Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 25
29 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002_______________________________________________________ I>V ______________________________________ Tilvera L Bíófréttir Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Mislukkaður hernaður Ef einhver leikstjóri hefur staðið upp úr síðastliðin tvö ár er það Ridley Scott. Hann kom öllum á óvart með hinni feikisterku ósk- arsverðlaunamynd, Gladiator, tók síðan við því erfiða verkefni að leik- stýra Hannibal, framhaldinu af Sil- ence of the Lambs, og nú er hann kominn með Black Hawk Down sem gagnrýnendur eiga varla orð til að lýsa hrifningu sinni á. Almenning- ur er greinilega jafn hrifinn því myndin fór beint á toppinn og var með helmingi meiri aðsókn en næsta mynd. Black Hawk Down fjallar um hernaðarleiðangur Bandarikjanna til Sómalíu 1993 til að handtaka tvo eiturlyfjaforingja. Leiðangur þessi varð hin mesta martröð og endaði með því að átján bandarískir hermenn voru felldir. Fjölskyldumyndin frá Disney, Snow Dogs, náði einnig töluverðri aðsókn um helgina. Um er að ræða kvikmynd þar sem segir frá svört- um tannlækni, sem býr á Flórida, sem dag einn erfir hundasleðalið í Alaska. -HK Black Hawk Down Árás þar sem allt fór úrskeiðis. '' 'ATO UPPB/gblA iVliSUMBUM BANPAftlRJABOllATSt.' FYRRI INNKOMA INNKOMA FJÖLDI SÆTI VIKA TITILL HELGIN: ALLS: BÍOSALA O _ Black Hawk Down 29.000 30.800 3101 o Snow Dogs 17.500 17.500 2302 o 1 The Lord of the Rings 13.025 245.970 3266 o 2 A Beautiful Mind 11.000 73.900 2225 o 3 Orange County 9.000 26.930 2317 o 4 Ocean’s Eleven 5.705 170.574 2670 o 5 The Royal Tenenbaums 4.300 36.300 997 o 8 Kate & Leopold 3.400 42.000 2381 o 9 Gosford Park 3.314 11.200 658 © 7 Vanilla Sky 3.100 93.157 2355 0 6 Jimmy Neutron, Boy Genius 3.000 72.830 2506 0 10 Harry Potter..... 2.505 308.712 1851 Vinsælustu myndböndin: Kettir og hundar berjast um völdin Spennutryllirinn Along Came a Spider heldur efsta sætinu og Rush Hour 2 situr einnig sem fastast í öðru sæti. í þriðja sæti kemur ný mynd, gamanmyndin Cats and Dogs. Myndin tjallar um valdabar- áttu hunda og katta um yfirráðin í heiminum. Þó að baráttan hafi átt sér stað frá því dýrin komu fram á sjónarsviðið hefur hún farið svo leynt að mannfókið hefur ekki vitaö af henni. Um nokkum tíma hefur ríkt brot- hætt vopnahlé. Valda- gráðugur persneskur köttur, sem heitir Mr. Tinkles, hugsar sér gott til glóðarinnar með því að gera ketti að besta vini manns- ins, gera manninn undirgefinn og öðlast um leið heimsyfirráð. Jeff Goldblum leikur Brody prófessor sem vinnur að þvi að finna lækningu við hundaofnæmi. Eliza- beth Perkins og Alex- ander Pollock leika eiginkonu hans og son. Meðal þeirra sem ljá dýrunum rödd sína eru Alec Bald- vin, Tobey Maguire, Sean Haynes og gamla kempan Charlton Heston. -HK Cats and Dogs Skemmtileg fjölskyldumynd þar sem dýrin taka til sinna ráöa.' VIKAN 14. 20. JANÚAR FYRRI VIKUR SÆTl VIKA nTILL (DREIRNGARAÐIU) ÁUSTA O 1 Along Came a Spider isam myndböndi 4 o 2 Rush Hour 2 imyndform) 4 o _ Cats and Dogs iskífan) 1 o 3 Joe Dirt (skífan) 3 o 7 Say It Isn’t So iskífan) 2 o _ Fianal Fantasy iskífani 1 e 4 EVOlutÍOn (SKÍFAN) 6 o 9 The In Crowd (sam myndböndi 2 o 6 Head Over Heels (Sam myndböndi 5 © 8 Crimson Rivers iskífani 10 0 5 Tomp Rider (sam myndbönd) 5 0 _ Sexy Beast (sam myndbönd) 1 0 io Someone Like Yoy (skífanj 5 © 11 Bridget Jones’s Diary (sam myndbönd) 10 © 12 Crocodile Dundee in LA <sam myndböndi 6 © 14 Animal (myndformi 9 0 13 Shrek isam myndböndi 6 © 15 The Mummy Returns isam myndböndj 8 © _ Sweet November (sam myndbönd) 6 Li _ Pearl Harbor (sam myndbönd) 10 Bræðrabönd Hin rándýra sjónvarpsería Band of Brothers var valin besta míní-serían. Á myndinni eru framleiðendurnir Tom Hanks og Steven Spielberg ásamt nokkrum leikurum. Robert Altman Var valinn besti leikstjórinn fyrír mynd sína, Gosford Park. Golden Globe-verðlaunahátíð