Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 16
28
FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 2002
Skoðun
DV
Eiga kettir að vera í bandi
eins og hundar?
Valdimar Bjarnfreðsson
myndlistarmaður:
Já, ég er algerlega sammála því. Það
þarf að hafa meiri aðgát á köttum.
Andri Halldór Halldórsson nemi:
Nei, þeir eru svo sætir.
Kalman Aöalsteinsson:
Nei, dýr eiga atmennt að vera frjáls.
Anna Traustadóttir nemi:
Nei, alls ekki. Þeir eru ekki eins
hættulegir og hundar.
Hildur Guöjónsdóttir nemi:
Nei, í rauninni ekki. Kettir eru dýr
sem eiga að vera frjáls.
Sverrir Rolf Sander nemi:
Nei, þeir eiga aö vera frjálsir.
A fréttastofu RUV (hljóðvarps)
Utan og ofan við hlutleysið?
Fréttaspegill naskur á níðið
Páll Sigurösson
s krifar:
Ég hef lengi hlustað á þáttinn
„Spegillinn" sem svo er nefndur og
er eins konar fréttaskýringaþáttur
með kvöldfréttum RÚV. Þarna eru
stundum góðir sprettir sem virða má
til betri vegar, en oftar en ekki eru
þessir „speglar" þó með níði að ivafi
og þá um vestræna góðærið, ranga
stefnu Bandaríkjanna og svo aðra
sem þarna eru tíndir upp og auglýst-
ir sem minni máttar meðal þjóða.
Þróunarþjóðirnar eru auðvitað í upp-
áhaldi sem þolendur hinna vestrænu
arðræningja. Líkt og við séum uppi á
tímum nýlendukúgunar og þræla-
halds. - Engir stunda þó arðrán og
kúgun á meöbræðrum sínum jafn
grimmt og stjórnvöld þróunarþjóða.
Ég minnist sérstaklega „spegils"
RÚV frá 28. des. sL sem var einstak-
lega iðinn við að upplýsa hörmungar
af völdum Vesturlanda. Fyrst tíund-
uð píningin sem Palestínumenn eru
sagðir sæta af hálfu ísraelsmanna.
Síðan haldið áfram óslitið; tvær kon-
ur vissu um friðarsinna í Bandarikj-
„Þarna eru stundum góðir
sprettir sem virða má til
betri vegar, en oftar en ekki
eru þessir „speglar“ þó með
níði að ívafi og þá um vest-
rœna góðœrið, ranga stefnu
Bandaríkjanna og svo aðra
sem þarna eru tíndir upp
og auglýstir sem minni
máttar meðal þjóða. “
unum sem voru lagðir í einelti að
sögn, vegna þess eins að vera friðar-
sinnar! Þá var það Bush, óvinurinn
mesti (og besti fyrir þá sem þurfa
einhvern til að lemja á); hann var að
gefa Pakistönum grænt ijós til að
skekja vopnin. - Síðan komu tvær
rammíslenskar konur sem fullyrtu
að allar aðrar leiðir til að ná í skott-
ið á meintum hryðjuverkamönnum
hefðu verið betri en að gera loftárás-
ir á Afganistan!
Og áfram malaði kvömin; Rósu
Lúxemburg entist ekki aldur til að
sjá afleiðingar verka stórveldisins í
Sovét, því hægri menn drápu hana
áður. Og hvað gera svo háskólakenn-
arar í Bandaríkjunum umfram aðra
þar í landi? Jú, þeir taka sig út úr og
túlka nýliðin hryðjuverk með allt
öðrum hætti en Bush forseti, sem lét
sig hafa það að segja að þeir sem
ekki fordæmdu verknaðinn á Band-
arríkin væru á móti þjóðinni. Það
var og!
Nú er ég ekki að segja að þeir sem
stjórna „Spegli“ RÚV eigi ekki né
megi segja kost og löst á vestrænu
samfélagi, og Bandaríkjunum. Það
eru skiptar skoðanir þar um og eiga
einmitt að speglast hjá RÚV og öðr-
um fjölmiðlum. Mér finnst þó marg-
ir hjá RÚV vera einkar naskir við að
níðast á vestrænum gildum. Ekki
bara í fréttaskýringum heldur
einnig í öðrum þáttum hjá þessari
opinberu stofnun. - Skyldi það vera
að sannast sem einn fréttamaðurinn
lét sér um munn fara - RÚV væri
orðið áróðurstæki gegn ríkisstjórn-
arflokkunum?
Framboð um flugvallarmál?
Þórólfur Jónsson
skrifar:
Það virðist sem margir hugsi sér
til hreyfings í borgarstjórnarkosn-
ingunum á vori komanda. Og þá er
kannski helst verið að hugsa um
þau mál sem brenna á sérhverjum
þeim sem tilkynnir komu sína á
framboðsvöllinn. Þar eru þrýstihóp-
ar auðvitað fremstir og forsvars-
menn þeirra.
