Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 Fréttir DV Breytingar á hugmyndum um uppstillingu á R-listann og almenn sátt um nýja tillögu: Óháður í 7. sætið - raett um að fá virtan einstakling til að styrkja listann. Margir vilja Garðar Sverrisson Samkomulag er í burðarliðnum milli flokkanna þriggja sem standa að kosningabandalagi Reykjavík- urlistans. í dag mun þriggja manna starfshópur flokkanna hitt- ast til að reyna að klára tillögur sínar um uppstillingu og takist þeim að ganga frá tillögum mun hin eiginlega samninganefnd flokkanna fara yfir þær um helg- ina og í framhaldinu munu viðeig- andi flokksstofnanir taka af skarið um málið. Ljóst er aö nokkuð víð- tæk sátt er um þær hugmyndir sem nú eru uppi á boröum og að starfshópurinn, sem jafnan gengur undir nafninu „vitringamir þrir“, hefur haft gott samráð við bak- landið í sínum flokkum við vinnsl- una á þeim tillögum sem nú liggja fyrir. „Vitringarnir", þeir Páll Halldórsson jarðeðlisfræðingur frá Samfylkingunni, Guðjón Ólafur Jónssson lögfæðingur frá Fram- sókn og Ármann Jakobsson sagn- fræðingur frá Vinstri grænum, höfðu strax í desember komið sér saman um drög að samkomulagi, sem ekki féll í nægjanlega góðan jarðveg, þannig að sú útgáfa sem nú er fram komin er talsvert breytt frá því sem þá var. Málamiðlun Nýja sam- komulagið er málamiðlun sem kom fram eftir að Ingibjörg Söl- rún Gísladóttir, borgarstjóri og borgarstjóraefni framboðsins, hafði farið yfir fyrri tillögur vitr- inganna þriggja. Samkvæmt því sem nú er talað um fær hver flokk- ur tvö sæti af þeim átta efstu, en 7. sætið verður frátekið fyrir óháðan frambjóðanda, sem valinn verður af sérstakri uppstillingarnefnd í samráöi við borgarstjóra, sem mun skipa 8. sætið og vera borgar- stjóraefni listans eins og áður. Áður hafði verið gert ráð fyrir að Framsókn og VG fengju tvo full- trúa hvor úr hópi átta efstu en Samfylkingin þrjá. Hugmyndin var síðan að VG fengi efsta sæti listans og Framsókn fyrsta val í allar nefndir auk þess að fá for- mann borgarstjórnarflokksins. Þessar forsendur og þessi úrfærsla breytist hins vegar með nýja sam- komulaginu enda „missir" Sam- fylkingin einn mann úr öruggu sæti fyrir hinn óháða. Páll Halldórsson. Nýja tillagan Sú tilllaga sem unnið er út frá núna er eftirfarandi, en rétt er að undirstrika að hún gæti breyst í meðförum vitringanna í dag eða stóru samninganefndarinnar um helgina þó tæplega geti það orðið í veigamiklum atriðum: Samfylking fær fjögur sæti af 15 á listanum. Þaö eru sæti eitt, sex, ellefu og þrettán. Framsókn fær líka fjögur sæti af fimmtán. Það eru sæti tvö, fimm, tíu og fjórtán. Vinstrihreyfingin grænt framboð fengi sömuleiðis fjögur sæti, sem yrðu sæti þrjú, fjögur, niu og fimmtán. