Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 Tilvera ÐV llflft E F T I R V I N N U Færeyskir dagar í Fjörukránni Færeyskir dagar hefjast í dag í Vestnorræna menningarhúsinu og Fjörukránni í Hafnarfiröi. Tréskuröarmaðurinn Ole Jakob Nielsen úr Leynum sem sker lampa og skálar úr færeysku tré opnar sýningu kl. 17. Jakúp Mikkelsen mun töfra fram gómsæta færeyska rétti og spila á harmónikuna sína. Klassík ■ VLAPIMIR ASHKENÁZY I kvöld, kl. 20, veröa Hátíöartónleikarj Salnum í tónleikarööinni TÍBRÁ. Ein- leikari og stjórnandi Vladimir Ash- kenazy asamt Kammersveit Reykja- víkur. Á efnisskrá eru Adagio og fúga fyrir strengjasveit í c-moil KV 546, Píanókonsert í A-dúr KV 414 og Píanókonsert í d-moll KV 466 eft- ir Wolfgang Amadeus Mozart. Fundir og fyrirlestrar ■ HÁDEGISFYRIRLESTRAR SAGN- FRÆÐINGAFELAGSINS Heimspek ingurinn Sigríöur Þorgeirsdóttir flytur fyrirlestur í hádeginu í Norræna hús- inu og ber hann heitiö Hver erum viö? ■ STJÓRNSKIPULEG STAÐA FORSETANS Hver er stjórnskipuleg staöa forseta íslands er umfjöllunarefni á málstofu í lagadeild sem haldin er í Lögbergi, stofu 101 kl. 12.15-13.30 í dag. Málshefjendur eru Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og Siguröur Líndal, prófessor emeritus við lagadeild. Málstofan er opin öllu áhugafólki meðan húsrúm leyfir. Sýningar ■ MÓSAÍKVERK FANNÝJAR Mósaík-helgimyndir eftir Fannýju Jónmundsdóttur eru til sýnis í Þingholtsstræti 5 í Reykjavík, ásamt mósaíkborðum eftir hana sem unnin eru og hönnuð í samvinnu við Þuríði Steinþórsdóttur járnsmiö. Sýningin er opin alla daga frá 12-18, og laugardaga frá 12-15 til mánaðamóta. Fanný er sjálf á staðnum. ■ ÞÝSKAR TÍSKUUÓSMYNDIR í GERÐUBERGI A sýningunni Þýskar tískuljósmyndir 1945-1955 í Menningarmiöstööinni Geröubergi má sjá verk framsækinna Ijósmyndara sem höföu áhrif á stíl og framsetningu tískuljósmyndunar. ■ LEIRLIST í GERÐARSAFNI Félagar í Leirlistafélaginu eru meö sýningu í Geröarsafni í Kópavogi. Hún ber heitið Tvískipt enda sýna listamennirnir ýmist nytjalist eða frjáls form. ■ UÓÐ OG RITLIST Ritlistarhópur Kópavogs er einnig með sýningu í Geröarsafni. Á henni eru Ijóð og myndverk. ■ EYÐIBÝLI I SKUGGA í Gallerí Skugga er Ijósmyndasýningin Eyöibýli eftir Orra Jónsson. Verkin vann Orri á árunum 1999-2001 og er um að ræða litmyndir teknar inni í eyöibýlum víða um land. ■ BÁTAR ÚR ÝMSUM EFNUM Annette Holdensen veflistakona er með sýningu í anddyri Norræna hússins. Hún notar bátsformið og efniviðurinn er mjög fjölbreytilegur. ■ BERNP í HAFNARHÚSINU íslandsvinurinn Bernd Koberling sýnir 80 myndverk í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísl.is Forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur: Viljum ala börnin upp sem Islendinga - segir Ellý K. J. Guðmundsdóttir sem flytur heim frá Washington Maður lifandi „Þegar ég sá stöðuna auglýsta fannst mér hún strax mjög spennandi og ákvað að sækja um,“ segir Ellý J. K. Guðmundsdóttir, nýráðinn for- stöðumaður Umhverfis- og heilbrigð- isstofu Reykjavíkur sem tók til starfa um síðustu áramót. Ellý hefur búið í Bandaríkjunum í rúm sjö ár, þar af síðustu fjögur árin í Washington, ásamt manni og tveimur börnum. Þegar samtalið fór fram var hún einmitt á fórum vestur en kemur al- komin í byrjun febrúar og þá með soninn Guðmund, fimm ára, með