Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002
X>V
Fréttir
Harður ágreiningur innan stjórnar Byggðastofnunar:
Forstjórinn fékk traustsyfir-
lýsingu á stjórnarfundi
Harður
ágreiningur er
uppi milli Theó-
dórs Bjamason-
ar, forstjóra
Byggðastofnun-
ar, og Kristins
H. Gunnarsson-
ar stjórnarfor-
manns. Upp úr
sauð á síðasta
stjórnarfundi
stofnunarinnar fyrir nokkru þar
sem áðumefndir kýttu um ýmis
mál sín á milli í þrjá klukkutíma á
fundi sem stóð í sex tíma. Lyktaði
fundinum með þvi að stjórnin gaf
út sérstaka traustsyfirlýsingu til
forstjórans, sem var útbúin fyrir
fundinn. Undir hana rituðu allir
nema stjórnarformaðurinn sem
gerði raunar athugasemd við að
hafa ekki fengið að vita um þessar
ráðagerðir fyrir fram. TO hefur
staðið að efna til eins konar sátta-
fundar milli stjórnarformannsins
og forstjórans hjá iðnaðarráðherra
en af honum hefur enn ekki orðið.
Mun þar skv.
heimildum
blaösins hafa
strandað á því
aö forstjórinn
hefur verið treg-
ur til fundar.
„Mennirnir ná
ekki saman og
þeir virðast
ósammála um
eitt og allt,“
sagði heimildarmaður DV. Sá lýsir
málum sem svo að Kristinn snið-
gangi forstjórann og leiti fremur til
undirmanna hans. Ágreiningsefn-
in á umræddum stjórnarfundi
snerust ekki síst um húsnæðismál,
þar á meðal leigu Theódórs á íbúð-
arhúsnæði á Sauðárkróki, en hún
fer í gegnum bókhald stofnunar-
innar. Mun Kristinn nú ætla að
láta Ríkisendurskoðun skoða það
mál frekar. Þá hefur Kristinn haft
athugasemdir vegna seinagangs
varðandi húsnæðismál stofmmarinn-
ar á Sauðárkróki, en samningar um
það mál hafa farið í gegnum forstjór-
Höfuöstöövarnar
Hart var tekist á á stjórnarfundi
Byggðastofnunar.
ann og var frá því greint hér í DV í
haust. Traustsyfirlýsingin á áður-
nefndum stjórnarfundi var einmitt
til komin vegna húsnæðismálanna.
Þá segja heimildir DV að vilji
stjórnarformannsins standi til þess
að færa bankaviðskipti stofnunar-
innar i sem ríkustum mæli til
Sparisjóðs Bolungarvíkur, en til
þessa hafa viðskiptin verið dreifð á
ýmsar peningastofnanir. Er vilji
stjórnarmanna almennt sá aö það
fyrirkomulag verði áfram, enda hafi
það gefist vel. Segja heimildir blaðs-
ins enn fremur að í stjórninni hafi
mönnum þótt „ömurlegt að sitja
undir þessari orrahríð milli for-
stjórans og Kristins," eins og það
var orðað. Þá mun ýmsum í stjórn-
inni finnast sitthvað orðið athuga-
vert við vinnubrögð stofnunarinnar
og rekja það beint til ósamkomulags
æðstu stjórnenda.
Hvorki Theódór Bjarnason né
Kristinn H. Gunnarsson vildu í
samtölum við DV í gærkvöld tjá sig
um málið. „Ég sé ekki að slíkt þjóni
neinum tilgangi," sagði forstjórinn
- og stjórnarformaðurinn kvaðst
ekkert vilja segja að svo komnu
máli. -sbs
Kristinn H.
Gunnarsson.
Theódór
Bjarnason.
F-listinn býður fram í Reykjavik:
Borgin styðji ekki
Kárahnjúkavirkjun
Frjálslyndi flokkurinn hyggst bjóða
fram undir merkjum F-lista fyrir sveit-
arstjórnarkosningamar í vor, í sam-
starfi við óháða. Ólafur F. Magnússon,
læknir og framkvæmdastjóm Frjáls-
lynda flokksins, hafa náð saman um
þetta fyrir borgastjómarkosningamar
í Reykjavík en að sögn framkvæmda-
stjóra flokksins er í deiglunni að óháð-
ir verði með í fór úti á landi einnig.
Málefnaská liggur ekki endanlega
fyrir en Margrét Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins,
nefnir áherslu framboðsins á velferð-
armál sem dæmi. Baráttan muni fjalla
um fólkið 1 borginni, húsnæðismál,
skort á hjúkrunarrými, leikskólamál,
sameiningu sveitarfélaga, ábyrga fjár-
málastjóm, umferðaröryggi og um-
hverfismál.
