Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 Tilvera 33V lí f iö Sinfóníutónleikar í Háskólabíói Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Háskólabíói í dag klukkan 19.30. Á tónleikunum mun einn fremsti tónlistarmaður okkar, Ásdís Valdimarsdóttir, leika einleik. Þar mun hún flytja víólukonsert eftir Paul Hindemith, Der Schwanendreher, sem byggt er á gömlum þjóðlögum. Á efnisskrá tónleikanna er einnig verk eftir Jón Ásgeirsson, Sjöstrengjaljóð, og 3. sinfónía Beethovens, Eroica. Stjórnandinn á tónleikunum er Rússinn Alexander Anissmov. Krár ■ DÚNDURFRÉTTIR Á GAUKNUM Pétur og félagar í hljómsveitinni Dúndurfréttum spila sínum átrúnað- argoðum til heiðurs á Gauki á Stóng eins og þeim er einum lagið. Þar fá fyrrverandi stórhljómsveitirnar Pink Floyd og Led Zeppelin sann- gjarna meðferð. Leikhús ■ HVER ER HRÆPPUR VHD VIRG- INIU WOOLF? I kvöid sýnir Þjóðleik- húsið hið magnaða leikverk Hver er hræddur við Virginíu Woolf? sem hefur verið til sýningar í langan tíma en vinsældum þess ætlar víst aldrei að ijúka. Höfundur verksins er Ed- ward Alþee en sýningin í kvöld hefst kl. 20. ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið hið sívin- sæla leikrit Með fulla vasa af grjóti eftir Marion Jones. Sýningin hefst kl. 20 og sýnt er á stóra sviði Þjóðleik- hússins. Sýningar ■ ÞÓRÐUR HALL í HALLGRIMSKIRKJU Svnine með verkum Þórðar Hall myndlistarmanns stendur yfir í Hallgrímskirkju og er oþin alla daga frá 9-17. Aðgangur er óþkeypis. ■ EYÞÓR í GALLERÍ GEYSI Evbór Árnason sýnir Ijósmyndir í Gallerí Geysi. Sýningin heitir Mynd í myrkri. ■ STILLIMYNDIR í PÝRINU Sígurdís Harpa Arnardóttir sýnir verk sem hún kallar Stillimyndir í versluninni Dýrinu. Það er þrívttt verk sem byggist á stuttum frásögnum. ■ SKÚLPTÚRAR I GALLERÍ SÆVARS KARLS Helga Kristrún Hjálmarsdóttir sýnir tíu veggskúlþtúra, aö mestu úr ryðfríu stáli og kítti, í Galleríi Sævars Karls. ■ LANPAFUNPIR OG RAGNARÖK Sýningin Landafundir og ragnarök stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. ■ EINVÍGI ALDARINNAR NÚ stenduryfir sýning í Ráðhúsi Reykjavikur þar sem minnst er 30 ára afmælis skákeinvígis þeirra Fischers og Sþasskís. Hún nefnist Einvígi aldarinnar. ■ RONI HORN í GALLERÍ 18 I gallerí i8 stendur nú yfir sýning Roni Horn. Hún kallast „Stlll Water (The Rlver Thames for example)" og samanstendur af Ijósmyndum af Thames-ánni og stuttum textabrotum. Bókverk hennar „Becoming a Landscape úr Islandsseríunni „To Place" er einnig Sjá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísi.is Fyrst er að fæðast frumsýnt í Borgarleikhúsi annað kvöld: Kætandi og mannbætandi - segir Sóley Elíasdóttir leikkona Maður lifandi Hamingja til sölu Kolbrún Bergþórsdóttir skrífar. Ný leiksýning, sem ber nafnið Fyrst er að fæðast, er að fæðast á nýja sviði Borgarleikhússins. Hún verður frumflutt hér á Islandi á fóstudagskvöldið, 11. janúar, á 105 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. DV brá sér á æfingu í vikunni og komst að þvi að fóstrið var alveg að verða fullburða og tilbúið til að fæð- ast, fullt af lífi, gáska og góðum