Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 4
1
FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 2002
Fréttir
DV
Hugmyndir um Byggðastofnun og sjóði undir einum hatti:
Sjóðahringl eða
skref í rétta átt
- þingmönnum hinna ýmsu flokka sýnist sitthvað um gagnsemina
„Ég er orðinn svo hvekktur á þess-
um fallegu áætlunum með fögrum fyr-
irheitum, sem síðan verður ekkert úr,
að ég held að maður spyrji fyrst og
fremst um hreinar og klárar aðgerðir,
peninga. Hvað ætla menn að leggja í
þennan málaflokk í alvöru?“.
Þetta segir Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri grænna, um
hugmyndir þess efnis að færa Byggða-
stofnun, sjóði landbúnaðarins og ný-
sköpunarsjóð atvinnulífsins undir
einn hatt til eflingar byggðar í landinu.
Kristinn H. Gunnarsson, stjómar-
formaður Byggðastofnunar og formað-
ur þingflokks Framsóknarflokksins,
kvaðst í DV í gær vera fylgjandi
samnýtingu eða sameiningu af þessu
tagi. Þá taldi hann einboðið að sam-
eina landbúnaðarráðuneytið, sjávarút-
vegsráðuneytið og jafnvel iðnaðar-
ráðuneytið í eitt atvinnuvegaráðu-
neyti.
Kristinn H.
Gunnarsson.
Pétur H.
Blöndal.
Svanfriöur
Jónasdóttir.
Guöjón A.
Kristjánsson.
Steingrímur J.
Sigfússon.
henni til bóta.
„Ég gef ekkert fyrir eitthvert hringl
með sjóði eða einhverjar skipulags-
breytingar, meðan ekki em inni í því
einhveijar beinharðar innistæður til
að laga aðstöðu landsbyggðarinnar.“
Þungt hljóö í fólki
Steingrímur sagði fjölmörg góð
markmið í byggðaáætlunum undanfar-
inna ára hefðu ekki komið að neinu
gagni, því að á sama tíma hefði kerfið
verið á fullri ferð við að framkvæma
breytingar sem gengju allar meira eða
minna í öfuga átt.
Steingrímur var á ferð á norð-aust-
urhomi landsins, þegar DV ræddi við
hann. Hann kvað mjög þungt hljóð í
fólki því allt sem að það mætti í sinu
daglega lífi væm breytingar sem væm
því í óhag.
Um sameiningu ráðuneyta sagði
Steingrímur að endurskipulagning
verkaskiptingar í stjómarráðinu væri
ekki sjálfkrafa ávisun á að neitt gerð-
ist í málefhum landsbyggðarinnar
Þrír mínusar í einn stóran
„Ég hef verið á móti öllum þessum
þremur fyrirbæmm," sagði Pétur
Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins. „Ég tel að Byggðastofnun sé tíma-
skekkja, hvað varðar lán- og styrkveit-
ingar. Öðm máli gegnir með ráðgjöf.
Ef Nýsköpunarsjóður ætti að starfa
sem slíkur þá væri hann óháður lands-
svæðum. Ég hef alltaf gagnrýnt að op-
inberir starfsmenn séu að fjárfesta í
nýsköpun. Menn verða að hætta sínu
eigin fé ef þeir vilja taka áhættu.
Lánasjóð landbúnaðarins, sem fjár-
magnaður er með sköttum jafnt á ríka
sem fátæka, ætti að vera fyrir löngu
búið að leggja af. Þetta er ófélagslegur
skattur á bændur, þar sem hinir ríku
fá lánin eðli málsins samkvæmt.
Með því að setja þetta allt undir
einn hatt er verið að gera þijá mínusa
að einum stórum.
Mér finnst að fjármagnið til upp-
byggingar eigi að koma að sjálfu sér.
