Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 DV Aukin spenna á óróasvæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs: Fjórir ísraelar féllu í árás Hamas-liða REUTER-MYND Horft yfir til óvinarins Pakistanskur hermaöur horfiryfir landamærin til Kasmírs sem er und- ir stjórn erkifjandans tndtands. Skipst á skotum í Kasmír í dag Pakistanskar og indverskar her- sveitir skiptust á skotum úr sprengjuvörpum yfír vopnahléslín- una i Kasmírhéraöi í morgun en ekki er vitað til aö neinn hafi særst. Mikil spenna hefur einkennt sam- skipti landanna eftir árás á ind- verska þingið í desember, árás sem Indverjar segja að hafi verið verk aðskilnaðarsinna i Kasmír sem hafa aðsetur í Pakistan. Pakistönsk stjómvöld reyndu í morgun að draga úr væntingum manna um innihald ræðu sem Mus- harraf forseti flytur væntanlega um helgina. Þá sagði indverski innan- ríkisráðherrann eftir viðræður í Washington að Pakistanar hefðu ekki gert nóg til að brjóta á bak aft- ur starfsemi harðlínumanna sem berjast gegn yfírráðum Indverja í Kasmir og annars staðar. Hann sagðist þó vona að hægt yrði að af- stýra striði milli landanna. Tólf ísraelskir skriðdrekar storm- uðu í morgun inn í bæinn Rafah á Gaza-svæðinu og hófu skothríð á byggingar í bænum sem hefnd fyrir árás tveggja Hamas-liða á ísraelska herbækistöð í bænum Kerem Shal- om í suðurhluta ísraels í gær þar sem fjórir ísraelskir hermenn, þar af einn liðsforingi, létu lífið. Fyrr í morgun höfðu þrír ísra- elskir skriðdrekar auk bryndreka ráðist inn á alþjóðaflugvöllinn í borginni Gaza þar sem palestínsk öryggisstöð var lögð í rúst. Þetta gerist í beinu framhaldi af töku vopnaflutningaskipsins á Rauðahafi fyrir helgina og er ástand- ið vægast sagt orðið háskalegt. Ariel Sharon, forsætisráðherra israels, kennir eins og venjulega Yasser Arafat um árásina og sagði að ísraelsmenn myndu hefna henn- ar grimmilega. Hann segir fordæm- ingar palestínskra yfirvalda á morð- árás Hamas-liðanna aöeins innan- tóm orð sem hafi enga merkingu. „Við teljum palestínsk yfirvöld bera fulla ábyrgð á því sem gerðist," sagði Sharon sem næstu daga mun ásamt ríkisstjórn sinni ákveða til hvaða aðgerða verður gripið í fram- Fallnir hamas-liöar ísraelskur hermaöur stendur héryfir líkum Hamas-liöanna sem réöust á ísraelsku herbækistööina í bænum Kerem Shalom í ísrael í gær. haldinu. Ekki aðeins til að hefna árásarinnar í gær heldur að hans sögn líka vegna vopnamálsins. Hamas-samtökin hafa þegar lýst ábyrgð sinni á herstöðvarárásinni í gær en hún er sú fyrsta siðan Ara- fat fyrirskipaði í ávarpi sínu um miðjan síðasta mánuð að öllum árásum á ísraela skyldi hætt. Að sögn ísraelskra heryfirvalda læddust átta Hamas-liðar yfir landa- mæragirðingarnar til ísraels áður en tveir þeirra, klæddir búningum palestínskra öryggsvarða hófu skot- hríð á ísraelska hermenn sem voru við gæslu við bæinn Kerem Shalom sem er á landmærum við Egypta- land og heimastjómarsvæði palest- ínumanna á Gaza-svæðinu. Annar árásarmannanna var skot- inn til bana á vettvangi en hinn stuttu síðar á flótta. Palestínsk yfirvöld fordæmdu ár- ásina þegar og sögðust óttast að Shar- on myndi nýta sér tækifærið til að halda áfram árásum á palestínska borgara. í kjölfarið hertóku palest- inskar öryggissveitir aðalbækistöðv- ar palestínska sjóhersins og nokkrar lögreglustöðvar á Gaza-svæðinu til að koma í veg fyrir frekari hættu á árásum ísraelsmanna og létta aðeins á spennunni áður en Anthony Zinni aðalsamningamaður Bandaríkja- stjórnar mætir aftur eða í þriðja skipti á óróasvæðið þann 18. janúar nk. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- ________farandi eignum:_________ Aðalstræti 9, 0208, 8,5% 2. hæðar í miðhluta austurhliðar sunnan megin, 38,4 fm, Reykjavík, þingl. eig. Aðal- eign ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00.________________ Austurbrún 23, 0101, 1. hæð, geymsla og bflskúr, Reykjavík, þingl. eig. Krist- mundur Magnússon og Margrét Magn- úsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00.