Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002
Steingrímur í goifi
* Fyrrum forsætisráöherra og félagi
hans í golfi ofan Hafnarfjaröar í gær.
Golf í vetrarblíðu
„Ég er búinn að spila í ein sex ár að
verða og byrjaði i raun allt of seint á
þessu,“ sagði Steingrimur Hermanns-
son, fyrrverandi forsætisráðherra og
seðlabankastjóri, sem hin seinni ár
hefur hellt sér út í golfið. Hann kveðst
gera dálítið af því að spila golf, konan
hafi dregið sig í þetta á sínum tíma.
Steingrímur segir golfið holla og góða
útivist og á þessum árstíma megi
segja að þetta sé ekki síst spuming
um góðan göngutúr. Og ekki þurfi að
kvarta undan veðimu þessa dagana. í
^ gær var Steihgrímur að spila fyrir
ofan Hafnarfjörð á velli Oddfellowa
ásamt Ingva Þorsteinssyni grasafræð-
ingi,_________________________-BG
3
Óklárt og hefur kost-!
aö mikinn höfuöverk'
„ Frétt DV frá 3. janúar.
íbúðalánasjóður:
Nýja skulda-
bréfakerfið
ónothæft
íbúðalánasjóður hefur hætt við
að taka í notkun FlexCube skulda-
bréfakerfi Fjárvaka sem ekki hef-
ur tekist að koma í gagnið þrátt
fyrir þrotlausar tilraunir í þrjú ár.
Vinnsla skuldabréfa verður því
áfram hjá Reiknistofu bankanna.
Sagt var frá málinu í DV 3. jan-
t*úar og að viðræður hafi staðið yflr
á milli íbúðalánasjóðs og tilboös-
gjafans Fjárvaka ehf. vegna vanda
sem upp var kominn. Að sögn
Halls Magnússonar, sérfræðiráð-
gjafa íbúðalánasjóðs, í síðustu
viku var þá uppi sá möguleiki að
samningum verði hreinlega rift.
Það hefur nú verið geert og mun
íbúðarlánasjóður greiða
fyrirtækinu Fjárvaka tæpar 13
milljónir króna vegna vinnu fyrir-
tækisins við kerfið sem aldrei kom
að gagni, en það átti samtals að
kosta á sjöunda tug milljóna
króna.
-HKr.
DV-MYND BRINK
Ashkenazy átti salinn
Vladimir Ashkenazy, einn besti píanóleikari heims og frægasti tengdasonur íslands, tekur hér viö fagnaöarlátum áhorfenda í Fjölbrautaskólanum í Garöabæ
í gærkvöldi eftir dúndurtónleika. Gagnrýni veröur / DV á morgun þar eö blaöiö valdi aö senda sinn mann í Salinn í Kópavogi þar sem tónieikarnir verða
endurteknir i kvöld kl. 20.
Fordæmislaust að tilboð komi í tölvupósti:
íslandsbanka-
málið í skoðun
- Fjármálaeftirlitsins. Bréf bankans hækkað talsvert
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, kannast ekki við að nýtt til-
boð hafi borist í hlutabréf Orca-hóps-
ins í Islandsbanka líkt og Stöð 2
greindi frá í gærkvöld. Þá sagði sjón-
varpsstöðin að nýtt boð hefði borist
sl. fostudag i hlut Orca í bankanum á
genginu 5 en samkvæmt Jóni Ólafs-
syni, einum meðlima Orca-hópsins,
nam fyrra tilboðið 4,8 og taldi hann
þá rétt að selja.
Það er því um endurtekið efni að
ræða. Leikrit, segir Jón Ásgeir Jó-
hannesson á sama tíma og gengi bréf-
anna hefur stórhækkað frá þvi að
upplýsingar um áhuga erlendu fjár-
festanna komu fyrst fram. Þá var
gengi bréfa í Islandsbanka 4,22 en fór
í 4,37. í morgun stóð gengið i 4,64 þeg-
ar DV fór í prentun.
Hjá Verðbréfaþingi fengust þær
Jón Ásgeir . Jón
Jóhannesson. Ólafsson.
upplýsingar einar í morgun að þing-
ið myndi ekki tjá sig um málið en DV
hefur öruggar heimildir fyrir þvi að
Fjármálaeftirlitið sé að rannsaka
meintu tilboðin tvö sem eitt mál.
M.a. er í rannsókn hvort aðilar séu
að tala gengið upp til þess að hagnast
á verði bréfanna en slíkt stangast á
við lög hvort sem tilgangurinn næst
með slíkri tilraun eða ekki.