Fjárfestingin á að lokka fiármagnið að
sér. Hún hefur reyndar gert það mjög
víða, mikið fé hefur streymt héðan af
höfúðborgarsvæðinu til sjávarútvegs-
fyrirtækja úti á landi. Því var ekki
stýrt þangað. Ég held að ef menn
minnka miðstýringu og ríkisvæðingu
á öllum sviðum, þá muni fiármagnið
leita þangað sem það er hagkvæmt,
hvort er úti á landsbyggðinni eða á
höfuðborgarsvæðinu. “
Pétur sagðist lengi hafa verið fylgj-
andi sameiningu umræddra ráðu-
neyta. Hún væri raunar í stjómarsátt-
málanum. Hann kvaðst aftur á móti
vilja kljúfa upp heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneyti, sem væru óskaplega
dýr og útgjaldafrek.
Mér líst mjög
vel á ef menn vilja
reyna að sameina
þessa sjóði og
reyna að beita
þeim af meiri
skynsemi en mér
hefur sýnst gert á
stundum hingað
til.
Þá finnst mér
skynsamlegt að
list vel á sameiningu
„Ég hef flutt tillögur á Alþingi þess
efnis að við förum þá leið sem Norð-
menn hafa farið varðandi uppbygg-
ingu sjóða til að takast á við sinn
byggðavanda," sagði Svanfríður Jónas-
dóttir, þingmaður Samfylkingar. „Þeir
hafa farið í einu og öllu eftir því hvem-
ig Evrópusambandið stillir málum
upp. Með því að skilgreina i samræmi
við það hafa þeir getað beitt fiármagni
til að takast á við byggðavanda.
vera með eitt atvinnumálaráðuneyti,
fremur en að vera með þessi litlu sér-
hæfðu ráðuneyti. Landbúnaðarráðu-
neytið og sjávarútvegsráðuneytið hafa
haft tilhneigingu til að verða hags-
munagæsluráðuneyti fyrir sterkustu
aðila i þessum greinum."
Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, sagði að samein-
ing Byggðastofnunar og sjóða væri já-
kvæð ef hún yrði til að efla byggð i
landinu. Landbúnaðarsjóðimir hefðu
stuðlað að byggð i hinum dreifðu
byggðum landsins. Bráðnauðsynlegt
væri að viðhalda byggð f landinu
þannig að dreifðu byggðimar væm
bakland byggðakjamanna.
Um sameiningu ráðuneyta sagði
Guðjón að hann teldi þá hugmynd ekki
alltof góða. Eins og staðan væri í dag
veitti ekki af að ráðuneytið stæðu vel
að sínum verkum. Ekki veitti af að
standa vörð um sjávarútveg á lands-
byggðinni, enda heföi það sem verið
hefði að gerast í þeim málaflokki heföi
ekki verið til að efla hana. Landbúnað-
ur og sjávarútvegur væm undirstöðu-
atvinnugreinar úti um land. Um leið
og þær veiktust í ákveðnum kjömum
landsins, þá veiktist byggðin.
-JSS
Lögreglan í Reykjavík:
Rekstrarafgangur
Rekstrarafgangur upp á 15 millj-
ónir króna veröur hjá embætti Lög-
reglunnar í Reykjavík fyrir árið
2001 samkvæmt bráðabirgðaupp-
gjöri sem liggur fyrir. Fjárheimild
var fyrir 1.722 milljónum króna á
árinu en gjöldin urðu 1.707 milljón-
ir króna, þar af fóm 1.420 milljónir
í laun til um 270 lögreglumanna en
70 annarra starfsmanna. Halli varð
á embættinu árin 1999 og 2000 og
færðist hann, samtals 25 milljónir
króna, yfir á síðastliðið ár.
Skýringin á því að halla hefur
verið snúið í rekstrarafgang er fyrst
og fremst að fækkun lögreglumanna
og annars starfsfólks skilaði heldur
meiri sparnaði en reiknað hafði ver-
ið með.