sér. Eiginmaðurinn, Magnús Karl Magn- ússon læknir og dóttirin Ingibjörg, tólf ára, koma ekki fyrr en í júní. „Þetta gerist svona í áfóngum," segir Ellý brosandi. Völvur og spádómar Koibrún Bergþórsdóttir skrifar. Deildirnar tengdar saman Ellý segir markmiðið með hinni nýju stofu vera að auka vægi um- hverfismála í stjórnsýslu Reykjavík- urborgar og starfa í anda þeirrar um- hverfisáætlunar borgarinnar sem samþykkt var fyrir ári. „Með því að setja umhverfismálin undir einn hatt og samræma Hreinsunardeild, Garð- yrkjudeild og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ættum við að geta unnið markvissar að heildarmyndinni," seg- ir hún og bætir við: „Undir þessum deildum eru mikilvæg og fjölbreytt verkefni og með því að tengja þær bet- ur saman og það hæfa starfsfólk sem þar vinnur náum við meira faglegu flæði og betri árangri." Ellý segir deildirnar starfa á tveimur stöðum núna en hún vonast til að þær komist allar undir eitt þak í framtíðinni. Hún segir Umhverfis- og heilbrigð- isstofuna einnig koma til með að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og kveðst mjög ánægð með þá ákvörðun sem borgarráð hafi tekið i síðustu viku að ganga í hin alþjóðlegu samtök sveitar- félaga, International Council for Local Environmental Initatives, er starfi saman á sviði umhverfismála Börnin kynnist fjölskyldunum og frelsinu EOý er ekki ókunnug umhverfis- málunum hér heima þótt hún hafi Forstööumaður Umhverfis- og heilbrigöisstofu borgarinnar Ellý J. K. Guömundsdóttir kveöst hlakka til aö móta starfiö. búið vestra síðustu sjö árin. Meðan hún stundaði mastersnám í umhverf- is- og alþjóðarétti við háskólann í Wisconsin vann hún á sumrin hjá um- hverfisráðuneytinu og að verkefnum fyrir HoUustuvernd ríkisins. Frá ár- inu 1998 hefur hún starfað í lagadeild Alþjóðabankans. Hún kveðst kveðja það starf með vissri eftirsjá. „Ég hef átt mjög góðan og skemmtilegan tíma í Alþjóðabankanum og maðurinn minn fer líka úr góðri stöðu við National Institute of Health. En við verðum að horfa á stóru myndina. Dóttirin nálgast unglingsárin og við viljum ala börnin okkar upp sem ís- lendinga. Það er tvennt sem við höf- um aldrei sætt okkur við að þau misstu af, það er fjölskyldur okkar og frelsið." Þetta með frelsið er hún beð- in að útskýra aðeins betur. „í stórborginni eru börnin alltaf undir eftirliti og handleiðslu fuilorðinna. Sonur okkar getur ekki leikið sér einn úti og dóttir okkar ekki tekið strætó eða farið neitt ein þótt hún sé orðin 12 ára. Því hlakka þau til að komast í frjálsara umhverfi hér og við hlökk- um til þess líka.“ Ellý segir fjölskyld- una ætla að setja sig niður í Hlíðun- um og þar byrji Guðmundur sonur hennar á leikskóla strax í næsta mán- uði. Sá stutti kann auðvitað tvö tungumál. „Hann talar íslenskuna með amerískum hreim, öfugt við for- eldrana sem, að sögn barnanna, tala enskuna oft með fyndnum íslenskum hreirn," segir móðir hans. Skrifaöi bók um stjórnun fiskveiða Auk þess að rita greinar á sviði um- hverfisréttar í bæði íslensk og erlend tímarit, hefur Ellý skrifað bók um stjórnun fiskveiða á úthöfunum. Sú kom út á vegum Alþjóðabankans og Alþjóða matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna síðast- liðið haust. „Ellý segir bókina einkum ætlaða til að auðvelda þróunarríkjun- um