Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Blaðsíða 28
Opel Zafira FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 Bílþjófur vildi ávísanahefti Ökumaður bifreiðar sem lenti i árekstri á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar um miðnætti í nótt og mun hafa verið vel uppdóp- aður lét ekki þar við sitja. Hann gerði sér lítið fyrir og stal bifreið frá manni sem kom þama að og var að aðstoða á vettvangi. Sáu menn að hann ók í burtu. Skömmu síðar fékk lögreglan tilkynningu itm mann sem var staddur í Select- verslun við Bústaðaveg og vildi sá fá þar afhent ávísanahefti. f ljós kom að þar var sá kominn sem hafði stolið bifreiðinni skömmu áður. Hann hafði tekið ávísanahefti í bifreiðinni en fannst sennilega ekki nógu mörg eyðublöð í heftinu þannig að hann fyllti út umsóknar- "■* eyðublaðið í heftinu sem framvísa á í banka ef óskað ef eftir nýju hefti. En því miður fyrir manninn þá var hann ekki staddur í banka og úr Select-versluninni lá leiðin í fylgd lögreglu í fangageymslu. -gk Kópavogur: Þrír á slysadeild vegna reyks Þrjár manneskjur voru fluttar á , -slysadeild Landspítalans í Fossvogi um klukkan 6 í morgun vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúð við Holtagerði í Kópavogi. Þar kviknaði eldur í rúmdýnu og var slökkvilið kallað á vettvang, en húsráðendum hafði tekist að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom. Mikill reykur var íbúðinni og reykræsti slökkviliðið hana. -gk Ráöhúseinvígiö: Short lagður Það dró til tíðinda í annarri ein- vígisskák þeirra Hannesar Hlífars Stefánssonar og Nigels Shorts. Hann- es mætti, eins og í fyrstu skákinni, einbeittur til leiks og eftir að Short virtist um tíma vera að ná yfirhönd- inni í flókinni skák snerist hún Hannesi í vil og eftir mikla baráttu sigraði hann. Eftir tvær umferðir hefur Hannes Hlífar Stefánsson vinningsforskot á Nigel Short. Þriðja skákin verður tefld í Ráðhúsi Reykjavíkur i dag og þá hefur Short hvítt. Skýringu Sævars Bjarnasonar á skákinni er að finna á bls. 35. -HK DV-MYND HILMAR ÞÓR Safna jólatrjám Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa verið að safna jólatijám borgarbúa saman undanfarna daga en trén eru tekin til endurvinnsiu og geröur úr þeim jarðvegur. Tíðarfarið hefur verið taisvert öðruvísi en menn eiga að venjast á þessum árstíma, stöðug hiýindi með rigningu. Þó menn hafi verið blautir viö þessi umhverfisvænu janúarverk gátu þeir tæþast kvartað yfir kulda. Ýmis hlunnindi endurmetin og skilgreind í átaki ríkisskattstjóra: Aukin skattbyrði á hlunnindi fólks - öll gæði í lífinu eru skattskyld, að sögn ríkisskattstjóra Ríkisskattstjóri hefur hert reglur um hlimnindi til launafólks. „Við höfum reynt að meta ýmsa hluti á einhvers konar markaðsverði og með hliðsjón af því töldum við okk- ur nauðsynlegt að hækka t.d. bæði bifreiðahlunnindi og húsaleiguna. Þar er hærra mat á þessum hlutum en áður var,“ sagði Indriði H. Þor- láksson ríkisskattstjóri I samtali við DV í morgim. Hann segir að embættið hafi gert átak í að endurmeta ýmsa hluti sem varðar skattheimtu og hafi ýmislegt komið í ljós. Hvers konar gæði sem mönnum hlotnast frá vinnuveit- anda á að telja fram og á þetta við um fatnað, fæði, húsnæði, fríðindi, fríar ferðir, áskriftir fjölmiðla, tryggingar, síma, tölvur, framlög og gjafir, aðrar en minni háttar. Ein- kennisfatnaður skal t.d. færast til tekna í samræmi við hlunnindamat ríkisskattstjóra og ígilda einkennis- Indriöl H. Þorláksson. fót 15.000 krón- um. Einkennisyf- irhafnir ígilda 11.000 krónum en fatnaður sem ekki telst ein- kennisfatnaður skal telja á kostn- aðarverði. Fæðis- hlunnindi færast einnig til tekna með mjög ákveðn- um hætti. Fullt fæði fullorðins ígild- ir kr. 904 á dag. Hálft fæði fullorðins ígildir kr. 452 á dag. Fullt fæði barns yngra en 12 ára igildir kr. 726 á dag. Ein máltíð skal metin á 361 krónu. Indriði segir að ekki sé um eigin- leg nýmæli að ræða og tilgangurinn með aðgerðunum sé ekki að auka krónumar í ríkiskassann jafn ein- kennilega og það kunni að hljóma heldur fremur að stuðla að jöfnuði meðal þegnanna. „Við erum í sjálfu sér ekki að breyta grundvallarregl- um laganna. Öll gæði sem mönnum áskotnast í lífinu eru skattskyld ef svo má segja en það hefur i ein- hverjum tilvikum verið erfitt að meta hluti til verðs.