Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 Tilvera DV Jalla! Jalla: Getulausi brúðguminn Sænska kvikmyndin Jalla! Jalla verður frumsýnd í Regnboganum á morgun. Myndin var frumsýnd í Sví- þjóð í desember árið 2000 og naut strax gríðarlegra vinsælda og sló öll aðsóknarmet en talið er að um 790.000 Svíar hafi séð Jalla! Jalla í bíói. Myndin var einnig tilnefnd til Golden Bug-verðlaunanna en það eru nokk- urs konar Edduverðlaun Svía. Alls staðar þar sem myndin hefur verið sýnd hefur hún notið mikilla vinsælda og náð góðum árangri á kvikmyndahátíðum víða um heim. Yngsti nemandinn Leikstjóri og höfundur Jalla! Jalla heitir Josef Fares. Hann er fæddur í Libanon árið 1977 en flutti með fjöl- skyldu sinni til Svíþjóðar 1987. Fares byrjaði ungur að gera stuttmyndir og vann fjölda verðlauna fyrir þær. Þeg- ar hann ílutti til StokkhóLms árið 1998 var hann að eigin sögn búinn að gera yfir fimmtíu stuttmyndir. Sama ár fékk Fares inngöngu í kvikmynda- skóla Dramatiska Institutet en hann er yngsti nemandinn sem hefur verið tekinn inn í skólann. Vandamál karlmanna Fares segir hugmyndina að Jalla! Jalla vera sprottna upp úr stuttmynd sem hann gerði á meðan hann var í námi í kvikmyndaskólanum. Sú mynd nefnist Dicken og fjallar um getulaus- an innflytjanda sem er að ganga í hjónaband sem var skipulagt þegar hann var barn. Höfundur myndarinnar segist telja að efni hennar eigi fullt erindi til fólks og að í myndinni sé tekið á mál- efnum innflytjenda á annan hátt en áður. „Hér er fjallað um vandamál karlmanna sem neyddir eru i hjóna- band en geta ekki staðið undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerð- ar.“ Josef Fares segist leita að viðfangs- efnum í daglegi lifi fólks og vilji segja sögur sem eiga sér stoð í raunveru- leikanum. „Hér áður fyrr fannst mér gaman að gera hasarmyndir í stíl viö John Woo og eyddi miklum tíma í ódýrar tæknibreilur." Eitt af því sem vekur athygli við myndina er aö leikararnir er flestir úr fjölskyidu Fares. „Faðir minn og frændi leika voodoo-karla og gera það mjög vel enda höfðu þeir leikið í stutt- mynd áður. Aftur á móti var erfiðara að eiga við ömmu, hún átti það til að horfa of mikið í myndavélina þannig að við þurftum að taka mjög stutt skot af henni í hvert skipti. Ég vona bara að fólk hafi gaman af því að horfa á myndina því megintilgangur hennar er að skemmta fólki.“ Jalla! Jalla verður frumsýnd í Regnboganum á morgun. -Kip Ss joua-.v 15 «54 l'jtf.js 11!ur Frönsk kvik- myndahátíð í dag hefst ellefu daga kvik- myndahátíð Filmundar og Alliance Frangaise í Háskólabiói. Sýndar verða ellefu nýlegar franskar kvik- myndir af ýmsu tagi og öllum mögu- legum kvikmyndategundum, frá vísindaskáldskap til teiknimynda. Þetta er annað árið í röð sem Fil- mundur og AUiance Frangaise taka saman höndum og líklegt þykir að framhald verði á samstarfi félag- anna. Myndirnar sem sýndar verða á hátíðinni eru: Voyous voyelles (1999) (Prakkararnir) Leikstjórn og handrit: Serge Meynard Leikarar: Olivia Bonamy, Léa Audrey Tautou, Anne-Sophie og Axelle Ade-Pas- deloup. Le Comptoir (1998) (Afgreiösluboröiö) Leikstjórn og handrit: Sophie Tatischeff Leikarar: Mireille Perrier, Maurane, Christophe Odent og Jacques Penot. La Maladie de Sachs (1999) (Veikindi Sachs) Leikstjórn og handrit: Michel Deville Leikarar: Albert Dupontel, Valérie Dréville og Dominique Reymond. Princes et princesses (1999) (Prinsar og