Fyrst heyrðist af borgarfulltrúan-
um Ólafi F. Magnússyni, sem vill
taka í hönd dóttur Sverris Her-
mannssonar eða þá einhverjum öðr-
um sem býðst og vill nota tækifær-
ið og berjast fyrir einhverju góðu
málefni, t.d. vernd hálendisins (sem
ég sé ekki að borgarfulltrúar sinni
„Mér finnst hins vegar ansi
hart að hvorugur flokkur-
inn sem nú situr í borgar-
stjórn skuli hafa sýnt meiri
framsýni en raun ber vitni
með því að taka ekki ein-
arða afstöðu gegn flugvell-
inum í Vatnsmýrinni. “
mikið) eða gegn einhverju slæmu,
svo sem mengun og hávaða.
Og nú er einmitt komið á daginn
að þar verður hópur á ferð sem vill
reka mengun úr mýrinni við flug-
völlinn, og flugið með.
Framboð andstæðinga flugvallar-
ins er sem sé komið í startholurnar
og vill í borgarstjórn. Ekki verra en
hvað annað. Mér finnst hins vegar
ansi hart aö hvorugur flokkurinn
sem nú situr í borgarstjórn skuli
hafa sýnt meiri framsýni en raun
ber vitni með því að taka ekki ein-
arða afstöðu gegn flugvellinum í
Vatnsmýrinni.
Flugvöllurinn mun fara úr mýr-
inni miklu fyrr en menn sjá fyrir í
dag. Það hefði þvi átt að vera aug-
ljóst öðrum hvorum arminum (R-
listanum eða minnihlutanum) i
borgarstjórn að það væri góður
kostur að flagga slagorðinu: Flug-
völlinn burt - fyrir kosningar í vor.
En við sjáum nú hvað setur. Það er
ekki öll nótt úti enn.
A leið til YG?
Garri fær ekki betur séð en að Steingrímur J.
og félagar í Vinstri grænum séu í mikilli sókn
þessa dagana. Sóknin beinist nú ekki svo mikið
að framsóknarmönnum á landsbyggðinni eins og
tilfellið hefur verið hingað til, heldur fær Garri
ekki betur séð en Steingrímur sé að næla sér í
fjölmarga nýja herforingja úr röðum Samfylking-
arinnar. Og þó þessir samfylkingarmenn hafi
kannski ekki enn gefið neitt upp um áform sín
um að færa sig yfir til Steingrims, er einsýnt að
margir þeirra eru i anda sammála sínum gamla
rauðbirkna félaga. Garra kæmi því ekki á óvart
þótt eitthvert yfirfall gerði vart við sig úr Sam-
fylkingunni og yfir til VG á næstunni. Sem
dæmi um liðsforingja sem hér er verið að visa
til nægir að rifja upp framgang Helga Hjörvar,
sem Garri fjallaði um í löngu máli í gær. Um-
hverfisstefna Helga og andstaðan við Kárahnjúka
gefa til kynna að þar fari maður sem eigi miklu
meiri samleið með Steingrími en Össuri Skarp-
héðinssyni og Samfylkingunni.
Ekkert sjónvarp í júlí?
Nú hefur nýr liðsmaður bæst í þennan hóp
„VG-ara“, sem enn eiga eftir að koma út úr Sam-
fylkingarskápnum. Vinstri gi-ænir eru sem kunn-
ugt er einkum þekktir fyrir
fortiðarþrá sína og þjóðlegan
sósíalisma. Fyrir vikið hafa
þeir áunnið sér sæmdarheitin
„Fúll á móti“ og „Fortíðar-
flokkurinn". Hún var einmitt í
þeim anda tillagan, eða uppá-
stungan öllu heldur, sem
Mörður Árnason, sagður sam-
fylkingarmaður, setti fram í
útvarpsráði í vikunni. Hún
snerist um það að í sparnaðar-
skyni myndi RÚV taka upp að
nýju sumarlokanir sjónvarps-
ins, þannig að engar útsendingar yrðu í sjón-
varpinu í júlí. Þessi háttur var hafður á hér í
eina tíð - í árdaga sjónvarpsins. Þá var sjopp-
unni hreinlega lokað eins og oft er gert með
heilu deildirnar á stóru sjúkrahúsunum á sumr-
in. Allir eru þá skikkaðir til að taka sitt sumar-
frí og heilmikið sparast á meðan í rekstrinum.
Landsmenn lærðu á sínum tíma að búa til dygð
úr þessari illu nauðsyn og töluðu gjaman um ís-
land sem eina landið í heiminum þar sem eng-
inn bjór væri seldur og ekkert sjónvarp væri á
fimmtudögum og ekkert sjónvarp væri í heilan
mánuð á sumrin. Var þetta
talið laða að ferðamenn, en
Garra grunar að eftir árásim-
ar á Afganistan séu nú færri
talibanskir ferðamenn á ferð
en áður var.
