Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 12
12 Viðskipti___________ Umsjón: Vidskiptablaðiö ÞRIDJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 DV Hagnaður Baugs eykst um 128% - samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri Áætlaður hagnaður Baugs á síð- asta ári nemur 1.350 milljónum króna eftir skatta, samkvæmt óend- urskoðuðu uppgjöri. Hagnaður fé- lagsins var 591 milljón króna árið 2000 þannig að ef áætlunin gengur eftir er ijóst að hann hefur aukist um 128% milli ára. Vegna óhagstæðra ytri skilyrða voru rekstraraðstæður á heima- markaði erfiðar. Framlegð á mat- vörusviði lækkaði um 0,5% og hagn- aður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) á matvörusölu Baugs á íslandi lækkaði úr 3,5% i 2,3%, eða um rúman þriðjung. Heildarrekstrartekjur félagsins námu 42 milljörðum. Sérvöruverslun gekk hins vegar vel á síðasta ársfjórðungi og jók fé- lagið verulega markaðshlutdeild sína á því sviði með tilkomu Smára- lindar. Ljóst er að íslendingar versla nú í auknum mæli heima fyr- ir sem er jákvæð þróun. Opnun Smáralindar hefur haft minni áhrif á sölu verslana Baugs í Kringlunni en áætlað hafði verið. Þá jukust fiármagnsgjöld verulega, einkum vegna lækkandi gengis isiensku krónunnar og hás vaxtastigs. Starfsemi félagsins á erlendri grund hefur gengið vel og verið ofar væntingum forsvarsmanna félags- ins. Verulegur viðsnúningur hefur orðið á rekstri bandarísku lágvöru- verðskeðjunnar Bills Dollar Stores sem Baugur keypti úr þrotabúi í apríl á síðasta ári, í samstarfi við innlenda og erlenda fjárfesta, en Baugur á tæp 56% hlutafjár í félag- inu. Bills Dollar Stores er nú rekiö af dótturfélagi Baugs í Bandaríkjun- um, Bonus Stores Inc. Fyrirtækið skilaði hagnaði í september, eftir aðeins fimm mánuði í rekstri, og hefur hagnaður af starfsemi fyrir- tækisins farið vaxandi. Húsasmiðjan og Expert Norge As í samstarf - setja á fót stórmarkaö með raftæki á íslandi Byggingarvísi- talan hækkar um 4,4% í febrúar - 12 mánaða hækkun 11,4% Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 4,4% frá fyrra mánuði en hún reiknast eftir verðlagi í jan- úar en gildir fyrir febrúar. Megin- hluti hækkunar vísitölunnar stafar af launabreytingum en um áramót- in hækkuðu samningsbundin laun í byggingariðnaði. Þá eru nú einnig taldar með launabreytingar múrara og pípu- lagningamanna sem urðu á árinu 2001 en Hagstofan hefur ekki haft vitneskju um fyrr. Meðalhækkun launa í byggingarvísitölunni nú er 6,3% (2,4% í vísitölu). Enn fremur hafa orðið talsverðar verðhækkanir á innlendu og inn- fluttu byggingarefni. Meðalhækkun á efni er 3,4% (1,7% í vísitölu). Síöastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækk- að um 11,4%. Launavísitala hækkar um 0,5% í desember Launavísitalan hækkaði um 0,5% í desember og er núna 217 stig. Vísi- talan hækkaði um 9,6% á síðasta ári, eða umfram verðbólgu sem var 9,4%, og jókst því kaupmátturinn sem þessu nemur. Húsasmiðjan hf. og Expert Norge AS í Noregi hafa undirritað sam- komulag um að stofna hlutafélag sem mun eiga og reka stórmarkaði hér á landi meö raftæki til heimilis- nota og tengdan varning. Expert á íslandi verður til jafns í eigu Húsa- smiðjunnar hf. og Expert Norge AS. I fréttatilkynningu frá Húsasmiðj- unni kemur fram að Expert International sé heimsins stærsta verslunarkeðja með raftæki en Ex- pert Norge AS er einmitt umboðsað- ili keðjunnar. Um 220 verslanir í Gjaldþrot japanskra fyrirtækja náðu 17 ára hámarki á síðasta ári þar sem bankar hættu að veita fyr- irtækjum í rekstrarerfiðleikum frekari fyrirgreiðslu, eins og versl- unarkeðjunni Kotobukiya Co. og verktakanum Aoki. Gjaldþrot fyrirtækja jukust um 2,6%o í síðasta mánuði, miðað við sama tímabil fyrir ári. Yfir allt árið urðu gjaldþrotin rúmlega 19 þús- Noregi eru reknar undir merkjum Expert og ársvelta móöurfélagsins í Noregi er um 50 milljarðar ís- lenskra króna. Samstarf Húsasmiðjunnar hf. og Expert Norge AS er hluti af sókn síðarnefnda fyrirtækisins inn á nýja markaði og tilkynnti félagið nú rétt fyrir helgina kaup á verslunar- keðjum með raftæki í Danmörku og Eistlandi, þ.