prinsessur) Leikstjórn og handrit: Michel Ocelot Teiknimynd Peut-étre (1999) (Ef til vill) Leikstjóri: Cédric Klapisch Leikarar: Jean-Paul Belmondo, Romain Duris og Géraldine Pailhas. Dleu seul me voit (1998) (Guö einn sér mig) Leikstjórn og handrit: Bruno Podalydés Leikarar: Denis Podalydés, Anna Isabelle Candelier, Cécile Bouillot og Jean-Noél Brouté. Ceux qui m'aiment prendront le train (1998) (Þeir sem elska mig taka lestina) Leikstjórn og handrit: Patrice Chéreau Leikarar: Pascal Greggory, Valeria Bruni Tedeschi og Charles Berling. La Classe de neige (1998) (Skíöaferöin) Leikstjórn og handrit: Claude Miller Leikarar: Clément van den Bergh, Lok- man Nalcakan og Frangois Roy. Jeanne et le gargon formidable (1998) (Jeanne og frábæri drengurinn) Leikstjórn og handrit: Olivier Ducastel og Jacques Martineau Leikarar: Virginie Ledoyen, Mathieu Demy og Olivier Jacques Bonnaffé. Comme elle respire (1998) (Hvítar lygar) Leikstjórn og handrit: Pierre Salvadori Leikarar: Marie Trintignant, Guillaume Depardieu og Jean-Frangois Stévenin. Á vendre (1998) (Til sölu) Leikstjórn og handrit: Laetitia Masson Leikarar: Sandrine Kiberlain, Robert Sergio Castellitto, Primo Jean-Frangois Stévenin. Vandamál karlmanna Höfundur myndarínnar segist telja aö efni henn'ar eigi fullt erindi viö fólk og aö í myndinni sé tekið á mál- efnum innflytjenda á annan hátt en áöur. Heist: Síðasta ránið hafa tekið leikrit hans og kvik- myndað. Má þar nefna American Buffalo og Glengarry Glen Ross. Þá hefur hann skrifað handrit að nokkrum frægum kvikmyndum, meðal annars Hannibal, Wag the Dog, The Untouchables og The Post- man Always Rings Twice. David Mamet hefur leikstýrt níu kvik- myndum. Þær eru: House of Games, Things Change, Homicide, Oleanne, The Spanish Prisoner, The Winslow Boy, State and Main, Catastrophe og Heist. Þeir sem þekkja til kvikmynda Mamets ættu að kannast við persón- urnar í Heist, en hann hefur iðulega skrifað um undirmálsfólk og mis- heppnaða krimma. Gene Hackman og Danny DeVito leika gamla vini, Joe Moore og Bergman. Þeir eiga að baki fortíö sem ekki þolir dagsins ljós. Moore er þó á því að snúa við dæminu og lifa rólegu og heiðarlegu lffi og dreymir um að komast til Argentínu. Til að svo geti verið þarf eitt rán í viðbót. Bergman er með stórrán í huga sem Moore er ekki hriflnn af, það er að ræna flutninga- vél skömmu áður en hún fer á loft. Hann hálfpartinn neyðir Moore til að taka þátt í ráninu sem Bergman segir vera hið fullkomna rán. En hópurinn er ekki samstæöur og það gengur á ýmsu. Heist er frumsýnd á morgun í Sambíóunum í Reykjavík og á Ak- ureyri. -HK íMÉISíjí:® „Það er ekki til pólitísk rétthugsun í mér” Reyna við hið fullkomna rán Á myndunum eru Gene Hackman og Danny DeVito í hlut- verkum Joe Moore og Bergman sem gera síöustu tilraun til stórráns. Þegar nafn David Mamets ber á góma sperra menn yfir- leitt eyrum. Þessi hæfileikamikli listamaður sem er jafnvígur á leikrit, kvik- myndahandrit og leikstjórn á að baki margra sigra. Leikrit hans hafa farið sigurför um heiminn og meðal annars einstök verið sýnd hér á landi. Hann er einn eftirsótt- asti handritshöfundurinn í Hollywood og kvikmyndir þær sem hann hefur leikstýrt eru yfirleitt vandaðar og efnismiklar. Aðeins einu sinni hefur hann tekið fyrir eigið leikrit og leikstýrt kvikmynda- gerð þess, var það Oleanna. Aðrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.