til- finningum. Og það er ekki nóg með aö leikritið „Fyrst er að fæðast“ sé að fæðast heldur er hópurinn sem leikur það eiginlega að fæðast líka! Þar er nefnilega nýr leikhópur á ferð sem kennir sig við nýja sviðið og er undir stjórn Benedikts Er- lingssonar. í honum eru Halldór Gylfason, Harpa Arnardóttir, Gunn- ar Hansson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Sóley Eliasdóttir og Þór Tul- inius. DV getur alveg lofað lesend- um því að þau fara öll á kostum í þessu stykki og skapa einstæðar og kostulegar persónur. Gersamlega sneyddar allri ratvísl Fyrst er að fæðast snýst um manneskjur í leit að hamingjunni eins og svo mörg önnur verk. Engin þeirra er annarri æðri og allar eiga það sameiginlegt að vera fremur einangraðar og hafa lágt sjálfsmat. Þær Sigrún Edda og Harpa leika systur tvær sem búa saman og loka sig af, enda „gersamlega sneyddar allri ratvisi!" En þær eru sjálfum sér trúar og „fá að hafa sína ágalla í friði“ eins og önnur þeirra kemst að orði. Sóley og Gunnar túlka par sem átt hefur góðar stundir saman en lát verður á. Þór leikur algerlega heilsulausan mann sem tekst þó að rísa upp og Halldór er í gervi manns sem öllum þykir gott að leita til en skortir lengi vel þor til að takast á við sínar eigin þrár. Talað beint frá hjartanu Að leikslokum var litið að tjalda- baki og leikstjórinn Benedikt fyrst spurður hvar þetta verk hefði rekið á hans flörur. „Það var nú leikhús- stjórinn, Guöjón Pedersen, sem út- vegaði það. Leikritið er danskt og eftir stúlku sem þykir eitt frumleg- asta leikskáld Danmerkur af yngri kynslóðinni. Hún heitir Line Knu- tzon og við vonum að hún treysti sér á frumsýninguna hjá okkur, þótt hún sé víst mjög flughrædd, einkum á þessum síðustu tímum. Line hefur Systurnar eiga sína drauma Sigrún Edda og Harpa eru hvor annarri kostulegri í hlutverkum sínum. DV-MYND BRINK mjög sérstakan húmor og skrifar ljómandi texta.“ Sigrún Edda: „Já, hún hefur skemmtilegt tungutak og sterka til- finningu fyrir ryþma. Það eru til dæmis stórir stafir inni í handrit- inu þar sem hún ætlast til að sé hrópað. Þannig býr hún til músík- ina í verkið. Þýðandinn, Þórarinn Eldjám, er auðvitað lika snillingur í því að láta hrynjandi í málinu njóta sín.“ Sóley: „Þetta er mjög einlægt verk. Þarna tala allir beint frá hjart- anu og segja það sem fólk er oft hrætt við að segja." Halldór: „Laust við allar grímur og leyfir sér að vera naíf.“ Sigrún: „Það er einmana en opin- berar það sem við öll þráum: Að koma einhverjum við og helst „að finna andardrátt einhvers þétt við eyrað á sér“, eins og ein persónan orðar það.“ Halldór: „Verkið er fullt af tilfinn- ingum og það er mikill húmor í því líka.“ Sóley: „Segja má að það sé bæði kætandi og mannbætandi og slíkt tel ég skipta miklu máli í okkar heimi.“ Senda Benna fram í kaffi Talið berst að leikhópnum ný- stofnaða. „Það myndast sérstök orka við svona hópstarf og hún verkar vel í leikhúsum. Ákveðið traust skapast innan hópsins og slíkt skiptir mjög miklu máli,“ segir Halldór. Sóley tekur undir það: „Það er sjaldgæft í stórum leikhús- um að einn leikhópur sé með sama svið og sama leikstjóra í fleiri en einu verki.