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir yrði síðan í áttunda sætinu og síðan „hin óháða skrautfjöður" í því sjöunda, eins og einn viðmæl- andi kallaði þann sem valinn yrði til að setjast í sjöunda sætið. Skipt- ing embætta og nefnda breytist líka frá þvi sem áöur hafði verið talað um því nú er gert ráð fyrir að embætti forseta borgarstjórnar róteri milli flokkanna á kjörtíma- bilinu og nefndir og önnur emb- ætti skiptast líka jafnar milli flokka en áður hafði verið gert ráð fyrir. BBf Samkomulag Reykjavíkurlistinn er nú kominn á beinu brautina varöandi uppstillingu á lista hjá sér. Mikil spenna hefur myndast í kringum uppstillinguna, sérstaklega í Samfylkingunni þar sem þrír borgarfulltrúar bítast um tvö sæti. Einnig ríkir eftir- vænting um hver muni fara í 7. sætiö, veröur þaö Garöar Sverrisson eöa einhver allt annar? Guðjón Olafur Jónsson. Ármann Jakobsson. Víðtæk sátt Eins og áður segir er þessi nýja tillaga málamiðlun sem kom til eft- ir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir haföi komið að málinu en sam- kvæmt heimildum DV hafði hún áhuga á að fá að ráða sjöunda sæt- inu sjálf. Það þótti hins vegar full- trúum flokkanna, einkum Fram- sóknar og Vinstri grænna, óeðlilegt. Málamiðlunartillagan um að sér- stök uppstillingarnefnd í samráði við borgarstjóra ákveði hver skipi sjöunda sætið mun síðan hafa kom- ið frá Guðjóni Ólafi Jónssyni, „framsóknarvitringnum" í hópnum, og grundvallarhugmyndin fengiö samþykki hinna í hópnum sem og borgarstjóra. Eins og áöur segir virðist þokka- leg sátt um þessa niðurstöðu í röð- um allra aðildarflokkanna og eng- inn fjölmargra sem blaðið ræddi við í gær taldi að þessi niðurstaða væri lakari en sú fyrri. Þvert á móti virð- ast menn sáttari, sérstaklega í röð- um framsóknarmanna og Vinstri grænna, við það að flokkamir komi að bandalaginu á jafnréttisgrund- velli, þ.e. að allir fái jafna stööu á listanum og í embættaveitingum. Ármann Jakobsson segist þannig eiga fastlega von á að tillaga af þessu tagi, hugsanlega þó með smá- vægilegum breytingum, muni fást samþykkt í flokksdeild Vinstri grænna í Reykjavík. Sömu sögu er að segja af þeim framsóknarmönn- um sem rætt var við og Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, fullyrðir að það sé margfalt heppilegra fyrir alla aðila, ekki síst Framsókn, að flokkarnir komi allir jafnir að málum. Þetta sé kosningabandalag á jafnréttisgrund- velli og þessi skipan undirstriki það. Páll Halldórsson „samfylking- arvitringurinn" vildi í gær ekki tjá Óskar Ingibjörg Sólrún Bergsson. Gísladóttir. sig um þessa niðurstöðu, en augljóst er á viðbrögðum annarra samfylk- ingarmanna að þeir telja þetta ásættanlega lausn. Rétt er að geta þess að talsverð óánægja hafði alla tíð verið í röðum samfylkingar- manna með fyrri niðurstöðu vitr- inganna þriggja. Margir vilja Garðar Sú ráðstöfun, aö skflja eftir sjö- unda sætið handa óháðum aðila, hefur eðlilega vakið mikla athygli. Einn viðmælandi blaösins úr borg- arstjórnarflokki R-listans sagði þetta sæti „eins konar bjarg- hring“. Þegar þrír fiokkar stilli upp hver i sínu lagi - og allir prýð- is-fulltrúum - geti niðurstaðan þó orðið sú að listinn verði hreint ekki árennilegur þegar hinir ein- stöku hlutar hans koma saman. Því mun hugmyndin að bíða með þetta 7. sæti þar til tilnefningar i hin sætin eru komnar fram og sá frambjóðandi sem þar kæmi inn myndi þá metinn með tilliti tfl þess að fá sem besta heildarmynd á listann. Borgarfulltrúar sem blaðið ræddi við telja greinOegt að þessi einstaklingur yrði að standa utan flokka, eða í það minnsta ekki vera mitt í hringiðu