að innleiða tvo alþjóðlega samn- inga er varða stjórnun fiskveiða á úthöfunum. „íslendingar eru mjög vel faglega staddir á þessu sviði," segir hún og kveðst hafa fengið gagnlegar upplýsingar hjá stofnunum hér heima við samningu bókarinnar enda hafi íslendingar verið ein af fyrstu þjóððunum sem lögfestu úthafsveiði- samninginn sem er annar þeirra tveggja sem um er rætt I bókinni. Nú horfir Ellý til þess með eftir- væntingu að taka á verkefnum í Um- hverfis- og heilbrigðissstofu Reykja- víkur. „Það gerir heimfiutinginn virkilega áhugaverðan að fá að taka við þessu starfi og móta það,“ segir hún og þar með er hún flogin. Gun. IUI!fclU B Í_J i I upphafi hvers árs dynja á þjóðinni svonefndar völvuspár. í lok ársins eru þessar spár gleymdar öllum nema ritstjórum og blaðamönnum þeirra tímarita sem birta þær og fullyrða síðan að völvan hafi reynst „ótrúlega sannspá um atburði ársins". Það má til sanns vegar færa þegar túlkun á spádómunum verður frjálsleg. Jarðskjálfti í Afganist- an jafngildir þá hernaöarátökum og stórbruni í Bandaríkjunum er túlkaöur sem hryðjuverkaárás. Nú verð ég einna síðust manna til að afneita því að til sé skyggnigáfa. Ég þekki fólk með slíka gáfu og það sér bæði inn í aðra heima og fram í tímann. Þetta fólk getur sagt fyrir um ókomna atburði af ótrúlegri ná- kvæmni en það er ekki óskeik- ult. Hins vegar sýnist mér hend- ing ef fjölmiðlavölvurnar rata á rétta atburði. Siöustu tvö ár hef ég geymt þessar völvuspár og þær eru bara bull. Völva Vikunnar hefur spáð fyrir árið 2002 og þar sem nú eru einung- is þrjár vikur liðnar af janúar er ekki tímabært að kveða upp dóm um sannleiksgildi þeirrar spár. Mér finnst hins vegar að völvan sé ansi djörf í að kveða upp dóma yfir þekktum íslendingum. Þannig á einn þeirra að þjást af athyglis- leysi. Annar hefur átt erfiða bernsku sem gerir það að verk- um að tilfinningalíf hans er í uppnámi. Síðan er gefið í skyn að óheiðarleiki einkenni þekkt- an mann úr viðskiptalífinu. Mun fleiri dæmi mætti nefna en ég læt þetta nægja. Ansi þykir mér harkalegt þeg- ar palladómar eru settir fram sem staðreyndir en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég hef séð full- yrðingar á borð við þær sem sjá má i völvuspá Vikunnar. Ég man eftir að hafa séð spádóm þar sem kirkjunnar maður var talinn við- riðinn mikið hneyksli sem sneri að einkalifi hans. í þekktu morð- máli var einnig fullyrt að komið yrði upp um viðamikið samsæri. Hvorugt gerðist en ég get ímynd- að mér að það hafi verið erfitt fyrir aðstandendur að sjá full- yrðingar eins og þessar settar fram á prenti. Fólk sem er áberandi í fjölmiðl- um kemst ekki undan umfjöllun en það hljóta að vera takmörk fyrir því „Völva Vikunar hefur spáð fyrir árið 2002 og þar sem nú eru einungis þrjár vikur liðnar af jan- úar er ekki tímabœrt að kveða upp dóm um sann- leiksgildi þeirrar spár. Mér finnst hins vegar að völvan sé ansi djörf í að kveða upp dóma yfir þekktum íslendingum.“ hversu langt er hægt að ganga. Sennilega er það bara barnaskapur minn en ég hef alltaf staðið í þeirri trú að þeir sem telja sig hafa dul- ræna hæfileika búi um leið yfir sterkum siðferðisþroska og gæti þess að sýna aðgát í nærveru sálar. En það virðist hreint ekki vera þannig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.