“Að svo stöddu held ég að við séum
eina framboðið sem er gegn þátttöku
Reykjavíkurborgar sem 45% eignarað-
ila í Landsvirkjun í Kárahnjúkavirkj-
uninni. Með því að taka þátt í þessari
100 milljarða króna framkvæmd er
Reykjavíkurborg að skuldsetja sig um-
fram heildareignir," segir Margrét en
telur þó ekki tímabært að borgin selji
alla eign í Landsvirkjun. Hins vegar sé
„hundfúlt" hvemig R-listinn láti fram-
sóknarmenn teyma sig í þessa átt en
Margrét tekur fram að framboðið kjósi
ýmsar aðrar virkjanir. „Ég myndi vilja
að sýnt yrði fram á arðsemi Kára-
hnjúkavirkjunar áður en menn hætta
þessum hármunum."
Aðspurð hvort umhverfismálin
verði þungamiðja framboðsins, neitar
Margrét því að það sé sjálfgefið. Ólafi
séu vissulega umhverfismálin hugleik-
in og eigi hann samleið með frjálslynd-
um í þvi efni en af nógu öðra sé að
taka. -BÞ
DV-MYND HARI
Hugað aö örygginu
Fátt er skemmtilegra og heilnæmara en að fara meö ungviðiö út aö hjóla í
vetrarblíöunni. Þá er eins gott aö gæta aö öllu öryggi eins og þessi kona var
aö gera úti á Seltjarnarnesi þegar Ijósmyndara bar að garöi.
Meðferðarheimilið í Gunnarsholti sætir gagnrýni, m.a. vegna uppsagna:
íbúar á Hellu mótmæla
eftirlitslausu vistfólki
- sveitarstjóri segir að fólk í þorpinu sé að ýmsu leyti hrætt um börn sín
Á annað hundrað íbúar á Hellu hafa
skrifað undir lista þar sem því er lýst
yfir að þeir séu ósáttir við að vistmenn
á meðferðarheimilinu Gunnarsholti
séu eftirlitslausir í þorpinu. Mótmælin
eru ekki síst lögð fram í ljósi þess að
starfsfólki var snögglega fækkað mjög
á vistheimilinu á síðasta ári. Guð-
mundur Ingi Gunnlaugsson sveitar-
stjóri segir að fólk sé hrætt um börnin
sín í þessu friðsæla samfélagi þó ekki
megi skilja það svo að vistmennirnir
sem þar dvelja séu beinlínis hættuleg-
ir. Hins vegar segir Guðmundur að
íbúum þorpsins þyki óþægilegt til þess
að vita að sjúklingamir, sem eigi við
miserfið vandamál að stríða, séu á
gangi í þorpinu án eftirlits. Þama er
átt við geðraskanir og vímuefnavanda.
Á Hellu ríkir mikil óánægja með
mikla fækkun starfsfólks í Gunnars-
holti sem starfsmenn segja hafa verið
fyrirvaralausar. Sveitarstjórinn segir
að a.m.k. átta manns úr Rangárvalla-
hreppi hafi verið sagt upp á síðasta ári
- sumum var sagt að hætta strax, án
þess að vinna uppsagnarfrestinn. Full-
trúar Landspítalans hefðu síðan upp-
lýst að aðeins væri heimild fyrir 11
stöðugildum við vistheimiliið og að
skipulagsbreytinga hefði verið þörf.
Geöraskanir
og vímuefnavandi
í desember heimsóttu fulltrúar
starfsmannaráðs geðdeildar Landspít-
alans vistheimilið í Gimnarsholti. í
niðurstöðu ráðsins kemur fram að svo
virðist sem meðferðarheimilið sé nú
rekið með örfáum ófaglærðum starfs-
mönnum sem hljóti að kalla á frekari
athugun af hálfu Landspítalans. Hafa
beri i huga að sjúklingar hafi margir
erfiðar geðraskanir auk vímuefna-
vanda. Því hljóti að óbreyttu ástandi
að vera erfitt að tryggja viðunandi
meðferð auk öryggis starfsfólks og
sjúklinga.
Dæmi um smitaða sjúklinga
við matseld
I greinargerð starfsmannaráðs kem-
ur fram að þar sem vitað sé til að sjúk-
lingar með lifrarbólgusmit vinni i eld-
húsinu í Gunnarsholti hafl verið spurt
hvort forsvaranlegt hefði verið að
sjúlkingar með eyðni- og lifrar-
bólgusmit störfuðu þar. í greinargerð-
inni kemur fram aö sviðsstjóri hjúkr-
unar- og geðdeildar Landspítalans
hefði bent á að haft hefði verið sam-
band við landlæknisembættið í þessu
sambandi „og þar hefði það ekki þótt
tiltökumál en passa þyrfti upp á að við-
komandi starfsfólk í eldhúsi notaði
hanska við vinnu sína,“ segir í grein-
argerðinni.
