Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 25
37 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002_________________________________________________ I>V Tilvera Nýja endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi: Gerir lífiö auðveldara - er samdóma álit sjúklinganna Gangandi kraftaverk Guömundur Páll Magnússon gefur staönum 22 í einkunn af 10 mögulegum! Á öðrum degi frá opnun hinnar nýju og glæsilegu þjálfunarstöðvar á Reykjalundi var enn „vígsluljómi“ á andlitum fólksins, blómvendir í hverju homi og stöku iðnaðarmaður að leggja lokahönd á verk sitt. Þjálfaramir vom flestir á námskeiði til að æfa björgun úr vatni og endurlífgun vegna breyttra aðstæðna með tilkomu nýju stóm laug- arinnar. „Við viljum vera alveg skot- held og hafa alla í góðri þjálfun," segir íris Marelsdóttir yfirsjúkraþjálfari sem tekur á móti útsendumm DV, ásamt Bimi Ástmundssyni forstjóra. Og fyrst minnst er á sundlaugina er best aö byrja heimsóknina á því að Sigfús segir hafa verið sundlaug heima á Laugarbakka en nú hafi henni verið lokað. „En við höfum heita potta, sem er betra en ekki neitt,“ segir hann. Skúli Jónsson er við hlið Sigfúsar. Hann er á fjórðu viku, ber staðnum góða sögu og er yfir sig hrifinn af nýju aðstöðunni. En hvað skyldi hrjá hann? „Það er aumt bak sem hefur verið mitt vandamál lengi,“ segir Skúli. Júlíus Sigurðsson er líka að svamla í laug- inni. Hann kveðst vera að æfa upp þrek og hæfni eftir blóðtappa sem hann fékk fyrir tveimur ámm. „Sund- ið er stórt atriði í þeirri þjálfun," segir hann. Fæddist með vatnshöfuð og klofinn hrygg Guðmundur Páll Magnússon úr Biskupstungunum er næsti viðmæl- andi. Hann var tvo mánuði á Reykja- lundi fyrir jól og býst við að verða að minnsta kosti mánuð í viöbót. En hvað skyldi hafa komið fyrir hann? „Ég fæddist sjúklingur, með vatnshöfuð og klofinn hrygg og er í stöðugri þjáifun, andlegri og líkamlegri. „Það er alveg ótrúlegt hvað þessi stofnun er búin að Sigurður Þorsteinsson og Kristín Hannesdóttir Siguröur býr á sambýlinu Hlein og kemur í þreksalinn þrisvar í viku. „Ég er aöstoöarkerlingin hans Sigga, “ segir Kristín hlæjandi, en hann vill frekar kalla hana „viðhald!“ Tækiö er nýtt og var gefiö af Verkstjórafélaginu. Svamlaö í lauginni Sigfús Traustason og Skúli Jónsson eru ánægöir meö aöstööuna á Reykjalundi. Flest tækin frá félögum og klúbbum í nýja íþróttasalnum em þrír menn og ein stúlka í borðtennis og virðast skemmta sér vel. En við höldum upp á efri hæð þar sem æfingaaðstaða er í tveimur sölum með ýmsum þrekþjálf- unartækjum. Öðrum megin em bekk- ir, ætlaðir gigtarsjúklingum og þeim sem þurfa að æfa upp færni sem hefur verið til staðar, hinum megin em hjól og lóð tO að efla styrk og þol. Flest hafa tækin verið gefin af félögum og klúbb- um. Þar hafa Lions- og Kiwanisklúbb- ar verið drjúgir, að sögn Björns. Reykjalundur er sjálfstæð stofhun í eigu SÍBS. Þar er gistiaðstaða fyrir 150 manns og auk þeirra njóta fjölmargir Við sundlaugina Björn Ástmundsson forstjóri, íris Marelsdóttir yfirsjúkraþjálfari og Jón M. Benediktsson, formaöur