Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 Tilvera I>V 1 í f i ö Landsvirkjun og Landsbanki syngja saman Landsvirkjunarkórinn og Landsbankakórinn halda sameiginlega aðventutónleika í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Einsöngvarar eru Þuríður G. Sigurðardóttir og Þorgeir J. Andrésson. Hljóðfæraleikarar eru Jón Bjarnason á píanó og Guðni A. Þorsteinsson á harmoníku. Stjórnendur kóranna eru Páll Helgason og Björn Thorarensen. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Krár ■ STEFNUMOT A GAUKNUM Stefnumót bjóða upp á stjörnur morgundagsins á Gauki á Stöng. Síðustu forvöð ■ STEINUNN I SMIÐAR OG SKART Myndlistarkonan Steinunn Einars- dóttir lýkur sýningu sinni í Gallerí Smíöar og skart, Skólavörðustíg 16A. Á sýningunni eru 18 verk unnin meö ol!u á striga og vatnslitum. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Opið er á verslunartíma. Fundir ■ ÚÓP Á SUFÍSfÁNlÍM Lesíó veró- ur úr nýútkomnu Ijóöasafni ungra skálda á Súfistanum í kvöld kl. 20. ■ MÁLÞING UM BÖRN OG MANN- RETTINDI Islandsdeild Amnesty International efnir til málþings um börn og mannréttindi. Málþingið veröur haldiö í Borgarleikhúsinu og hefst kl. 20. Dagskrá málþingsins veröur eftirfarandi: Þórhiidur Líndai, umboðsmaöur barna: Hlutverk og störf umboðsmanns barna, Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla: Tilurð Barnasáttmálans og saga Save the Children, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International: Hin falda skömm, börn og mannréttindabrot, og Jónína Einarsdóttir mannfræöingur: Börn í heimi fullorðinna.Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill. Myndlist ■ MARGIR SÝNA i I8 Í Í8 er sýning með verkum margra myndlistarmanna. Þeir eru: Anna Líndal, Birgir Andrésson, Bjarni Þórarinsson, Eggert Pétursson, Guörún Einardóttir, Helgi Þorgils Friöjónsson, Höröur Ágústsson, Kristinn G. Haröarson, Kristján Guömundsson, Russel Maltz, Roni Horn, Ragna Róbertsdóttir, Sigurður Guömundsson, Thomas Ruppel og Þorvaldur Þorsteinsson. i8 er á Klapparstíg 33 í Reykjavík og er opiö frá 1-5. ■ SÖLUSÝNING Sölusvnine á listmunum er í Handverki og hönnun í Aðalstræti 12, Reykjavík. Þar eru munir eftir fjölmarga listamenn. ■ 2001 NÓTT íris Jónsdóttir og Kolla eru með sýningu í Gallery Hringlist, Hafnargötu 29, Reykjanesbæ. Sýningin ber heitiö 2001 nótt og er meö ævintýrablæ. Happdrætti Bókatíðinda Vinningsnúmer 11. desember: 36431 Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is A leið í skólann 410 börn á Indlandi eru studd til náms og dvalar á heimavist á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, auk hundraöa barna sem fá ýmiss konar stuðn■ ing til menntunar. Þessi börn eru í skóta þar sem eingöngu er kennt á ensku. Foreldrarnir telja aö börnin eigi þannig meiri möguieika á góöri vinnu. Hjálparstarfi ö Þaö styöur heitsugæsiu í Mósambík og Eþíópíu, einnig vatnsöftun og skólahald. Jólasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar: Við erum öryggisnet - segir Anna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi Upplýsingafuiltrúinn „Söfnunin á aöventunni er okkar aöatsöfn- un. Árangur okkar vettur því mikiö á henni, “ segir Anna Ólafsdóttir. Jólasöfnun Hjálparstofnunar kirkj- unnar er hafin og gíróseðlar og bauk- ar að berast inn á heimilin í landinu. Að þessu