________________ Bakkastaðir 145,119,7 fm íbúð á einni hæð ásamt bílskúr, Reykjavík, þingl. eig. Helga Jónsdóttir og Þorgeir Magnússon, gerðarbeiðendur Lífeyris- sjóður verslunarmanna og Tollstjóra- embættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00.________________ Barónsstígur 27, 0101, verslunarhús- næði á jarðhæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Hilmar Páll Jóhannesson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður versl- unarmanna og Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Bergstaðastræti 9B, 0001, jarðhæð, Reykjavík, þingl. eig. Guðný Aðal- björg Jónsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 14. jan- úar 2002, kl. 10.00. Blöndubákki 3, 0202, 98,6 fm íbúð á 2. hæð m.m. ásamt herbergi í kjallara, merkt 0009, og geymsla, merkt 0005, Reykjavík, þingl. eig. Kristján Jóns- son, gerðarbeiðendur íslandsbanki- FBA hf., Landsbanki íslands hf., höf- uðst., og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, mánudaginn 14. jan- úar 2002, kl. 10.00.____________ Brautarholt 4, 0101, verslun og skrif- stofur á 1. hæð í V-enda m.m., Reykja- vík, þingl. eig. Sjófang hf., gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Breiðavík 18, 0101, 102,7 fm íbúð á 1. hæð fyrst t.v. m.m. ásamt geymslu í kjallara, merkt 0003, Reykjavík, þingl. eig. Signý Björk Ólafsdóttir, gerðar- beiðendur Gissur og Pálmi ehf. og Toll- stjóraembættið, mánudaginn 14. janú- ar 2002, kl. 10.00,_____________ Brekkuhús 1, 010202, 97 fm rými á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Gunnar S. Guðmundsson, gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00._____ Bugðulækur 1, 0201, 6 herb. íbúð á 2. hæð og 2/3 bflskúr fjær lóðarmörkum, Reykjavík, þingl. eig. Bragi Friðfinns- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembætt- ið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Dalhús 1, 0101, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, 1. íbúð frá vinstri, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Hermannsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Dofraborgir 13, Reykjavík, þingl. eig. Petra Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, mánudaginn 14. janú- ar 2002, kl. 10.00._________________ Dvergholt 18, neðri hæð, Mosfellsbæ, þingl. eig. Kristín Elfa Guðnadóttir, gerðarbeiðendur Greiðslumiðlun hf. - Visa fsland og íbúðalánasjóður, mánu- daginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Egilsgata 24, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Tómasson, gerðarbeið- endur fslandsbanki hf., útibú 527, Líf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins, B- deild, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00._________ Eiðismýri 6, íbúðarhúsalóð, Seltjarn- arnesi, þingl. eig. Sigrún Elísabet Ein- arsdóttir, gerðarbeiðendur Björn Kristjánsson, Frjálsi fjárfestingar- bankinn hf., íbúðalánasjóður, Kristján Vídalín Óskarsson og Tryggingamið- stöðin hf., mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00.____________________ Esjugrund 12, Reykjavík, þingl. eig. Ólafur Jóhann Högnason, gerðarbeið- endur fslandsbanki-FBA hf. og Toll- stjóraembættið, mánudaginn 14. janú- ar 2002, kl. 10.00._________________ Fífurimi 24, 0101, 50% ehl. í 4ra herb. íbúð nr. 3 frá vinstri á 1. hæð, Reykja- vík, þingl. eig. Eggert Guðmundsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf., fbúðalánasjóður og Tollstjóraembætt- ið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00.