flokkapólitíkurinnar. Þess hefur vandlega verið gætt aö festa ekk- ert nafn við þetta sæti, en það hef- ur þó ekki komið i veg fyrir að fólkið sem myndar bakland vitr- inganna inni í flokkunum hefur mikið spurt um einstaklinga og ýmis nöfn eru þar á lofti. Viðmæl- endur blaðsins nefna í þessu sam- bandi að umræður séu um sér- framboð aldraðra og öryrkja og einn viðmælandi sagði óvarlegt að útiloka menn eins og Ólaf F. Magnússon. Hann á þó augljóslega ekki víötækan stuðning. Það sama er ekki hægt að segja um menn eins og Ólaf Ólafsson landlækni og þó sérstaklega Garðar Sverrisson, formann Öryrkjabandalagsins, en þeirra nöfn hafa verið nefnd í þessu samhengi sem sú tegund fólks sem verið sé að tala um í sjö- unda sætið. Þannig er greinilegt t.d. af samtölum DV við Reykjavík- urlistafólk í gær að Garöar Sverr- isson nýtur stuðnings áhrifa- manna úr röðum allra aðildar- flokkanna og nafn hans er augljós- lega ofarlega í hugum margra sem tengjast þessum framboðsmálum. Sjálfur útilokar Garðar ekkert og þegar hann var spurður beint að því í gær hvort hann gæfi kost á sér í þetta sæti, var greinilegt að hugur hans stendur meira til næstu alþingiskosninga. „Ef um beina þátttöku I stjórnmálum af minni hálfu verður að ræöa er mun líklegra að það verði á sviði landsmála en borgarmála. Ég vil að minnsta kosti ekki gera neitt sem bindur hendur mínar á einn eða annan hátt gagnvart þeirri baráttu sem er fram undan í lands- málunum," segir Garðar. Flokkarnir velja Flokkamir munu hver um sig velja fólk á listann og hafa sitt eig- ið lag á því. í Samfylkingunni er búist við einhvers konar „lýðræð- islegu valferli" þar sem kosið verður milli manna, en fyrir fram er búist við hörðum slag þar á bæ. Þrír borgarfulltrúar munu bítast um tvö örugg sæti, þau Helgi Hjörvar, Steinunn Valdís Óskars- dóttir og Hrannar B. Arnarsson. Þá er talið að einhver ný nöfn kunni aö blanda sér í slaginn og er nafn Stefáns Jóns Hafstein nefnt í því samhengi. Hjá Framsóknarflokknum mun það koma í hlut kjördæmisþings flokksins í Reykjavíkurkjördæm- unum að ákveða hvernig valið verður á listann, en að sögn Al- freðs Þorsteinssonar er líklegt að um einhvers konar kosningu verði ■ að ræða milli manna. Fyrir því eru mörg fordæmi að kjördæmis- þing velji sjálf lista, þannig að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Alfreð segist ákveðinn í að sækjast eftir sæti ofarlega á listanum, en óljóst er hvað Sigrún Magnúsdótt- ir, hinn borgarfulltrúi flokksins, gerir. Þá munu Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi og Anna Krist- insdóttir og Vigdís Hauksdóttir trúlega blanda sér. í þennan slag. Óvíst er hvernig VG velur á sinn lista en talið er líklegt að Árni Þór Sigurösson muni leiða hann, en Árni er eini VG-maður- inn sem hefur verið i áberandi for- ustuhlutverki hjá R-listanum á þessu kjörtímabili. Búist er við að upp úr þessu muni hlutirnir ganga hratt fyrir sig og að listinn geti legið fyrir einhvern tímann í byrj- un febrúar. Umsjón: Birgir Guömundsson netfang: birgir@dv.is Viötal við heimilisfang? Það vakti athygi í heita pottinum þegar Fréttablaðið flutti á mánudag- inn frétt af hörmulegu andláti ís- lenskrar