“ Umráð bifreiðar skal nú meta til tekna sem nemur 20% af verði nýrra bíla en annars 15%. Indriði tilgreinir sérstaklega að vaxtalaus lán séu skattskyld og eru settar nýj- ar reglur um prósentur þar. Þó geta menn fengið fyrirframfreiðslu áfram án þess að telja slíkt fram. Varðandi önnur atriði eru t.d. far- símar til einkaafnota frá vinnuveit- endum skattskyldir en aðspurður um gjafirnar neitar ríkisskattstjóri að gullúrið sé skattskylt. Minni háttar gjafir séu ekki skattskyldar né heldur gjafir vegna starfsafmælis að því gefnu að þær séu innan hóf- legra marka. -BÞ S j álf stæðisf lokkur: Leitað að nýj- um nöfnum Stjóm fulltrúaráðs Sjálfstæöis- flokksins í Reykjavík hefur að und- anförnu rætt um að setja fram til- lögu þess efnis að könnun verði gerð innan fulltrúaráðs flokksins um ný nöfn á framboðslista hans til borgarstjórnarkosninga i vor. Verði þetta niðurstaða á fundi stjómar- innar í hádeginu í dag færir það fulltrúaráðinu aukið vægi hvað þetta snertir. Stjóm fulltrúaráðsins ákveður á fundi I dag hvemig framboðsmálum flokksins verði háttað vegna borgar- stjórnarkosninganna í vor. I ráðinu sitja um 1400 trúnaðarmenn úr 17 félögum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Umrædd leiö er samrýmanleg því að kjósa einungis um efsta sæti framboðslistans í prófkjöri. Hins vegar er ekki heimilt að efna til prófkjörs einungis um efsta sætið samkvæmt núgildandi reglum, sam- kvæmt upplýsingum DV. Þeim þyrfti því að breyta áður en efnt yrði til slíks prófkjörs. -JSS Reyk j avíkurlisti: Samkomulag í burðarliðnum Þriggja manna starfshópur, sem unnið hefur að uppstillingarmálum Reykjavíkurlistans, hefur náð sam- an um útlínur samkomulags um uppstillingu flokksins fyrir kosn- ingamar í vor. Þar er gert ráð fyrir breyttri skipan frá því sem áður hafði verið talað um en nú er stefnt að því að hver flokkanna þriggja fái tvö af sex efstu sætunum en óháður aðili setjist í 7. sætið og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði siðan í 8. sætinu. Skipting annarra embætta, s.s. í nefndum og varaformennsku borg- arráðs og forseta borgarstjómar, verði síðan jöfn. Miklar vangavelt- ur eru um hver muni verða fenginn í 7. sætið og em ýmis nöfn nefnd í því sambandi, m.a. Garðar Sverris- son, formaður Öryrkjabandalags- ins, en engin ákvörðun liggur þó fyrir um hver muni taka það sæti. Sjá fréttaljós á bls. 6. -BG Gjaldþrot Leifturs Sýslumaðurinn á Ólafsfirði hefur gert kröfu um að íþróttafélagið Leiftur verði tekið til gjaldþrota- skipta á morgun. Ekki er fullvíst að af því verði því bæjarstjómin á staðnum er tilbúin til að leggja 14,2 milljónir í nauðasamninga þess. DV mun birta ítarlega fréttaskýringu um málið á morgun. Sjá nánar bls. 8 og 15 -JSS Kjúklingasláturhúsið á Hellu: Fær ekki starfsleyfi strax - hjá yfirdýralækni nema að uppfylltum skilyrðum Yfirdýralæknisembættið hef- ur hafnað því að kjúklingaslát- urhúsið á Hellu fái starfsleyfi hjá yfirdýralæknisembættinu fyrr en tilteknum endurbótum hefur verið lokið. Fyrirhugað var að hefja slátrun 15. janúar en af þvf getur ekki orðið þar sem yfirdýralæknir hefúr hafn- að því að fyrirtækið fái starfs- leyfi nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „I tæpt ár höfum við verið að gera kröfur á fyrrverandi eigendur um endurbætur," sagði Halldór Runólfs- son yfirdýralæknir við DV í morgun. „Þegar slátrað var í húsinu í sumar kom í ljós krossmengun á afm'ðunum. Þá var starfsemin stöðvuð. Síðan fékk nýr eigandi, Samefli, bráðabirgðaleyfi til að fara í gang með slátrun í haust. Það var bundið því að einungis yrði slátrað hænum, gæsum og öndum og yrði öll sú framleiðsla sett í frost, en ekki sett á markað fyrr en fyrir lægju niðurstöður úr salmon- ellurannsóknum. Bráðabirgðaleyfið gengur út á það og mun gera þar til þeir eru búnir að uppfylla þær kröfur sem við höfum gert vegna öryggis neytenda. Sameflismenn vilja fá að slátra og senda beint á markað, en við viljum ekki að þeir fái leyfið fyrr en að loknum endurbótum til að tryggja að krossmengunin endurtaki sig ekki.“ Yfirdýralæknir sagði að gera þyrfti allmiklar endurbætur á húsinu en verið væri að vinna að þeim. Um 40 manns munu vinna við sláturhúsið þegar það verður komið i fullan gang. -JSS Halldór Runólfsson. fyrir fagmenn og fyrirtæki, heimill og shóla, fyrir röð og reglu, mlg ogþig. |i ngbýlúucoi 14 sfml 554 4443 • If.ls/rafport Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.