Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002______________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Tugir fórust þegar bensínstöð sprakk í Goma í Kongó: Hungraðir íbúar bíða í ofvæni eftir aðstoð Hjálparstofnanir ætla að hefja umfangsmikið hjálparstarf meðal íbúa borgarinnar Goma i Kongólýð- veldinu í dag. Borgin er að stórum hluta í rúst eftir að hraun úr eld- fjallinu Nyiragongo fór í gegn um hana í lok síðustu viku og varð tug- um manna að bana. Sérfræðingar segja að svo virðist sem gosinu, hinu mannskæðasta í aldaríjórðung, sé lokið. Hungraðir íbúar Goma sögðust í gær bíða í ofvæni eftir aðstoðinni. „Enn hefur engin aðstoð borist,“ sagði námsmaðurinn Ricky Salumu þar sem hann stóð ofan á hrauninu sem þekur miðborg Goma. „Samfé- lag þjóðanna hefur ekkert gert. Við þurfum vatn, rafmagn og skýli handa fólkinu." Fimmtug húsmóðir, Feza Dafroza, sagði að íbúar Goma biðu eftir aðstoð vestrænna ríkja við að endurbyggja borgina. REUTER-MYND Vörður við bandarískar stjórnarskrifstofur eftir árás í morgun Indverskir lögregluþjónar standa vaktina fyrir utan bandarískar stjórnarskrifstofur i borginni Kalkútta i morgun, nokkrum klukkustundum eftir aö ókunnir menn á vélhjólum skutu á laganna veröi. Fjórir lögregluþjónar féllu í árásinni. Ákæra mannréttindahópa í máli fanganna á Kúbu tekin fyrir í dag: Efasemdir um lagalega og mannúðlega meðferð Fyrsti ákæran um lagalega stöðu stríðsfanganna frá Afganistan, sem nú eru í gæslu á Guantanamo-herstöð- inni á Kúbu, verður tekin fyrir í rétti í Los Angeles í dag en það eru nokkr- ir mannréttindahópar sem standa að ákærunni og krefjast þess að banda- rísk stjórnvöld leiði fangana fyrir rétt og skilgreini ákæru gegn þeim. Studdir af Ramsey Clark, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, telja mannúðarhóparnir lagalega með- ferð fanganna bæði í trássi við Gen- far-sáttmálann og bandarísk lög og sagðist Stephen Yagman, lögfræðing- ur þeirra, álíta að Bush-stjórninni verði gert skOt að greina frá lagalegri stöðu fanganna en ákæran var lögð fram i kjölfar aukinna efasemda al- þjóðasamfélagsins um meinta ólög- lega meðferð fanganna samkvæmt al- þjóðalögum. Fangarnir viö trúariökun á Kúbu Lagaleg staða fanganna frá Afganistan, sem vistaöir eru á Kúbu, fer fyrir rétt i Los Angeles í dag. Bandarísk stjórnvöld hafa hingað til neitað að líta á hina handteknu sem stríðsfanga, sem hefði veitt þeim rétt til meðferðar samkvæmt Genfar- sáttmálanum, en að áliti Evrópusam- bandsins ber Bandaríkjamönnum skilyrðislaust að gera það. Yfirheyrslur i máli mannúðarsam- takanna hófust í morgun og þarf Howard Matz, dómari í málinu, að ákveða hvort bandarískir dómstólar hafi lögsögu yfir fóngunum á kú- bönsku landsvæði, sem leigt er banda- rískum stjórnvöldum, eða hvort laga- legur grundvöllur sé fyrir skoðunum mannréttindahópanna í málinu. Efsasemdir um mannúðlega með- ferð fanganna vöknuðu eftir að mynd- ir af þeim, hlekkjuðum í skærlitum fangabúningum með hlífðargleraugu og grimur fyrir vitum, voru birtar eftir komu þeirra til Kúbu. Talið er að tugir manna hafi týnt lífi i gærmorgun þegar