konu sem féll fram af svöl- um á hóteli á I Kanarí-' frfttablaqíp eyjum. Fréttablaðið ræddi af þessu tilefni við Juan de Escobedo sem sagður er ræðismaður íslands á staðnum. Þetta viðtal mun hins vegar hafa komið mönnum í utanríkisþjón- ustunni nokkuð á óvart því ræðis- maður íslands þarna suður frá heitir Francisco Luis Carreras Irimia. Hins vegar mun Irimia konsúll - eins og sjá má á vef utanríkisráðuneytisins - vera búsettur við götu sem heitir Juan de Escobedo, nánar tiltekið Juan de Escobedo'5. í pottinum velta menn því nú fyrir sér hvort það geti verið að viðtal Fréttablaðsins hafl ekki verið við ræðismanninn heldur heimilisfang hans!... Hafró og Smáralind Eins og frægt er orðið hafa margir höfuðborgarbúar efasemdir um að verslunin i hinni nýju og glæsilegu Smáralind sé jafnmikil og af er látiö og hefur kveðið svo rammt að sögusögn- um um dræma aðsókn og verslun að forsvarsmenn miðstöðvarinnar hafa séð sig knúna til að hafa orð á þess- um sögum og bera þær til baka. En það virðist illa duga, alltaf eru efa- semdamenn að láta heyra í sér og þær raddir heyrast í heita pottinum jafnt sem annars staðar. Það hefur komið fram að í Smáralind eru notað- ir mjög fullkomnir teljarar sem eru af sama tagi og þeir teljarar sem Haf- rannsóknastofnun notar við að telja seiði. í ljós hefur komið að um 1,6 milljónir manna hafa sótt verslunar- miðstöðina heim samkvæmt þeim mælingum. Þetta hefur ekki orðið til að þagga niður i efasemdamönnum, nema síður sé, sem nú eru farnir að benda á að það sé ekki furða þó að lítið sé að marka stofnstærðarmæl- ingar Hafrannsóknastofnunar á þorski, seiðateljararnir sem notaðir eru séu greinilega vitlausir!... Austurglugginn! í heita pottinum heyrist nú að til standi að stofna nýtt blað á Austur- landi sem á að rísa á rústum gömlu flokksblaðanna, s.s. Austurlands og Austra sem nú eru i—-—~ hætt að koma reglu- Ijjf' lega út. Að málinu Wr koma margir aðilar u. - sem spanna hið póli- fe' -- |i tíska iitróf eins og sjá ^ " M má af þeim fimm sem Wt eru í undirbúnings- ^--- nefnd en það eru Einar Már Sigurð- arson og Smári Geirsson, sem báðir tengjast Samfylkingunni og Fjarða- listanum, sjálfstæðismaðurinn Hilm- ar Gunnlaugsson lögfræðingur, framsóknarmaðurinn Ingi Már Aðal- steinsson og fjölmiðlamaðurinn frá Athygli hf., Valþór Hlöðversson. Ritstjóri mun hafa verið ráðinn að þessu nýja blaði en það er Brynjólf- ur Þorvarðarson sem eitt sinn var með Eystrahorn. Þá mun búið að ákveða nafn á nýja blaðið en það á að heita Austurglugginn. Júlíus styrkir sig í sessi Það vekur athygli hve tómlega Inga Jóna Þórðardóttir og stuðn- ingsmenn hennar hafa tekið niður- stöðu Gallups um hvor væri sigur- stranglegri leiðtogi sjálfstæðismanna i borginni, Júlíus Víf- ill Ingvarsson eða Inga Jóna. Júlíus mældist sem kunnugt er með 58% fylgi þeirra sem tóku af- stöðu en Inga Jóna með 42%. Er ljóst að þessi niðurstaða er verulegt áfall fyrir sitjandi oddvita en styrkir að sama skapi Júlíus í sessi sem aöal- keppinaut hennar um leiðtogasætið - að því gefnu að Björn Bjarnason blandi sér ekki í slaginn sem myndi breyta stöðunni verulega....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.