“ Halldór segir þetta fyrirkomulag reynast vel í nýjum leikritum sem ekki séu fullmótuð. „Þá er mikil hugmyndavinna í gangi í svona hópi og menn koma sér saman um lausnir." - Þannig að þið fáið að ráða ein- hverju þótt Benedikt sé titlaður leikstjóri? HaUdór: „Hann er svona okkur til aðstoðar! Stundum sendum við hann bara fram i kaffi og sjáum svo til hvort hann kaupir hugmyndirn- ar sem fæðast á meðan!“ Sóley: „Benni heldur auðvitað ör- uggum höndum í alla þræði og hef- ur lokaorðið." -Gun. R 1 K 1 R ÍSLENDINGAR IG U hÐ Ul< t'1Á R J Ö f'J 0 SC; f J Ég sá það í Mogganum í gær að hægt er að meta hamingjuna i pen- ingum. Það var mér nokkurt áfaU að sjá þessa frétt. Maður hefur lifað svo mörg ár sligaður af rukkunum og helsta huggun manns á þeim mörgu leiðindastundum hefur verið vissan um að peningar skapi ekki hamingju. Nú er búið að afsanna það eins og svo margt annað. Bresk- ir fræðimenn hafa semsagt sýnt fram á að fólk sem eignast peninga verður hamingjusamara en það var áður. Þetta er reyndar nokkuð sem hefur oft hvarflað að manni. En svo hefur maður skammast sín fyrir hugsunina og haldið dauðahaldi í hugmyndina um innri velsæld sem tæki ekki mið af fjármagnssveiflum umhverfisins. Á þeim veikleikastundum, sem maður trúöi á mátt peninganna, hélt maður að nokkrar milljónir myndu nægja til að gera mann ánægðari með lífið. En maður hugs- ar greinilega ekki nógu stórt. Rann- sóknirnar sýna nefnilega að það þarf 150 milljónir til að gera venju- lega manneskju afar hamingjusama. 150 milljónir! Mér finnst ansi frekt að biðja Guð um svo mikla peninga. Já, sennilega verður maður að sætta sig við að vera bara venjuleg manneskja það sem eftir er. Hinn sanni jólaandi sveif vist yfir mér þegar ég skrifaði fyrir nokkrum vikum grein um ríka íslendinga. Ég var ekki beinlínis óánægð með þá. Bara óánægð með að verið væri að hampa þeim sem sér- lega vel heppnuðum sýnis- hornum af mannkyninu. Eftir niðurstöður bresku fræðing- anna sé ég málið nú í öðru ljósi. Þetta er semsagt fólkið sem er hamingjusamara en við hin vegna þess að það á fullt af peningum. Nú veit ég að Ríkir íslendingar og íslenskir millj- arðamæringar eru handbækur um hamingjuna. Við sem höf- um ekki efni á að kaupa okkur hamingjuna erum hins vegar í vondum málum. Það er ekkert gaman að vita til þess að lífið er ekki alveg eins gott og það gæti verið hefði maður viöskiptavit. Lítið þýðir að spila í lottói og happ- drættum því vinningar þar ná ekki „Eftir niðurstöður bresku frœðinganna sé ég málið nú í öðru Ijósi. Þetta er semsagt fólkið sem er hamingjusamara en við hin vegna þess að það á fullt af peningum. Nú veit ég að Rikir íslend- ingar og íslenskir millj- arðamœringar eru hand- bcekur um hamingjuna. Við sem höfum ekki efni á að kaupa okkur ham- ingjuna erum hins vegar í vondum málum. “ þeim 150 milljónum sem hamingjan er metin á. Þetta er sannarlega snú- in tilvera og sennilega ekkert til ráða annað en að halda áfram að vera hálf-mislukkaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.