sinni gefst viðtakendum gíróseðla tækifæri til að tilgreina hvaða þátt hjálparstarfsins þeir kjósa helst að styðja. Öll vitum við að stofn- unin vinnur fyrir fólk sem býr við ör- birgð og kúgun. En hver eru helstu einstöku verkefnin nú um stundir? Anna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, lýsir því: „Sú neyðar- aðstoð sem við veitum einstaklingum hér innanlands hefur aukist mikið á síðustu 10 árum og hún verður efld á næstunni með ráðningu félagsfræð- ings sem tekur til starfa 1. febrúar. Hann á að sinna langtímaaðstoð betur en gert hefur verið og þá í samstarfi við aðrar stofnanir og félög. Við fáum í þetta manneskju sem þekkir inn á kerfið og veit hvar helst er hægt að leita lausna. Hún mun halda saman þeim upplýsingum sem við búum yfir og verða talsmaður þess hóps sem minnst má sín. Við erum öryggisnet fyrir þá sem falla á milli kerfa. Fólk sem er að flytja til íslands er ekki í al- mannatryggingakerfinu fyrstu sex mánuðina og það getur lent í vand- ræðum. Fólk i forsjárdeilu fær ekki meðlag af því að deilan er ekki til lykta leidd og lendir í kröggum.Ýmis- legt svona kemur upp og þarna getum við komið til hjálpar á meðan fólk bíð- ur aðstoðar hins opinbera." Pakki með hversdagsmat Anna segir hjálparstofnunina taka við hjálparbeiðnum frá prestum um allt land, auk þess sem fólk sæki um aðstoð beint til skrifstofunnar. Um 60% skjólstæðinganna yfir árið segir hún vera öryrkja en í desember bæt- ist fleiri tekjulágir hópar við sem eigi erfitt með að kljúfa þann mánuð. í ár verður jólaaðstoðin fólgin í pakka með hversdagsmat og Anna býst við hátt f eitt þúsund umsóknum eins og í fyrra. „Auð- vitað eru það heilu fjölskyldurn- ar sem njóta góðs af,“ segir hún. Veita börnum dálitla stuðningskennslu Talið berst að erlendum verk- efnum. „Við erum með mjög mikið starf, bæði í Indlandi og Mósambik, auk alls konar smærri verkefna, svo sem berklaverkefnis í Argentínu, að- stoð í Bosníu, Rússlandi og víð- ar,“ segir Anna og heldur áfram: „Á Indlandi er fjölbreyttasta starfið. Það snýr að mannrétt- indum og menntun. Þar er hópur sem kallaður er er dalítar og samkvæmt hugmyndum Ind- verja eru dalítar ekki fæddir af neinum guði. Því teljast þeir stéttleysingjar og þeim tilheyra störf sem engir aðrir vilja sinna, eins og að þrífa kamra, þvo þvotta, verka húðir og fleiri skít- verk. Börn í þessari stétt njóta sér- stakrar umhyggju okkar. Með því að veita þeim menntun af einhverju tagi þá fá þau tækifæri til að vinna eitt- hvað annað en það ,sem hefðirnar bjóða. í sumar voru opnaðir litlir skólar í 50 þorpum og fengnir kennar- ar til að veita börnum dálitla stuðn- ingskennslu. Þeim var hjálpað með heimanámið, undirbúning undir próf og ýmis atriði sem foreldrar ráða ekki við þar sem engin hefð er fyrir mennt- un á heimilinu. Anna nefnir líka svokallað þræla- barnaverkefni í Indlandi sem Hjálpar- stofnun kirkjunnar hefur stutt síð- ustu fjögur árin og felst í að frelsa þrælaböm úr ánauð. „Það þurfti að fara hægt af stað því okkar stefna fer auðvitað þvert á það sem ýmsar ráð- andi stéttir í landinu vilja. En samt hefur það gengið mjög vel,“ segir hún. Árangurinn veltur á aöventusöfnuninni Anna segir Hjálparstofnun kirkj- unnar ekki vera með fólk að störfum erlendis heldur leggi hún fé til verk- efnanna. „Við vinnum ýmist í gegnum alþjóðasamtök, eins og Lútherska heimssambandið, eða innanlandssam- tök í löndunum. Við erum til dæmis í samvinnu við tvenn slík samtök í Ind- landi. Svo förum við í heimsóknir og fáum alltaf reglulega skýrslur yfír ár- angurinn. Þetta hefur gefíst mjög vel.