Jólagetraun DV - 5. hluti □ Guðni Ágústsson □ Jón Sigurðsson □ Þorbjöm Jensson Nafn:___________________________________________________________________ Heimilisfang:___________________________________________________________ Staður:_________________________________________________________________ Sími:___________________________________________________________________ Sendist til: DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Merkt: Jólagetraun DV Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Nú er mikilvægt að halda vel á spöðunum því að nóg verður við að fást á næstunni. Vinir standa vel saman um þessar mundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.