Sólmundur Már Jónsson fram-
kvæmdastjóri segir á vef lögregl-
unnar að þrátt fyrir afgang nú um
áramótin, og að horfur séu ágætar,
þá sé ljóst að beita þurfi áfram að-
haldi í rekstri embættisins. Því sé
ekki hægt að búast við fiölgun
starfsmanna eða aukningu á öðrum
útgjöldum. Lögreglumönnum hefur
nú fiölgað á ný upp í 270 en þeir eru
reyndar heldur færri en í upphafi
síðasta árs. Ekki er reiknað með að
fækka þurfi starfsfólki á árinu 2002
og er reiknað með áþekkri yfir-
vinnu og á síðasta ári. -Ótt
Gísli Guðjónsson fenginn til að vinna í Orderup-morðmálinu:
Spenna \ Noregi um hvort
Gísli fái aö bera vitni
Eitt helsta umfiöllunarefni
norskra fiölmiðla í gær er hvort
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðing-
ur fái að koma fyrir rétt og bera
vitni í máli ákæruvaldsins gegn
hjónum sem gefið er að sök morð.
Hálfrar klukkustundar sjónvarps-
þáttur var á þriðjudagskvöldið um
morðmálið, sem nefnt er Orderup-
málið, og tengsl Gísla við það.
Það sem aðallega er fiallað um er
hvort Gísli nái aö hafa áhrif á kvið-
dóm í málinu. Dómstóllinn sem
fiallar um málið hefur heimilað
Gísla að vera viðstaddur þegar hjón-
in bera vitni. Hins vegar hefur
ákvörðun ekki verið tekin um það
enn hvort hann
verði kallaður i
vitnastúku.
Verjendur hinna
ákærðu í málinu
hafa hóta að
krefiast frá-
vísunar komi
I hann í
vitnastúku.
Stavanger-
avisen fiallaði um Orderup-málið í
gær, m.a. með þeim hætti að það sé
i raun hvergi nema í „litla Noregi"
þar sem heiðarleiki og kunnátta
Gísla sé dregin i efa. Maður sem
hafi í hæsta máta verið viðurkennd-
Gísli
Guöjónsson.
ur í Bretlandi, Bandaríkjunum, Isr-
ael og Þýskalandi komi síðan til
Noregs og þar sé reynt að draga
hæfni hans í efa.
Blaðið visar síðan til ummæla
Arfid Sjödins lögmanns sem sagði í
sjónvarpi í fyrrakvöld að hann
myndi tíu sinnum frekar treysta því
að fá að tala við Gísla en að vera
stillt fyrir framan einhvern kvið-
dóm eða embættisdómara. Hann
vísar síðan til þess að hve Gísli sé
heiðarlegur og vitnisburður hans sé
hreinskilinn og í samræmi við stað-
reyndir einar, sama hvort hann er
að vitna fyrir ákæruvaldið eða vörn-
í málum. -Ótt
Þreifingar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor:
Framboðið er neyðarrúrræði
- að mati Garðars Sverrissonar
„Ég hef ekki verið þátttakandi i
neinum viðræðum um framboð ör-
yrkja og aldaðra til næstu sveitar-
stjórnarkosninga," segir Garðar
Sverrisson, formaður Öryrkjabanda-
lags íslands. Engir formlegir fundir
hafa farið fram milli forystu Öryrkja-
bandalagsins og Ólafs F. Magnússonar
vegna hugmynda Ólafs um sameigin-
legt framboð og þá jafnvel einnig með
frjálslyndum. Garðar segir að sérstakt
framboð öryrkja og aldraðra flokkist
undir neyðíuúrræði að mati hans
sjálfs.
„Meðal okkar fólks hefur umræðan
miklu fremur snúist um framboð fyr-
ir næstu alþingiskosningar og þar er
undiraldan þung og vaxandi. Ég hef
þó alla tíð litið á það sem neyðarrúr-
ræði, því auðvitað eiga stjómmála-
flokkarnir að axla ábyrgð í þessum
málaflokki eins og öðrum,“ segir
Garðar. .