Einn á móti öllum
Garra sýnist Mörður sjá
þessa tíma í nokkrum hilling-
um, enda minnist Garri þess
að hafa heyrt fólk tala um það
í júlí hvað það væri nú gott að
eiga fri frá þessu endalausa
sjónvarpsglápi. Sennilega hef-
ur Mörður verið einn af þeim
sem þannig töluðu og gæti það
skýrt hvers vegna þessi hug-
mynd hans skýtur upp kollin-
um nú í upphafi 21. aldar. Hugmyndin hefur
hins vegar ekki fallið í góðan jarðveg og segjast
félagar Marðar í útvarpsráði ekki tilbúnir að
hlusta á svona fortíðarhjal. Mörður er því í
nokkuð afgerandi minnihluta i málinu og stend-
ur í raun einn á móti öllum í fortíðarhyggju
sinni. Það er aftur staða sem er liðsmönnum VG
eðlislægari en öðrum og því ekki óeðlilegt að
túlka þetta sem vísbendingu um að Mörður
kunni að eiga betur heima þar en hjá Samfylk-
ingunni sem alla jafna kveðst
vilja horfa til framtíðar. C\<Kffl
Vestfjaröagöngin voru nauösyn
En betur má ef duga skal.
Þarnæstu göng á
Vestfjörðum
Sigurgeir Jónsson skrifar:
Nú hafa verið boðin út tvenn jarð-
göng á Norðurlandi og á Austurlandi,
nánar tiltekið milli Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar og Reyðaríjarðar og Fá-
skrúðsfjarðar. Ég tel víst að þarnæst í
röðinni verði hugað að jarðgöngum á
Vestfjörðum, annars vegar tii að útiloka
verstu ófærur á Dynjandisheiði og svo á
Hrafnseyrarheiöi. Verður ekki við það
unað að þarna verði ekki gerðar úrbæt-
ur, þvi án þeirra má reikna með að
fólksflótti frá norðurfjörðum VestQarða
taki verulegan kipp. Vestfjarðagöngin
voru nauðsyn, en betur má ef duga skal
fyrir íbúa Vestjarða og ferðamenn sem
þangað koma. Vegurinn meðfram isa-
Carðardjúpi og Steingrímsíjarðarheiði
er ekki viðunandi og syðri leiðin um
Þingeyri mun æskilegri. Eftir að Djúp-
bátsins nýtur ekki lengur við er enn
ríkari ástæða til að leggja áherslu á
göngin undir heiðarnar.
Enginn þjóörétt-
arfræöingur?
Guðjón Ólafsson skrifar:
Mér fmnst einkennilegt ef ríkis-
stjórnin hefur ekki á að skipa neinum
þjóðréttarfræðingi eins og reyndin var
hér á árum áður þegar við stóðum í
landhelgisdeilunum og unnum hvað
mestan sigur í þeim málum með þjóð-
réttarfræðinginn Hans G. Andersen í
fararbroddi. Eftir hans dag man ég
ekki eftir neinum áberandi manni í
þessum störfum á vegum ríkisins, utan
hvað Guðmundur Eiríksson starfaði
einhvern tima hjá ríkinu. Eitt með
öðru var talið skipta miklu máli i
svona starfi á alþjóðavettvangi og það
var staðgóð þekking á alþjóðamálum
og tungumálakunnátta sem gerði þeim
kleift að standa fullkomlega jafnfætis
öðrum á ráðstefnum í lagakrókum og
málarekstri en það var einmitt hin
sterka hlið þessara tveggja manna. En
kannski er ekki lengur þörf á þjóðrétt-
arfræðingi fyrir íslenska ríkið.
Samkvæmt heimildum lesendasíðu
DV er a.m.k. einn þjóðréttarfræðingur
starfandi á vegum hins opinbera.
Hann heitir Tómas H. Heiðarsson og
starfar í utanríkisráðuneytinu.
Ekki tímabær
Þ.K.P. skrifar:
Forsvarsmenn
R-listans virðast
vera að fara á
taugum vegna
þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn
hefur ekki
ákveðið með
hvaða hætti
Ráöhús
Reykjavíkur
Engan asa, það
eykur spennuna.
verður stillt upp á framboðslista og
hverjir verða þar í framboði. Stað-
reyndin er sú, að Sjálfstæðisflokkn-
um liggur ekkert á að birta neitt um
þessi mál fyrr en vitað er hvort R-list-
inn kemst að niðurstöðu um uppröð-
un. Ekki er einu sinni öruggt að R-
listinn bjóði fram í óbreyttu formi
svo að sjálfstæðismenn geta alveg
verið rólegir. Það væri glapræði af
Sjálfstæðisflokknum að gefa R-istan-
um færi á að skoða útspil flokksins i
borgarstjórnarkosningunum. Það
verður nú ekki kosið fyrr en í maí
eða júní og R-listinn er hið leiðandi
afl í borginni nú um stundir, það er
þvi hans að sína kjósendum á spil
sín. Hafi þeir þá einhver spil að sýna.
IDV Lesendur
Uesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.