______________________________ Flétturimi 11,0101,3-4 herb. íbúð á 1. hæð m.m. og bílastæði, merkt 0016, í bílskýli, Reykjavík, þingl. eig. Fanndís Halla Steinsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 14. jan- úar 2002, kl. 10.00. Fluggarðar 28D, flugskýli nr. 28D, 76,5 fm, Reykjavíkurflugvelli, Reykjavík, þingl. eig. Þór Mýrdal, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Flugumýri 16, 0104, 219,6 fm verk- stæðisbygging á 1. hæð, Mosfellsbæ, þingl. eig. Plús og Mínus ehf., gerðar- beiðandi Mosfellsbær, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00._________ Garðastræti 40, 010201, 141,3 fm íbúð á 2. hæð ásamt geymslu 0006, Reykja- vík, þingl. eig. Ingibergur E. Þorkels- son, gerðarbeiðendur Kaupþing hf. og Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Grettisgata 40B, 0101, hæð og ris og 1/2 útigeymsla, 0001 2ja herb. íbúð í kjallara, Reykjavík, þingl. eig. Magn- ús Skarphéðinsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Grundarstígur 24,0001, íbúð í kjallara að vestanverðu, inngangur um norður- stigahús, Reykjavík, þingl. eig. Kol- brún Aðalsteinsdóttir, gerðarbeiðend- ur íbúðalánasjóður, Ljósaleiga Reykjavíkur ehf., Tollstjóraembættið og Öryggisþjónustan hf., mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Hverfisgata 105,0207, þrjú súlubil í A- hlið og tvö í S-gafli á 2. hæð, samtals 79 fm, Reykjavík, þingl. eig. Sólveig Þórarinsdóttir, gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, mánudaginn 14. janú- ar 2002, kl. 10.00._________________ Hyrjarhöfði 9, Reykjavík, þingl. eig. Flexiljós ehf., gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, mánudaginn 14. janú- ar 2002, kl. 10.00._________________ írabakki 22, 0102, 50% af 3ja herb. íbúð á 1. hæð f.m. ásamt geymslu og niðurhólfuðu sérrými í kjallara m.m., Reykjavík, þingl. eig. Lárus Stefáns- son, gerðarbeiðendur Lögreglustjóra- skrifstofa og Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Kárastígur 12, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Ingi Tómasson, gerðarbeið- endur Íslandsbanki-FBA hf., Söfnun- arsjóður lífeyrisréttinda og Tollstjóra- embættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Laugarnesvegur 58, 0201, rishæð, Reykjavík, þingl. eig. Unnur Bjarklind, gerðarbeiðandi Bjarni Sig- urðsson, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10,00,__________________________ Mjölnisholt 4, 0101, 1/3 hluti í 3ja herb. íbúð á neðri hæð m.m. og 1/2 skúr, Reykjavík, þingl. eig. Hafliði Bárður Harðarson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Nökkvavogur 44, 0201, efri hæð, ris- hæð og hl. kjallara m.m., Reykjavík, þingl. eig. Helga Magnúsdóttir og Sveinn Rútur Þorvaldsson, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður, Lífeyris- sjóður sjómanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, mánu- daginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Rauðalækur 45, 0201, 50% ehl. í 2. hæð og bílskúr fjær húsi, Reykjavík, þingl. eig. Hannes Kristinsson, gerðar- beiðendur fbúðalánasjóður og Toll- stjóraembættið, mánudaginn 14. janú- ar 2002, kl. 10.00. Rósarimi 6, 0103, 3ja herb. íbúð f.v. á 1. hæð, 75,6 fm m.m., Reykjavík, þingl. eig. Anna Gísladóttir og Magnús Torfi Jónsson, gerðarbeiðendur Greiðslu- miðlun hf. - Visa ísland og Tollstjóra- embættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00,____________________ Síðumúli 21, bakhús, Reykjavík, þingl. eig. Kristinn Gestsson, gerðarbeiðend- ur íslandsbanki hf., útibú 526, og Toll- stjóraembættið, mánudaginn 14. janú- ar 2002, kl. 10.00. Skipasund 48, 0001, 69,3 fm íbúð í kjallara og 31,9 fm viðbygging og bíl- skúr, Reykjavík, þingl. eig. Gísli Jóns- son, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfest- ingarbankinn hf. og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Skúlagata 32,010101, 86,2 fm atvinnu- húsnæði á 1. hæð og 2 geymslurými á 5. hæð, merkt 0501 og 0502 m.m., Reykjavík, þingl. eig. Strýta ehf., gerð- arbeiðandi Tollstjóraembættið, mánu- daginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Skúlagata 32, 010102, 177,6 fm at- vinnuhúsnæði á 1. hæð m.m., Reykja- vík, þingl. eig. Strýta ehf., gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Sóltún 30, 0402, 50% ehl. í 86,5 fm íbúð á 4. hæð m.m. ásamt geymslu í kjallara, merkt 0014, Reykjavík, þingl. eig. Hrefna Björk Arnardóttir, gerðar- beiðendur Kreditkort hf. og Tollstjóra- embættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl, 10.00. Stúfholt 3, 0201, 50% ehl. í 72,1 fm íbúð á 2. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Haraldur Ágúst Bjarnason, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., mánu- daginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Tungusel 1, 0301, 4ra herb. íbúð á 3. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Júníus Pálsson, gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Týsgata 6, 0201, ehl. í 2. hæð, Reykja- vík, þingl. eig. Sigurður Guðjón Sig- urðsson og Magnea J. Matthíasdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Unnarstígur 2a, 0101, 50% ehl. í 3ja herb. íbúð m.m. (minna húsið), Reykjavík, þingl. eig. Geir Magnús- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembætt- ið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Vesturgata 52, 0202, 99,5 fm íbúð á 2. hæð t.h. m.m. ásamt geymslu f kjall- ara, merkt 0008, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Guðmundsson og Anna Helga Schram, gerðarbeiðendur Hekla hf., Lögbýli ehf. og Trygginga- miðstöðin hf., mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00.___________________ Völuteigur 6, (áður Álafossvegur 40,) 0104, 260,3 fm iðnaðarrými á 1. hæð m.m., Mosfellsbæ, þingl. eig. Bæjar- blikk ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. Þjórsárgata 9, 0101, 50% ehl. í neðri hæð og vestari bílskúr, Reykjavík, þingl. eig. Soffía Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. janúar 2002, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK IEEESWDT:' afganskan her Hamid Karzai, for- sætisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar í Afganistan, hefur hvatt til þess að stofnaður verði her í landinu. Hann á að vera liður í því að pólitískum og félags- legum stöðugleika í landinu. Kanar leita unglings Um tvö hundruð bandarískir landgönguliðar komu til austur- hluta Afganistans i gær og er talið að þeir muni leita að 14 ára unglingi sem hvarf eftir að hann drap banda- rískan sérsveitarmann um daginn. Kúbverjum líst ekkert á Kúbverjar sem búa nærri banda- rísku flotastöðinni í Guantanamo eru lítt hrifnir af því að þangað verði fluttir fangar úr liði talibana og al-Qaeda hryðjuverkasam- tökunum eins og áformað er. Gengislækkun frestað Ný ríkisstjórn Argentínu hefur enn einu sinni frestað gildistöku gengisfellingarinnar sem tilkynnt var um á dögunum. Stjórnin er und- ir þrýstingi banka, fyrirtækja og reiðs almennings. Karzai vill koma á bæði Vill stjórn fljótt Arnold Ruutel, forseti Eistlands, sagði í gær að hann vildi að ný stjórn yrði mynduð hið fyrsta til að taka við af stjórn Marts Laars sem sagði af sér í vikubyrjun. Schröder heitir aðgerðum Gerhard Schröder Þýskalandskanslari hét því í gær að bregðast við tíðind- um um aukiö at- vinnuleysi með því að skapa fleiri ný láglaunastörf. Frétt- imar voru áfall fyrir Schröder sem þarf að berjast fyrir embætti sínu í kosningum eftir níu mánuði. Sómalir viðkvæmir Embættismaður SÞ sagði í gær að ef Bandaríkjamenn ákvæðu að ráð- ast á Sómalíu í herferð sinni gegn hryðjuverkamönnum myndi það skaða landið enn frekar. Sómalía er nánast í rúst í kjölfar langvinnra innanlandsátaka. Bush umhverfisvinur George W. Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að styrkja ímynd sína í umhverfismálum með þvi að undirrita, ásamt Jeb bróður sin- um, ríkisstjóra í Flór- ída, samkomulag sem á að tryggja fullnægjandi vatnsbúskap til að hægt verði að endurheimta Evergla- des fenjasvæðið i Flórída. Enron til rannsóknar Bandaríska dómsmálaráðuneytiö tilkynnti í gær að hafin væri saka- málsrannsókn á orkusölufyrirtæk- inu Enron sem fór á hausinn á sið- asta ári. Gjaldþrot fyrirtækisins er hið mesta í sögu Bandarikjanna. Margir starfsmenn töpuðu öllum lif- eyrisréttindum en margir yfirmenn græddu með því að selja hlut sinn áður en verð hlutabréfa féll niður i nánast ekki neitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.