á m. Expert í Dan- mörku, með ársveltu yfir 20 millj- arða íslenskra króna. Á næstu mánuöum verður unnið und, sem er það mesta síðan 1984, og jukust um 2,1% milli ára. Atvinnuleysi er núna að komast í 50 ára hámark og neytendur hafa veriö að herða sultarólina og draga úr neyslunni sem hefur leitt til auk- inna gjaldþrota. Kotobukiya óskaði eftir að verða tekið til gjaldþrota- skipta í síöasta mánuði en fyrirtæk- ið skuldaði 2,2 milljarða dollara eft- ir að bankinn hafði lokað á frekari að undirbúningi opnunar fyrstu stórverslunar Expert á Islandi. Verslunin verður til húsa í nýju 3000 fm verslunarhúsnæði að Skútu- vogi 2 í Reykjavík. Verslunin mun bera svipbragð Expert-verslana um allan heim en markmið þeirra er að vera með hátt þjónustustig og vand- aðan varning á hagstæðu verði. Fríunkvæmdastjóri Expert á Is- landi verður Einar Long sem hefur áratugareynslu af rekstri raftækja- verslana hérlendis. lánveitingar til þess. „Viö getum búist við því að sjá aukinn fjölda gjaldþrota á komandi mánuðum þar sem gjaldþrot stærri fyrirtækja munu leiða til keðjuverk- unar sem hefur í fór með sér erfið- leika birgja þeirra og samstarfsfyr- irtækja," sagði Minako Iida, hag- fræðingur hjá Deutsche Securities (Japan) Ltd. Gjaldþrot í Japan í 17 ára hámarki Þú nærð alltaf sambandi við okkur! 550 5000 © mánudaga til flmmtudaga kl. 9-20 föstudaga kl. 9-18 sunnudaga kl. 16 - 20 smaauglysingar@dv.is hvenær sólarhringsins sem er 550 5000 Þetta helst VEROBREFAÞINGH) í GÆR HEILDARVIÐSKIPTI 4.234 m.kr. j - Hlutabréf 489 m.kr. - Ríkisbréf 1.694 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI 0Kaupþing 78 m.kr. | Q Þormóður rammi-Sæberg 62 m.kr. [ ©Búnaöarbankinn 62 m.kr. MESTA HÆKKUN o SR-Mjö! 6,1% o Flugleiöir 2,9% Ohb 1,8% MESTA LÆKKUN OSæplast 6,2% OEimskip 5,1% O Pharmaco 3,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1.234 stig - Breyting o -1,67% Stolið úr verslun- um fyrir 2 millj- arða króna Árleg rýrnun í verslunum hér á landi vegna þjófnaða og mistaka er um 2,5-3 milljarðar ef miðað er við meðaltalstölur frá öðrum löndum í Vestur-Evrópu. Stærsti hluti þessarar upphæðar má ætla að sé vegna þjófn- aða, eða um 2 milljarðar. Þetta kemur fram í samantekt frá Samtökum verslunar og þjónustu. í september á síðasta ári gerði Centre of Retail Research i Notthing- ham á Englandi viðamikla úttekt á rýrnun í verslunum í flestum ríkjum Vestur-Evrópu. Niðurstaðan var að meðaltal rýrnunarinnar væri 1,42% af heildarveltu. Um mitt síðasta ár var birt önnur sambærileg könnun sem framkvæmd var af tveimur virt- um háskólum í Bretlandi þar sem meðaltalsrýrnunin var sögð vera 1,75% af veltu smásöluverslana. Heildarvelta í smásöluverslun hér á landi árið 2001 er áætluð um 172 milij- arðar og því er dregin sú ályktun að rýrnunin hér sé sú sem ofan greinir. Nýr forstöðumaður innri endurskoðun- ar Landsbankans Bankaráð Landsbanka íslands hf. hefur ráðið Ágúst Hrafnkelsson for- stöðumann innri endurskoðunar bankans. Ágúst útskrifaðist frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands 1989. Hann hefur gegnt forstöðu- mannsstöðu í ýmsum deildum Landsbankans frá árinu 1995. Frá nóvember 2000 hefur Ágúst verið forstöðumaöur útibúa- og áhættu- eftirlits Landsbankans og staðgeng- ill innri endurskoðanda bankans. Seðlabankastjóri Argentínu segir af sér Seðlabankastjóri Argentínu, Roque Maccarone, hefur sagt af sér í kjölfar deilna við forseta landsins, Eduardo Duhalde, um gengisfellingu pesans. Varabankastjórinn, Mario Blejer, fyrrum embættismaður hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, sem vann að pen- ingamálum í Rússlandi á tíunda ára- tugnum, mun fylla skarð Maccarone. Maccarone, sem var tilnefndur bankastjóri fyrri ríkisstjórnar í apríl, hafði deilt við Duhalde um hvemig ætti að takmarka tap bankans vegna gengisfellingarinnar. Maccarone vildi greiða erlend lán, andvirði 100.000 dollara í dollurum, til að takmarka tap bankans en Duhalde krafðist þess að skuldunautar greiddu sínar skuld- ir til baka í pesum á nýju gengi sem er 1,4 pesar á móti dollar. psaani 22. 01. 2002 kl. 9.15 KAUP SALA P ÍPoUar 101,650 102,170 Is&Pund 145,680 146,430 l*lkan. dollar 63,110 63,500 UjDönsk kr. 12,1050 12,1710 lagNorskkr 11,3700 11,4330 Ssænsk kr. 9,7220 9,7750 ! 3 Sviss. franki 61,1700 61,5100 [ • ]jap. yen 0,7589 0,7635 ' 0ECU 89,9114 90,4517 SDR 127,1900 127,9600 1 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.