bensinstöð sprekk í loft upp þegar íbúar Goma voru að stela eldsneyti. Svo virðist sem bensin hafi lekið út í brennheitt hraunið þegar verið var að hella því af tunnum og eldur komið upp með skelfUegum afleið- ingum. „Það voru fimmtíu til sextíu manns inni. Enginn átti möguleika á þvi að sleppa,“ sagði Kahokolo Kambale sem varð vitni að spreng- ingunni. Franski eldfjallafræðingurinn Jacques Durieux sagði í gær að mestu lætin í eldfjallinu væru nú búin. „Það eru engin merki um eld- virkni í fjallshlíðunum," sagði Duri- eux eftir að hann flaug yfir fjallið. íbúar Goma óttast að hraun hafi spillt Livu vatni en margir sögðust ekki eiga annarra kosta völ en að nota það til drykkjar. Skutu á stjórnar- skrifstofur BNA á Indlandi í morgun Óþekktir byssumenn skutu á bandarískar stjórnarskrifstofur í borginni Kalkútta á Indlandi í morgun og drápu fjóra lögreglu- þjóna. Tuttugu manns særðust einnig í árásinni. Lögreglan girti af svæðið eftir árásina í morgun, hina fyrstu sem vitað er að hafi verið gerð á banda- ríska hagsmuni á Indlandi. Mikið öngþveiti rikti í Kalkútta í morgun vegna þessa. Talsmaður bandaríska sendiráðs- ins í Nýju-Delhi sagði í morgun að fjórir menn á tveimur vélhjólum hefðu hafíð skothríð þegar vakta- skipti vorú hjá lögregluþjónunum sem stóðu vörð við bygginguna. Áð- ur hafði verið sagt að tveir menn hefðu staðið fyrir árásinni. Enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér. REUTER-MYND Engin áhrif Jiang Zemin Kinaforseti lætur fréttir fjölmiðla um hlerunarbúnað í nýju þotunni sinni ekki spilla samskiþtun- um viö Bandaríkjamenn. Kínverjar segja njósnagræjur engin áhrif hafa Kínversk stjórnvöld sögðu í morgun að fréttir um að hlerunar- tæki hefðu fundist í þotu sem inn- réttuð var í Bandaríkjunum fyrir Ji- ang Zemin forseta hefðu engin áhrif á samskipti landanna. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði að hann vissi ekki til að Kínverjar væru að rann- saka fréttir um að á þriðja tug hler- unartækja hefði fundist í þotunni sem Jiang ætlaði að nota í embætt- iserindum. Stjórnvöld í Peking höfðu til þessa ekki sagt aukatekið orð um fréttir vestrænna fjölmiðla um mál- ið. Aðeins nokkrar vikur eru í að Bush Bandaríkjaforseti komi í opin- bera heimsókn til Kína. Sjötti hver vill loka kjarnorkuveri Nærri sjötti hver kjósandi í Aust- urríki setti nafn sitt á undirskrifta- lista þar sem þess er krafist að stjórn landsins komi í veg fyrir inn- göngu Tékklands í Evrópusamband- ið nema Tékkar loki umdeildu kjarnorkuveri. Undirskriftasöfnunin er ekki bindandi og gerir lítið annað en að neyða þing Austurríkis til að ræða málið. Stjórnvöld í Prag sögðu að þetta hefði engin áhrif á viðræður um inngöngu Tékklands i ESB. Það var Frelsisflokkur hægriöfga- mannsins Jörgs Haiders sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni og hef- ur hún valdið deilum landanna. FÆCO/W-Plastbakkar Ornggur staður fyrir furip Öll uerkfæri FflCDM verkfærin, * og allt a ii ifflHffÉ sínum stað! ..það sem fagmaðurinn notar! ArmúU 17, lOB Reykjavík slmh 533 1334 fax.- 55B 0433

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.