Áður hafði Verðbréfaþing kallað
eftir upplýsingum vegna málsins og
fengið einhver svör. Málinu er þó alls
ekki lokið. 38. grein verðbréfa og við-
skiptalaga kveður á um markaðsmis-
notkun og tgæti því náð til þessa
máls. Á hitt er einnig bent að meintu
tilboðin séu talin koma frá virtu lög-
fræðifirma sem ljái málinu aukinn
trúverðugleika.
Samkvæmt heimildum DV eru
nánast engin fordæmi fyrir því að til-
boð í svona stóra hluti berist með
tölvupósti eins og sagt er hafa verið í
þessum tilfellum. Menn greinir á um
hvort slík leið sé gild.
Hvorki Jón Ólafsson né Jón Ásgeir
svöruðu skilaboðum frá blaðinu í
morgun.
-BÞ
„ Fjarðarkaup:
Utiloka ekki enn
meiri lækkanir
„Nú er það blessað striðið,"
sagði Gísli Sigurbergsson i Fjarð-
arkaupum í samtali við DV. Hinir
galvösku kaupmenn i Hafnarfirð-
inum hafa ákveðið að blanda sér
af fullum þunga í það verðhjöðn-
unarstríð sem BYKO hratt af stað
um helgina og virðist vera að
breiöast út. Fjarðarkaupsmenn
hafa ákveðið að hækka ekki vöru-
verð fram til 1. maí, jafnframt því
að lækka vöruverð um þrjú pró-
sent. Reiknaður verður afsláttur
við afgreiðslukassa.
Gísli sagði að í gær hefðu Fjarð-
arkaupsmenn sett sig í samband
við helstu birgja sína og heildsala,
sem hefðu tekið vel í hugmynd um
verðstöðvun og verðlækkun. Hann
útilokar ekki enn frekari
verðlækkanir. “Við erum í sam-
keppni við Fjarðarkaup alla daga
en viljum nálgast okkar viðskipta-
vini á annan hátt en með flötum
verðlækkunum," sagði Finnur
Árnason, framkvæmdastjóri Hag-
kaups, við DV í morgun. Hann
sagði að i dag byði Hagkaup kílóið
af vínberjum á 499 kr. og fleiri til-
boð yrðu á svipuðu róli.
-sbs
Banderas keypti lopapeysur
- hann er minni en eg helt, segir starfsmaöur í Leifsstöð
„Banderas var afskaplega almenni-
legur,“ segir Jóna María Jóhannsdótt-
ir, starfsmaður á Flugbarnum í Leifs-
stöð, sem hitti leikarann heimsþekkta
Antonio Banderas í Leifsstöð um
klukkan 17 í gær.
Hún segir að sú fregn að leikarinn
heimsþekkti væri kominn hafi borist
sem eldur i sinu um flugstöðina.
Banderas millilenti á einkaþotu sinni
og brá sér inn í flugstöðina þar sem
hann kíkti í verslanir. Fátt fólk var á
ferli enda var þetta síðdegis og utan
annatíma i Leifsstöð.
„Ég fékk skjálfta í hnén. Maður
reynir að sjálfsögðu að trufla fólk sem
Banderas á íslandi
Leikarinn geröi stuttan stans í Leifs-
stöö í gær.
minnst en hann tók fólki afskaplega
vel og gaf eiginhandaráritanir á báða
bóga. Hinn ljúfasti og mjög þægileg-
ur,“ segir Jóna María sem fékk leyfi
til að mynda leikarann.
„Maðurinn er goði líkur. Hann var
minni en ég hélt en það skemmdi ekk-
ert fyrir,“ sagði Jóna María.
Banderas lagði leið sína í Fríhöfn-
ina þar sem hann keypti geisladisk og
síðan fór hann i íslenskan markað þar
sem hhann keypti íslenskar lopapeys-
ur fyrir sig og börn sín. Þá keypti
hann mikið af gjafavörum sem versl-
unin sérhæfir sig í. Hann hafði stopp-
aði aðeins í 40 mínútur. Svo var hann
horfinn jafnskjótt og hann birtist.
-rt
brothef P-touch 9200PC
Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni
Samhæft Windows
95, 98 og NT 4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
'kkkkirkirkkk
ÍGitarinril
* Stórhöfða 27, 'k
'k s. 552 2125. 'fr
IÉJMI
. /V A .. A A A _ A_ A A A A
/í n Kn
*