Forstöðumaður eldhúsrekstrar
Landspítalans segir í sinni niðurstöðu,
sem byggð er á heimsókn starfsmanns
eldhúsrekstrar spítalans í Gunnars-
holt fyrir jól, að vistmenn þar vinni í
eldhúsi án þess að fagmenntaður
starfsmaður hafi þar umsjón. Þrifum
sé ábótavant í eldhúsi og vinnureglum
um umgengni við matvæli ekki fylgt.
Matseðill sé ekki gerður, engar upp-
skriftir liggi fyrir og eldað sé úr því
sem til er.
“Mikilvægt er að reglum og lögum í
landinu sé fylgt og ég tel að skoða þurfi
eldhúsið í Gunnarsholti í því sam-
hengi,“ segir forstöðumaöur eldhús-
rekstar í niðurstöðu sinni.
Guðmundur sveitarstjóri segir að
íbúar á Hellu séu ekki að amast við
ferðum vistfólks Gunnarsholts um
þorpið frekar en annarra. Hins vegar
sé aðalatriðið að með hliðsjón af þeim
vanda sem fólkið á við að stríða þá sé
viðeigandi að það sé í fylgd starfs-
manna. -Ótt
Fjölgun aðgerða
Gerviliðaaðgerð-
um verður íjölgað
verulega á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri á þessu
ári, samkvæmt
samkomulagi stofn-
unarinnar við heil-
brigðisráðuneytið.
Forstjóri stofnunarinnar gerir ráð
fyrir að 150 aðgerðir verði fram-
kvæmdar á árinu i stað 90. - RÚV
greindi frá.
Sala léttvína eykst
Sala áfengis hjá Áfengis- og tó-
baksverslun ríkisins jókst í lítrum
talið um 48% á undanfömum sex
árum eða úr 8.980 þúsundum lítra
árið 1996 í 13.291 lítra á síðasta ári.
Sjúkraliði dæmdur
Héraðsdómur Vestfjarða sakfelldi
í gær sjúkraliða fyrir að hafa not-
fært sér nafn heimilismanns á sam-
býlinu Bræðratungu á ísafirði til
þess að verða sér úti um róandi lyf.
Var honum gefið að sök að hafa
blekkt lækna til þess að ávísa 4
sinnum lyfinu díazepam og skuld-
færa á nafn heimilismannsins frá
því í desember 1998 og fram í sept-
ember árið eftir. - BB greindi frá.
Barnamagnyl aftur uppselt
Lyfið magnyl, 150 millígramma,
svokallað „Barnamagnyl", hefur
ekki verið fáanlegt í lyfiaverslunum
á höfuðborgarsvæðinu undanfarna
daga og er þetta i annað sinn á stutt-
um tíma sem lyfið er uppselt. ís-
lenska lyfjafyrirtækið Delta hf.
framleiðir lyfið. - Mbl. greindi frá.
á koppinn
Stefnt er að því
að framkvæmdir
við byggingu tón-
listar- og ráðstefnu-
húss ásamt hóteli
við höfnina í
Reykjavík verði
kynntar í næsta
mánuði og í fram-
haldi af því fari fram forval. Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
segir næsta skrefið vera að borg og
ríki nái saman um kostnaðarskipt-
ingu verksins. - Mbl. greindi frá.
Vilja afnám grænmetistolla
Samtök verslunar og þjónustu
vilja að tollar á frosið grænmeti
verði felldir niður. í bréfi til fjár-
málaráðherra segir að grænmmetið
beri 30% toll. Ekki sé vitað til þess
að varan sé framleidd hérlendis og
því sé hún ekki tolluð til þess að
vernda innlenda framleiðslu. Farið
er fram á að tollarnir verði felldir
niður. - RÚV greindi frá.
Fjölgun unglinga á Vogi
Unglingum sem leita sér meðferðar
á Sjúkrahúsinu Vogi hefur Ijölgað
stöðugt frá því að það var opnað fyr-
ir hartnær 2 áratugum. Mest hefur þó
fjölgað undanfarin 5 ár. í fyrra leit-
uðu 294 unglingar 19 ára og yngri til
SÁÁ og hafa aldrei verið fleiri. Þetta
voru 112 stúlkur og 182 piltar.
í gærmorgun var
tekið fyrir í héraðs-
dómi Reykjavíkur
mál Jóhanns Óla
Guðmundssonar
gegn Lyfjaverslun
íslands og seljend-
um A. Karlssonar
en þar er 'þess kraf-
ist að kaup Lyfjaverslunar á A.
Karlssyni verði ógilt. Lyfjaverslun
íslands hefur einnig höfðað mál
gegn Jóhanni Óla til þess að endur-
heimta hlutafé að nafnverði 170
miljónir króna sem var endurgjald
fyrir Frumafl. -HKr.
Domtaka
Tónlistarhús