Ólafur Ólafsson, formaður Félags
eldri borgara, hefur lýst svipaðri
skoðun og Garðar gerir nú, að hugur
fólksins þar á bæ stefni frekar til al-
þingiskosninga. Því telja heimildar-
menn DV að líkur á samruna Ólafs
Magnússonar, aldraöra og öryrkja séu
fremur litlar.
Meiri likur eru hins vegar á að
frjálslyndir og Ólafur nái saman en
framkvæmdastjóri frjálslyndra, Mar-
grét Sverrisdóttir, hefur átt einn fund
með Ólafi vegna málsins. Margrét seg-
ir: „Á morgun [í dag] fer fram mið-
stjórnarfundur þar sem reynt verður
að fá umboð til frekara skrafs við Ólaf.
Við viljum að okkar fólk sé vel með á
nótunum en ég hef sagt það áður að
mér líst ekkert illa á Ólaf.“ -BÞ
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvóld 16.06 15.24
Sólarupprás á morgun 11.03
Síödegisflóö 16.24
Árdegisflóö á morgun 04.58
11.12
20.57
09.31
mgrgWBffiaWBavgflnatffrtfffrfíig'rrjr.y ,-w- g .
umm. j:víjj
v1Ö0 v
V 4^
V
Kólnar
S 10-15 m/s austast en annars
hæg vestlæg átt. É1 norðvestan til,
skúrir en síðar slydduél
suðvestanlands, rigning á
Suðausturlandi en rigning með
köflum norðaustan til. Kólnar í
nótt.
0
Snjókoma vestast
S 10-15 m/s og slydda eða
snjókoma vestast. Annars hægari
vestlæg átt og skýjað með köflum.
Hiti 0 til 3 stig með suður- og
vesturströnd, annars vægt frost.
Laugardagur Sunnudagur Mánudagur
Q' o
Hiti 1° Hiti 1” ®t?r
til 6° til 5° til 5°
Vindur: Vindur: Vindur;
8-13 m/a 10-15 "V* 10-1510/5
4
SA 8-13 m/s, SV 10-15 m/s N-strekklngur.
súld eöa rignlng og skúrir sunnan Snjókoma eöa
sunnan- og til en breytileg él, einkum
vestan til. Skýjaö átt og rignlng noröan tll og
á Noröurlandi.Hitl noröan tll. Hlti 1 frost 1 til 5 stlg.
1 tll 6 stlg. til 5 stlg.
m/s
Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárviöri 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7
AKUREYRI rigning 3
BERGSSTAÐIR rigning 3
BOLUNGARVÍK skýjaö 2
EGILSSTAÐIR léttskýjað 10
KIRKJUBÆJARKL. rigning 9
KEFLAVÍK rigning 7
RAUFARHÖFN rigning 3
REYKJAVÍK rigning 7
STÓRHÖFÐI súld 8
BERGEN rigning 5
HELSINKI kornsjór -3
KAUPMANNAHÖFN alskýjað 1
ÓSLÓ þoka -3
STOKKHÓLMUR 3
ÞÓRSHÖFN þokumóöa 10
ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö 7
ALGARVE heiðskírt 9
AMSTERDAM þokumóða -1
BARCELONA skýjað 7
BERLÍN frostúði -1
CHICAGO alskýjað 6
DUBLIN alskýjað 3
HALIFAX skúr 3
FRANKFURT kornsnjór -6
HAMBORG þokumóða 1
JAN MAYEN skýjað -4
LONDON þokumóða 5
LÚXEMBORG hrlmþoka -8
MALLORCA léttskýjað 5
MONTREAL 2
NARSSARSSUAQ snjókoma -10
NEW YORK skýjað 6
ORLANDO heiðskírt 4
PARÍS skýjað 1
VÍN þokumóöa -2
WASHINGTON hálfskýjað 6
WINNIPEG alskýjaö 0
| BVGÓT A um VSINGUM f»fA VtOUHSTOf V ISUNUS 1