byggingarnefndar. Heita vatnið er gulls ígildi Júlíus Sigurösson er í endurhæfingu eftir blóötappa. þjónustu þar, gegnum göngudeildina. „Á síðasta ári vom það um 1000 manns sem komu á hana, fyrir utan um 1400 manns sem „ílæddu“ um stofnunina, eins og Bjöm orðar það. Húsið er byggt é bjsígi Nýja húsið sem er 2700 ferm. hefur risið upp á einu og hálfú ári. Fjár- magnið sem safnaðist i landsátakinu Sigur lífsins í október 1998, ásamt erfðafé, ýmsum gjöfum og afrakstri af happdrætti SÍBS gaf gott trukk til að ýta framkvæmdum í gang. Nýbygging- in tengir saman aðrar mikilvægar byggingar sem fyrir vora, svo sem sjúkradeild og iðjuþjálfunardeild. Þrátt fýrir stærðina yfirgnæfir hún ekki aðr- ar enda fellur hún að nokkra inn í landið. Til að koma henni fyrir vom nefnilega sprengdir í burtu rúmlega 8000 rúmmetrar af grjóti og klöpp. Hús- ið er svo sannarlega byggt á bjargi og sú starfsemi sem þar fer fram eykur lífsgæði fjölda fólks. -Gun. Rausnarleg gjöf Oddur Vífilsson, sonarsonur Odds Ólafssonar læknis, átti fertugsafmæli á vígsludaginn, 4. janúar. Hann slasaöist illa áriö 1987 og býr á Hlein, sambýli fyrir fatlaöa. Á afmælinu sínu færöi hann Reykjalundi aö gjöf hvorki meira né minna en eina milljón króna í byggingarsjóö. Á myndinni sést Hjördís Jóns- dóttir yfirlæknir taka viö gjöfinni og Jón M. Benediktsson, formaöur bygging- arnefndar, fylgjast meö. skoða hana. Laugamar era reyndar tvær, 25x9 og 7x9 m að stærð. Gamla laugin á staðnum er minni en litla laugin svo viðbrigðin em mikil. „Nú erum við komin með löglega 25 m keppnislaug og getum þess vegna hald- ið íþróttamót fatlaðra með glans," seg- ir íris glaðlega og bætir við að það hafi verið glæsilegt opnunaratriði þegar þau stungu sér til sunds, heimsmethaf- amir Bjarki Birgisson, Kristín Rós Há- konardóttir, Pálmar Guðmundsson og Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Sundið er stórt atriði í þjálfúninni í lauginni eru nokkrir að æfa sig. Fyrstan tökum við tali Sigfús Trausta- son á Laugarbakka í Miðfirði. Hann er að byrja aðra viku sína í þjálfuninni, kveðst hafa verið eina viku fyrir jól og þá í gömlu endurhæfingarstöðinni. „Þetta er allt annað og betra," segir hann brosandi. Sigfús kveðst hafa fengið heilablóðfall fyrir tveimur ámm en' þetta sé fyrsta endurhæfingin sem hann kemst í. „Ég átti að koma hér í sumar en hafði ekki tök á því þá. Ég held að prógrammið sé fimm vikur og ég ætla að útenda það,“ segir hann. Endurhæfing Svava Siguröardóttir er aö ná sér eftir gerviliösaögerð á hné, meö aöstoö Hlínar Bjarnadóttur þjálfara. gera fyrir mig. En maður verður auð- vitað að vera jákvæður sjálfur til að ná bata.“ segir þessi ungi maður sem á sinni 24 ára löngu ævi kveðst vera bú- inn að fara í yfir 50 aðgerðir og stríða við einelti í skóla, þunglyndi og ýmsar hremmingar. „Ég er búinn að vera meira og minna á sjúkrastofnunum alla mína ævi,“ segir hann og gefúr Reykjalundi 22 í einkunn af 10 mögu- legum! „Hér em undin- og stónnerki að gerast á hverjum degi,“ segir hann af sannfæringarkrafti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.