“ Anna segir dugnað stofnunarinnar vera í beinu samhengi við það tjár- magn sem hún fái til verkefnanna. „Söfnunin á aðventunni er okkar að- alsöfnun. Árangur okkar veltur því mikið á henni, „ segir hún að lokum. -Gun. Maður lífandi Nokia misnotar jólasveininn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Stórfyrirtækin eru óhrædd við að taka jólasveininn í þjónustu sína. Ekki skal amast við því. Maður fær aldrei nóg af jólasveininum. En hann verður þá að vera almennileg- ur, jafn kátur og vinalegur og kóka kóla jólasveinninn. Einn jólasveinn hefur þegar komið nokkru róti á til- veru mína og ég er ekki frá því að hann hafl nokkuð dregið úr jóla- gleði minni. Sá birtist í auglýsingu frá Nokia. í nokkurn tíma hefur mér verið hlýtt til Nokia, eða allt frá því ég keypti farsíma frá fyrir- tækinu. Svona ljómandi netta Nokiu sem fylgir mér hvert sem ég fer og hefur auðgað tilveru mína. Fyrir mér er Nokia meira en tæki, hún er vinkona mín. Það hefur hins vegar reynt nokkuð á vináttu okkar eftir að framleiðendur hennar sendu frá sér jólaauglýsinguna. Auglýsingin sýnir miðaldra mann með jólasveinahúfu sem seg- ist vera jólasveinninn. Það sem ger- ir orð hans tortryggileg er að hvergi sést í hvítt skegg og hann lítur ekki út fyrir að vera sérstakur barnavin- ur. Svo kynnir hann eiginkonu sína sem er að minnsta kosti fjörutíu árum yngri en hann, ljóshærð, barmmikil og berlæruð. Hann horf- ir á hana með lostasvip og verður fyrir vikið næstum aumkunarlegur, svona eins og gamlir kallar verða þegar þeir halda sig eiga sjens í stelpur sem gætu verið bamaböm þeirra. Og hún lætur eins og hann sé draumaprins, brosir flennulega og dillar sér. Þetta var eins og jólaaug: lýsing frá Playboy með Hugh Hefner í hlutverki jólasveinsins. Það var verið að auglýsa Nokiu 3310. Ég þreif Noki- una mína, kannski óþarf- lega hryssingslega, og sneri henni á alla kanta til að leita að númeri. Sem betur fer er Nokian mín ekki númeruð. Ef hún væri númer 3310 myndi aldrei gróa um heilt milli okkar. Mér er hins vegar orðið ljóst að Nokia er ekki af sérlega góðum ættum. Þeir sem sköpuðu hana eiga sand af seðlum en hafa engan stíl. Ég ætla samt ekki að láta syndir feðranna bitna á afkvæminu. Ég hef þá trú að Nokian mín taki mið af eiganda sínum og tileinki sér lífs- skoðanir hans. Hún hefur lika verið dauf upp á síðkastið og ekki látið jafn mikið i sér heyra og áður. Ég lít á það sem vísbendingu um að henni „Maöur fær aldrei nóg af jólasveininum. En hann verður þá að vera almenni- legur, jafn kátur og vinaleg- ur og kóka kóla jólasveinn- inn. Einn jólasveinn hefur þegar komið nokkru róti á tilveru mína og ég er ekki frá því að hann hafi nokk- uð dregið úr jólagleði minni. Sá birtist í auglýs- ingu frá Nokia. “ sé brugðið. Það líður að jólum og ég veit allt um kristilegan fyrirgefningaranda. Það hljóta samt að vera takmörk fyrir þvl hvað hægt er að umbera. Og ég sé enga ástæðu til að fyrirgefa stórfyrirtæki sem gerir jólasveininn að saurlífisgradda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.