haldin í 59. sinn: Ástralarnir áttu kvöldið Ástralskir leikarar voru áberandi í hópi vinningshafa á Golden Globe- verðlaunahátíðinni sem haldin var í Los Angeles á sunnudagskvöldið. Fremst í flokki Ástralanna voru að sjálfsögðu þau Russell Crowe og Nicole Kidman sem unnu verðlaunin í tveimur eftirsóttustu flokkunum. Crowe var valinn besti karlleikarinn í alvarlegri mynd fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni A Beautiful Mind og Kidman fékk verölaunin fyrir túlkun sína á söngkonunni Satine í dans- og söngvamyndinni Moulin Rouge. A Beautiful Mind sigurvegari kvöldsins Kvikmyndin A Beautiful Mind fékk flest verðlaunin á hátíð- inni, sem talin er gefa góða vísbendingu um það hverjir munu hljóta hin eftirsóttu ósk- arsverðlaun, en það eru sam- tök erlendra blaðamanna í Hollywood sem veita Golden Nlcole Kidman Eins og flestir bjugg- ust við hampaði hún styttunni fyrir leik í Moulin Rouge. Globe-verðlaunin. Fyr- ir utan verðlaun Crowe var A Beautilful Mind, sem leikstýrt var af Ron Howard, valin besta al- varlega myndin, Jennifer Connelly fékk verðlaunin sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir hlut- verk sitt í myndinni og Akiva Goldsman vann hinn gullna hnött fyr- ir handrit hennar. Hinn sigurvegari hátíðarinnar var dans- og söngvamyndin Moul- in Rouge sem hlaut þrenn verð- laun, þar á meðal sem besta myndin í sínum flokki. Robert Altman var valinn besti leikstjór- inn fyrir myndina Gosford Park, sem fjallar hneykslismál yfirstétt- arinnar séð frá sjónar- hóli þjónustufólksins. Þá var Sissy Spacek valin besta leikkonan í dramahlutverki fyrir myndina In the Bedroom en sú myndin hefur vakið mikla at- hygli vestanhafs. Gene Hackman var valinn besti karlleikari í gam- anmynd fyrir The Royal Tenenbaums og Jim Broad- bent fékk verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir að túlka eiginmann bresku skáldkonunnar Iris Mur- doch í myndinni Iris. Besta erlenda mynd- in var bosníska myndin Einskis- mannsland og söngvarinn Sting hlaut verðlaun fyrir | besta kvikmynda- lagið, lagið Until f sem hljómar í myndinni Kate & Leopold. Charlie Sheen besti gaman- leikarinn Á hátíðinni voru einnig veitt verð- laun fyrir sjónvarpsþætti og sjón- varpsmyndir og var nokkuð um að valið í þeim flokkum kæmi á óvart. Beðmál í borginni, eða Sex and the City sem sýndur er í Sjónvarpinu, var val- inn besta gamanþáttaröðin og Sarah Jessica Parker var valin besta gamanleik- konan fyrir leik sinn í þáttunum. Þá var Russell Crowe Valinn besti leikari í drama- tískri mynd fyrir leik í A Beauti- ful Mind. þáttaröðin Undir grænni torfu, eða Six Feet Under sem Stöð 2 hefur nýlega tekið til sýninga, valin besta drama- þáttaröðin auk þess sem ástralska leikkonan Rachel Griffiths fékk verð- laun sem besta aukaleikkona fyrir hlutverk sitt í þáttunum. Besti karlgamanleikarinn er Charlie Sheen fyrir þáttaröðina Ó, ráðhús, og Kiefer Sutherland var val- inn besti dramaleikarinn fyrir þátta- röðina 24. Þá hlaut Jennifer Garner verðlaun sem besta dramaleikkonan fyrir þættina Alias. Þáttaröðin Bræðrabönd, sem fjallar um síðari heimsstyrjöldina, var valin besta dramaþáttaröðin og enn einn Ástral- inn, Judy Davis, var valin besta leik- konan í framhaldsmynd fyrir sjón- varpsmynd um Judy Garland og James Franco var valinn besti karl- leikari fyrir myndina James Dean. Heiðursverðlaun hátíöarinnar sem kennd eru við Cecil B. DeMille komu í hlut leikarans Harrison Ford að þessu sinni. -MA Nýtrúlofuö Charlie Sheen mætti með Denise Richards og fékk verðlaun sem besti leikari í gamanseríu. AWARDS pvRE5§- AWARDS jlSIIIII A iiSinii r QOLDEN,** GLQBfT r AWARtm' LDEN •* OBE ARPC \ GOLC GLr Beömál í borginni Besti gamanþátturinn. Á myndinni eru, frá vinstri, Kim Catrall, Kristin Davis, Sarah Jessica Parker og Cynthia Nixon. Sarah Jessica fékk auk þess verölaun sem þesta gamanleikkonan í sjónvarpsþætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.